Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 46

Morgunblaðið - 28.06.2003, Side 46
ÍÞRÓTTIR 46 LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik, skipað leik- mönnum 20 ára og yngri, heldur um helgina til Svíþjóðar þar sem það tekur þátt í æfingamóti í Gautaborg, en það er í tengslum við hið vinsæla handknattleiksmót ung- menna, Partille Cup. Andstæðingar íslenska liðsins verða jafnaldrar þeirra í landsliðum Egyptalands, Svíþjóðar, Danmerkur, Brasilíu og Alsírs. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari liðsins, hefur valið 13 manna hóp til fararinnar og hann skipa eftirtaldir leik- menn: Björgvin Gústavsson, HK, Einar Logi Friðjónsson, KA, Einar Hólmgeirsson, ÍR, Elías Már Halldórsson, HK, Guð- laugur Hauksson, ÍR, Gunnar Ingi Jóhannsson, Stjörn- unni, Halldór Harri Kristjánsson, Haslum H.K., Noregi, Hörður Fannar Sigþórsson, Þór, Jón Þorbjörn Jóhanns- son, Sonderborg, Danmörku, Jón Björgvin Pétursson, Fram, Ólafur Víðir Ólafsson, HK, Stefán Guðnason, KA, Þorleifur Björnsson, ÍR, og Þórður Þórðarson, Haukum. Óskar velur Svíþjóðarfara GÓÐ byrjun nýliða Þróttar í efstu deild karla í knattspyrnu hefur komið ýmsum knattspyrnuáhugamönnum á óvart. Ekki síst þegar rifjað er upp að á þessum sama degi fyrir ári síðan var ekki bjart yf- ir stuðningsmönnum Þróttara. Lið þeirra var þá í næstneðsta sæti 1. deildar og Köttarar, stuðningsmannafélag Þróttar, voru farnir að ræða um hugsanlegan nágrannaslag gegn Létti að ári liðnu. En í dag situr liðið í næstefsta sæti efstu deildar. Góð byrjun í efstu deild er kunnugleg staða fyrir Þróttara. Þar síðast þegar fé- lagið var í efstu deild, árið 1985 var liðið einnig í 2. sæti að loknum sjö umferðum en féll að lokum. Það ár lék liðið úrslitaleik um hvort liðið félli við Víði úr Garðinum, suður með sjó. Víðismenn sigruðu en þó með naumindum því Ólafur Róbertsson, varnarmaður Víð- ismanna, bjargaði á ævintýralegan hátt á marklínu á lokamínútu leiks. Þá var staðan 3:2 Víðismönnum í vil en Þrótturum hefði nægt jafntefli. Árið 1998 var Þróttur kominn í efstu deild á nýjan leik. Þegar mótið var hálfnað voru Þróttarar í huggulegum málum í fjórða sæti deildarinnar. En skelfileg seinni umferð þar sem liðið hlaut aðeins 5 stig varð liðinu að falli. Mikil breyting á stöðu Þróttar Ásgeir Elíasson, þjálfari Þróttar.  GEIR Sveinsson er hættur þjálfun karlaliðs Vals í handknattleik. Hann hefur verið þjálfari liðsins undanfar- in fjögur ár. Undir stjórn Geirs lék Valur m.a. til úrslita um Íslands- meistaratitilinn við KA fyrir rúmu ári. Óskar Bjarni Óskarsson tekur við starfi Geirs en Óskar hefur lengi þjálfað yngri flokka félagsins og einnig stýrt ungmennalandsliðum Íslands.  MARTIN Jørgensen, landsliðs- maður Dana í knattspyrnu, leikur með Lazio á næstu leiktíð en hann er einn þriggja leikmanna sem ganga til liðs við félagið frá Udinese. Hinir tveir eru David Pizzaro og Alberto. Í staðinn fær Udinese þá Lucas Castroman og Fabio Liverani frá Lazio.  BÆÐI mörk Valsmanna gegn KA á Akureyrarvelli á þriðjudag höfðu viðkomu í Jóni Örvari Eiríkssyni, miðvallarleikmanni KA. Jón Örvar er fyrrverandi leikmaður Dalvíkur en mörk Vals í leiknum gerðu bræð- ur frá Dalvík, þeir Jóhann Hilmar og Sigurbjörn Örn Hreiðarssynir.  BRÆÐURNIR hafa verið í miklum ham í upphafi leiktíðar og gert átta af tíu mörkum Vals á leiktíðinni. Jó- hann Hilmar hefur gert fimm mörk í fimm leikjum en Sigurbjörn Örn fyrirliði þrjú í sjö leikjum. Athygli vekur að enn hefur sóknarmanni Vals ekki tekist að komast á blað og að liðið hefur fengið á sig 13 mörk sem er meira en liðið fékk á sig allt leiktímabilið í fyrra.  FRANSKA knattspyrnuliðið Paris Saint-Germain hefur keypt Ghana- búann Mickaal Essien frá Bastia. Essien er miðjumaður og þykir mjög efnilegur. Þetta eru fyrstu kaup Va- hid Halilhodzic sem er nýr þjálfari Paris Saint-Germain.  ED DE Goey, fyrrverandi mark- vörður Chelsea, er þessa dagana undir smásjánni hjá Birmingham og Wolves.  LEIKMENN Manchester City leika ekki í treyju númer 23 í fram- tíðinni. Verður það gert til þess að minnast Marc Viviens Foes, leik- manns liðsins, sem lést á miðviku- dag, en hann klæddist treyju númer 23 í leikjum liðsins á síðustu leiktíð.  KRÓATINN Ivo Karlovic, sem sló Wimbledon meistarann í tennis, Lleyton Hewitt, úr keppni, er úr leik eftir að hafa tapað fyrir Hvít-Rúss- anum Max Mirnyi í gær. Miryni sigr- aði í fjórum lotum, 7:6, 3:6, 6:3 og 7:6.  ENSKA 1. deildarliðið Wimbledon mun ekki flytja heimavöll sinn til Milton Keynes sem er um 80 km frá London en stuðningsmenn liðsins hafa mótmælt áformum eigenda liðs- ins með þeim hætti að mæta ekki á heimaleiki liðsins á Shelhurst Park, heimavöll Crystal Palace. FÓLK Einu flugmiðarnir sem ég getfengið kosta alltof mikið, annar er á 120.000 krónur og hinn á 90.000 krónur. Það er einfaldlega alltof mik- ið, ég hef ekki efni á því að fara og verð því heima næstu daga en stefni að því að keppa í Grikklandi um aðra helgi, þá kemst ég út á ódýrari miða,“ sagði Þórey og þótti afar miður að geta ekki tekið þátt. Eftir mótið í Grikklandi um aðra helgi hyggst Þór- ey vera með bækistöðvar til æfinga og keppni í Leverkusen, en þaðan er ódýrara að fara á mót víða um Evr- ópu en frá Íslandi. Síðan fer hún til vetrardvalar í Þýskalandi í haust eins greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Þrátt fyrir að mótshaldarar bjóði keppendum að taka þátt í mótum þá greiða þeir ekki allan kostnað þeirra við að koma sér á mótsstað. Í tilfelli Þóreyjar ætluðu mótshaldarar að greiða 300 evrur, um 25.000 krónur, fyrir ferðir, það sem eftir stóð þurfti Þórey greiða úr eigin vasa. Þórey hefur verið afar eftirsótt á mót í vor og sumar og hafa boðin verið svo mörg að hún hefur ekki getað þegið þau öll. Engin einhlít skýring er á þessum fjölda boða að sögn Þóreyjar. „Senni- legast er að mér gekk að mörgu leyti vel í vetur og ég stökk meðal annars 4,50 metra í Grikklandi. Þegar móts- haldarar fara að huga að keppendum á mót sín á vorin er mjög horft til ár- angurs á innanhússtímabilinu. Ekki má heldur gleyma því að mér hefur vegnað vel það sem af er sumars,“ sagði Þórey. Þórey hefur hæst stokkið 4,42 m á alþjóðlegu móti í sumar en 4,48 á sýn- ingu í Þýskalandi. Þá hefur hún gert atlögu að Norðurlandametinu utan- húss, 4,51, en ekki haft erindi sem erfiði enn sem komið er. Hún vonast þó til þess að stutt sé í að það falli í hendur Íslendings á nýjan leik, en Svíinn Kirsten Belin bætti Norður- landamet Völu Flosadóttur um einn sentimetra í fyrrahaust. Þórey á Norðurlandametið í stangarstökki innanhúss, sem er einnig 4,51. „Ég er sátt við árangurinn til þessa en ég vil komast miklu hærra áður en keppnistímabilið er úti. Ég veit vel að það býr meira í mér ég hef sýnt til þessa,“ segir Þórey Edda El- ísdóttir, stangarstökkvari úr FH og annar tveggja íslenskra frjálsíþrótta- manna sem hafa tryggt sér farseð- ilinn á heimsmeistaramótið í frjáls- íþróttum sem fram fer í París í lok ágúst. Þórey Edda Elísdóttir afþakkar boð á tvö alþjóðleg mót vegna ferðakostnaðar Morgunblaðið/RAX Þórey Edda Elísdóttir hefur keppt víða í sumar og mörg mót eru framundan hjá henni, meðal annars HM í París í lok ágúst. Þórey stefnir hærra fyrir lok sumars „ÉG keppi hvorki í Poznan né Prag á sunnudaginn vegna þess að það er einfaldlega alltof dýrt,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir, stang- arstökkvari úr FH, þegar hún var spurð hvort hún hygðist taka þátt í móti í Poznan í Póllandi eða Prag í Tékklandi á sunnudaginn, en henni stóð til boða að taka þátt í mótunum, hún þurfti aðeins að velja á milli þar sem þau eiga að fara fram á svipuðum tíma á sunnudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.