Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F REGNIR berast nú af því að fjárhagsvandi steðji að Landspítala – háskólasjúkrahúsi og að á fimm mánuðum hafi rekstrargjöld spítalans verið um fjögur hundruð milljónir umfram fjárheimildir. Enn og aftur virðist ætla að ganga erfiðlega fyrir þessa stærstu heilbrigðisstofnun þjóðar- innar að halda sig innan ramma fjár- laga, enda þótt fjárveitingar til heil- brigðismála aukist ár frá ári. Meðal stærstu útgjaldaliða Land- spítalans eru innkaup á lyfjum. Þrátt fyrir hagstæða gengisþróun hefur lyfjaverð lítið lækkað hér á landi að undanförnu og vekur hlutur ein- stakra óskráðra lyfja þar einkum at- hygli, en þau eru undanþegin verð- lagseftirliti. Vakna óneitanlega spurningar um hvort sjúkrahúsin geti ekki dregið úr notkun slíkra lyfja, t.d. með öflugra innra eftirliti með kostnaði og ávísunum. Margvíslegar ástæður geta verið fyrir háu lyfjaverði. Svo virðist sem samkeppni meðal lyfsala sé á und- anhaldi og færri og stærri lyfsölu- keðjur setja nú sterkari svip á mark- aðinn. Þeir sem ekki vilja spila með, eiga á hættu að reita stóru risana til reiði, eins og virðist hafa gerst við Hringbrautina í Reykjavík þar sem stór lyfsölukeðja hefur nú opnað útibú við hliðina á sjálfstæðu og vin- sælu apóteki sem þar hefur verið rekið um árabil. Sama virðist upp á teningnum í Mjóddinni, þar sem brátt verða þrjú apótek. Verður að telja harla ólíklegt að aukin fákeppni meðal lyfsala og aukin yfirbygging sé til þess fallin að lækka verð á lyfjum. Smæð hins íslenska markaðar hef- ur vitaskuld einnig sitt að segja. Kostnaður við flutning og umsýslu er hlutfallslega meiri fyrir innflytjend- ur og heildsala, kostnaður við skrán- ingu og þýðingu fylgiseðla sömuleið- is. Þannig eiga íslensk sjúkrahús erfitt með að standa í magnkaupum á dýrum lyfjum í samvinnu við nor- rænar heilbrigðisstofnanir vegna reglna um séríslenskar merkingar lyfja. Mætti ætla, að með því að slaka nokkuð á slíkum reglum, væri unnt að koma kostnaði stærstu sjúkrahús- anna við lyfjakaup umtalsvert niður. Ætti þetta ekki að bitna á gæðum þjónustunnar og öryggisþáttum, þar sem meðhöndlun lyfja á sjúkrahús- um er auðvitað í höndum langskóla- menntaðs fagfólks sem eftir sem áð- ur hefði aðgang að öllum nauðsynlegum upplýsingum um verkun og áhrif lyfjanna. Íslendingar eru almennt ekki stórtækari í neyslu lyfja en frændur þeirra á Norður- löndunum. Hins vegar er sláandi, hversu fljótt við tileinkum okkur ný og dýrari lyf án þess þó a notkun þeirra eldri, svo n Lyfjanotkun hér á landi ekki hlutfallslega meiri e urlöndunum, en samsetn hlutfall nýrra og dýrari l reynst ríkissjóði sérlega hin síðari ár. Dæmi um lyfjaval, sem margvíslegar spurningar Bólgnandi lyfjaverð „Þrátt fyrir hagstæða gen óskráðra lyfja þar einkum Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Hins vegar er hversu fljótt við okkur ný og dýra þó að dragi úr no eldri, svo neinu n Á NÆSTU árum þarf að eiga sér stað víðtæk menntasókn sem tekur til allra skólastiganna. Skoða þarf kosti þess að hefja skólaskylduna fyrr og tryggja samfellu í lífi nem- andans frá fæðingarorlofsdögum, þar til hann/hún útskrifast úr skóla. Samfellu sem gerir hverjum ein- staklingi kleift að falla í rásir þess náms sem geta, áhugi og hæfileikar kalla á. Margvíslegar umbætur verða að eiga sér stað á skólamálunum til að okkur takist að byggja upp kraft- mikið og fjölbreytt samfélag þar sem besta menntun í veröldinni stendur því að baki. Mikil vinna bíður á næstu misserum við að móta nýja skóla- stefnu sem svarar kalli tímans um framtíðarsamfélag byggt á þekkingu og hugviti fólksins í landinu. 18 ára utan skóla Róttæk menntapólitík næstu miss- era þarf að eiga sér undanfara í djarfri og hreinskiptinni umræðu. Orðræðu um stöðuna eins og hún er núna og hvernig við viljum sjá mál þróast á næstunni. Sú umræða og þróun þarf að sjálfsögðu að eiga sér stað með og í samráði við skóla- samfélagið. Frá leikskóla og til há- skóla. Þar er þekkingin og aflið til að taka skrefin inn í framtíðina. Samanburður á ástundun 18 ára fólks á Norðurlöndunum leiðir í ljós að Íslendingar á þessum aldri eru rétt um 65% við nám á meðan sú tala er yfir 90% í Svíþjóð. Á þessum aldri eiga sem allra flestir að vera við nám til að auka möguleika sína í atvinnu- lífinu og þroska kosti sína og hæfi- leika til fulls. Brottfall og mann- auðssóun tekur hins vegar við í allt of mörgum tilfellum og of fáir snúa til baka til náms síðar á lífsleiðinni. Brottfallið er ekki einungis vandi framhaldsskólanna og þess stakks sem þeim er sniðinn. Þetta er vandi skólamálanna í hnotskurn. Uppsafn- aður vandi metnaðarlausra yfirvalda sem hafa látið reka á reiðanum árum saman og ekki svarað kröfum tímans um breyttar áherslur. Breyttar áherslur sem ekki síst felast í öflugu iðn-, tækni- og listnámi. En á und- anförnum árum hefur verkmennt- unin lent í miklum vanda sem eykst stórum þessi árin, enda ekki tekið á honum. Gjaldfrjáls leikskóli Grunnstefið á alltaf að vera jafn- rétti til náms, óháð efnahag, en mark- miðið menntun að hæfi einstaklings- ins. En ekki hagtalna og reiknilíkana. Sumum hentar hraðbraut á tveimur til þremur árum til stúdentsprófs. Öðrum stutt námsbraut þar sem ein- staklingurinn á hvenær sem er síðar á lífsleiðinni að geta bætt við frekara iðn-, tækni-, list- eða háskólanámi. Þegar og ef honum býður svo við að horfa. Inn í þetta kemur að sjálfsögðu fyrirkomulag leikskólanna. Þar á markmiðið að vera gjaldfrjáls leik- skóli fyrir öll börn frá eins árs aldri. Núna er þeim kostnaði velt yfir á for- eldrana og það er óréttlátt. Það mis- munar og kemur niður á þeim sem síst skyldi; unga barnafólkinu sem er að borga námslánin og koma sér upp heimili. Þetta er samfélagslegt órétt- læti sem á að vera forgangsmál að leiðrétta. Árlegur kostnaður við gjaldfrjálsan leikskóla er sambæri- legur og við það að fella niður eigna- skattinn. Og meti nú hver fyrir sig hvort er mikilvægara og réttlátara. Opinn skóli Menntakerfi framtíðarinnar verð- ur að bjóða upp á sífellda menntun; opinn skóla. Opinn skóla þar sem ein- staklingurinn á kost á að þjálfa upp nýja hæfni til að verða gjaldgengur á vinnumarkaði. Þetta er því brýnna sem haft er í huga að hér á landi ljúka 40% hvers árgangs ekki framhalds- námi, samkvæmt rannsóknum við HÍ. Færri Íslendingar stunda því nám á framhaldsskólastigi en á Norð- urlöndunum, 81% af hverjum árgangi hér en um 89% þar. Einungis 56% Ís- lendinga á aldrinum 25 til lokið framhaldsskólaprófi hlutfall er 78% á öðrum No löndum. Íslendingar hafa l mun minna fé til menntam hlutfall af landsframleiðslu OECD-þjóðir. Munurinn á næstu þjóðum hefur verið stig. Þegar við vorum með 6% algengt í nágrannlöndu þegar hlutdeild okkar varð voru aðrar þjóðir með 7%. legt er að setja fram tölule mið í aukningu útgjalda til mála. T.d. um 1% aukning næstu fjögur árin. Fjársveltur Tæknih Eftirspurnin eftir tækni fólki er meiri nú en nokkru Á dögunum bárust þær fré vegna fyrirhugaðra fjárfra næstu ára verði einungis h taka inn rúmle nema í tæknin með að vísa frá fjárskorts. Þet menntastefna stæðis/Framsó arflokksins í h Þörfin eftir tæ menntun er m henni svarað með fjársvelt Atvinnulífið er í brýnni þör með slíka menntun. Það ha iðnaðarins margoft bent á yfirvöld til dáða. Enda sko og tæknimenntun farinn a íslensks iðnaðar. Samkvæ Samtaka iðnaðarins árið 2 fyrirtæki í iðnaði nauðsynl fjölga tækni- og verkfræði 80% á árunum 2000–2005. er mætt með þessum hætt sýnilegu tapi fyrir samféla Slíkt er mikilvægi vitrænn tækrar menntastefnu fyrir þjóðfélagsins. Það er óþola sama tíma skuli 140 áhuga ungmennum vera vísað frá vegna skilnings- og metna stjórnvalda. Framtíðarskólinn Eftir Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og á sæ menntamálanefnd Alþing ’ Þörfin eftir tæknimenntuner mikil og henni svarað með fjársvelti og þögn. Atvinnu- lífið er í brýnni þörf fyrir fólk með slíka menntun. ‘ OF LITLAR UMBÆTUR Í LANDBÚNAÐI ESB Umbætur þær á landbúnaðar-stefnu Evrópusambandsins,sem landbúnaðarráðherrar að- ildarríkjanna samþykktu í fyrradag, eru skref í rétta átt til þess að greiða fyrir frjálsum viðskiptum með landbúnaðar- vörur. Engu að síður er ekki nærri nógu langt gengið í frjálsræðisátt. Tillögurnar ganga í meginatriðum út á að rjúfa tengsl landbúnaðarstyrkja og framleiðslu og þannig er leitazt við að draga úr hvata bænda til að framleiða of mikið. Þessi breyting mun væntanlega lækka hin frægu kjöt- og smjörfjöll ESB, grynnka í vínlóninu og draga þannig úr því að framleiðsla ESB sé seld á undirverði á heimsmarkaði, en slíkt hefur ekki sízt skaðað hagsmuni þróun- arríkjanna. Hins vegar er í samþykkt landbúnaðarráðherranna ekki tekið á tollum og útflutningsbótum, sem eru ekki síður skaðlegar hagsmunum þróun- arríkjanna. Þetta hefur verið gagnrýnt harðlega, ekki sízt af fulltrúum neyt- enda í ESB-ríkjunum. Gera má ráð fyrir að samþykktin komi hreyfingu á Doha-viðræðurnar á vett- vangi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO) um aukið frjálsræði í viðskiptum með búvörur. ESB gæti tekizt að snúa vörn í sókn; til þessa hafa ESB-ríkin og fleiri reynt að verjast tillögum Banda- ríkjanna og fleiri ríkja um stórfelldar tollalækkanir, en nú gætu Bandaríkin lent í vörn hvað varðar tengsl styrkja og framleiðslu, sem hafa verið aukin þar í landi undanfarin ár. Breytingarnar á landbúnaðarstefnu ESB hafa ekki í för með sér neina lækk- un að ráði á styrkjum skattgreiðenda til bænda, heldur aðeins umbreytingu þeirra úr framleiðslutengdum og við- skiptatruflandi styrkjum í svokallaða græna styrki, sem ekki trufla frjáls við- skipti með sama hætti. Frakkar og Spánverjar hafa staðið einna fastast gegn lækkun styrkjanna, en núverandi ástand er þó væntanlega skammgóður vermir fyrir bændur í þeim löndum. Þegar fjárlög ESB verða tekin upp með hliðsjón af stækkun sambandsins til austurs verður ómögulegt að halda áfram að greiða jafnháa landbúnaðar- styrki með fjölmenn landbúnaðarríki eins og Pólland og Ungverjaland innan- borðs án þess að ríða fjárhag sambands- ins á slig. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir í Morgunblaðinu í dag að vænta megi þess að niðurstaða ESB verði leiðbeinandi um þær breytingar, sem gera verði á íslenzka landbúnaðar- kerfinu vegna væntanlegra WTO-samn- inga. Það má til sanns vegar færa, vegna þess að gera má ráð fyrir að ekki verði gengið lengra í viðræðunum en ESB verður reiðubúið að sætta sig við og þar af leiðandi verður land, sem eyðir enn meira fé til landbúnaðarstyrkja en ESB- ríkin, að laga sig að stefnu þeirra. Það er út af fyrir sig jákvætt ef fram- leiðslutengdum styrkjum verður út- rýmt, en það er ekki sennilegt að ís- lenzkir skattgreiðendur og neytendur sætti sig við það til lengdar að borga áfram hæstu landbúnaðarstyrki í heimi og borga jafnframt hæsta búvöruverð í heimi. Framlög skattgreiðenda til land- búnaðarins verða að lækka. Landbúnað- urinn þarf að fá aukna samkeppni og til þess að svo megi verða þarf að lækka tolla á erlendar búvörur, sem eru fráleit- lega háir. Ef íslenzk stjórnvöld leggja slíkt ekki til að eigin frumkvæði verða neytendur og skattgreiðendur að vonast til að önnur aðildarríki WTO krefjist þess. Því miður virðist ekki hægt að stóla á Evrópusambandið í þeim efnum. SIGUR Í RÉTTINDABARÁTTU Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi áfimmtudag úrskurð er gæti reynst mikilvægur áfangi í réttindabaráttu sam- kynhneigðra. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í máli Lawrence gegn Texas að lög í Texas, er banna kynmök samkynhneigðra, væru í andstöðu við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Málið hafði verið höfðað af tveimur mönnum er hand- teknir höfðu verið og sektaðir á grund- velli laganna en sættu sig ekki við þá nið- urstöðu. Bentu þeir á að sömu athöfnum gagnkynhneigðra væru ekki settar skorður með lögum og því væri verið að mismuna einstaklingum á grundvelli kynhneigðar. Bandaríkin hafa í orði ávallt haft frelsi að leiðarljósi og stjórnarskrá Bandaríkj- anna er fyrirmynd flestra þeirra er telja að frelsi einstaklingsins og réttur hans til að leita lífshamingjunnar á eigin forsend- um eigi að vera í öndvegi. Í raun er bandarískt þjóðfélag hins vegar flóknara og margslungnara en svo að hægt sé að alhæfa um Bandaríkin sem land frelsis- ins. Þar hafa í gegnum söguna togast á frelsi og stjórnlyndi, frjálslyndi og íhaldssemi. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur oft gegnt lykilhlutverki í því að móta línurn- ar í þeim menningarstríðum er háð hafa verið í Bandaríkjunum. Úrskurðir hans fyrr á árum urðu sumir til að hefta rétt- indabaráttu blökkumanna. Aðrir úr- skurðir hafa hins vegar veitt blökku- mönnum þau réttindi er þeir njóta nú í dag. Einhver þekktasti úrskurður Hæsta- réttar Bandaríkjanna er úrskurðurinn í máli Roe gegn Wade er varð til að fóstur- eyðingar voru heimilaðar. Sá úrskurður er enn í dag gífurlega umdeildur í Banda- ríkjunum og ítrekað hefur verið reynt að fá honum hnekkt eða þá að láta Hæsta- rétt þrengja túlkun sína á rétti kvenna til fóstureyðinga. Deilurnar um fóstureyð- ingar eru líklega eitthvert skýrasta dæmið síðustu árin um þá menningarlegu togstreitu er einkennir oft pólitíska um- ræðu og þjóðfélagsátök í Bandaríkjun- um. Það sama á við um réttindi samkyn- hneigðra. Færa má rök fyrir því að í fáum öðrum ríkjum njóti samkynhneigðir jafn- mikils frelsis og réttinda og í Bandaríkj- unum. Jafnframt eru hins vegar dæmi um, líkt og lögin í Texas sýna, að reynt sé með pólitískum hætti að þrengja að rétti þeirra á grundvelli fordóma. Úrskurður Hæstaréttar Bandaríkj- anna markar þá stefnu að ekki sé hægt að leggja hömlur á samneyti tveggja ein- staklinga séu báðir samþykkir. Í áliti eins dómarans segir að málið snúist um þann rétt samkynhneigðra að vera í sambandi. Það sé niðurlægjandi fyrir samkyn- hneigða að ganga út frá að samband tveggja samkynhneigðra einstaklinga sé einungis kynferðislegt rétt eins og það væri niðurlægjandi fyrir gagnkyn- hneigða að halda því fram að hjónaband grundvallist á réttinum til kynlífs. Úrskurðurinn er sigur fyrir samkyn- hneigða en jafnframt alla þá er telja að það sé einstaklinganna að ákveða hvern- ig þeir kjósa að lifa sínu lífi en ekki rík- isvaldsins eða sjálfskipaðra siðapostula. Um það snýst frelsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.