Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 33
sem notaðar eru til að rannsaka efni,“ segir Guðný. Örvað til sköpunar Námskeiðið hjá Sigurði Gylfa var einstaklega uppbyggilegt að mati Guðnýjar og Hilmu, „hann var sér- lega duglegur við að gagnrýna texta nemenda,“ segir Guðný, „og gefur þeim tækifæri til að vera virkir og sjálfstæðir í vinnubrögðum.“ Hilma segir að í námskeiðinu hafi það nýjasta í fræðunum verið í deigl- unni og glímt hafi verið við margar stórar rannsóknarspurningar. Vef- bókin hafi síðan verið lokaverkefnið sem mótaði alla vinnu vetrarins. „Efnið sem við fengumst við var um einstaklinga í sögunni sem ollu hneykslun eða skáru sig úr heildinni að einhverju leyti,“ segir hún og að aðferðafræðin sé kennd við einsögu. Nemendum var ritstýrt allt nám- skeiðið að þeirra sögn. „Nemendur eru ekki allir steyptir í sama mót,“ segir Guðný, „fremur gengið út frá því að örva þá til sköpunar og þroska þá. Ekki á þann veg að allir skrifi eins, heldur út frá eigin forsendum.“ Þessi aðferð að ritrýna efni nem- enda og birta það á Netinu í bók þjálfar þá í að koma frá sér efni, og að skrifa fyrir almenning, en á það er lögð mikil áhersla í sagnfræðiskor HÍ. Fríkfræði? Vefbókin gefur einnig góða kosti á myndum við efni, bæði til að birta með því og til að vísa á það með krækjum. Hilma og Guðný telja að vefbókin eigi erindi við háskólafólk nemendur og kennara og einnig al- menning því metnaður er lagður í að skrifa skilmerkilega. Vefbókin geti einnig kveikt á áhuga erlendu bók- unum sem eru til umfjöllunar. En í formála bókarinnar sem Sigurður Gylfi ritaði, stendur eftirfarandi um þær: „Einu er hægt að lofa í sambandi við þessa vefbók, nefnilega því að allar bækurnar sem hér eru til um- fjöllunar eru mjög áhugaverðar og fjalla um efni sem jafnan vekur at- hygli. Þær flokkast nær allar með einsöguverkum. Haft hefur verið í flimtingum að einsagan sé hálfgerð „fríkfræði“ og er þá verið að vísa til þeirrar staðreyndar að einsögufræð- ingar geri sér mat úr óvenjulegum viðfangsefnum. Líf lesbískrar nunnu á tímum endurreisnarinnar á Ítalíu, sérstök tilbrigði ástar og hjóna- bands á svipuðum slóðum og tíma, morð, mannát og pyntingar á mönn- um og dýrum á öllum tímum og barnaníð í Vínarborg svo nokkur vel þekkt dæmi séu nefnd.“ Loks má geta þess að margar eru þessar bækur í hópi framúrskarandi sagnfræðiverka. Hilma og Guðný vonast til að vef- bókin eigi eftir að vekja háskóla- kennara til að feta þessa slóð, því mikið af skemmtilegum ritgerðum, sem eiga erindi við almenning, eru unnar í háskólasamfélaginu. TENGLAR ..................................................... http://www.kistan.is/ guhe@mbl.is UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 33 FLESTIR munu kannastvið orðasambandið þaðblæs ekki byrlega fyr-ir/hjá e-m í merking- unni ‘það gengur/horfir ekki vel fyrir/hjá e-m’. Orðasambönd af þessari gerð eru fjölmörg í ís- lensku, t.d.: e-ð/allt er komið í óefni fyrir e-m; það var ekki ein báran stök (fyrir e-m); það er farið að syrta í álinn fyrir e-m; e-ð bætir ekki úr skák (fyrir e-m); e-ð/allt fer í hrærigraut fyrir e-m; það hleyp- ur á snærið (fyrir/hjá e-m); nú fokið í flest skjól (fyrir e-m); vel/ illa stendur á fyrir/hjá e-m Orðasambönd þessi vísa jafnan til óþágu eða óþæginda sem e-r stendur frammi fyrir og er for- setningarliðurinn fyrir ein- hverjum upprunalegur, vísar reyndar upphaflega til staðar. Ég hef veitt því athygli að í nútímamáli verður vart tvenns konar breytinga á samböndum af þessum toga. Annars vegar er al- gengt að nota forsetninguna hjá í stað fyrir, t.d.: Hvernig stendur á hjá þér í kvöld? Breyting þessi er ekki ný af nálinni og hún er skilj- anleg, staðarforsetningin hjá leysir staðarforsetninguna fyrir af hólmi auk þess sem fs. hjá er mjög oft notuð um menn (persón- ur). Ég hef vanist því að nota fremur fyrir en hjá í dæmum af þessari gerð en geri ráð fyrir að margir kjósi ekki síður að nota hjá. Hins vegar gætir þess tals- vert í talmáli og einnig fjöl- miðlum að segja fyrir e-n í stað fyrir e-m, t.d.: ?nú er farið að syrta í álinn fyrir hana; ?það blæs ekki byr- lega fyrir Valsara; ?fjárskortur gæti sett strik í reikninginn fyrir Rússa; ?enn er ekki öll von úti fyrir flóttamennina Ég leyfi mér að merkja ofan- greind dæmi með spurning- armerki enda hygg ég að þau styðjist ekki við hefð né heldur að þau samræmist íslensku mál- kerfi. Öll þau dæmi sem ég á í fórum mínum af þessari gerð eru úr nútímamáli, fengin úr tal- miðlum og dagblöðum. Ég þekki að vísu eina hliðstæðu þar sem breytingin er um garð gengin: +bera í bætifláka fyrir e-m > bera í bætifláka fyrir e-n (19. öld) en það dæmi er ekki sam- bærilegt, þótt það verði ekki rök- stutt hér. Niðurstaðan er því að breytingin samræmist ekki mál- venju. Eins og áður gat vísar fsl. fyrir e-m (upp- runalega kyrrstaða) í dæmum af þessum toga til óþágu, þess sem er neikvætt, en fsl. fyrir e-n (upprunalega hreyf- ing) vísar í mörgum samböndum til þágu, þess sem er jákvætt, t.d.: Búa í haginn fyrir sig; e-ð er gott/hollt fyrir e-n; ganga í ábyrgð fyrir e-n; gera e-ð fyrir e-n; staðan í leiknum er 1-0 fyrir Valsara; Ég hef talað hér um þágu og óþágu en aðalatriðið er að for- setningarliðirnir fyrir e-m (kyrr- staða) og fyrir e-n (hreyfing) gegna mismunandi hlutverki. Ég geri ráð fyrir að það sem einkum truflar mig í dæmum eins og ?e-ð setur strik í reikninginn fyrir einhvern sé einmitt sú staðreynd að fsl. fyrir e-n er hér ekki í réttu hlutverki. Til gamans skal þess getið að til eru dæmi um hið gagnstæða, þágufallið sækir á þolfallið. Eftir því sem ég best veit munu flestir segja: eitra fyrir refinn/varginn, enda er eitur lagt fyrir þessi dýr. Hins vegar munu margir kjósa að segja: eitra fyrir einhverjum. Hér hefur því orðið breyting og skýringin blasir við, það er hin neikvæða merking sem togar í, sbr. einnig spilla, skemma, eyði- leggja e-ð fyrir e-m. Úr handraðanum Bein merking orðasambands- ins ekki veitir af (e-u) er ‘ekkert gengur af (e-u), ekki leifir af (e-u); enginn afgangur verður’ og er hana að finna í fornu máli: þar sem þér mun ekki af veita áður en skammt líði héðan og Svo sýn- ist mér Guðmundur sem þú hafir þurft báðar hendur við Þorkel frænda minn og hafi þó ekki af veitt um. Fyrra dæmið er kunn- ugt með öðru orðalagi þar sem merkingin kemur glöggt fram: þar sem þér mun ekki af ganga áður skammt líði héðan ‘þér verður enginn afgangur af liði/ afli þínu’ > ‘þú munt þurfa á öllu þínu að halda.’ Í síðari alda máli er orðasambandið ýmist notað eitt sér eða sem hluti forsetning- arliðar, t.d.: sængin (‘rúmið’) er svo þröng að þar veitir ekki af; honum veitti ei af um árið (‘á ári hverju’) þremur brennivín- stunnum (‘komst ekki af með minna’); Honum veitir ekki af hjálp þinni (‘hann þarf á (allri þinni) hjálp að halda’); henni veitti ekki af að hvíla sig (‘þyrfti að hvíla sig’); Ég ætla að hjálpa honum, ekki veitir af og segir hún að sér muni ekki af veita að fara út í kirkju, ef hún eigi að líta eftir peningunum. – Eldri merk- ingin mun naumast notuð í nú- tímamáli en hún er kunn frá lok- um 19. aldar: það veitti ekki af að mér væri svo (‘hræddur’) (‘litlu munaði, ekki var laust við’). . . . staðar- forsetningin hjá leysir staðarfor- setninguna fyrir af hólmi jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL – 5 Jón G. Friðjónsson UNGMENNAFÉLAG Íslands stendur í ár fyrir margvíslegum verkefnum og viðburðum. Viða- mesta verkefni sumarsins er ung- lingalandsmót á Ísafirði. Miðað við allan undirbúning heimamanna sem annarra sem að mótinu koma stefn- ir í spennandi og skemmtilega fjölskylduhátíð um versl- unarmannahelgina í faðmi fjalla og fegurðar Vestfjarða. Allir Ís- lendingar, jafnt ungmennafélagar sem aðrir, sem eru átján ára og yngri, eiga nú möguleika á að taka þátt í mótinu. Það eina sem þarf að gera er að fara inn á Netið og skrá sig á ulm.is. Unglingalandsmótið er að sjálf- sögðu vímuefnalaust og kjörinn vettvangur fyrir fjölskyldufólk að skemmta sér á heilbrigðan hátt á ungmennahátíð með viðamikilli dagskrá þar sem fara fram bæði leikir og keppni auk þess sem fjöl- breytt afþreying verður í boði. Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland eru göngu- og útivist- arverkefni Ungmennafélags Ís- lands sem hefst formlega í dag, laugardag, með gönguferð um skáldaslóð í Mosfellsdal. Hefst gangan klukkan 11 og verður gengið frá Íþróttamiðstöðinni í Mosfellsbæ. Í verkefnið Fjöl- skyldan á fjallið hafa verið til- nefnd 22 fjöll vítt og breitt um landið sem flestöll eiga það sam- eiginlegt að vera tiltölulega létt til göngu. Á þessi 22 fjöll hafa verið settir upp póstkassar með gesta- bókum. Allir þeir sem skrá sig í gestabækurnar geta átt von á vinningum í haust er dregið verð- ur úr hópi þátttakenda. Fjöl- skyldan á fjallið er verkefni sem ætlað er að auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnframt stuðla að líkamsrækt og hreyfingu fjöl- skyldumeðlima og um leið njóta þeirrar náttúrufegurðar sem land- ið okkar býður upp á. Góð samverustund með fjöl- skyldunni og um leið útivist og heilbrigð hreyfing er eftirminnileg og ánægjuleg stund fyrir fjöl- skyldumeðlimi. Kannski ekki síst í dag þegar hraðinn í samfélaginu er orðinn mikill og mikið álag og margskonar áreiti herjar á lands- menn úr öllum áttum. Göngum um Ísland er mjög skemmtilegt verkefni þar sem ungmennafélagshreyfingin hefur með aðstoð sveitarfélaga og ferða- þjónustuaðila safnað saman 238 gönguleiðum, aðgengilegum, stik- uðum og merktum vítt og breitt um landið. Allar þessar gönguleið- ir koma nú út í Leiðabók UMFÍ sem fæst ókeypis á Essóstöðvum, upplýsingamiðstöðvum og sund- laugum víða um land. Íslandsleikhúsið leggur af stað í hringferð um landið í lok júní og mun sem fyrr heimsækja leikskóla með skemmtilega leiksýningu og uppákomur. Þarna er á ferðinni farandleikhús ungs fólks í sam- vinnu við nokkur sveitarfélög, en sú samvinna hefur verið afar ánægjuleg. Norrænn leiðtogaskóli verður haldinn hér á landi í byrjun júlí á Laugarvatni. Tæplega fjörutíu ungmenni frá öllum Norðurlönd- unum dvelja hér á landi í rúma viku og verður boðið upp á efn- ismikla dagskrá. Ungmennin sitja fyrirlestra og taka þátt í afþrey- ingu sem mun gera þau hæfari til að takast á við leiðtogastörf í framtíðinni. Yfir þrjátíu íslensk ungmenni verða þátttakendur á ungmenna- viku í Suður-Slésvík í byrjun júlí þar sem margskonar afþreying verður í boði sem minnir á vík- ingaöldina. Þessi árvissi viðburður er að verða æ vinsælli hjá ung- mennafélögum og vonandi verður framhald á. Í Þrastarskógi hefur á und- anförnum árum verið unnið að uppbyggingu göngustíga og tjald- svæðis en skógurinn er rómaður fyrir náttúrufegurð. Tryggvi Gunnarsson færði Ungmenna- félaginu skóginn að gjöf 1913 og síðan hefur UMFÍ haft umsjón með honum. Í haust verður hafist handa við að endurbyggja Þrasta- lund og er undirbúningsvinna þeg- ar hafin. Auk þessa fer fram margt ann- að fjölbreytt og viðamikið starf innan UMFÍ. Má þar nefna íþrótt- ir eldri borgara, skógrækt, leik- list, íþróttamót, héraðsmót, alls- konar útgáfustarf og ýmsa mannfögnuði. Landsmót UMFÍ á þriggja ára fresti er stærsti við- burður sem UMFÍ stendur fyrir. Næsta landsmót verður haldið á Sauðárkróki sumarið 2004. Á landsmótum er keppt í íþróttum og ýmsum greinum í elstu aldurs- flokkum en á unglingalandsmótum er keppt í íþróttum og fleira fyrir unglinga á aldrinum 11–18 ára. Þjónustumiðstöðvar UMFÍ eru í dag sex talsins. Þær eru í Borg- arnesi, á Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Ísafirði. Þjónustu- miðstöð UMFÍ í Reykjavík er til húsa í Fellsmúla 26. Hlutverk Þjónustumiðstöðvanna er að þjón- usta félög, deildir og félagsmenn á sínu svæði. Eigum gott ungmennafélags- sumar og góðar stundir. Íslandi allt. Fjölskyldan á fjallið og Göngum um Ísland Eftir Björn B. Jónsson Höfundur er formaður UMFÍ. Brúðkaupsgjafir Br úð ar gj af al is ta r Mörkinni 3, sími 588 0640. Opið mán-fös kl.11-18 - lau kl. 11-15 www.casa.is www.nowfoods.com Skólavörðustíg 8 10% kynningarafsláttur af Lapponia skart - maí og júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.