Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 28.06.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. JÚNÍ 2003 51 MÖGULEIKAR netsins til dreifing- ar á tónlist og að vekja á sér athygli eru miklir eins og Gunnar Waage trommuleikari hefur kynnst. Plata hans, Azteka, situr í efsta sæti á lista hjá MP3.com.au, lag hans „Funky- town“ er í öðru sæti á djass og bræðings-vin- sældalista (Jazz- Fusion) á sama vef og Gunnar sjálfur er í efsta sæti yfir listamenn. Til viðbótar sitja lög eftir Gunnar í fjórða sætinu og því sextánda en platan hefur verið í toppsætum síðan í nóvember á síðasta ári. En hvernig skyldi ævintýrið hafa byrjað? „Í rauninni er þetta efni sem ég er búinn að vera að fást við síðan 1996,“ segir Gunnar, en nýjasta lagið á vefnum er ársgamalt. Gunnar bjó í Mexíkó á árunum 1994 til 1998 og útbjó kynningarefni til að nota í at- vinnuleit en hann hélt suður á bóginn eftir nám í Minneapolis í Bandaríkj- unum. Alls hefur Gunnar sett sjö lög inn á vefinn en þar getur fólk hlaðið niður lögunum og hlustað á þau. Spunar frekar en lagasmíðar „Maður fór að fara í stúdíó og taka upp prómó-efni sem sýndi tromm- urnar vel og ég henti kassettum með númerinu mínu í fólk,“ segir Gunnar en tilgangurinn „var að komast í betri gigg“ eins og hann orðar það. „Svo varð þetta að vana þannig að ég hef verið að fara öðru hvoru í stúdíó að taka upp,“ segir Gunnar, sem hef- ur nú hljóðver heima hjá sér. „Mikið af þessu eru spunar, ekki beint lagasmíðar. Fyndnast er að það sem hefur verið mest hlustað á þarna á vefnum var bara spilað einu sinni og var aldrei æft,“ segir hann, en sem dæmi er lagið „Funkytown“ í raun trommusóló. Þetta er eini vefurinn sem Gunnar hefur sett lög inn á en hann frétti af honum eftir ábendingu vinar. „Ég prófaði að henda ein- hverju einu eða tvennu sem ég fann ofan í skúffu, bara í gamni,“ segir hann um upphafið. „Svo er þetta komið út í það núna að ég er farinn að leggja drög að því að taka upp bein- línis til að gefa út á þennan hátt,“ segir hann. Óraði ekki fyrir þessu „Þetta er að stórum hluta í ákveðnum tilraunastíl. Þannig hugsa ég þetta. Þú getur nýtt vefinn til að setja fram efni og sjá hvernig því er tekið. Mig óraði aldrei fyrir því að neinn myndi hlusta á þetta,“ segir Gunnar um lögin og viðtökurnar. „Netið losar þig við þennan milli- lið, allavega til að byrja með. Þetta er ein vídd í viðbót,“ segir hann um að gefa út á þennan hátt. Velgengni á netinu getur líka spurst út. „Það hef- ur einn útgefandi í London talað við mig. Núna ætlar líka trommuleikara- vefur í Los Angeles að taka mig fyrir sem trommuleikara mánaðarins,“ segir Gunnar og hefur gaman af. Hann býst ekki við að gefa út þetta efni sem er á vefnum í annarri mynd heldur frekar vinna að nýju efni. Gunnar hefur fengist töluvert við kennslu, bæði hérlendis og í Mexíkó. „Það sem mér hefur alltaf fundist er að það er of mikið gírað inn á við nemendur að endastöðin sé sú að verða ríkur og frægur,“ segir hann „Það eru fleiri leiðir til að tjá sig. Það er það skemmtilegasta við þetta, það er tjáningin, að átta sig á að stöffið sem lá ofan í skúffu í gær, að nokkur hundruð eða þúsund manns séu að hlusta á það daginn eftir. Mér finnst þetta mjög jákvæð þróun,“ segir hann. Vinsæll á vefnum MP3.com.au Platan í fyrsta sæti TENGLAR ..................................................... www.mp3.com.au ingarun@mbl.is Gunnar Waage SÖNGLEIKURINN Grease var frumsýndur í Borgarleikhúsinu á fimmtudag. Með aðalhlutverkin fara Jón Jósep Snæbjörnsson (sem Daníel Zoëga) og Birgitta Haukdal (sem Sandí) en leikstjóri er Gunnar Helgason. Í stuttu sím- tali sagði Gunnar mjög vel hafa tekist á frumsýningunni. „Það tókst mjög vel og allir voru him- inlifandi. Fólk lætur vel af sýn- ingunni og skemmtilegt hvað menn notuðu stór lýsingarorð í hita leiksins að lokinni sýning- unni á fimmtudag,“ glensar Gunnar glaður í bragð. Sérstakar sýningar fyrir yngstu áhorfendurna Gunnar vill taka fram að þó sýningin sé þannig gerð að hún höfði til breiðs aldurshóps þá kunni það ekki að henta yngstu börnunum að fara á venjulegar sýningar þar sem þau geta átt erfitt með að fylgja söguþræð- inum og krafturinn ef til vill meiri en þau eiga að venjast í sumum lögunum. Því eru haldnar sérstakar sýningar um helgar þar sem dregið er úr hljóðstyrk og orðbragð mildað örlítið. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá miðasölu Borgarleik- hússins verða þær sýningar á laugardögum kl. 15 og sunnudög- um. Uppselt er á sýningar næstu tvær vikur en næst eru örfá sæti laus á sýningu laugardaginn 12. júlí kl. 15 og 20 og fimmtudaginn 17. júlí kl. 20. Gunnar Helgason leikstjóri í félagsskap þeirra Guð- finnu og Birnu Björnsdætra, danshöfunda verksins. Morgunblaðið/Jim Smart Þórólfur Árnason og Birgitta Haukdal ræddust glað- beitt við í lok sýningar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og Laddi sem leikur útvarpsmanninn Jón Alsæl og verndarengil. Laddi, Gísli Rúnar Jónsson og Þorvaldur Bjarnason skröfuðu og skrípuðu eins og þeirra er von og vísa. Sumarástin lifnar á ný POWE R SÝNIN G KL. 10 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Kvikmyndir.com  X-ið 977HJ MBLHK DV Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i.16 Martröðin er raunveruleg! Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Fyndnasta myndin sem þú sérð á árinu! Losaðu þig við reiðina og hlæðu þig máttlausan! Sýnd kl. 4, 6, 8 og Powersýning kl. 10. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 16  sv MBL T H E Y Ef þú skellir á ertu dauður! Spennutryllir af bestu gerð. Fór beint á toppinn í USA. Frábær mynd sem heldur áhorfendum í heljar greipum! Frumsýning . Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 8 og 10. Ef þú hélst að þú værir heimskur, þá hefurðu ekki hitt Harry og Lloyd. Þeir eru komnir aftur, heimskari en nokkru sinni fyrr í geggjaðri grínmynd! Frábær spennumynd með stórleikurunum Al Pacino og Kim Basinger. Hann taldi sig hafa séð allt, þar til hann sá of mikið! KIM BASINGER A L P A C I N O TÉA LEONI FRUMSÝNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.