Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 18

Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 18 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SAMTÖK bandarískra homma og lesbía hafa fagnað úrskurði hæsta- réttar Bandaríkjanna um að Texas- ríki geti ekki bannað með lögum kyn- mök samkynhneigðra ef báðir aðilar eru samþykkir. Úrskurðurinn vakti hins vegar reiði meðal bandarískra íhaldsmanna. Dómstóllinn kvað upp úrskurðinn í fyrradag og hann úrskurðaði þá einn- ig að heimilt væri að lögsækja íþróttavörufyrirtækið Nike á grund- velli laga um rangar upplýsingar í auglýsingum vegna yfirlýsinga þess um vinnuaðstæður í verksmiðjum þess í Suðaustur-Asíu. Nike hafði haldið því fram að ekki væri hægt að lögsækja fyrirtækið vegna málfrels- isákvæðis stjórnarskrárinnar. Stjórn George W. Bush forseta hefur ekkert sagt um þann úrskurð dómstólsins að Texas, þar sem Bush var ríkisstjóri, geti ekki bannað kyn- mök samkynhneigðra. Samtök samkynhneigðra og mannréttindahreyfingar fögnuðu úr- skurðinum sem sögulegum áfanga í réttindabaráttu homma og lesbía en samtök íhaldsmanna mótmæltu hon- um. Robert Knight, framkvæmda- stjóri Menningar- og fjölskyldustofn- unarinnar, sagði að eftir úrskurðinn væru „lög gegn vændi, sifjaspellum, tvíkvæni og jafnvel kynmökum manna við dýr“ í hættu. Texas er eitt af fjórum ríkjum í Bandaríkjunum þar sem mök sam- kynhneigðra hafa verið bönnuð með lögum. Sex hæstaréttardómarar voru þeirrar skoðunar að lögin í Texas stönguðust á við bandarísku stjórn- arskrána og væru rof á friðhelgi einkalífsins, en þrír dómarar vildu ekki ógilda þau. Fyrir 17 árum komst hæstirétturinn að þeirri niðurstöðu að ríkjum væri heimilt að refsa sam- kynhneigðum fyrir það sem hefur jafnan í slíkum lögum verið nefnt af- brigðilegt kynlíf. Mál þetta hófst þegar lögreglumenn handtóku tvo karlmenn, sem voru staðnir að því að hafa kynmök í íbúð annars þeirra í september 1998. Mennirnir voru ákærðir og dæmdir til að greiða 200 dollara í sekt hvor um sig, og sitja sólarhring í fangelsi. Þeir dómarar sem voru andvígir því að ógilda lögin í Texas voru Will- iam H. Rehnquist, forseti réttarins, Antonin Scalia og Clarence Thomas. „Rétturinn hefur að mestu leyti gengið svonefndum stefnumiðum samkynhneigðra á hönd,“ sagði Scalia í minnihlutaáliti þeirra þriggja, en svo óvenjulega bar við að hann las það úr dómarasæti sínu. „Rétturinn hefur tekið afstöðu í átök- um menningarhópa,“ sagði Scalia ennfremur, og bætti því við að hann hefði „ekkert á móti samkynhneigð- um“. Niðurstaðan sögð skerða málfrelsið Úrskurður hæstaréttar um að heimilt væri að höfða mál gegn Nike vegna yfirlýsinga fyrirtækisins um vinnuaðstæður í erlendum verk- smiðjum þess olli titringi í banda- ríska viðskiptalífinu. Kaliforníubúinn Marc Kasky hyggst höfða mál gegn fyrirtækinu vegna yfirlýsinga þess fyrir nokkrum árum í fréttatilkynningum, dagblöð- um og bréfum til yfirmanna íþrótta- deilda háskóla til að svara gagnrýni í fjölmiðlum á vinnuaðstæður í verk- smiðjum fyrirtækisins í Asíu. Nike sagði ummælin innlegg í opinbera umræðu um alþjóðavæðingu. Samtök bandarískra fyrirtækja gagnrýndu þá niðurstöðu réttarins að yfirlýsingarnar kynnu að varða við lög um rangar upplýsingar í aug- lýsingum og sögðu hana skerða mál- frelsi stjórnenda bandarískra fyrir- tækja. Reuters Lesbíur í Boston fagna úrskurði hæstaréttar Bandaríkjanna. Úrskurðað í umdeildum málum Óheimilt að banna mök sam- kynhneigðra Heimilt að lögsækja Nike vegna yfir- lýsinga um verksmiðjurnar í Asíu Washington. AP, AFP. RAUÐI krosssinn og skákfélagið Hrókurinn héldu skákmót í Vin, at- hvarfi fyrir geðfatlaða, nú í vikunni. Björg Haraldsdóttir, verkefnastjóri Vinjar, segir að margir skák- áhugamenn séu meðal gesta í at- hvarfinu og mikið sé teflt. Því hafi kviknað sú hugmynd að halda mót og leitað var eftir samvinnu við Hrókinn. Hún segir að félagið hafi tekið þeirri bón mjög vel og haldið utan um mótið. Skjólstæðingar, starfsmenn, sjálf- boðaliðar og vinir Vinjar tóku þátt í mótinu. Eftir sex umferðir hafði einn sjálfboðaliðanna, Jón Torfason íslenskufræðingur, unnið allar sínar skákir en hann afsalaði sér titlinum. Að sögn Bjargar hlaut Rafn Jónsson fyrsta sætið með fimm vinninga af sex mögulegum. „Ég held að hann sé með ein 1800 ELO-stig. Þetta eru sterkir skákmenn hér,“ bætir hún við. Arnar Helgason, Leifur Jóelsson og Örn Sigurðsson voru jafnir í öðru sæti með þrjá vinninga. Tólf þátttakendur Hún segir að gestir frá Hróknum hafi verið á staðnum en þeirra á meðal voru Regina Pokorna, stór- meistari og skákdrottning Hróksins, og ungi skáksnillingurinn Luke McShane. „Það var teflt eftir Mon- rad-kerfinu. Það þýðir að þeir bestu í raun og veru tefla alltaf saman. Það voru tólf þátttakendur á mótinu, allt karlmenn, og síðan voru nokkrir sem tefldu ekki allt mótið.“ Þórólfur Árnason borgarstjóri og Regina Pokorna veittu verðlaunin í sameiningu og tefldu svo eina skák. Björg segir að margir hafi komið að mótinu og hin ýmsu fyrirtæki hafi gefið vinninga og styrkt mótið á annan hátt. „Þetta var mjög veglegt mót og vel að þessu staðið. Síðan enduðum við þetta með grillhátíð,“ lýsir hún. Í kjölfar mótsins var stofnað Skákfélagið Vin og gaf Skákhúsið hinu nýja skákfélagi tíu skáksett. Björg á von á því að með haustinu hefjist vikulegar æfingar og eru allir sem hafa áhuga velkomnir að koma og vera með. Hrókurinn er bakhjarl félagsins sem hefur höfuðstöðvar sínar í Vin á Hverfisgötu 47. Þátttakendur í skákmóti Vinjar ásamt Þórólfi Árnasyni borgarstjóra og Reginu Pokorna stórmeistara. RKÍ og Hrókurinn með skákmót í athvarfi fyrir geðfatlaða Stofnuðu skákfélagið Vin Miðborg ÚRSLIT úr samkeppni um hönnun duftgarðs og mótun lands í Leyni- mýri í Öskjuhlíð voru kunngerð í gær. Það voru Kirkjugarðar Reykja- víkurprófastsdæma sem stóðu fyrir samkeppninni, í samvinnu við Reykjavíkurborg, en alls bárust 16 tillögur, þar af 15 í samræmi við skil- yrði samkeppnislýsingar. Tillögurnar voru metnar með tilliti til aðkomu, grafarrýmis, tengsla við náttúrusvæði og tillagna um lista- verk í garðinum en sérstaklega var hvatt til samráðs við listamenn. Veitt voru verðlaun fyrir 1.–3. sæti en auk þess voru þrjár tillögur keyptar. Verðlaunafé var í heildina um þrjár og hálf milljón króna en vinningstil- lagan hlaut rúmlega 1,6 milljónir króna. Í fyrsta sæti var tillaga frá Teikni- stofunni Tröð en að henni unnu Sig- ríður Magnúsdóttir, Hans-Olav And- ersen og Sveinn Bragason, arkitektar og Sigurður Guðmunds- son, myndlistarmaður. Í umsögn dómnefndar um tillöguna segir m.a. að hún sé efnislega vel útskýrð, vel unnin og vel fram sett. Heildarskipu- lagið er sagt gott og skógargrafir myndi skemmtilegt rými í austur- og suðurhluta garðsins. Í öðru sæti var tillaga frá Mar- gréti Leifsdóttur, Gunnari Erni Sig- urðssyni og Önnu Kr. Hjartardóttur arkitektum en hún þótti vönduð, með einfaldar og hreinar línur. Þriðja sætið hlaut tillaga Kjartans Mogensen og Albínu Thordarson arkitekta og Steinunnar Þórarins- dóttur myndlistarmanns. Sú tillaga þótti tengja náttúrusvæðið vel við garðinn og nýta grafarsvæði vel. Tillögurnar þrjár sem voru keypt- ar eru frá Landslagi ehf., MFF ehf. vinnustofu og frá Auði Hrönn Guð- mundsdóttur. Dómnefnd var sammála um að hönnunarsamkeppnin hefði tekist vel og skilað fjölbreyttum og frum- legum hugmyndum. Undirbúnings- framkvæmdir hefjast á næsta ári og er stefnt að því að kirkjugarðurinn verði vígður innan þriggja til fjög- urra ára. Úrslit í samkeppni um hönnun duftgarðs í Leynimýri Fjölbreyttar og frum- legar hugmyndir Fossvogur Morgunblaðið/Jim Smart Vinningshafar í 1.–3. sæti í samkeppni um duftkirkjugarð. Vinningstillagan úr samkeppni um duftkirkjugarð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.