Morgunblaðið - 28.06.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 28.06.2003, Síða 32
MENNTUN 32 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ D óttir mín mótmælti um daginn. Ekki í fyrsta skipti og varla það síðasta. Hún er reyndar fimm ára og var á háhesti á pabba sínum sem lenti í fremstu röð mótmælenda sem stóðu rétt hjá styttunni af Jóni Sigurðssyni 17. júní, sumir með saklaus spjöld á lofti en enginn með læti. „Mamma, löggan ýtti í þá sem voru að mótmæla og sagði að þeir ættu að fara,“ sagði hún þegar hún kom heim ásamt pabba sín- um eftir að hafa í sakleysi sínu og þjóðhátíðargleði elt litlu skrúð- gönguna sem kom þrammandi frá Suður- götu- kirkjugarði, fram hjá húsinu okkar á leið á Austurvöll að morgni þjóðhátíðardagsins. Feðginin höfðu þegar þangað var komið ákveðið að sýna sam- stöðu með þeim örfáu sem þar stóðu og mótmæltu hern- aðarbrölti stjórnvalda. Enda er sú stutta ekki óvön mótmælastöðum eftir að hafa staðið með foreldrum sínum fyrir utan kínverska sendi- ráðið til að mótmæla mannrétt- indabrotum sem framin hafa ver- ið á Falun Gong-fólki, bæði í Kína og á Íslandi, og hjálpaði þeim einnig að mótmæla Íraksstríðinu og „staðfestu“ íslenskra stjórn- valda í því sambandi. Nú voru mótmælin af hálfu dóttur minnar og pabba hennar að morgni þjóðhátíðardagsins ekki skipulögð fyrirfram, þvert á það sem ætla mætti af myndum sem sýndar hafa verið frá Austur- velli umræddan morgun, en á mörgum þeim myndum eru ein- mitt feðginin í hópi mótmælenda (og hafa fengið ófá símtöl í kjöl- farið). En löggan telur sig sem sagt hafa verið í fullum rétti til að stugga við mótmælendum og hindra þá í að tjá skoðanir sínar af því að Austurvöllur var fyr- irfram auglýst hátíðarsvæði og mótmæli trufluðu allsherjarreglu og fyrirfram auglýsta dagskrá. Mótmælendurnir voru í hópi áhorfenda. Enginn þeirra reyndi að ráðast að forseta eða forsætis- ráðherra eða fara inn á þeirra svæði. Örfá lítilfjörleg mótmæla- spjöld voru allt og sumt. Ég vissi ekki að það væri hlutverk lögregl- unnar að hindra tjáningarfrelsið með þessum hætti en talsmenn lögreglunnar hafa sagt að lög- reglan telji sig hafa fulla heimild til þess. Það hlýtur að særa réttlæt- iskennd margra þegar íslenskir lögregluþjónar ýta í friðsama mótmælendur, bera þá jafnvel í burtu, og segja að þeir geti mót- mælt annars staðar. Og það rétt eftir að lögreglumennirnir hafa sjálfir marserað að hermannasið í tilefni þjóðhátíðardags friðsömu þjóðarinnar í landinu þar sem tjáningarfrelsið á að vera í háveg- um haft og mannréttindi hvergi brotin. Og dóttir mín varð vitni að þessu. Hún varð líka vitni að því þegar réttlætiskennd pabba hennar var misboðið, hann lýsti furðu sinni á viðbrögðum lög- reglunnar og talaði við vörð lag- anna um tjáningarfrelsi og mannréttindi. Og hún varð vitni að því að vörðurinn sagði: „Vertu nú ekki að blanda barninu í þetta.“ Ég er búin að hugsa um þetta í marga daga. Fyrst fannst mér löggan hafa nokkuð til síns máls, þ.e. bara í síðastnefndu setning- unni. Mér fannst kannski eins og það ætti ekki að blanda barni í mótmælastöður og það yrði að vernda hana fyrir raunveruleik- anum enn um sinn. En eftir því sem ég hugsa meira um þetta finnst mér ágætt að dóttir mín hafi orðið vitni að þessu, þótt nokkuð snemma á lífsleiðinni sé. Við foreldrarnir höfum alltaf brýnt fyrir henni að hver megi hafa sína skoðun og hafi rétt á að tjá þá skoðun. Fólk hafi mismun- andi skoðanir og manni beri að virða það. Og við höfum sagt henni að maður megi sýna að maður sé á móti einhverju, eins og við höfum m.a. gert með fyrr- nefndum mótmælastöðum okkar í vetur. Því miður getur verið að dóttir mín líti ekki eins mikið upp til löggunnar og sumir jafnaldrar hennar eftir þessa reynslu. „Af hverju leyfir löggan fólki ekki að sýna sína skoðun?“ gæti hún hugsað með sér. En þetta er raunveruleikinn. Uppeldi snýst m.a. um að for- eldrar veiti börnum sínum góðan grunn til að takast á við raun- veruleikann og standa á eigin fótum. Veiti þeim m.a. um- hyggju, öryggi og hlýju, innræti þeim kurteisi og tillitssemi, og byggi undirstöður réttlæt- iskenndar, siðferðistilfinningar og virðingar fyrir samfélaginu. Foreldrar vilja ekki innræta börnum sínum virðingarleysi gagnvart reglum eða stjórn- völdum. Sú virðing er mikilvæg en það er gagnrýnin hugsun ekki síður. Íslendingar þurfa nefni- lega í ríkari mæli að temja sér gagnrýna hugsun. Okkur hættir svolítið til að gleypa fullyrðingar án raka og spyrja ekki spurn- inga. Börnin okkar hafa gott af því að læra að spyrja spurninga. Íslenskum stjórnvöldum, eins og stjórnvöldum annarra landa, veitir nefnilega ekki af aðhaldi. Það er áhyggjuefni að stjórn- völd og grundvallarstofnanir eins og lögreglan grafi undan tjáningarfrelsinu með því að gera beint eða óbeint lítið úr þeim sem tjá andstöðu sína við ákveðnar ákvarðanir eða stofn- anir í samfélaginu. Dóttir mín hefur fengið og fær áfram uppeldi sem gefur henni góðan grunn til að takast á við lífið. Í farteskinu hefur hún lífs- reynslu mótmælandans á Íslandi sem veit að hann á að taka skila- boðum stjórnvalda með fyrirvara en ekki kokgleypa ákvarðanirnar að ofan. Að virða skoðanir Íslendingar þurfa nefnilega í ríkari mæli að temja sér gagnrýna hugsun. Okkur hættir svolítið til að gleypa fullyrðingar án raka og spyrja ekki spurninga. Börnin okkar hafa gott af því að læra að spyrja spurninga. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur@mbl.is Á KISTUNNI (kistan.is) er að finna hnapp sem á stendur Vefbækur og handan hans eru tvær kápur af slíkum bókum. Annars vegar Konur um skáld og hins vegar Kviksögur, hneykslismál, réttarhöld: Átta ítardómar, það er bók sem kom út á vefnum í þessari viku. Hún er unnin af nemendum í sagnfræðiskor Háskóla Íslands í námskeiðinu Kviksögur, hneykslis- mál og réttarhöld sem dr. Sigurður Gylfi Magnússon kenndi á nýliðinni vorönn. Ef rafkápan er snert opnast hún með formála og átta ítardómum eftir nemendur sem tengjast þessu efni. Óvenjuleg mál Allar fjölluðu bækurnar sem nem- endur völdu um afar óvenjuleg mál sem tengdust kviksögum, hneyksl- ismálum eða réttarhöldum. Nem- endur unnu sagnrýni upp úr bók- unum sem þeim var úthlutað, en það byggist á viðamikilli greiningu á efni bókanna, fræðilegu samhengi þeirra og tengslum við rannsóknarsviðið. Hver sagnrýni var um það bil tíu blaðsíður að lengd og nemendur kynntu síðan niðurstöður sínar með 45 mínútna fyrirlestri í kennslu- stund. Áður en að fyrirlestrinum kom var sagnrýnin sett á Netið og þar var öðrum nemendum í námskeiðinu ætlað að kynna sér innihald hennar og búa sig undir fyrirlesturinn. Markmiðið var að skapa andrúms- loft þar sem samræður færu frjáls- lega fram um efni hverrar bókar og viðfangsefni námskeiðsins. Á miðju misseri tók síðan við vinna við ítardómana (review essa- ys). Nemendum var skipt upp í átta hópa og réð efni bókanna hverjir lentu saman í hópi. Nemendum var ætlað að leggja til grundvallar eigin sagnrýni en taka fyrir eitt tiltekið hugtak eða fyrirbæri sem væri þeim sameiginlegt og ræða það út frá bók- unum. Oftast lentu tveir í hverjum hópi en einn hópurinn hafði þremur nemendum á að skipa. Hóparnir fóru af stað með undirbúning að ít- ardómunum í lok febrúarmánaðar og unnu við þá fram í maí er nám- skeiðinu lauk. Konur sem myrða Blaðamaður hitti tvo af þessum nemendum og spurði um reynsluna af þessari nýstárlegu aðferð í nám- skeiðinu. Hilma Gunnarsdóttir á rit- gerð í bókinni sem hún skrifaði með Sigríði Bachmann: „All the World is a Stage: Af samanburði, sviðsetning- um og menningarlandamærum“. Hilma var einnig ritstjóri bókarinn- ar með Sigurði Gylfa Magnússyni. „Samnemendur mínir tóku því bara vel að ég ritstýrði einnig þessari bók,“ segir Hilma og nefnir að gildi vefbókarinnar felist m.a. í því að í ritgerðunum séu krækjur í annað efni sem tengist málum eða per- sónum sem nefndar eru til sögunn- ar. Guðný Hallgrímsdóttir skrifaði ritgerð með Emblu Þórsdóttur um tvær bækur sem fjalla um tvö ólík dómsmál sem höfundar nálgast með ólíkum aðferðum. Þetta er ritgerðin Konur sem myrða. „Höfundar bók- anna sem við fjöllum um beita ólíkri aðferðafræði. Önnur bókin fjallar um alþýðukonu sem myrðir og hin um aðalskonu sem myrðir. Bækurnar eru The Trial of Mad- am Caillaux eftir Edward Berenson. og The Trials of Maria Barbella, The True Story of a 19th Century Crime of Passion eftir Idanna Pucci. Ber- enson er prófessor og heldur sig við hefðbundið orðaval háskólanna, en Barbella er djarfari í framsetningu og við að segja sögu einstaklings. „Það er mjög þroskandi að bera saman aðferðir og skoða þær leiðir Vefbók á Kistunni/Nemendur í valnámskeiði í sagnfræðiskor HÍ gáfu út sagnrýnda bók á vefnum. Kistan.is varð vettvangur nám- skeiðs um kviksögur, hneykslismál og réttarhöld. Gunnar Hersveinn ræddi við kennara og nemendur á námskeiðinu. Ítardómar nem- enda á vefnum Morgunblaðið/Jim Smart Á námskeiðinu fengum við nýjan vinkil á námið; uppbyggilega gagnrýni. Guðný og Hilma segja að vefbókin hafi verið mikil hvatning fyrir nemendur.  Háskólakenn- arar geta unnið að vefbókum með nemend- um sínum  Nemendur ljúka námskeiði í HÍ með því að skrifa vefbók á Netið. „Á VORMISSERINU kenndi ég námskeið við sagnfræðiskor Háskóla Íslands sem bar heitið Kviksögur, hneykslis- mál og réttarhöld,“ segir Sigurður Gylfi Magn- ússon sagnfræðingur og háskólakennari við sagnfræðiskor. „Þetta námskeið var þannig uppbyggt að nemendur og kennari lásu saman töluverðan fjölda bóka sem tengdust umræðuefnunum í nafni námskeiðsins. Að auki voru nemendurnir ábyrgir fyrir einni bók hver sem flestar töldust til einsögu- rannsókna.“ Hópurinn ræddi efni þessara bóka allt misserið og gerði tilraun til að draga fram áhrifamátt þessara hug- taka, nefnilega kviksagna, hneyksl- ismála og réttarhalda. Umræður urðu afar líflegar að sögn Sigurðar og um mitt misserið var nemendum skipt upp í átta hópa með það mark- mið að hver hópur ritaði ítardóm (review essay) sem tengdist efni nám- skeiðsins. „Hugmyndin var að koma ítardómunum út á veraldarvefnum; að birta það á þessum nýja vett- vangi miðlunar og fræða,“ segir Sigurður, en hafði áður komið að máli við Matthías Viðar Sæmundsson, dósent í Háskóla Íslands og aðaldriffjöður vefritsins Kistunnar, og lagt til að nemendur hans myndu skrifa bók sem hann myndi síðan birta í júní á Kistunni. „Við Matthías áttum langar samræður um mikilvægi þess að virkja þann kraft sem býr í hug- myndum nemenda á háskólastigi,“ segir hann „og við ákváðum að hefja sameinginlega vinnu sem miðaði að því að kynna Kistan.is sem möguleika til miðlunar fyrir háskólakennara og háskólanemendur. Soffía Auður Birg- isdóttir, ritstjóri Kistunnar, hefur síð- an unnið ötullega að því starfi.“ Vefbókin Kviksögur, hneykslismál og réttarhöld á að vera nokkurs kon- ar prófsteinn á þessa vinnu. „Ég held að þessi vinna, það að stíga skrefið frá hefðbundinni nemendaritgerð yfir í texta sem birtist á opinberum vett- vangi, hafi verið mjög lærdómsrík og muni skila nemendunum mikilli þekk- ingu og dýrmætri reynslu,“ segir Sig- urður. Sennilega hefur öll þessi vinna reynt á þolinmæði hópsins en afrakst- urinn ber merki þeirrar dyggðar. „Ég er að vona að fleiri háskólakenn- arar líti á þessa tilraun jákvæðum augum, noti hugmyndaflugið með nemendum sínum og birti tilbúið efni með þeim á Kistunni – nemendum og lesendum til ánægju,“ segir Sigurður Gylfi. Kviksögur og hneykslismál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.