Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 24
SKÁK, brids, dans og hljóðfæraleik-
ur eru dæmi um athafnir sem taldar
eru minnka líkur á að Alzheimer-
sjúkdómurinn þróist eða aðrir sjúk-
dómar sem hafa í för með sér hrörnun
hugans. Greint var frá þessu á BBC-
fréttavefnum.
Þetta eru niðurstöður nýrrar yfir-
gripsmikillar rannsóknar sem fól m.a.
í sér að kanna kosti þess að ýta undir
vitsmunalegar athafnir eldra fólks.
Niðurstöður hennar eru að allt að
75% minni líkur eru á að eldra fólk
sem stundar einhvers konar hugar-
leikfimi fái Alzheimer eða tengda
sjúkdóma.
Þjálfun hugans felst til dæmis í
hvers kyns menntun eða þátttöku í fé-
lagslegum athöfnum. Sjónvarpsgláp
telst ekki með.
Margt eldra fólk kvartar undan
minnisleysi, að mati dr. Joe Vergh-
ese, taugasjúkdómafræðings við Al-
bert Einstein-læknaháskólann í
Bronx í New York-fylki í Bandaríkj-
unum sem stýrði rannsókninni. „Ég
ráðlegg þeim að auka þátttöku í vits-
munalegum athöfnum.“
Því meiri tíma sem eytt er í krefj-
andi verkefni því meiri vernd mynd-
ast gegn kölkun í heilanum, að sögn
dr. Verghese.
Rannsóknin sem hófst árið 1980
náði til 469 einstaklinga sem náð hafa
75 ára aldri. Rannsakendur mældu
tímann sem fór í athafnir eins og lest-
ur, dans og gönguferðir.
Þeir sem spila skák, brids eða álíka
eru taldir minnka líkur á Alzheimer
um 74%. Að leysa krossgátur minnk-
ar líkurnar um 38%.
Líkamleg áreynsla virðist ekki
minnka líkur á þróun sjúkdómsins að
dansi undanskildum. Dans sam-
kvæmt rannsókninni minnkar líkurn-
ar um 76%.
Alzheimer-sjúkdómurinn er tiltölu-
lega algengur sjúkdómur sem eink-
um leggst á aldrað fólk, en dæmi eru
um að fólk á fimmtugs- og sextugs-
aldri fái þennan sjúkdóm. Alzheimer-
sjúkdómurinn er algengastur þeirra
sjúkdóma sem valda minnissjúkdóm-
um eða heilabilun.
Reuters
Ný rannsókn bendir til að skák geti hægt á þróun Alzheimer-sjúkdómsins.
Áreynsla á hugann
minnkar líkur
á Alzheimer
HEILSA
24 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Grillum dag í
Skútuvogi 2 í
OPIÐ
11-20
ALLA DAGA
Ódýrt fyrir alla!Ódýrt fyrir alla!
995-
SILKIBLÓM Í POTTI
768-
Nýr svínahnakki
beinlaus biti
30% afsláttur
Svínahnakki Mexíkó
30% afsláttur
Svínakótilettur Mexíkó
289-
Svínabógar
1. fl. nýir og ófrosnir
Ódýrt fyrir alla! LYNGHÁLSI 4 - SKÚTUVOGI 2
LÁGT OG
STÖÐUGT
VÖRUVERÐ!
1495-
BLÓMAKASSI - 100 CM.
GRIND ÚR SMÍÐAJÁRNI
Ferskur lax
kryddaður og tilbúin
grillið!á
pr. kg.
pr. kg.
pr. kg. 499-
Lambaframpartur
niðursagaður á grillið
Börnin fá Pepsí við grillið!
G
EÐORÐ Geðræktar eru
byggð á því sem einkenn-
ir farsælt fólk og eru
þannig ábendingar til
þeirra sem sækjast eftir
velgengni og vellíðan í lífinu. Fyrsta
geðorðið „Hugsaðu jákvætt“ er und-
irstaða vellíðunar því án jákvæðra
hugsana er engin vellíðan.
Mikilvægt er að átta sig á hvað
hugsanir okkar hafa mikil áhrif á líð-
an okkar. Það er ekki hægt að upplifa
einhverja tilfinningu án þess að til
komi hugsun sem vekur hana. Þannig
er ekki hægt að finna til sorgar án þess að hugsa um eitthvað sorglegt og það
sama á við um aðrar tilfinningar eins og reiði, kvíða eða gleði. Vanlíðan teng-
ist oft neikvæðum hugsunum. Það getur verið hjálplegt að gera sér grein fyr-
ir því, að það eru hugsanirnar sem eru neikvæðar en ekki öll tilveran. Með já-
kvæðari sýn á lífið reynist auðveldara að takast á við vandamál sem upp
koma og vellíðan eykst.
Það er ekki hægt að komast hjá neikvæðum hugsunum inni á milli en það
er hægt að stjórna því hvað þær hafa mikil áhrif. Hægt er að venja sig á að
ýta neikvæðum hugsunum til hliðar og kalla fram jákvæðar hugsanir í stað-
inn. Þetta getur þó verið misauðvelt. Kjöraðstæður eru í afslöppun, þegar
ekki þarf að hugsa um neitt annað á sama tíma. Þess vegna er mikilvægt að
gefa sér tíma til að slaka á af og til. Um leið og eitthvað annað sækir á hugann
verður þetta erfiðara.
Þeir sem eru undir miklu álagi eiga oft erfitt með að kalla fram jákvæðar
hugsanir. Með hjálp mynda frá jákvæðum atburðum, uppörvandi tónlist eða
bréfa getur þetta þó orðið auðveldara. Það er mikilvægt fyrir hvern og einn
að vera meðvitaður um hvað kallar fram jákvæðar hugsanir hjá honum og
þannig hvað veiti honum vellíðan. Gott er að nota þetta markvisst og grípa til
þess þegar vanlíðan færist yfir. Þannig er hægt að bera ábyrgð á eigin líðan
og gera sér grein fyrir að enginn er fórnarlamb tilfinninga sinna. Flestir hafa
val um að hugsa um eitthvað annað hverju sinni og þar með upplifa aðrar til-
finningar.
Geðorðin tíu er að finna á heimasíðu Geðræktar: www.ged.is
Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,
verkefnastjóri Geðræktar.
Frá Landlæknisembættinu.
Heilsan í brennidepli
1. geðorð –
hugsaðu jákvætt
það er léttara
Þeir sem eru undir miklu álagi
eiga oft erfitt með að kalla fram
jákvæðar hugsanir.
SÉRTÆK lesröskun er algengasta
form sértækra þroskaraskana á
námshæfni. Gera má ráð fyrir að um
tíu af hundraði nemenda í grunn-
skólum eigi við sértæka lesröskun að
stríða. Þannig eru um 4.000 nem-
endur með sértæka lesröskun í
grunnskólum landsins. Margir eru
einnig á framhaldsskóla- og há-
skólastigi. Ekki liggja fyrir upplýs-
ingar um brottfall nemenda með sér-
tækar þroskaraskanir á námshæfni
úr framhaldsnámi hér á landi, en lík-
legt er að það sé umtalsvert. Um tveir
af hverjum þremur nemendum með
sértæka lesröskun eru piltar. Sértæk
stærðfræðiröskun er til muna fátíðari
en sértæk lesröskun. Svo virðist sem
sértæk stærðfræðiröskun sé algeng-
ari meðal stúlkna en pilta. Þá eru vís-
bendingar um að íslenskar stúlkur
með sértækar þroskaraskanir á
námshæfni greinist að meðaltali um
tveimur árum síðar á skólaferlinum
en piltar. Síðbúin greining frestar
íhlutun, dregur úr sjálfstrausti og
eykur á kvíða og vanlíðan.
Íhlutun, þegar um sértækar þrosk-
araskanir á námshæfni er að ræða, er
margþætt og getur falið í sér sér-
hæfða kennslu, en einnig þjálfun og
meðferð, stuðning, skilning og til-
hliðranir, enda er vandinn oft flókinn.
Mikilvægt er að vera meðvitaður um
þroskamynstur nemandans, tauga-
sálfræðilega styrkleika og veikleika.
Nýta þarf styrkleika við námið og
þjálfa veikleika. Nálgast þarf náms-
efnið úr mörgum áttum og nýta mis-
munandi skynjunarleiðir og minn-
isþætti. Nemandi sem á erfitt með
lestur þarf að nýta aðrar leiðir til að
öðlast þekkingu og kynnast bók-
menntum. Nemandi sem á erfitt með
skriflega tjáningu þarf að nýta aðrar
leiðir til að koma þekkingu sinni á
framfæri. Notkun tölvu og kennslu-
og ritvinnsluforrita hefur reynst vel
við lestrar- og stafsetningarnám og
auðveldað nemendum að tjá sig í rit-
uðu máli. Leiðréttingarforrit, orða-
bækur á geisladiskum og framþróun
á sviði tungutækni auka enn á gildi
tölvunnar sem hjálpartækis og vinnu-
tækis. Margir nemendur með sér-
tæka lesröskun nýta námsefni og
bókmenntir á snældum með góðum
árangri. Sveigjanleiki við námsmat
skiptir marga nemendur höfuðmáli.
Rannsóknir hafa ekki leitt í ljós
skyndilausnir á vanda nemenda með
sértækar þroskaraskanir á náms-
hæfni. Hins vegar sýnir reynslan að
með ómældri vinnu ásamt markvissri
sérhæfðri íhlutun, skilningi, stuðningi
og tilhliðrunum á námsferli, geta
nemendur með slíkan vanda náð góð-
um árangri í bóklegu og verklegu
námi á grunnskóla-, framhaldsskóla-
og háskólastigi. Oft virðist sem áhrif
taugasálfræðilegra veikleika á nám
fari minnkandi fram yfir tvítugt. Mik-
ilvægt er að unglingar og ungt fólk
með sértækar þroskaraskanir á
námshæfni haldi áfram í skóla, ekki
síður við bóklegt nám en verklegt,
þannig að áhrif aukins þroska haldist
í hendur við æfingu. Á þann hátt
verður árangurinn mestur. Skóla-
kerfið þarf að sýna þessum nem-
endum sveigjanleika og hvatningu og
hafa frumkvæði að því að leita leiða
sem auðvelda þeim að ljúka námi.
Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa
sýnt að unglingar með sértækar
þroskaraskanir á námshæfni eru í
meiri hættu um alls kyns áhættu-
hegðun en þeir sem ekki eiga við
námserfiðleika að stríða og horfur
þeirra eru oft ekki góðar. Þessi aukna
hætta á þó einungis við um þá ung-
linga sem flosna úr skóla. Það er því
afar mikilvægt að hvetja nemendur
með sértækar þroskaraskanir á
námshæfni til að ljúka framhalds-
námi að loknum grunnskóla. Grein-
ing vandans snemma og sérhæfð
íhlutun hefur mikið vægi í því sam-
hengi, þar sem slíkt hefur áhrif á
námsárangur, byggir upp sjálfs-
traust, bætir líðan og er hvetjandi
fyrir nemendur og foreldra.
Sértæk lesröskun
Jónas G. Halldórsson sálfræðingur, sérfræðingur í taugasálfræði
www.jgh.is
Morgunblaðið/Árni Torfason