Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 40
MESSUR Á MORGUN 40 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hrólfur Valdi-marsson fæddist í Vatnsfjarðarseli í Vatnsfjarðarsveit, 17. janúar 1917. Hann lést á sjúkrahúsi Ísa- fjarðar 23. júní síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Björg Þórðar- dóttir, f. á Kaldrana- nesi í Strandasýslu 28.6. 1890, og Sigur- geir Valdimar Steins- son frá Hálshúsum í Vatnsfjarðarsveit, f. 6.8. 1878. Hrólfur var elstur fjögurra barna þeirra er upp komust. Hin eru Hans Aðalsteinn, f. 1918, Gunnar, f. 1923, og Ingibjörg Steinunn, f. 1928. Hrólfur ólst upp í Vatnsfjarðar- seli hjá foreldrum og systkinum. Árið 1945 taka þeir bræður hann og Gunnar við búi þar af foreldrum sínum og árið 1949 flytja þeir ásamt foreldrun- um í Hörgshlíð í sömu sveit og búa þar til ársins 1952. Þá hefja þeir búskap í Heydal og búa þar til ársins 1987 að þeir bregða búi og Gunnar flytur til Ísafjarðar en Hrólf- ur sest að ásamt Ingi- björgu systur sinni á Eyri í Mjóafirði. Þar eru þau systkinin til haustsins 2001 að þau flytja til Ísafjarðar, fyrst í Sund- stræti 24 en sl. haust keyptu þau íbúð á Eyrargötu 6 á Ísafirði og þar bjó Hrólfur til dauðadags. Útför Hrólfs verður gerð frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Ástkær bróðir er búinn að fá lang- þráða hvíld. Hann hét Hrólfur Valdi- marsson. Hann fæddist og ólst up á afskekktum sveitabæ, í faðmi fá- tækra en ástríkra foreldra. Hann varð fljótt vel liðtækur í alla vinnu en vegna fátæktar var ekki um skóla- göngu að ræða utan nokkurra vikna í farskóla, en handlagni og hugvit hafði hann nóg og starfsvilja. Hann var vel liðinn af þeim sem umgengust hann og þekktu vel. Hrólfur vann á ýmsum bæjum í sveit sinni en lengst var hann í sex ár vinnumaður hjá séra Þorsteini í Vatnsfirði. Að þeim tíma liðnum kom hann heim aftur og tók ásamt Gunn- ari bróður sínum við búi foreldra sinna í Seli. Þeir fluttu síðan ásamt foreldrum sínum og systur að Hörgshlíð og svo í Heydal. Þar byggðu þeir upp hús, ræktuðu tún og stækkuðu bú sitt. Síðast bjó Hrólfur á Eyri sem er lítil en þægileg jörð í sömu sveit. Á níræðisaldri og þrotinn að kröftum fluttist hann svo úr sveitinni til Ísa- fjarðar og þóttu honum þá oft langir dagarnir þar sem hann gat ekkert unnið en geðprýði sinni hélt hann þó alltaf. Við kveðjum nú góðan dreng og kæran bróður og minnumst hans með þökkum og hlýhug. Blessuð sé minning hans. Inga, Hans og Gunnar. Nú er Hrólfur frændi okkar allur. Andlát hans bar að með svipuðum hætti og líf hans allt. Friðsælt og til- litssamt. Hann vissi að hverju dró og var sáttur við það, hans hlutverki var lokið. Eftir sitjum við og rifjum upp minningar um góðan frænda, sem sýndi okkur hlýju og gaf okkur góð ráð. Bernskan er alltaf minnisstæð og margt getum við, sem yngri erum, lært af þeirri kynslóð, sem á undan fór og ruddi brautina. Á frumbýlings- árum afa og ömmu í Seli var ekki allt- af mikið til, ekki einu sinni nóg af mjólk og mat. Síðar fækkaði þó þeim skiptum og silungur úr Selvatninu og rætur ásamt fjallagrösum voru kostafæða og aldrei þurftu þau að láta börnin sín frá sér. Þegar árin liðu og börnin uxu úr grasi varð auðvitað allt léttara, þótt aldrei væri auður í búi. Skólaganga Hrólfs var ekki löng, einhverjir vetrarpartar í farskóla og svo skóli lífsins. Við vitum að Hrói frændi þráði að læra eitthvað, en að- stæður leyfðu það aldrei. Hann var því það sem kalla má sjálfmenntaður, því hann las töluvert og fylgdist vel með þjóðmálum. Þegar Inga gekk í unglingaskólann fékk hann lánaðar bækurnar hennar og lét hana segja sér til í reikningi og fleiru. Skólabörn- um nútímans þætti þetta víst frekar undarleg hegðun, að sækjast eftir að nýta frístundir sínar til að nema. Hrólfur var afskaplega hagur maður og var gaman að sjá hve marga fal- lega hluti hann gat skapað þrátt fyrir lítil efni. Koffort, kistla, kommóður, töskur og þvottaklemmur, svo ekki sé minnst á leikföngin, útskorin dýr og fugla úr smáspýtum og fiskbeinum, þetta voru listaverk. Sem fulltíða maður réðst Hrólfur sem vetrarmað- ur til Ólafs Ólafssonar í Skálavík en síðan vinnumaður í Vatnsfjörð til séra Þorsteins Jóhannessonar og var þar í sex ár. Um líkt leyti og pabbi okkar og mamma fara að búa í Mið- húsum taka þeir föðurbræður okkar við búinu í Seli. Síðar flytja þau öll úr Selinu í Hörgshlíð og búa þar í þrjú ár. Þá var það að bóndinn í Heydal vildi bregða búi fyrir aldurssakir og var honum ekki sama hver tæki við jörðinni. Hann kom ítrekað að máli við Hrólf og bauð honum Heydalinn. Hrólfi fannst það í mikið ráðist fyrir sig, einyrkjann, en þegar Gunnar bróðir hans var tilbúinn að búa með honum varð það ofaná að þeir fluttu í Heydal ásamt afa, ömmu og Ingu systur sinni. Seinna keyptu þeir jörð- ina og hýstu hana myndarlega. Eftir að Gunnar giftist bjuggu þeir bræður áfram félagsbúi og er óhætt að full- yrða að börn þeirra hjóna áttu gott skjól hjá Hróa frænda. Síðustu árin, eftir að Heydalur var seldur og Gunnar fluttur til Ísafjarð- ar, komu þau systkinin Inga og Hrói sér fyrir á Eyri. Þar bjuggu þau í tæp fjórtán ár, lengst af með nokkrar kindur. Heilsu Hróa hrakaði eftir því sem elli kerling mæddi hann meir og loks lét sveitamaðurinn og náttúru- barnið undan og flutti til Ísafjarðar. Það tók hann sárt að sjá sveitina sína kæru verða æ strjálbýlli eftir því sem tímar liðu og hann saknaði þess sárt að sjá ekki fé í högum. Það var svo nú á útmánuðum, sem hann tók að kenna máttleysis í fæti, sem alltaf ágerðist heldur. Hann lagðist inn á Sjúkrahús Ísafjarðar 9. júní sl. og lá þar uns yfir lauk. Við frænkur hans þökkum fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum með honum og þann fróðleik sem hann miðlaði okkur með sinni sönnu hógværð. Jónína, Björg, Ásdís og Þóra Hansdætur. Í örfáum orðum langar mig að minnast Hrólfs Valdimarssonar sem andaðist á sjúkrahúsi Ísafjarðar eftir stutta sjúkrahúslegu, 86 ára að aldri. Hrólfur var elstur fjögurra systkina. Þau fæddust og ólust upp í Vatns- fjarðarseli í Reykjafjarðarhreppi. Það voru erfið uppvaxtarár þeirra systkina sem efalaust hefur mótað þau. Hin systkinin eru Hans, Gunnar og Ingibjörg. Með Ingibjörgu systur sinni hefur Hrólfur haldið heimili seinni árin, 2 síðustu á Ísafirði. Hann var hæglátur maður, glettinn og stundum stríðinn. Ófáar ferðirnar höfum við, ég og fjölskylda mín, farið á heimili Hrólfs þó sérstaklega hér á Ísafirði og þegið kaffi og kökur. Nú eða ís og ávexti eða bara spjall um Djúpið og gömlu dagana. Það var oft gaman að heyra frásagnir frá liðinni tíð og fræðast um gamla búskaparhætti. Með þessum orðum kveð ég Hrólf, hafi hann þökk fyrir allt. Blessuð sé minning hans. Þorgerður Kristjánsdóttir. HRÓLFUR VALDIMARSSON MINNINGAR ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kór Ás- kirkju syngur. Organisti Kári Þormar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Fermdur verður Sigurður Jón Júlíusson, Sogavegi 194. Organisti Gunnar Gunn- arsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Prests- og djáknavígsla kl. 14. Biskup Íslands vígir Ragnheiði Karitas Pétursdóttur, sem skipuð hefur verið sóknarprestur í Ingjaldshólsprestakalli, Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi og Örnu Grétarsdóttur, sem skipuð hefur ver- ið prestur í Seltjarnarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, og djáknann Magneu Sverrisdóttur, til fræðslustarfs í Hallgrímsprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson prófastur lýsir vígslu. Vígsluvottar: Séra Ingiberg J. Hann- esson prófastur, séra Jóhanna Sigmars- dóttir, séra Sigurður Grétar Helgason, séra Sigurður Pálsson og Þórdís Ásgeirs- dóttir djákni. Séra Hjálmar Jónsson þjónar fyrir altari. Organisti er Marteinn H. Frið- riksson dómorganisti. GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhannsson. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10.15. Prestur sr. Birgir Ásgeirsson. Organisti Kjartan Ólafsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar. Hópur úr Mótettukór syngur. Organisti Hörður Ás- kelsson. Ensk messa kl. 14. Prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti Hörður Ás- kelsson. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir safnaðarsöng. Messukaffi. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveins- son. LANDSPÍTALI – háskólasjúkrahús: Hring- braut: Guðsþjónusta kl. 10.30. Séra Bragi Skúlason. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stef- ánsson. Einsöngur Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða söng. Kaffisopi eftir messu. LAUGARNESKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks er bent á guðsþjónustur í ná- grannakirkjunum. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Séra Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari og heldur áfram með fræðsluprédik- un um Postulasöguna. SELTJARNARNESKIRKJA: Bæna- og kyrrðarstund kl. 11. Ritningarlestur og bæn. Umsjón Kristján Einarsson. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Frá og með 29. júní til loka júlímánaðar verða ekki al- mennar guðsþjónustur á sunnudögum. Kirkjan verður samt opin fyrir allar aðrar athafnir í allt sumar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í símum 552 7270 og 899 4131. Einnig er hægt að senda fyr- irspurnir á netfangið hjorturm@frikirkj- an.is. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir altari. Barn borið til skírnar. Félagar úr kirkju- kórnum leiða söng undir stjórn Krisztínu Kalló Szklenár organista. Molasopi að guðsþjónustu lokinni. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Organisti: Sigrún Þórsteinsdóttir. DIGRANESKIRKJA: Sameiginleg kvöld- messa Digraness- og Lindasóknar kl. 20.30. Prestar sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson og Gunnar Sigurjónsson. Organisti Hannes Baldursson. Kór Lindakirkju (sjá nánar: www.digraneskirkja.is). FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur: Sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti: Gróa Hreinsdóttir. Félagar úr kór kirkjunnar leiða almennan kirkjusöng. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju syngur. Organisti: Hörður Bragason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safnaðarsöng. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Við minn- um á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 (Sjá einnig á heimasíðu Hjallakirkju: www.hjallakirkja.is). Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fyrsta guðsþjónusta að loknu sumarleyfi sóknarprests verður um verslunarmannahelgina hinn 3. ágúst kl. 11. Kirkjan er opin á hefðbundnum tím- um og kirkjuvörður aðstoðar fólk og veitir upplýsingar. Séra Ægir Fr. Sigurgeirsson. LINDAKIRKJA Í KÓPAVOGI: Sameiginleg kvöldmessa Digranes- og Lindasóknar í Digraneskirkju kl. 20.30. Prestar sr. Guð- mundur Karl Brynjarsson og Gunnar Sig- urjónsson. Organisti Hannes Baldursson. Kór Lindakirkju. Fjölmennum! SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 16 í Skógarbæ. Sr. Valgeir Ástráðsson prédik- ar. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Seljakirkju leiðir söng. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar. Org- anisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Selja- kirkju leiðir söng. Altarisganga. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Samkoma kl. 20. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Unnar Erlingsson prédikar. Þáttur kirkjunnar „Um trúna og tilveruna“ er sýndur á sjónvarps- stöðinni Ómega kl. 13.30. Heimasíða kirkjunnar er: www.kristur.is. BOÐUNARKIRKJAN, Hlíðasmári 9, Kóp.: Samkomur alla laugardaga kl. 11. Bæna- stund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sólarhringinn á Útvarp Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagur: Kl. 20 hjálpræðissamkoma. Umsjón Fanney Sigurðardóttir og Guðmundur Guð- jónsson. Einar Gíslason talar. FRÍKIRKJAN KEFAS, Vatnsendabletti 601: Sunnudaginn 29. júní er vitnisburða- samkoma kl. 20. Lofgjörð og fyrirbænir. Barnagæsla fyrir 1–7 ára börn á sam- komutíma. Kaffi og samfélag eftir sam- komu. Allir eru hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Húsið er opnað kl. 20. Seldar verða kaffiveitingar á góðu verði. Samkoman hefst kl. 20.30. „Að þora að glata fótfestunni eitt augna- blik, að þora ekki er að glata sjálfum sér“ (Søren Kirkegaard). Elísabet Haraldsdóttir hjúkrunarfræðingur. Verið öll hjartanlega velkomin. FÍLADELFÍA: Laugardagur 28. júní: Bæna- stund kl. 20. Kristnir í bata kl. 21. Sunnu- dagur 29. júní. Almenn samkoma kl. 20. Ræðumaður Jóhannes Hinriksson. Söng- hópur unglingastarfs Fíladelfíu sér um lof- gjörðartónlistina. Allir hjartanlega vel- komnir. VEGURINN: Athugið að aðalsamkomur kirkjunnar eru á fimmtudögum kl. 20 næstu tvo mánuði. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti, dómkirkja og basilíka: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Messa á ensku kl. 18. Alla virka daga: Messa kl. 18. Alla miðviku- daga er rósakransbænin að kvöldmessu lokinni. Sunnudaginn 29. júní: Péturs- messa og Páls, stórhátíð. Þennan dag er Péturspeningum safnað. Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11. Laugardaga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 16. Miðvikudaga kl. 20. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnudaga: Messa kl. 10.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 8.30. Virka daga: Messa kl. 8. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14. Stykkishólmur, Austurgötu 7: Alla virka daga: Messa kl. 18.30. Sunnudaga: Messa kl. 10. Ísafjörður: Sunnudaga: Messa kl. 11. Flateyri: Laugardaga: Messa kl. 18. Bolungarvík: Sunnudaga kl. 16. Suðureyri: Sunnudaga: Messa kl. 19. Akureyri, Kaþólska kirkjan: Péturskirkja, Hrafnagilsstræti 2: Laugardaga: Messa kl. 18. Sunnudaga: Messa kl. 11. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 messa með altarisgöngu. Léttir og sum- arlegir sálmar. Árgangshópar eru sér- staklega hvattir til að sækja kirkju á fermingarárgangsmótum sínum í sumar. Kaffisopi á eftir í safnaðarheimilinu. Sr. Kristján Björnsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA.: Morg- unsöngur kl.10.30. Prestur sr.Carlos A.Ferrer. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Guðs- þjónusta sunnudag kl. 20. Prestur sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kirkjukór Víði- staðakirkju syngur undir stjórn Úlriks Ólaf- sonar. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir þjónar. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng undir stjórn organistans, Jóhanns Baldvins- sonar. Án sunnudaga væru aðeins vinnu- dagar! Allir velkomnir. Prestarnir. STRANDARKIRKJA: Kvennakirkjan heldur messu í Strandarkirkju í Selvogi sunnu- daginn 29. júní kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Aðalheiður Þor- steinsdóttir leikur á orgel og kynnir nýja söngva Kvennakirkjunnar ásamt konum úr kór Kvennakirkjunnar. Allt fólk velkomið. NJARÐVÍKURKIRKJA: (Innri-Njarðvík). Guðsþjónusta sunnudag kl. 20. Kór Njarð- víkurkirkju syngur undir stjórn Arngerðar Maríu Árnadóttur organista. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Prestur: sr. Ólafur Oddur Jónsson. Ræðan fer fram á ensku fyrir útlendinga sem sækja kirkju. The sermon will be in English for foreigners who attend the ser- vice. The sermon topic: Morning Stroll of Reconciliation. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti: Hákon Leifsson. Með- hjálpari: Hrafnhildur Atladóttir. AKUREYRARKIRKJA: Kvöldmessa kl. 20.30. Sr. Svavar A. Jónsson. Félagar úr Kór Akureyrarkirkju syngja. Organisti Ey- þór Ingi Jónsson. GLERÁRPRESTAKALL: Kvöldmessa veðr- ur í Lögmannshlíðarkirkju kl. 20.30. LAUFÁSPRESTAKALL: Grenilundur: Guðs- þjónusta sunnudagskvöld kl. 20. Sókn- arprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta í Sel- skógi (útileikhús) kl. 11. Organisti Muff Worden. Mánud: Kyrrðarstund kl. 18. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 17. Í messunni verða fluttir þættir úr sumartónleikum helgarinnar. Sókn- arprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Ferming nk. sunnu- dag kl. 14. Fermdur verður Birkir Svavar Árnason, Lyngheiði 21, Hveragerði. Krist- inn Ág. Friðfinnsson. SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11. Léttur hádegisverður að messu lokinni. Morg- untíð sungin kl. 10 þriðjudag til föstu- dags. Foreldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Ferming. Fermdur verður Vernharður Tage Eiríksson, Mávahlíð 14, Reykjavík. Sóknarprestur. Morgunblaðið/ÓmarMiklabæjarkirkja í Skagafirði. Guðspjall dagsins: Hin mikla kvöldmáltíð. (Lúk. 14.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.