Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 37
Elsku amma Þórey. Ég þakka þér
fyrir þær stundir sem við áttum sam-
an í þessu lífi. Nú hefur þú fengið að
hvílast. Nú líður þér vel uppi á himn-
um hjá Guði sem gaf þér andann þeg-
ar þú fæddist í þennan heim. Þú náðir
því ekki alveg að verða 100 ára en
mjög nálægt því varstu. Ég man þeg-
ar þú hélst upp á 99 ára afmælið hvað
þú varst fín og naust þess að vera með
fjölskyldunni. Það var alltaf svo gott
og notalegt að heimsækja þig. Þú
bauðst alltaf upp á kökur og eitthvað
gott að drekka.
Þú hugsaðir mikið um að okkur
yrði ekki kalt á höndum og fótum.
Alltaf varst þú að prjóna og minnist
ég stóru jólapakkanna sem voru fullir
af sokkum og vettlingum. Ég man
þann dag nú í vor þegar ég heimsótti
þig í Sunnuhlíð, og var að tala um að
þú yrðir 100 ára á þessu ári, hvað þú
varst glöð og hlóst dátt. Mig langar til
að kveðja þig með 23. Davíðssálmi.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
Kveðja,
Jónína Gísladóttir.
Elsku besta langamma mín. Nú
ertu farin frá okkur og þín er sárt
saknað. Ég man alltaf eftir því þegar
ég fór með mömmu og ömmu Jónu til
þín á Ásbrautina, þá sast þú alltaf í
fína stólnum þínum og varst að prjóna
sokka eða vettlinga. Allir sokkarnar
sem þú hefur gefið okkur eru alveg
rosalega margir og fylla þrjá stóra
geymslupoka hjá okkur, fyrir utan
það sem er í fataskápnum.
Þegar við komum til þín í heimsókn
byrjaðir þú á því að leggja frá þér
prjónana og fórst inn í eldhús og
fannst handa okkur kökur og annað
góðgæti því þú vildir alltaf að allir
færu saddir og sælir frá þér.
Það er nú samt gott að þú hafir
fengið hvíldina góðu.
Þitt barnabarnabarn
Helga Lind.
Góða langamma mín. Ég kom svo
oft í heimsókn með mömmu minni og
ömmu til þín í Sunnuhlíð. Þar þurfti
ég að skoða margt og skreið um öll
gólf og vakti mikla lukku hjá dval-
argestum og starfsfólki. Þú varst allt-
af svo glöð að sjá mig og ljómaðir öll
af gleði. Þú þurftir alltaf að strjúka
kollinn minn og sagðir svo „mikið ert
þú með fallegt svart hár“.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Þinn
Carlos Magnús.
Elsku amma mín, nú er komið að
kveðjustundinni. Þú áttir góða, langa
ævi, hefðir orðið 100 ára í desember.
Ég var svo viss um að þú myndir
halda upp á hundrað ára afmælið þitt
hér hjá okkur, en Guð vildi fá þig til
sín. Ég veit að þér líður vel og ert glöð
að vera búin að hitta Bárð afa og
Ágúst, litla drenginn þinn í himnaríki.
Ég var svo stolt af því að eiga svona
fullorðna, hlýja og góða ömmu. Ég og
börnin mín, Jóna Draumey, Eiríkur
Björgvin, Luis Gísli og Carlos Magn-
ús eigum fullt, fullt af góðum,
skemmtilegum minningum frá Ás-
brautinni og Sunnuhlíð.
Það var alltaf svo gott að sækja þig
heim. Þú tókst okkur alltaf með hlýju
og opnum örmum og kvaddir okkur
með kossi, brosi og veifaðir til okkar
úr dyragættinni þinni. Þú áttir alltaf
gott með kaffinu og var allt tekið til
sem til var á heimilinu og borðið fyllt
af ljúffengum ömmukökum. Það
skipti þig miklu máli að við fengjum
nóg að borða og drekka áður en hald-
ið var heim á leið.
Ég man svo vel eftir mjúku, hlýju
jólapökkunum frá þér en þar var að
finna fallega vettlinga og sokka sem
þú gerðir sjálf. Þú prjónaðir, fram á
síðasta dag, svo mikið af fallegum
sokkum, vettlingum og peysum. Þess-
ir pakkar urðu mér mjög dýrmætir
og sérstaklega á síðustu árum.
Þér fannst það mjög merkilegt
þegar ég var við nám í Bandaríkjun-
um. Þú varst mjög stolt af barnabarni
þínu og hvattir mig áfram með heilum
hug, ég þakka þér fyrir þann stuðning
sem þú sýndir mér. Mér fannst svo
gaman að senda þér kort og pakka frá
Ameríku því þú kunnir svo vel að
meta þá. Alltaf frétti ég af því hvað
glöð og þakklát þú varst og fannst
innihaldið svo sérstakt.
Við kveðjum þig með söknuði elsku
amma. Ég, ásamt systrum mínum og
frænkum bárum þig út úr kirkjunni
eftir kveðjuathöfnina í Kópavogi. Það
var sérstök lífsreynsla og veit ég að
þú hefur verið stolt af kvennasveitinni
þinni, en Bárði bróðir fannst þetta
passa svo vel að við bærum þig. Þessu
mun ég aldrei gleyma. Guð geymi þig,
amma mín.
Guðlaug.
Ég á margar minningar um hana
langömmu mína. Efst í huga mínum
eru ullarsokkarnir sem þú gafst mér
og systkinum mínum en þú prjónaðir
svo mikið. Þegar ég átti heima í Ohio
var oft kalt á veturna, þá var gott að
fara í hlýju ullarsokkana sem þú
prjónaðir. Vinum mínum fannst þess-
ir íslensku sokkar flottir. Ég kveð þig
elsku amma.
Við þökkum fyrir ástúð alla
indæl minning lifir kær.
Nú mátt þú vina höfði halla,
við herrans brjóst er hvíldin vær.
Í sölum himins sólin skín
við sendum kveðju upp til þín.
(H.J.)
Þinn
Eiríkur Björgvin.
Langmamma mín, ég man þegar
þú gafst mér að borða. Ég fékk alltaf
jólaköku með rúsínum og mjólk, það
fannst mér gott. Þú varst svo góð að
prjóna á mig ullarsokka sem héldu
hlýju á fótunum mínum. Núna líður
þér vel hjá Guði sem passar þig.
Fögur er foldin,
heiður er Guðs himinn,
indæl pílagríms ævigöng.
Fram, fram um víða
veröld og gistum
í Paradís með sigursöng.
(Matt. Joch.)
Þinn
Luis Gísli.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pétursson.)
Þú munt ávallt lifa í minningu
minni elsku langamma. Guð geymi
þig.
Jóna Draumey.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
DAGNÝ ÞORGRÍMSDÓTTIR,
Ytri-Miðhlíð,
Barðaströnd,
andaðist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar þriðju-
daginn 24. júní.
Unnur Breiðfjörð, Vilberg Guðjónsson,
Edda Steingrímsdóttir, Ægir Einarsson,
Jón Þ. Steingrímsson, Hugljúf Ólafsdóttir,
Hörður Steingrímsson, Halldóra Jóhannesdóttir,
Jóhann Steingrímsson, Ásta Jónsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN SIGRÍÐUR SIGURPÁLSDÓTTIR
frá Steindyrum í Svarfaðardal,
til heimilis í Urðarholti 3d,
Mosfellsbæ,
er lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju-
daginn 17. júní, verður jarðsungin frá Lágafells-
kirkju í Mosfellsbæ þriðjudaginn 1. júlí
kl. 13.30.
Guðmundur Aldan Grétarsson
og fjölskylda,
Ingi Már Aldan Grétarsson
og fjölskylda.
Þökkum auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu
við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
VALGERÐAR LAUFEYJAR
EINARSDÓTTUR,
Álftamýri 36,
Reykjavík.
Sólon R. Sigurðsson, Jóna V. Árnadóttir,
Einar J. Sigurðsson, Sigurlaug Ottósdóttir.
Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir og afi,
CARL P. STEFÁNSSON,
Lækjasmára 2,
lést á heimili sínu fimmtudaginn 26. júní.
Ásta Tómasdóttir,
Níels Carl Carlsson, Inger Anna Lena Þ. Ericson,
Stefán Carlsson, Rannveig Ásbjörnsdóttir,
Jón Carlsson,
barnabörn og langafabörn.
Ástkær móðir okkar,
SVANBORG ELINBERGSDÓTTIR
frá Ólafsvík,
Bólstaðarhlíð 48,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 26. júní sl.
Útför hinnar látnu fer fram frá Ólafsvíkurkirkju
föstudaginn 11. júlí nk. kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningarsjóð líknardeildar
Landspítala.
Fyrir hönd fjölskyldna okkar og annarra aðstandenda,
Bergur Heiðar Birgisson,
Birgir Örn Birgisson.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HREFNA JÓNSDÓTTIR,
Aðalstræti 9,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
fimmtudaginn 26. júní.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn
7. júlí kl. 13.30.
Rúnar Björgvinsson, Jóhanna Þórðardóttir,
Garðar Björgvinsson,
Bryndís Björgvinsdóttir,
Auður Björgvinsdóttir,
Birna Björgvinsdóttir
og barnabörn.
Ástkær sonur minn, sambýlismaður, faðir,
fósturfaðir, bróðir og mágur,
HJÁLMAR STEINÞÓR BJÖRNSSON,
Tangagötu 24,
Ísafirði,
verður jarðsettur frá Ísafjarðarkirkju þriðju-
daginn 1. júlí kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Slysa-
varnafélagið Landsbjörgu.
Petólína Sigmundsdóttir,
Rán Höskuldsdóttir,
Hanna Rósa Hjálmarsdóttir, Björn J. Hjálmarsson,
Hermann Andrason, Guðbjörg J. Björnsdóttir,
Gróa Björnsdóttir, Erna S. Guðmundsdóttir,
Tryggvi Guðmundsson, Þórunn Guðmundsdóttir,
Björgvin Guðmundsson, Elín Rögnvaldsdóttir
og aðrir aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR LÁRUSSON
frá Heiði
á Langanesi,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Nausti,
Þórshöfn, fimmtudaginn 26. júní.
Jarðarför auglýst síðar.
Sæmundur Einarsson, Ragnheiður Valtýsdóttir,
Lára Einarsdóttir, Einar Nikulásson,
Anna Einarsdóttir, Jón Stefánsson,
Ásta Einarsdóttir, Guðmundur Bjarnason,
Egill Einarsson,
Sigurbjörg Einarsdóttir, Anleyg Petersen,
Einar Valur Einarsson,
Elísa Einarsdóttir, Ölver Guðnason,
afabörn og langafabörn.