Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 33

Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 33
sem notaðar eru til að rannsaka efni,“ segir Guðný. Örvað til sköpunar Námskeiðið hjá Sigurði Gylfa var einstaklega uppbyggilegt að mati Guðnýjar og Hilmu, „hann var sér- lega duglegur við að gagnrýna texta nemenda,“ segir Guðný, „og gefur þeim tækifæri til að vera virkir og sjálfstæðir í vinnubrögðum.“ Hilma segir að í námskeiðinu hafi það nýjasta í fræðunum verið í deigl- unni og glímt hafi verið við margar stórar rannsóknarspurningar. Vef- bókin hafi síðan verið lokaverkefnið sem mótaði alla vinnu vetrarins. „Efnið sem við fengumst við var um einstaklinga í sögunni sem ollu hneykslun eða skáru sig úr heildinni að einhverju leyti,“ segir hún og að aðferðafræðin sé kennd við einsögu. Nemendum var ritstýrt allt nám- skeiðið að þeirra sögn. „Nemendur eru ekki allir steyptir í sama mót,“ segir Guðný, „fremur gengið út frá því að örva þá til sköpunar og þroska þá. Ekki á þann veg að allir skrifi eins, heldur út frá eigin forsendum.“ Þessi aðferð að ritrýna efni nem- enda og birta það á Netinu í bók þjálfar þá í að koma frá sér efni, og að skrifa fyrir almenning, en á það er lögð mikil áhersla í sagnfræðiskor HÍ. Fríkfræði? Vefbókin gefur einnig góða kosti á myndum við efni, bæði til að birta með því og til að vísa á það með krækjum. Hilma og Guðný telja að vefbókin eigi erindi við háskólafólk nemendur og kennara og einnig al- menning því metnaður er lagður í að skrifa skilmerkilega. Vefbókin geti einnig kveikt á áhuga erlendu bók- unum sem eru til umfjöllunar. En í formála bókarinnar sem Sigurður Gylfi ritaði, stendur eftirfarandi um þær: „Einu er hægt að lofa í sambandi við þessa vefbók, nefnilega því að allar bækurnar sem hér eru til um- fjöllunar eru mjög áhugaverðar og fjalla um efni sem jafnan vekur at- hygli. Þær flokkast nær allar með einsöguverkum. Haft hefur verið í flimtingum að einsagan sé hálfgerð „fríkfræði“ og er þá verið að vísa til þeirrar staðreyndar að einsögufræð- ingar geri sér mat úr óvenjulegum viðfangsefnum. Líf lesbískrar nunnu á tímum endurreisnarinnar á Ítalíu, sérstök tilbrigði ástar og hjóna- bands á svipuðum slóðum og tíma, morð, mannát og pyntingar á mönn- um og dýrum á öllum tímum og barnaníð í Vínarborg svo nokkur vel þekkt dæmi séu nefnd.“ Loks má geta þess að margar eru þessar bækur í hópi framúrskarandi sagnfræðiverka. Hilma og Guðný vonast til að vef- bókin eigi eftir að vekja háskóla- kennara til að feta þessa slóð, því mikið af skemmtilegum ritgerðum, sem eiga erindi við almenning, eru unnar í háskólasamfélaginu. TENGLAR ..................................................... http://www.kistan.is/ guhe@mbl.is UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 33 FLESTIR munu kannastvið orðasambandið þaðblæs ekki byrlega fyr-ir/hjá e-m í merking- unni ‘það gengur/horfir ekki vel fyrir/hjá e-m’. Orðasambönd af þessari gerð eru fjölmörg í ís- lensku, t.d.: e-ð/allt er komið í óefni fyrir e-m; það var ekki ein báran stök (fyrir e-m); það er farið að syrta í álinn fyrir e-m; e-ð bætir ekki úr skák (fyrir e-m); e-ð/allt fer í hrærigraut fyrir e-m; það hleyp- ur á snærið (fyrir/hjá e-m); nú fokið í flest skjól (fyrir e-m); vel/ illa stendur á fyrir/hjá e-m Orðasambönd þessi vísa jafnan til óþágu eða óþæginda sem e-r stendur frammi fyrir og er for- setningarliðurinn fyrir ein- hverjum upprunalegur, vísar reyndar upphaflega til staðar. Ég hef veitt því athygli að í nútímamáli verður vart tvenns konar breytinga á samböndum af þessum toga. Annars vegar er al- gengt að nota forsetninguna hjá í stað fyrir, t.d.: Hvernig stendur á hjá þér í kvöld? Breyting þessi er ekki ný af nálinni og hún er skilj- anleg, staðarforsetningin hjá leysir staðarforsetninguna fyrir af hólmi auk þess sem fs. hjá er mjög oft notuð um menn (persón- ur). Ég hef vanist því að nota fremur fyrir en hjá í dæmum af þessari gerð en geri ráð fyrir að margir kjósi ekki síður að nota hjá. Hins vegar gætir þess tals- vert í talmáli og einnig fjöl- miðlum að segja fyrir e-n í stað fyrir e-m, t.d.: ?nú er farið að syrta í álinn fyrir hana; ?það blæs ekki byr- lega fyrir Valsara; ?fjárskortur gæti sett strik í reikninginn fyrir Rússa; ?enn er ekki öll von úti fyrir flóttamennina Ég leyfi mér að merkja ofan- greind dæmi með spurning- armerki enda hygg ég að þau styðjist ekki við hefð né heldur að þau samræmist íslensku mál- kerfi. Öll þau dæmi sem ég á í fórum mínum af þessari gerð eru úr nútímamáli, fengin úr tal- miðlum og dagblöðum. Ég þekki að vísu eina hliðstæðu þar sem breytingin er um garð gengin: +bera í bætifláka fyrir e-m > bera í bætifláka fyrir e-n (19. öld) en það dæmi er ekki sam- bærilegt, þótt það verði ekki rök- stutt hér. Niðurstaðan er því að breytingin samræmist ekki mál- venju. Eins og áður gat vísar fsl. fyrir e-m (upp- runalega kyrrstaða) í dæmum af þessum toga til óþágu, þess sem er neikvætt, en fsl. fyrir e-n (upprunalega hreyf- ing) vísar í mörgum samböndum til þágu, þess sem er jákvætt, t.d.: Búa í haginn fyrir sig; e-ð er gott/hollt fyrir e-n; ganga í ábyrgð fyrir e-n; gera e-ð fyrir e-n; staðan í leiknum er 1-0 fyrir Valsara; Ég hef talað hér um þágu og óþágu en aðalatriðið er að for- setningarliðirnir fyrir e-m (kyrr- staða) og fyrir e-n (hreyfing) gegna mismunandi hlutverki. Ég geri ráð fyrir að það sem einkum truflar mig í dæmum eins og ?e-ð setur strik í reikninginn fyrir einhvern sé einmitt sú staðreynd að fsl. fyrir e-n er hér ekki í réttu hlutverki. Til gamans skal þess getið að til eru dæmi um hið gagnstæða, þágufallið sækir á þolfallið. Eftir því sem ég best veit munu flestir segja: eitra fyrir refinn/varginn, enda er eitur lagt fyrir þessi dýr. Hins vegar munu margir kjósa að segja: eitra fyrir einhverjum. Hér hefur því orðið breyting og skýringin blasir við, það er hin neikvæða merking sem togar í, sbr. einnig spilla, skemma, eyði- leggja e-ð fyrir e-m. Úr handraðanum Bein merking orðasambands- ins ekki veitir af (e-u) er ‘ekkert gengur af (e-u), ekki leifir af (e-u); enginn afgangur verður’ og er hana að finna í fornu máli: þar sem þér mun ekki af veita áður en skammt líði héðan og Svo sýn- ist mér Guðmundur sem þú hafir þurft báðar hendur við Þorkel frænda minn og hafi þó ekki af veitt um. Fyrra dæmið er kunn- ugt með öðru orðalagi þar sem merkingin kemur glöggt fram: þar sem þér mun ekki af ganga áður skammt líði héðan ‘þér verður enginn afgangur af liði/ afli þínu’ > ‘þú munt þurfa á öllu þínu að halda.’ Í síðari alda máli er orðasambandið ýmist notað eitt sér eða sem hluti forsetning- arliðar, t.d.: sængin (‘rúmið’) er svo þröng að þar veitir ekki af; honum veitti ei af um árið (‘á ári hverju’) þremur brennivín- stunnum (‘komst ekki af með minna’); Honum veitir ekki af hjálp þinni (‘hann þarf á (allri þinni) hjálp að halda’); henni veitti ekki af að hvíla sig (‘þyrfti að hvíla sig’); Ég ætla að hjálpa honum, ekki veitir af og segir hún að sér muni ekki af veita að fara út í kirkju, ef hún eigi að líta eftir peningunum. – Eldri merk- ingin mun naumast notuð í nú- tímamáli en hún er kunn frá lok- um 19. aldar: það veitti ekki af að mér væri svo (‘hræddur’) (‘litlu munaði, ekki var laust við’). . . . staðar- forsetningin hjá leysir staðarfor- setninguna fyrir af hólmi jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL – 5 Jón G. Friðjónsson UNGMENNAFÉLAG Íslands stendur í ár fyrir margvíslegum verkefnum og viðburðum. Viða- mesta verkefni sumarsins er ung- lingalandsmót á Ísafirði. Miðað við allan undirbúning heimamanna sem annarra sem að mótinu koma stefn- ir í spennandi og skemmtilega fjölskylduhátíð um versl- unarmannahelgina í faðmi fjalla og fegurðar Vestfjarða. Allir Ís- lendingar, jafnt ungmennafélagar sem aðrir, sem eru átján ára og yngri, eiga nú möguleika á að taka þátt í mótinu. Það eina sem þarf að gera er að fara inn á Netið og skrá sig á ulm.is. Unglingalandsmótið er að sjálf- sögðu vímuefnalaust og kjörinn vettvangur fyrir fjölskyldufólk að skemmta sér á heilbrigðan hátt á ungmennahátíð með viðamikilli dagskrá þar sem fara fram bæði leikir og keppni auk þess sem fjöl- breytt afþreying verður í boði. Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland eru göngu- og útivist- arverkefni Ungmennafélags Ís- lands sem hefst formlega í dag, laugardag, með gönguferð um skáldaslóð í Mosfellsdal. Hefst gangan klukkan 11 og verður gengið frá Íþróttamiðstöðinni í Mosfellsbæ. Í verkefnið Fjöl- skyldan á fjallið hafa verið til- nefnd 22 fjöll vítt og breitt um landið sem flestöll eiga það sam- eiginlegt að vera tiltölulega létt til göngu. Á þessi 22 fjöll hafa verið settir upp póstkassar með gesta- bókum. Allir þeir sem skrá sig í gestabækurnar geta átt von á vinningum í haust er dregið verð- ur úr hópi þátttakenda. Fjöl- skyldan á fjallið er verkefni sem ætlað er að auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnframt stuðla að líkamsrækt og hreyfingu fjöl- skyldumeðlima og um leið njóta þeirrar náttúrufegurðar sem land- ið okkar býður upp á. Góð samverustund með fjöl- skyldunni og um leið útivist og heilbrigð hreyfing er eftirminnileg og ánægjuleg stund fyrir fjöl- skyldumeðlimi. Kannski ekki síst í dag þegar hraðinn í samfélaginu er orðinn mikill og mikið álag og margskonar áreiti herjar á lands- menn úr öllum áttum. Göngum um Ísland er mjög skemmtilegt verkefni þar sem ungmennafélagshreyfingin hefur með aðstoð sveitarfélaga og ferða- þjónustuaðila safnað saman 238 gönguleiðum, aðgengilegum, stik- uðum og merktum vítt og breitt um landið. Allar þessar gönguleið- ir koma nú út í Leiðabók UMFÍ sem fæst ókeypis á Essóstöðvum, upplýsingamiðstöðvum og sund- laugum víða um land. Íslandsleikhúsið leggur af stað í hringferð um landið í lok júní og mun sem fyrr heimsækja leikskóla með skemmtilega leiksýningu og uppákomur. Þarna er á ferðinni farandleikhús ungs fólks í sam- vinnu við nokkur sveitarfélög, en sú samvinna hefur verið afar ánægjuleg. Norrænn leiðtogaskóli verður haldinn hér á landi í byrjun júlí á Laugarvatni. Tæplega fjörutíu ungmenni frá öllum Norðurlönd- unum dvelja hér á landi í rúma viku og verður boðið upp á efn- ismikla dagskrá. Ungmennin sitja fyrirlestra og taka þátt í afþrey- ingu sem mun gera þau hæfari til að takast á við leiðtogastörf í framtíðinni. Yfir þrjátíu íslensk ungmenni verða þátttakendur á ungmenna- viku í Suður-Slésvík í byrjun júlí þar sem margskonar afþreying verður í boði sem minnir á vík- ingaöldina. Þessi árvissi viðburður er að verða æ vinsælli hjá ung- mennafélögum og vonandi verður framhald á. Í Þrastarskógi hefur á und- anförnum árum verið unnið að uppbyggingu göngustíga og tjald- svæðis en skógurinn er rómaður fyrir náttúrufegurð. Tryggvi Gunnarsson færði Ungmenna- félaginu skóginn að gjöf 1913 og síðan hefur UMFÍ haft umsjón með honum. Í haust verður hafist handa við að endurbyggja Þrasta- lund og er undirbúningsvinna þeg- ar hafin. Auk þessa fer fram margt ann- að fjölbreytt og viðamikið starf innan UMFÍ. Má þar nefna íþrótt- ir eldri borgara, skógrækt, leik- list, íþróttamót, héraðsmót, alls- konar útgáfustarf og ýmsa mannfögnuði. Landsmót UMFÍ á þriggja ára fresti er stærsti við- burður sem UMFÍ stendur fyrir. Næsta landsmót verður haldið á Sauðárkróki sumarið 2004. Á landsmótum er keppt í íþróttum og ýmsum greinum í elstu aldurs- flokkum en á unglingalandsmótum er keppt í íþróttum og fleira fyrir unglinga á aldrinum 11–18 ára. Þjónustumiðstöðvar UMFÍ eru í dag sex talsins. Þær eru í Borg- arnesi, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Ísafirði. Þjónustu- miðstöð UMFÍ í Reykjavík er til húsa í Fellsmúla 26. Hlutverk Þjónustumiðstöðvanna er að þjón- usta félög, deildir og félagsmenn á sínu svæði. Eigum gott ungmennafélags- sumar og góðar stundir. Íslandi allt. Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland Eftir Björn B. Jónsson Höfundur er formaður UMFÍ. Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 www.casa.is www.nowfoods.com Skólavörðustíg 8 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.