Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Verð á mann frá 19.500 kr.
LÖGREGLAN á Hornafirði rann-
sakar enn tildrög banaslyssins í Al-
mannaskarði í fyrradag þegar lítil
jeppabifreið með fellihýsi í eftir-
dragi fór út af veginum á leið niður
Almannaskarð og valt 300 metra
niður brekku með þeim afleiðingum
að ökumaður og farþegi létust. Lög-
regla veitir engar frekari upplýs-
ingar um slysið að sinni.
Athygli hefur vakið að engin
vegrið voru í vegkantinum þar sem
banaslysið varð. Rögnvaldur Jóns-
son, framkvæmdastjóri tæknisviðs
Vegagerðarinnar sem jafnframt á
sæti í rannsóknanefnd umferðar-
slysa, bendir á að á fjölmörgum
stöðum í vegakerfinu vanti vegrið.
Það hafi ekki verið sett í hæstu for-
gangsröð í tengslum við vegaáætlun
þó svo að töluvert sé sett upp af
vegriðum.
Reyna að gera heildaráætlun
yfir kostnað við úrbætur
Einkum hafi þau verið sett upp á
nýjum vegum en á gömlum vegum
eins og um Almannaskarð hafi það
víða ekki verið gert. Hann segir að
unnið sé að því að endurskoða ör-
yggi gamalla vega.
„Meðal annars erum við að byrja
á því að skoða umhverfi veganna,
menn keyra út af og geta lent ofan í
skurði eða á grjóti, í alls konar erf-
iðleikum, ekið niður bratta skriðu
eða brattan fláa. Við ætlum að
reyna að gera heildaráætlun yfir
hvað það myndi kosta að bæta úr
þessu, að minnsta kosti að ákveðnu
marki,“ segir hann.
Gert er ráð fyrir að áætlunin liggi
fyrir síðar á þessu ári.
Rögnvaldur segir að fulltrúar
Vegagerðarinnar og rannsóknar-
nefndar umferðarslysa muni skoða
veginn og aðstæður, eins og alltaf
þegar alvarlegt slys verður, og meta
hvort ástæða sé til að gera á honum
einhverjar lagfæringar.
Hann segir slys á veginum um Al-
mannaskarð fremur fátíð. Á slysa-
korti Vegagerðarinnar er eitt um-
ferðaróhapp skráð í Almannaskarði
frá 1996 –1999 en þar urðu engin
slys á fólki.
Ekki lágu fyrir upplýsingar um
slys þar síðustu ár.
Engin vegrið við
fjölmarga vegi
Vegagerðin vinnur að endur-
skoðun á öryggi gamalla vega
FISKVINNSLUFYRIRTÆKINU
Þórði Jónssyni ehf. á Bíldudal hefur
verið veitt greiðslustöðvun. Að sögn
Jóns Þórðarsonar, framkvæmda-
stjóra, var tap á rekstri fyrirtækisins
árið 2002 og fyrri hluta ársins í ár.
Reksturinn hefur gengið erfiðlega
undanfarið, og er stefnt að fjárhags-
legri endurskipulagningu. Um 35
manns vinna hjá fyrirtækinu, og hrá-
efni hefur verið tryggt til vinnslu
fram á haust.
Tveir bátar eru í eigu fyrirtækisins,
Þórdís og Höfrungur, sem var sviptur
leyfi tímabundið til veiða þar til afla-
marksstaða skipsins hefur verið lag-
færð. Vonast Jón til að Höfrungur
fari til veiða í ágúst. Fyrirtækið hefur
fengið úthlutað byggðakvóta undan-
farin ár, og hefur hann haft jákvæð
áhrif á atvinnulífið á staðnum.
Þórður
Jónsson ehf.
í greiðslu-
stöðvun
SEX líffræðingar hafa verið við
rannsóknir í Surtsey undanfarna
daga. Leiðangurinn var með sér-
stöku sniði að þessu sinni vegna
fertugsafmælis eyjarinnar hinn
14. nóvember á komandi hausti. Í
hópnum voru meðal annars þeir
Sturla Friðriksson, Borgþór
Magnússon og Sigurður H. Magn-
ússon, sem skoðuðu gróðurfar eyj-
arinnar, og Erling Ólafsson, sem
hugaði að skordýrum. Einnig
komu til aðstoðar vistfræðingarnir
Kristín Svavarsdóttir og Lawr-
ence Walker, en hann er prófessor
í Bandaríkjunum kominn hingað
til að kynna sér landgræðslustörf.
Friggjargras,
gulmaðra og gulvíðir
Að sögn Sturlu Friðrikssonar er
mikil gróska sunnanvert í eynni.
„Það voraði óvenju vel í ár og er
víða mikil spretta á takmörkuðu
svæði,“ segir Sturla. Sérstaklega
ber á góðri sprettu í kring um
varpstöðvar sílamáfs. „Fuglinn
ber ýmsa plöntuhluta og fræ að
svæðingu frá nærliggjandi eyjum,
til hreiðurgerðar og sem æti fyrir
ungana,“ útskýrir hann.
Að vanda var farið um eyna og
leitað nýrra plöntutegunda. Fundu
líffræðingarnir þrjár nýjar teg-
undir að þessu sinni, friggjargras í
góðum vexti og blómstrandi, gul-
möðru, sem venjulega vex á þurr-
um grundum og í mólendi, og að
síðustu gulvíði, sem nú þykir sann-
reynt að þrífst og dafnar í Surtsey.
Nú eru um 60 háplöntur skráðar í
eynni, en leiðangursmenn sáu að-
eins til 53 þeirra að þessu sinni.
„Af skordýrum má nefna, að nú
sást í fyrsta sinn snigillinn
hvannabobbi í eynni. Hann ber
kuðung á baki sér,“ útskýrir
Sturla. Sömuleiðis sást í annað
sinn rykmýstegund, sem dvelur á
lirfuskeiði í sjó, og gæti því unað
vel í eynni, að sögn Sturlu.
Með í för voru kvikmyndamenn
á vegum Vilhjálms Knudsens sem
mynduðu eyna og ætla með því að
minnast starfa Ósvaldar Knudsens
sem skráði atburðarás gossins á
filmu á sínum tíma.
Gróskuleg gulmaðra á grónu svæði í Surtsey.
Rannsóknarleiðangur í Surtsey í tilefni af fertugsafmæli eyjarinnar
Gulvíðir þrífst og dafnar í Surtsey
Ljósmynd/Sturla Friðriksson
Líffræðingar við leit og mat á grónu svæði Surtseyjar, sem á fertugsafmæli í ár.
Friggjargras í góðum vexti í Surts-
ey, ein nýrra landnema í eynni.
Könnun
Harris Interactive
Flugleiðir
áttunda
besta flug-
félagið
ICELANDAIR lenti í 8. sæti yfir
bestu alþjóðaflugfélög heims í skoð-
anakönnun sem rannsóknarfyrirtæk-
ið Harris Interactive gerði fyrir
bandaríska tímaritið Travel and Leis-
ure. Um 200.000 áskrifendur tíma-
ritsins svöruðu spurningalistum.
Þetta er í 8. sinn sem tímaritið efnir til
árlegrar skoðanakönnunar og út frá
henni er valið besta flugfélagið, besta
hótelið, besta borgin og fleira.
Samkvæmt frétt frá Flugleiðum
var flugfélögunum gefin einkunn fyr-
ir fimm þætti: Þægindi í farþegarými,
mat, þjónustu um borð, almenna far-
þegaþjónustu og verð.
Að þessu sinni var það Singapore
Airlines sem lenti í efsta sæti flug-
félaga en Sidney í Ástralíu er talin
heimsins besta borg.
Bjargaði sér
sjálf úr
ógöngum
KVÖLDGANGA gönguhóps frá
Keflavík á leið til Höskuldarvalla á
Reykjanesi, fékk ekki óskaendi í
fyrrakvöld þótt allt færi samt vel að
lokum, þegar ein konan úr hópnum,
Fjóla Pétursdóttir, varð viðskila við
hópinn og fannst ekki fyrr en í gær-
morgun. Hún komst af sjálfsdáðum
norður að Reykjanesbraut eftir næt-
urlanga göngu einsömul og stöðvaði
bíl á Reykjanesbrautinni og kom
þeim skilaboðum áleiðis að hún væri
komin fram heilu á húfi.
Leitað hafði verið að Fjólu frá því
um klukkan eitt eftir miðnætti í
fyrrinótt eftir að hún varð viðskila
við félaga sína í þoku og rigningu.
Björgunarsveitarmenn úr þremur
björgunarsveitum leituðu hennar
með leitarhundum auk þess sem
þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt
í leitinni.
„Vissi alltaf hvar ég var“
„Ég vissi alltaf hvar ég var og
gekk niður að Reykjanesbraut,“ seg-
ir Fjóla, en svo virðist sem hún hafi
orðið viðskila við hópinn fyrir ein-
hverja slysni. „Það tók nokkurn tíma
að ganga niður að braut en mér var
aldrei kalt enda vel búin. Ég sá þyrl-
una á sveimi og reyndi árangurslaust
að veifa til hennar, en hún fór beggja
vegna við mig.“
Fjóla er tiltölulega vön gönguferð-
um og segir að sér hafi liðið vel allan
tímann á meðan hún var á gangi.
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦