Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 23

Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 23 ÞÓNOKKUR verðmunur er á pakkamorgunmat og úrval misjafnt eftir verslunum, samkvæmt nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna. Fyrr í vikunni var hér á neytenda- síðu greint frá niðurstöðum gæða- könnunar Neytendasamtakanna og dönsku Neytendastofnunarinnar á gæðum morgunverðarkorns, þar sem fram kom að flestar gerðir þess innihalda bæði of mikinn sykur og of mikið salt. Birtist hún í Neytenda- blaðinu. Neytendasamtökin gerðu í kjöl- farið verðkönnun á morgunverðar- korni í verslunum, samtals 29 mis- munandi tegundum og/eða þyngdareiningum. Könnunin var gerð í 14 verslunum á höfuðborgar- svæðinu og á Akureyri hinn 19. júní síðastliðinn. Greint er frá niðurstöð- um hennar á heimasíðu samtakanna, ns.is, og þar er jafnframt að finna ít- arlega umfjöllun. Hæst verð í klukkubúðum Helstu niðurstöður eru þær að úr- val morgunverðarkorns er mismikið milli verslana og þónokkur verðmun- ur, svo vitnað sé í samantekt. „Lægsta verðið var hlutfallslega oftast í Bónus, eða á 7 af 10 vörum sem þar fengust. Í Nettó voru 23 vörutegundir til og var lægsta verðið þar í 10 tilvikum. Klukkubúðirnar eru með hæst verð í þessari könnun. Hæsta verðið var oftast í 11–11, eða í 19 tilvikum, en þar fengust 24 af þeim vörum sem voru í könnuninni. Í 10–11 var hæsta verðið í 12 tilvikum, en þar fengust 16 vörur,“ segja Neytendasamtökin. Fram kemur að verðmunur á mis- munandi pakkningum af sömu vöru er oft nokkur. „Sé verð borið saman við gæða- könnunina kemur í ljós að ekkert samhengi er á milli verðs og gæða. Þær tegundir sem þóttu hollastar eru oftast á hagstæðasta verðinu. Tegundir sem komu illa út í gæða- könnuninni eru mun dýrari en hafra- mjöl. Til dæmis kostar kílóið af Frosties frá 598 krónum upp í 718 krónur og kílóið af Cocoa Puffs kost- ar frá 479 krónum og upp í 830 krón- ur. Lucky Charms kostaði mest 1.005 krónur og á þann vafasama heiður að vera oftast dýrasti morg- unmaturinn miðað við kílóverð borið saman við þær tegundir sem voru í gæðakönnuninni. Kellogg’s Variety, sem eru átta 25 gramma pakkar, kostar 399 krónur, sem þýðir að kílóið kostar tæpar 2.000 krónur og er dýrasta morgun- verðarkornið ef það er keypt í þess- um pakkningum.“ Kílóverð á haframjöli er frá 188 krónum upp í 294 krónur í könnun- inni en tekið er fram að hægt sé að finna ódýrari tegundir af haframjöli í verslunum. Mælieiningaverð vantar „Mælieiningaverð er mjög mikil- vægt fyrir neytendur. Það segir til um hvað kíló, lítri, metri eða fermetri af tiltekinni vöru kostar og er selj- endum skylt að upplýsa um það á sölustað, til dæmis með hilluverð- merkingu. Mjög misjafnt er hvernig verslanir standa sig þegar kemur að verðmerkingum. Í Hagkaupum, 10– 11, Bónusi og Krónunni vantaði upp- lýsingar um mælieiningaverð í nokkrum tilfellum og í Europris vantaði upplýsingar um mæliein- ingaverð í öllum tilfellum. Þegar mælieiningaverð er athug- að kemur í ljós að ekki er alltaf hag- kvæmast að kaupa stærri pakkning- ar eins og sjá má af eftirfarandi dæmum. Í Nettó kostar kílóið af Cocoa Puffs 614 krónur ef keyptur er 1.300 gramma pakki, en 576 krón- ur ef keyptur er 553 gramma pakki. Í Strax kostar kílóið af Cheerios 788 krónur ef keyptur er 425 gramma pakki en 809 krónur ef keyptur er 567 gramma pakki,“ segja Neytendasamtökin. Sjá ítarlegri umfjöllun og töflu á heimasíðu samtakanna. Þónokkur verð- munur á pakka- morgunmat „Lucky Charms kostaði mest 1.005 krónur [kílóið] og á þann vafasama heiður að vera oftast dýrasti morg- unmaturinn,“ segja Neytenda- samtökin. ÍSLENSKT kínakál kom í versl- anir nú fyrir helgina og munu ís- lenskir garðyrkjubændur anna eftirspurn fram yfir áramót, samkvæmt frétt frá garð- yrkjubændum. „Fyrsta kínakál sumarsins kemur frá Flúðum og er ræktað í svokölluðum heitum görðum, sem eru við hverasvæði og hitaðir með jarðvarma. Inn- lend kínakálsuppskera kom fyrst á markað fyrir 20 árum og hefur neysla farið vaxandi ár frá ári í takt við aukna grænmetisneyslu landsmanna,“ segir ennfremur. Salat með döðlum 1 stk. kínakálshaus 1 stk. eikarlaufshaus 1 stk. hvítlauksrif 1 stk. laukur lítill ½ dl ólífuolía 3 msk. hvítvínsedik 1 msk. hunang 2 tsk. turmerik ¼ tsk. kanill 1 tsk. engiferduft 1 tsk. kardimommuduft ¼ tsk. cayenne pipar salt og pipar 10 stk. döðlur Salatið er skorið niður. Laukurinn og hvítlaukurinn eru saxaðir og blandað saman við kryddið og olíuna og sett yfir salatið rétt fyrir framreiðslu. Söxuðum döðlunum stráð yfir. Fróðleiksmolar um kínakál Kínakál, brassica pekinensis, pe-tsai, er jafn stór þáttur í mat- aræði Kínverja og ólífuolían hjá Ítölum, en talið er að Kínverjar neyti um 200 g af kínakáli á dag. Kínakálið sem er með langt höfuð, ljósgræn blöð og hvíta, stökka stilka er mjög þekkt og mikið notað hér á landi í ýmiss konar fersk og blönduð salöt, ásamt öðru grænmeti og ávöxt- um. Bragðið er mjög milt og því gengur það vel með flestum rétt- um en það tekur auðveldlega í sig bragð af öðru hráefni. Kína- kálið hentar því vel í ýmsa bragðsterka rétti og almennt með bragðsterkum mat. Kínakál er upprunnið í Kína eins og nafnið bendir til en upp úr 1970 var farið að rækta það í Ísrael og varð það þá fyrst vin- sælt. Á Íslandi er það ræktað mjög víða. Kínakálið má nota í flest hrá- salöt eins og áður segir. Efri hluti blaðanna er bestur í fersk salöt. Hægt er að nota stilkinn og grófari hluta blaðanna í salöt, sérstaklega ef blandað er saman við salatið „dressingu“ eða jóg- úrt. Þó má einnig sjóða eða létt- steikja þessa hluta. Í Kína eru matreiðsluaðferðirnar mun fjöl- breyttari en við þekkjum, þar eru kálstilkarnir gjarnan súrs- aðir og kryddaðir með hvítlauk og chili. Einnig má súrsa kínakál á annan máta og nota í súpur. Þar sem blöðin eru nokkuð hruf- ótt er mjög miklvægt að skola þau vel undir rennandi köldu vatni. Kínakál, eins og annað græn- meti, er mjög næringar- og trefjaríkt þrátt fyrir að inni- halda mjög fáar hitaeiningar eða aðeins 12 he í hverjum 100 g. Vítamínið sem kínakálið er hvað ríkast af er fólasín, en það er einmitt af skornum skammti í fæðu margra. Mikilvægt er að skera kínakál og annað græn- meti ekki niður mjög löngu áður en þess skal neytt; þurfi þess er mikilvægt að setja það í lokað ílát eða breiða í það minnsta plastfilmu yfir skálina og geyma salatið í kæli. Íslenskt kínakál í verslanir TE & kaffi við Laugaveg býður til kaffismökkunar í dag. Boðið er upp á smökkun á Yauco Selecto kaffi, sem er frá einum virtasta kaffiakri í heimi, að því er segir í tilkynningu. Kaffibændur frá Puerto Rico voru í heimsókn nýverið hjá Te & kaffi og kynntu þá meðal annars Yauco Sel- ecto kaffi sem boðið hefur verið upp á um árabil hjá fyrirtækinu, segir ennfremur. „Te & kaffi var stofnað 1984 og hefur stuðlað að því að auka þekk- ingu almennings á góðu kaffi, enda sóst sérstaklega eftir tegundum sem hlotið hafa viðurkenningar fyrir gæði,“ segir loks í tilkynningu frá fyrirtækinu. Kaffikynning hjá Te & kaffi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.