Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 34
ÚR VESTURHEIMI
34 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
É
G ER gamla
kerling en hef
samt alveg
nóg að gera,“
segir hún á ís-
lensku með bros á vör og
biðst afsökunar á því að
heimsóknin hafi orðið að
vera árla dags því hún sé
önnum kafin frá miðjum
morgni. „Ég þarf að fara á
fund í kvennanefnd kirkj-
unnar og síðan að sinna
ýmsum verkefnum. Ég
keyri bara í dagsbirtu enda
er það eðlilegt miðað við
konu á mínum aldri en samt
fer ég ekki lengur ein til
Minneota. Nei, það geri ég
ekki, því hættan er svo mikil, en ég
hef sloppið nokkuð vel við árekstra
og ekki fengið marga sektarmiða í
umferðinni.“
Leola Arnason Josefson er glað-
lynd kona, hreykin af íslenska upp-
runanum og trú bandaríska föð-
urlandinu, en hún fæddist í
Minneota 12. nóvember 1918. Hún
og Leifur Hofteig Josefson gengu í
hjónaband 1942 og eignuðust þau
tvö börn, Mark og Mary, en barna-
börnin eru þrjú og barnabarnabörn-
in sömuleiðis. Mark Leifur er
kvæntur Kathleen Moores Josefson
en eiginmaður Mary Leola er Ro-
bert Mayo Pegram. Leifur Hofteig
er látinn en Leola býr ein í fjölbýlis-
húsi fyrir aldraða í Minneapolis. Við
dyrnar að íbúðinni eru bandaríski
fáninn og sá íslenski, en í íbúðinni
sjálfri ber meira á íslensku tenging-
unni, einkum í formi mynda og bóka.
Og að sjálfsögðu býður hún upp á ís-
lenskar smákökur og vínartertu.
„Ég er ættuð úr Þingeyjarsýslu,
skammt frá Húsavík, en afar mínir
og ömmur fluttu vestur og ég fædd-
ist í Bandaríkjunum þar sem ég hef
búið alla tíð.“
Gott að alast
upp í Minneota
Foreldrar Leolu voru Margrét Ís-
feld og Kristján V. Árnason og eign-
uðust þau fjögur börn, tvo syni og
tvær dætur, en annar sonurinn er
látinn.
„Pabbi vildi aðlagast bandaríska
umhverfinu og breytti nafninu í
Christian, en hann var í hernum og
ég var sex vikna gömul, þegar hann
sá mig fyrst. En það var mjög gott
að alast upp í bændasamfélaginu í
Minneota. Mjög gott. Þarna bjuggu
meira en 1.000 manns af íslenskum
ættum auk þess sem tvær íslenskar
byggðir voru í nágrenninu. Fólk átti
ekki endilega peninga, en það átti
hlýju og nóg af henni. Við krakk-
arnir vorum í faðmi samhentrar og
ástkærrar stórfjölskyldu, þar sem
voru foreldrar okkar, afar og ömm-
ur, frændur og frænkur. Við fengum
líka alltaf nóg að borða. Skólinn og
lúterska kirkjan voru sérstakir stað-
ir, miðpunktarnir í lífi okkar. Séra
Guttormur Guttormsson fermdi mig
og gifti og ég fékk góða undirbún-
ingsmenntun í Minneota, en við
krakkarnir vorum í íslenskutímum
hjá séra Guttormi. Við vorum hreyk-
in af íslenskum uppruna okkar og
Aðalbjörg amma vildi ekki tala
ensku. Hún vildi ekki gera nein mis-
tök. Ó, nei. En mamma var af þeirri
kynslóð sem vildi vera amerísk og
svo fór að ég tapaði íslenskunni. Því
miður. Það voru mistök og ég sé það
betur núna, en ég skil samt mikið í
málinu, tala svolítið og les íslensku
þótt ég þurfi stundum að nota orða-
bók. Íslenski uppruninn var alltaf í
hávegum hafður og þegar ég fór í
háskóla hér í Minneapolis gerði ég
mikið úr því að ég væri íslensk. Um
35 árum eftir að ég útskrifaðist úr
húsmæðraskólanum fórum við hjón-
in í veislu og þar kom maður til mín
og sagði: „Þú ert íslenska stúlkan
sem varst með mér í háskólanum.“
Þetta þótti mér skemmtilegt, en ég á
ekki margt skyldfólk í Minneota
lengur enda ekki margir Íslendingar
eftir á svæðinu. Í minni fjölskyldu
var rík áhersla lögð á að koma ung-
viðinu til mennta og þess vegna
fluttu foreldrar mínir til Minneapolis
þegar ég var komin á háskólaaldur.
Hér hef ég verið meira eða minna
síðan.“
Kemur víða við
Nafn Leolu virðist alls staðar
koma við sögu hvar sem borið er nið-
ur í íslenska félagsstarfinu í
Minneapolis. Hún hefur til dæmis
verið ötull liðsmaður í Kvenfélaginu
Heklu í meira en hálfa öld og var
m.a. formaður félagsins um árabil.
„Lífið var erfitt í kreppunni og þeg-
ar íslenskar konur fluttu til Minnea-
polis frá Minneota stofnuðu þær fé-
lagið í þeim tilgangi að styðja hver
aðra í lífsbaráttunni. Þetta byrjaði
eins og saumaklúbbur en hann hefur
stækkað og dafnað og látið margt
gott af sér leiða, þótt starfsemin hafi
dottið niður á milli. Við vorum til
dæmis mjög áberandi á árlegri
þjóðahátíð fyrstu helgina í maí þar
sem við vorum allar í íslenskum
kvenbúningi, svörtum og hvítum, og
seldum kleinur, pönnukökur og vín-
artertur sem vitlausar værum. Guð
minn góður. Þá var nú hamagangur í
öskjunni.“
Leola segir að þótt hún hafi byrj-
að í Heklu með móður sinni hafi
lengi verið erfitt að ná til unga fólks-
ins en það sé að breytast. „Fyrst
voru þetta kvöldfundir, síðan hádeg-
isfundir og nú hittumst við klukkan
10 að morgni þriðja laugardag í
hverjum mánuði, en þessi tími hent-
ar ungu konunum betur. Í auknum
mæli sjáum við dætur taka við af
mæðrunum og það er gott.“
Leola er kirkjurækin og segist
fara í kirkju á hverjum sunnudegi.
Hún er í nefnd sem styður konur til
mennta og útvegar ungum konum
lán á góðum kjörum. Hún hefur ver-
ið í stjórn Val Bjornson-sjóðsins frá
byrjun eða í meira en tuttugu ár og
verið íslenskum stúdentum í Minn-
eapolis innan handar. Hún hefur líka
sinnt norrænu samstarfi og verið í
stjórn Skandinavísku miðstöðv-
arinnar í Minneapolis, í stjórn nor-
ræna félagsins í borginni og í stjórn
Amerísk-skandinavíska sjóðsins í
Minnesota í áratugi. „Svo reyni ég
að fara á listasafnið reglulega til að
drekka í mig menninguna eins og
pabbi sagði að væri svo mikilvægt,
spila bridds einu sinni í viku og horfi
á fótbolta og íshokkíleiki í sjónvarp-
inu, þótt ég eigi orðið erfitt með að
sitja yfir heilum leik, en ég fylgist
með úrslitum liðanna okkar hérna í
borginni.“
Ísland mikilvægt
Ekki fer á milli mála að Ísland
skiptir Leolu miklu máli, en hún hef-
ur sótt landið heim fjórum sinnum,
1972, 1982, 1992 og 1996. „Það var
gaman að heimsækja Ísland en afar
mínir og ömmur áttu ekkert val.
Guðjón Guðmundsson, móðurafi
minn, sem breytti föðurnafninu í Ís-
feld hér vestra, og Aðalbjörg amma
áttu sitt eigið land en það hvarf í
ösku og ekki var um annað fyrir þau
að gera en fara. Vegna bólusótt-
arinnar tók amma ekki í mál að
flytja til Nýja Íslands í Kanada en
sættist á að fara til Minneota. Afi
minn og amma í föðurætt, Ingjaldur
Árnason og María Oddsdóttir, fluttu
frá Múlasýslu ári síðar eða 1890 og
settust fyrst að í Selkirk í Manitoba
en færðu sig suður til Minnesota um
aldamótin. Og hér hefur fjölskyldan
búið í góðu yfirlæti í meira en öld.“
Aldurinn afstæður
Hún er eins og þeytispjald en
leggur samt áherslu á að hún hafi
dregið svolítið í land með aldrinum.
„Aldurinn er svo afstæður. Mamma
dó til dæmis tæplega 98 ára og var
mjög ern allt fram í andlátið. Ég hef
oft sagt að ég held áfram að sinna
ýmsum verkum meðan ég hef and-
legt og líkamlegt þrek til þess en ég
hef líka sagt við Mary, dóttur mína,
að hún verði að taka í taumana þeg-
ar ég fer að endurtaka sjálfa mig og
verð farin að gleyma.“
Á fullu í félagsmálum
Fyrir nokkrum árum ákvað Leola Arna-
son Josefson að draga saman seglin eftir
áratuga sjálfboðaliðastarf í þágu Íslend-
inga og fólks af íslenskum ættum í
Minneapolis í Bandaríkjunum. Steinþór
Guðbjartsson tók hús á henni og fékk að
heyra að þessi nær 85 ára kona er enn á
fullu í félagsmálunum.
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Leola Josefson hefur tekið á móti mörgum Íslendingum og bændur í
bændaför 1987 gáfu henni þetta áritaða skinn.
steg@mbl.is
Leola Josefson með eina af sínum uppáhalds-
myndum þar sem hún og Charles, bróðir
hennar, eru með forsetahjónunum, Ólafi
Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff.
KVENFÉLAGIÐ Hekla í Minneapolis var
stofnað 1925 og er elsta Íslendingafélagið í
Bandaríkjunum, en fyrir nokkrum árum var
annað Íslendingafélag stofnað í borginni, Ís-
lensk-ameríska félagið, sem var stofnað
1995.
„Fjórða kynslóðin er að koma inn í
Heklu,“ segir Mary L. Josefson, vararæð-
ismaður og driffjöður af þriðju kynslóð í
starfinu, en Ann Slettum er forseti félagsins.
Fundir eru haldnir mánaðarlega og farið er
saman út að borða einu sinni í mánuði en
Samkoma er helsta verkefni kvenfélagsins
fyrir utan jólaball fyrir börnin. Samkoma
var haldin í 78. sinn í apríl, þar sem íslenski
hesturinn var aðalumræðuefnið. Félögin
hafa sameiginlega hátíð í tengslum við
þjóðhátíðardag Íslendinga og var Kór Ár-
bæjarkirkju á meðal gesta á hátíðinni, sem
að þessu sinni var haldin 14. júní, en Íslensk-
ameríska félagið sér síðan um árlegt þorra-
blót.
Samstarfssamningur er milli Háskóla Ís-
lands og Minnesotaháskóla og styrkja Íslend-
ingafélögin sérstakan sjóð, Styrktarsjóð Val
Bjornson, sem styrkir árlega a.m.k. einn
nemanda í Minnesotaháskóla vegna náms við
Háskóla Íslands og öfugt. Á þorrablótinu
fyrr í vetur voru t.d. seld merkt glös og rann
hagnaðurinn, 500 dollarar eða um 40.000 kr.,
í styrktarsjóðinn. Disa Hobbs er styrkþegi
sjóðsins næsta skólaár. Foreldrar hennar eru
Guðbjorg Ann og Howard Hobbs, en móðir
hennar er fyrrverandi formaður Heklu.
John S. Magnusson ræðismaður hefur
starfað í Íslensk-ameríska félaginu frá stofn-
un, en Barbara Gislason er núverandi forseti
félagsins. „Það voru um 55 gestir á fyrsta
þorrablótinu, en síðan hafa verið milli 150 og
200 gestir árlega,“ segir John, sem er ritari
félagsins og sér um útgáfu fréttablaðsins
Póstsins ásamt Jönu, konu sinni.
John Ruthford ákvað í vetur að hrinda af
stað hringborðsumræðum varðandi íslensk
málefni og var fyrsta málið á dagskrá í byrj-
un apríl sl., en þá hafði sr. Þór Hauksson
framsögu um þorskastríðin.
Íslendingafélögin í Minneapolis vinna náið
saman og halda sameiginlega stjórnarfundi
til að skipuleggja starfið, en á sameig-
inlegum póstlista þeirra eru um 250 manns.
„Við leggjum áherslu á að viðhalda íslenska
samfélaginu hérna eins vel og við getum,“
segir Mary Josepson, sem var fulltrúi félag-
anna á ársþingi Þjóðræknisfélags Íslendinga,
sem fram fór í Edmonton fyrir skömmu.
Elsta Íslendingafélagið í Bandaríkjunum
Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson
Forvígismenn í Minneapolis. Frá vinstri Margrét „Maddý“ K. Arnar, John S. Magnusson, ræð-
ismaður, Mary L. Josefson, vararæðismaður, og Örn Arnar, aðalræðismaður.