Morgunblaðið - 28.06.2003, Qupperneq 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 43
ÓHÆTT er að segja að veiði hafi
farið vel af stað í stórám Vopna-
fjarðar, Selá og Hofsá, en veiði hófst
í þeim í fyrramorgun. Sjö laxar
veiddust fyrir hádegi í Hofsá og
fjórir í Selá, allt svokallaðir tveggja
ára laxar. Á hádegi í gær vosu síðan
komnir alls 19 laxar úr Hofsá og 8
úr Selá, þ.e. eftir einn og hálfan dag.
Álftá var einnig opnuð og veiddist
einn lax þótt áin renni varla vegna
þurrka á Vesturlandi.
„Þetta er frábær byrjun hjá okk-
ur, fyrstu fjóra dagana í fyrra veidd-
ust bara tveir laxar, en núna er lax
um alla á í opnun. Það komu laxar á
land af öllum svæðum. Það er gott
sumarvatn í ánni, er oftast meira á
þessum tíma og auðvitað gæti lækk-
að ef það rignir ekki bráðum, en
sem stendur er ástandið frábært,
gott vatn og lax um alla á,“ sagði
Edda Helgason, leigutaki Hofsár, í
samtali við Morgunblaðið.
Einn í Álftá
Ástandið á Álftá vegna þurrk-
anna er líkt og við opnun í fyrra, en
sá er munurinn að núna veiddist þó
lax í opnun, en ekki fyrr en eftir 10.
júlí í fyrra. Laxinn eini veiddist á
rauða Frances í Sjávarfossi. Einnig
veiddust þrír sjóbirtingar fyrsta
daginn, í Kerfossi og Hólki.
Víðidalsá betri
Það stefnir í að Víðidalsá verði
með ögn betri júníveiði en í fyrra
þótt ekki sé hægt að segja að veiðin
sé mikil. Í fyrrakvöld voru komnir
17 laxar á land, en allan júní í fyrra
veiddust 19 laxar, að sögn Ragnars
Gunnlaugssonar á Bakka. Ragnar
sagði „hræðilega lítið“ vatn í ánni,
en samt væri dálítið af laxi að
ganga. Þórarinn Sigþórsson tann-
læknir veiddi 22 punda lax í vikunni
og missti annan stærri, að sögn
Ragnars, en stórfiskurinn mun vera
sá stærsti sem frést hefur af í sumar.
20 pundari úr Ytri Rangá
Stórir laxar eru nú að ganga í
Ytri Rangá og í gormorgun veiddist
þar m.a. einn 20 punda og annar
tæplega 15 punda, auk minni stór-
laxa. Bandarískir sjónvarpsmenn
filmuðu glímuna við þann stóra á
Rangárflúðum, en óvanur veiðimað-
ur í hópi þeirra veiddi fiskinn á Coll-
ie Dog áltúpu og naut leiðsagnar
Árna Baldurssonar leigutaka árinn-
ar.
Hér og þar …
Brennan í Borgarfirði hefur verið
gjöful í sumar, í gær var 51 lax kom-
inn á land á tvær stangir sem er
mjög góð júníútkoma. Smálax fór að
sýna sig þar fyrir nokkru.
Straumarnir, sem eru vatnamót
eins og Brennan, hafa einnig verið
góðir að undanförnu og er kominn
svipaður afli á land þar. Á báðum
stöðum tekur laxinn grannt og
menn missa marga.
Vopnafjarðar-
árnar byrja vel
Bandaríkjamaðurinn Dallas ásamt Árna Baldurssyni með 20 punda, eins
metra langan lax á Rangárflúðum í Ytri Rangá. Næststærsti laxinn í sumar.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
Lægri skólagjöld
Í frétt blaðsins þann 13. júní síð-
astliðinn um undirritun samnings
milli menntamálaráðuneytisins og
Snyrtiskóla Kópavogs var rang-
fært að skólagjöld í Snyrtiskóla
Kópavogs fyrir eina önn væru 625
þúsund krónur. Rétt er að þau eru
500 þúsund krónur.
Þórsnesingagoði
helgaði blótið
Rangt var farið með nafn goð-
ans sem helgaði blót Ásatrúar-
félagsins í gær. Það gerði Jónína
K. Berg Þórsnesingagoði og er
beðist velvirðingar á rangfærsl-
unni.
LEIÐRÉTTING
„Dýrafjarðardagar“ fjöl-
skylduhátíð í Dýrafirði verður
haldin dagana 3.–7. júlí nk.
Fimmtudaginn 3. júlí kl. 14 verður
„Vestfjarðavíkingurinn“, krafta-
karlar keppa í aflraunum. Föstu-
daginn 4. júlí kl. 20.45 setur Hall-
dór Halldórsson, bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar, „Dýrðardaga“ í
Mýrakirkju og Þorvaldur Hall-
dórsson syngur. Listsýning verður
opnuð á miðnætti á Vallargötu 15,
Þingeyri. Þar sýna verk sín Holly
Hughes frá USA, Kristín Helga-
dóttir og Brynjar Gunnarsson.
Laugardaginn og sunnudag hefst
dagskrá kl. 14, þá verður m.a.
handverks- og veitingasala í sölu-
tjaldi, minigolf, sjóstanga-
veiðiferðir, sala á listmunum í
handverkshúsi Koltru, í Vélsmiðju
Guðmundar Sigurðssonar verða
gamlar verkhefðir sýndar almenn-
ingi, kajak- og hjólabátaferðir,
skemmtisiglingar með hraðbáti
björgunarsveitarinnar, hoppik-
astalar o.fl. Á laugardag og sunnu-
dag kl. 16–18 verður gönguferð í
Haukadal um sögusvið Gísla Súrs-
sonar undir leiðsögn Þóris Guð-
mundssonar. Strandveisla verður
á laugardagskvöld kl. 19–24 úti á
Odda, (viðíþróttahúsið/sundlaug-
ina). Guðrún S. Bjarnadóttir,
form. undirbúningsnefndar, slítur
hátíðinni kl. 18, á sunnudag, við
sölutjald.
Aðgangseyrir er 700 kr. fyrir börn
(12 ára og yngri) og 1.500 kr. fyrir
fullorðna. Innifalið í aðgangseyri
eru tónleikar í Mýrakirkju, matur
og skemmtiatriði í strandveislu,
hoppi-kastalar, andlitsmálun, mar-
hnútaveiðikeppni, ratleikur, sjó-
stangaveiðiferðir og ferðir á sögu-
slóðir Gísla Súrssonar í Haukadal.
Ættarmót afkomenda Páls
Ólafssonar og Arndísar Péturs-
dóttur. Dagana 19.–20. júlí nk.
ætla afkomendur Páls Ólafssonar,
prófasts og alþingismanns í Vatns-
firði, og konu hans, Arndísar Pét-
ursdóttur Eggerz, að hittast á
Húnavöllum í Húnaþingi. Hefur
ættin haldið ættarmót reglulega
frá 1974.
Á NÆSTUNNI
MÁNUDAGINN 23. júní sl. var ek-
ið á bifreiðina KR-951, sem er rauð
Toyota Carina II, og ekið á brott.
Atvikið átti sér stað á milli kl. 14:30
og 16:30 á bifreiðastæði við Rétt-
arholtsveg 45–61 í Reykjavík. Þeir
sem telja sig hafa vitneskju um
tjónvald eru vinsamlegast beðnir að
hafa samband við umferðardeild
lögreglunnar í Reykjavík í síma
5699014.
Lýst eftir
vitnum
Í FRÉTT Morgunblaðsins 24. júní
var fjallað um afgreiðslutíma lánsum-
sókna hjá Íbúðalánasjóði. Í fyrirsögn
kom fram að afgreiðslutími hjá
Íbúðalánasjóði væri kominn í tvær til
þrjár vikur og byggðist sú fyrirsögn á
upplýsingum frá fasteignasala sem
tók dæmi um umsókn sem barst
sjóðnum 4. júní en var afgreidd 23.
júní.
Því miður er fyrirsögnin byggð á
misskilningi. Afgreiðslutími lánsum-
sókna hjá Íbúðalánasjóði lengdist
vissulega á tímabili eins og fram kom
í fréttinni, úr venjubundum 5–6 virk-
um vinnudögum í 8–9 vinnudaga.
Lengri hefur hann samt ekki orðið á
almennum húsbréfaumsóknum. Þess
má geta að í dag er verið að afgreiða
umsóknir sem dagsettar eru 20. júní
þannig að afgreiðslutími er nú kom-
inn niður í 6–7 daga og mun vænt-
anlega verða 5–6 dagar í næstu viku.
Hins vegar verður að koma fram að
þær umsóknir sem um var rætt og
komu inn 4. júní voru endursendar
hinn 5. júní þar sem vantaði staðfest
veðbókarvottorð sem er nauðsynlegt
fylgigagn umsóknar. Okkur bárust
veðbókarvottorðin hinn 19. júní og
voruumsóknirnar því afgreiddar 23.
júní, tveimur vinnudögum eftir að
þær urðu vinnsluhæfar.
Það afsakar þó ekki að afgreiðslu-
tími Íbúðalánasjóðs á húsbréfa-
umsóknum varð á tímabili allt að níu
vinnudagar sem þýðir allt að hálfur
mánuður fyrir viðskiptavini.
Þess ber að geta að vinnslutími
lánsumsókna með viðbótarláni er
lengri en afgreiðslutími almennra
húsbréfaumsókna.
Afgreiðslutími
Íbúðalánasjóðs nú
sjö virkir dagar
GOLFKLÚBBUR Borgarness er 30
ára um þessar mundir. Í tilefni þess-
ara tímamóta hefur leigusamningur
við Borgarbyggð verið endurnýjaður
og Sparisjóður Mýrasýslu gefur eina
milljón á ári næstu fjögur árin til
framkvæmda við golfvöllinn. Til
stendur að stækka hann úr 9 holna
velli í 18 holna völl í áföngum, en á
næstu tveimur árum munu bætast
við fjórar holur.
Almenningi var boðið til afmælis-
kaffis í Golfskálanum á Hamri og
meistaragolfarar mættu til leiks á
völlinn. Það voru þau Ragnhildur
Sigurðardóttir og Örn Ævar Hjart-
arson sem léku saman gegn Önnu
Lísu Jóhannsdóttur og Haraldi
Heimissyni. Búnaðarbankinn í Borg-
arnesi styrkti keppina en 80% af
upphæðinni runnu til skammtíma-
vistunarinnar í Holti.
Skrifað undir utanhúss. Frá vinstri Helga Halldórsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar, Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri, Ásdís Helgadóttir, formaður
Golfklúbbsins, og Gísli Kjartansson sparisjóðsstjóri.
Golfklúbbur Borgarness
Fær eina milljón á
ári næstu fjögur árin
Borgarnes
VINSTRI grænir á Akranesi lýsa
þungum áhyggjum af þróun mála
varðandi Sementsverksmiðjuna á
Akranesi, að því er fram kemur í
yfirlýsingu frá félaginu.
Í henni segir segir m.a: „Brýnt
er að stjórnvöld taki myndarlega á
og tryggi rekstur verksmiðjunnar
og þau störf sem þar eru unnin.
Vinstri hreyfingin - grænt fram-
boð á Akranesi vill að bæjarstjórn
Akraness þrýsti á stjórnvöld til úr-
lausnar í málinu og geri allt sem í
hennar valdi stendur til að stuðla
að því að verksmiðjan verði áfram
starfrækt. Félagið skorar á stjórn-
völd að grípa þegar til aðgerða svo
einokun á sementi verði ekki hlut-
skipti Íslendinga.“
Áhyggjur
vegna
Sements-
verksmiðju
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦