Morgunblaðið - 28.06.2003, Síða 45
Hvítur á leik.
1. Rf3 Rc6 2. d4 d5 3. g3 f6 4.
Bf4 Bf5 5. Bg2 Dd7
6. c4 0-0-0 7. cxd5
Dxd5 8. 0-0 Dd7 9.
Da4 e6 10. Rc3 Bb4
11. e4 Bxc3 12. exf5
Bxb2 13. Hab1 Bxd4
14. Rxd4 Dxd4
Staðan kom upp á
Skákþingi Hafn-
arfjarðar sem lauk
fyrir skömmu. Stef-
án Bergsson (1.990)
hafði hvítt gegn
Sverri Þorgeirssyni
(1.415). 15. Hxb7!
Dxa4 svartur hefði
einnig orðið mát eftir 15. ...
Kxb7 16. Bxc6+. 16. Hxc7+
Kb8 17. Hxc6+ e5 17. ...
Dxf4 18. Hb1+ og hvítur
mátar. 18. Hb1+ Ka8 19.
Hc8#.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 45
DAGBÓK
HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS
EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ
Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum
og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar
þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn
á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir.
Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd.
Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur.
Upplýsingar í síma 694 5494
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Nærvera þín fellur öllum í
geð. Þú hefur gott skopskyn
og heillandi fas. Þú sækist
mjög eftir viðurkenningu
annarra því hún er þér
mikilvæg.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Nú er undursamlegt að
njóta samræðna við vini og
ættingja. Þú munt einnig
njóta þess að versla eða fara
í stutt ferðalag.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Kaup þín í dag munu verða
ánægjuleg. Það er ekki ein-
göngu gaman að eyða pen-
ingum – það er einnig gam-
an að vinna fyrir þeim.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú finnur fyrir hlýju og um-
hyggju í garð annarra. Að
hluta til er þetta vegna þess
að öðrum finnst þú hafa
góða kímnigáfu.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú finnur til samkenndar
með þeim sem minna mega
sín. Þetta setur vandamál
þín í rétt samhengi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Samskipti þín við vini eru
gefandi í dag. Þú nýtur fé-
lagsskapar annarra og aðrir
njóta þess að vera sam-
vistum við þig.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú átt auðvelt með að heilla
mikilvægt fólk í dag. Rök-
hugsun þín og vilji til þess
að hjálpa verða þess
valdandi að aðrir virða þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú heldur vart vatni vegna
nýrra kenninga. Þú leitast
við að finna nýjar hliðar á
lífinu og opinberanir af
ýmsu tagi heilla þig.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Að öllum líkindum færðu
einhvers konar gjöf í dag.
Þú öðlast forskot fyrir til-
stuðlan annarra. Vertu viss
um að þakka fyrir þig.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Í dag má auðveldlega leysa
deilumál sem upp hafa kom-
ið milli vina. Best er að láta
neikvæðar hugsanir hverfa
úr huga sér. Tíminn læknar
öll sár.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nýstárlegar hugmyndir um
bætta heilsu freista þín.
Hlustaðu á hjartað. Það er
mikilvægt að hugsa vel um
líkama sinn.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ást og rómantík munu
gleðja þig í dag. Þú kýst að
láta þér líða vel. Gerðu það
sem þig langar til því þú átt
það skilið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Nú væri gott að fá líkamlega
útrás. Það gæti hvarflað að
þér að ganga í félagsskap
sem tengist líkamsrækt.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 28.
júní, er sextug Helga G. Vil-
hjálmsdóttir fram-
reiðslumaður, búsett í Ástr-
alíu, dvelst í Fannafelli 12 í
Reykjavík. Hún heldur upp
á afmæli sitt ásamt tveimur
systrum sínum 12. júlí nk. í
Slysavarnarsalnum, Sóltúni
20, kl. 17.
60 ÁRA afmæli. 30. júnínk. verður sextugur
Jón Þórarinsson, lögreglu-
varðstjóri, Lagarfelli 22,
Fellabæ. Jón og fjölskylda
hans bjóða vinum og vanda-
mönnum á öllum aldri að
samgleðjast í tilefni afmæl-
isins og verða með opið hús
frá kl. 17 laugard. 28. júní í
Golfskálanum að Ekkjufelli.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 28.
júní, er fimmtug Rannveig
Sigurðardóttir, tjóna-
fulltrúi, Drekavogi 8,
Reykjavík. Haldið verður
upp á afmælið í Gryfjunni í
Grímsnesi milli kl. 16.30 og
20.30.
TILEINKUN
Til þín, sem býrð á bak við hugsun mína,
blóðlaus og föl, og speglar ásýnd þína
í mínum kalda og annarlega óði.
Frá mér, sem horfði úr húmi langrar nætur
á heimsins blökku dýrð, og reis á fætur
með jódyn allra jarða mér í blóði.
Og ég var aðeins til í mínu ljóði.
Steinn Steinarr
LJÓÐABROT
Í SPILI gærdagsins
sýndi Sabine Auken hvern-
ig hægt er að staðsetja
drottningu með punkta-
talningu. Nú er það grein-
ing á skiptingu sem leiðir
lykildrottninguna í ljós.
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ ÁG1097
♥ 87
♦ K98
♣972
Vestur Austur
♠ K852 ♠ D3
♥ D2 ♥ 10643
♦ G7652 ♦ D10
♣65 ♣KDG108
Suður
♠ 64
♥ ÁKG95
♦ Á43
♣Á43
Vestur Norður Austur Suður
Sanders von Arnim Berkowitz Sabine
– Pass Pass 1 lauf *
Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu
Pass 2 spaðar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Árið er 1999 og tilefnið
sýningarleikur úrvalsliða
Evrópu og Bandaríkjanna
í kvennaflokki sem fram
fór í Sviss.
Vestur kom út með lít-
inn tígul. Sabine tók
drottningu austurs með ás
og spilaði spaða á gosa og
drottningu austurs. Tíg-
ultían var dúkkuð og aust-
ur skipti þá yfir í laufkóng,
sem Sabine gaf einnig. En
næsta lauf tók hún með ás,
svínaði spaða, tók ásinn og
gaf vestri slag á kónginn.
Það var fjórði slagur varn-
arinnar og vestur átti ekki
meira lauf til og spilaði
tígli á kóng blinds. Spilið
var nú sem opin bók:
Norður
♠ 7
♥ 87
♦ –
♣9
Vestur Austur
♠ – ♠ –
♥ D2 ♥ 1064
♦ G7 ♦ –
♣– ♣G
Suður
♠ –
♥ ÁKG
♦ –
♣3
Austur varð að halda í
hæsta laufið og henti því
hjarta í síðasta spaðann.
Þar með var ljóst að hjörtu
varnarinnar myndu öll
koma í ÁK svo hjartagos-
inn varð níundi slagurinn.
Svokölluð upplýs-
ingaþvingun.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
ÁRNAÐ HEILLA
Vegna mistaka við vinnslu blaðsins í gær birtist vikugömul
vinningaskrá frá happdrættinu í blaðinu. Morgunblaðið biðst
velvirðingar á þessu flaustri en hér að neðan er skráin sem
dregin var út í fyrradag.
HLUTAVELTA
Þessir krakkar færðu Einstökum börnum 3.500 kr. að gjöf.
Þau eru Alexander Óðinsson, Rakel Þórarinsdóttir, Aron
Marvin Þórarinsson og Bryndís Huld Þórarinsdóttir.
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 9.283 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Kristjana B.
Barðdal, Ólöf H. Jónsdóttir, Anita Þ. Þráinsdóttir, Katrín
Á. Karlsdóttir og Rakel Brynjólfsdóttir.