Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 39

Morgunblaðið - 28.06.2003, Page 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 39 ✝ Þorbergur EinarEinarsson fædd- ist á Ytri-Sólheimum í Mýrdal 17. septem- ber 1925. Hann lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal aðfaranótt sunnudagsins 22. júní síðastliðins. Þor- bergur var þriðja barn foreldra sinna, Einars Einarsonar bónda, f. 12. septem- ber 1889, d. 9. sept- ember 1955, og Ólaf- ar Einarsdóttur húsfreyju, f. 8 janúar 1890, d. 22. ágúst 1976. Systkini hans eru Kristjana Geirlaug, f. 29. júní 1919, d. 2. febrúar 2002, Maríus Guðni, f. 15. mars 1923, d. 15. mars 1950, Þorsteinn, f. 17. nóv- ember 1927, Sigurjón Einar, f. 20. október 1930, og Sigríður Guðmunda, f. 2. desenber 1933. Þorbergur var ókvæntur og barnlaus. Hann ólst upp á Ytri-Sólheimum til 18 ára aldurs. Hann var þrjár vertíðar í Vestmannaeyjum en vann heima á sumr- in. Þorbergur var lengi við bústörf hjá Guðlaugi G. Jóns- syni í Vík í Mýrdal. Nokkur ár vann hann í fiskvinnslu hjá Ísbirninum á Seltjarnarnesi og á síldarplani á Seyðis- firði til 1966, þegar hann fór aftur heim að Sólheimum og var búhirðir hjá Erlingi Ísleifssyni og fleiri bænd- um í Mýrdal. Síðasta starf Þor- bergs var að sjá um sorphirðu hjá Víkurkauptúni og þar var hann þar til hann lét af störfum. Síðustu ár bjó Þorbergur á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík. Útför Þorbergs verður gerð frá Víkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 16. Þorbergur föðurbróðir minn lést í svefni svo óvænt og óundirbúið. Hann valdi til þess fallegasta dag júnímánaðar þegar dagurinn er lengstur og sól hæst á lofti. Hann hafði ekið um Víkina á gamla Volv- onum að sinna sínum hefðbundnu laugardagserindum, lagðist til svefns um kvöldið og var allur sunnudagsmorguninn. Þorbergur var ekki allra en þeir sem eignuðust vináttu hans áttu hana svo sannarlega ósvikna. Þor- bergur fæddist að hausti á Ytri- Sólheimum í Mýrdal og var þriðja barn foreldra sinna. Á þessum tíma var mannmargt á Sólheimabæjun- um fimm og lífsbaráttan hörð. Vorið var tími Þorbergs og hápunktur vorkomunnar var sauðburðurinn því þar var hann á heimavelli. Þorbergur var með hærri mönn- um og eru mínar fyrstu minningar tengdar honum, heima á Sólheim- um, er hann hélt mér á háhesti og þvílíkt útsýni. Þorbergur hleypti heimdraganum um tvítugt og fór í nokkur ár á ver- tíð í Vestmannaeyjum en vann við ýmis störf heima í Mýrdalnum á sumrin. Var í nokkur ár við fisk- vinnslu hjá Ísbirninum á Seltjarn- arnesi og síldarsöltun fyrirtækisins á Seyðisfirði. Síðasta starfið sem Þorbergur hafði var að annast sorphirðu í Vík í Mýrdal og gegndi hann því þar til hann fór á eftirlaun. Sem krakki man ég eftir að Þor- bergur kæmi færandi hendi er hann kom heim á vorin af vertíð og alltaf mundi hann eftir okkur krökkunum. Þorbergur var hrjúfur maður en hafði stórt hjarta og var barngóður. Þetta veit enginn betur en ég og dóttir mín. Hin síðari ár þurfti Þor- bergur reglubundið að leita sér lækninga til Reykjavíkur og bjó hann þá oft hjá mér. Við þau tæki- færi sat hann löngum og spilaði og las fyrir dótturina. Einnig heimsótti hún hann að Hjallatúni og alltaf kom hún glaðari úr þeim heimsókn- um, sérstaklega ef spilamennskan hafði gengið henni í vil millum þeirra. Þorbergur sýndi mikla þolimæði í samskiptum við frænku sína og er honum þakkað fyrir það að leið- arlokum. Eiginmaður minn mun sakna þess að fá ekki fleiri heimsóknir Þorbergs. Þeir höfðu það sem sér- stakt áhugamál að keyra um fornar slóðir Þorbergs hér á Seltjarnar- nesinu og í Reykjavík. Ótal ferðir urðu þetta og alltaf komu þeir jafn kátir úr þessum ferðum. Ég held að Þorbergur frændi minn hafi notið þess að segja frá þessu tímabili í lífi sínu. Við hjónin áttum mjög minnis- stæða samveru með Þorbergi á gift- ingardegi okkar. Eftir að veislu- höldum lauk eyddum við kvöldinu hjá honum í lundinum hans í góðu yfirlæti. Þorbergur var ókvæntur og barn- laus en átti stóran frændgarð og vini. Það er vel við hæfi að þakka Svanlaugu og Ingvari á Minna-Hofi fyrir hvað þau voru dugleg að lofa frænda að fylgjast með sauðburði og réttum nú í seinni tíð. Ég veit það fyrir víst að það var honum ómetanlegt. Einnig skal þakka Ás- laugu Einarsdóttur og Sigurði Hjálmarssyni fyrir hugulsemi og væntumþykju í garð frænda míns, því hjá þeim hefur hann dvalið á öll- um stórhátíðisdögum eftir að hann fór á Hjallatún. Þakkir til alls starfsfólks á Hjallatúni fyrir góða umönnun Þorbergs. Frændi okkar Steingrímur Thor- steinsson orti kvæðið Smaladreng- urinn og er ég heyri eða les þessar ljóðlínur mun ég minnast Þorbergs föðurbróður míns og kveð hann með þessum ljóðlínum. Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Ég skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn smaladreng. Kristín Þorsteinsdóttir. Þegar við fréttum af andláti Þor- bergs leituðu minningarnar á hug- ann, hann var stórbrotinn maður og ekki allra, en okkur reyndist hann góður og traustur vinur. Oft kom hann í heimsókn og bar þá ýmislegt á góma, hann hafði ákveðnar skoð- anir í pólitík og gátum við oft rök- rætt um hana fram og til baka. Ungur maður fór hann á síld, hann minntist oft á þann tíma með gleði og þegar hann sagði frá þeim tíma bar kvennamál oft á góma og eftir þeim sögum að dæma hefur Þor- bergur notið mikillar kvenhylli. Síð- astliðin ár var hann hjá okkur á að- fangadagskvöld, stundum hafði hann á orði þegar hamborgarhrygg- urinn var á borð borinn að honum þætti nú ekkert verra að fá fýl að borða. Þegar eldaður var fýll á heimilinu var Þorbergur látinn vita og stóð mjög illa á hjá honum ef hann mætti ekki í mat. Eftir að Þorbergur kom til dvalar á Hjalla- túni í Vík fórum við oft saman í jeppaferðir, ekki voru þetta allt langar ferðir en eigi að síður skemmtilegar. Oftast var farið í fjöruna í Vík, nokkrum sinnum kom hann með á fýlaveiðar og hvatti hann þá unga fólkið sem var með í för til dáða. Þá fórum við með hon- um á heimaslóðir hans á Sólheim- um. Var þá farið upp að Sólheima- jökli vestan Jökulsár og skriðjökullinn myndaður til saman- burðar við eldri myndir en þannig fylgdist Þorbergur með því hvað skriðjökullinn hopaði nú síðari ár. Fyrir nokkrum vikum ræddum við um að fara eina svona ferð fljótlega, vorum við nokkuð spenntir að sjá hvort mögulegt væri að komast gangandi inn í Hvítmögu. Í þessum ferðum var einnig litið til kinda og ekið inn í gilin í Sólheimaheiðinni, Ystagil og Hólsárgil. Þorbergur var mikill dýravinur, hafði gaman af sauðfé og hafði þess vegna frá mörgu að segja ef smalanir og sauðfé bar á góma. Ógleymanlegar eru sögurnar af smalamennskum í Sólheimaheiðunum og víðar, en eft- irminnilegastar eru sögurnar úr Hvítmögu þar sem fara þurfti yfir skriðjökulinn með féð. Þorbergur reyndist okkur sannur vinur og þegar nú leiðir skilja í bili þökkum við honum samfylgdina og tryggðina. Systkinum hans og að- standendum vottum við samúð. Sigurður, Áslaug, Sæunn Elsa og Eiríkur Vilhelm. Mig langar að minnast hans Þor- bergs með fáeinum orðum. Ég kynntist Þorbergi þegar ég fór að búa með manninum mínum árið 1995. Hann kom mér fyrir sjón- ir sem ljúfur karl en hrjúfur. Hafði skoðanir á hlutunum og var ekkert að sitja á þeim. Ég kynntist Þor- bergi enn betur eftir að ég hóf störf á Dvalarheimilinu Hjallatúni. Þá var það föst regla að stoppa hjá honum nokkrar mínútur á hverri vakt og spalla smástund um daginn og veginn, og auðvitað þurfti hann að vita hvernig búskapurinn gengi og hvort sauðburður gengi vel. Ég á eftir að sakna þessara stunda okkar en minningin um góðan karl lifir. Guð og gott geymi þig. Petra Kristín Kristinsdóttir. Mig langar með fáeinum orðum að kveðja kæran föðurbróður og vin, Þorberg Einarsson. Þorbergur var mikill gæðakarl og barngóður mjög. Hann fæddist á Ytri-Sólheimum 17. september 1925 og bjó þar meira og minna fram til ársins 1972 er hann fluttist til Víkur í Mýrdal. Á Sólheimum átti hann sínar kindur, en hann var mikill áhuga- maður um sauðfé og sauðfjárbú- skap. Hann vann einnig útí frá, var gegningarmaður á nágrannabæjun- um, vinnumaður í Norður-Vík og Suður-Vík, vann í Ísbirninum í Reykjavík, síld á Seyðisfirði og hjá Vegagerðinni. Eftir að hann fluttist til Víkur vann hann við sorphirð- ingu fyrir hreppinn. Árið 1998 flutti Þorbergur á Dvalarheimilið Hjalla- tún í Vík og bjó þar til dauðadags. Þegar ég var sem barn á Sól- heimum átti Þorbergur stóran þátt í lífi mínu þótt hann væri að vinna hingað og þangað. Mér er ein minn- ing sérstaklega minnisstæð. Þá vann Þorbergur hjá Vegagerðinni en kom alltaf heim í helgarfrí og þá var hann alltaf drifinn upp í Sól- heimaheiði til að gá til kinda og flökkuðum við þá um heiðina frá morgni til kvölds. Í þessum ferðum kenndi hann mér hin ýmsu örnefni sem í heiðinni eru og nota ég þau enn í dag þegar ég fer til kinda. Nú í seinni tíð fékk hann sér alloft bíl- túr á gamla Volvo út í sveit, einkum þó á sauðburði til að skoða lömbin og kanna frjósemina, eða á haustin þegar smalað var og vílaði hann ekki fyrir sér að taka uppgefnar kindur upp í aftursætið á Volvo og keyra þær heim. Með þessum orðum vil ég kveðja þig, kæri frændi. Guð geymi þig. Einar Guðni Þorsteinsson, Ytri-Sólheimum II. ÞORBERGUR EINAR EINARSSON Þorbergur fæddist á Sólheimum, fríður og fallegur sveinn og smaladrengur. Aldraður og góður sveinn yfirgefur þennan stóra heim. Yndislegur sá stóri sveinn á Hjallatúni í Vík. Fór hann ekki í morgunmat, aldraður og góður sveinn yfirgefur þennan stóra heim. Anna Kristín Jensdóttir. HINSTA KVEÐJA Við þökkum hlýhug og vinsemd við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, bróður, afa og langafa, GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSONAR frá Minna Núpi, Vestmannaeyjum, Stórholti 26, Reykjavík. Ragnar Kristján Guðmundsson, Bára Sigurðardóttir, Kolbrún Guðmundsdóttir, Gunnlaugur K. Hreiðarsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir, Finnur P. Fróðason, Guðlaug Alda Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ERNA KATRÍN ÓLADÓTTIR, Öldugötu 9, Reykjavík, varð bráðkvödd á heimili sínu mánudaginn 23. júní sl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 3. júlí kl. 13.30. Óli Valdimarsson, Linda Kristín Ernudóttir, Einar Valur Guðmundsson, Rut Fjölnisdóttir, Bergþóra Fjölnisdóttir, Emil Jóhannsson, Óli Halldór Sigurjónsson, Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, Sigrún Lína Sigurjónsdóttir, Sigurður Pálsson, Sigurjóna S. Sigurjónsdóttir, Jóhann Björgvinsson, systkini, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, INGÓLFS FINNBOGASONAR húsasmíðameistara, Viðjugerði 12, Reykjavík. Soffía Ólafsdóttir, Björg Ingólfsdóttir, Ágústa Ingólfsdóttir, Ólafur Ingólfsson, Bjarghildur Jósepsdóttir, Hrafnhildur Ingólfsdóttir, Magnús Magnússon, Finnbogi Ingólfsson, Kristín Birna Jakobsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, ÚLFS GÚSTAFSSONAR. Starfsfólki Grensásdeildar Landspítalans þökkum við sérstaklega fyrir góða aðhlynningu og stuðning. Kristján Ingi Úlfsson, Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir, Alda Valentína Rós Hafsteinsdóttir, Smyrill Valsson. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og systir, ODDNÝ SIGURBJÖRG ÞORBERGSDÓTTIR, Austurbrún 6, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum, deild 11-G, föstu- daginn 20. júní, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 30. júní kl. 15.00. Særún Björnsdóttir, Hróbjartur Gunnlaugsson, Oddný Árnadóttir, Gunnlaugur Árnason, Garðar Garðarsson, Guðlaug Hróbjartsdóttir, barnabarnabarn og systkini.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.