Morgunblaðið - 25.07.2003, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.07.2003, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SIV Friðleifsdóttir, umhverfisráð- herra, hefur ákveðið að banna allar rjúpnaveiðar næstu þrjú árin og tek- ur bannið gildi strax í haust og gildir út árið 2005 en veiðar verða leyfðar aftur árið 2006. Að sögn Sivjar var ekki um óskastöðu að ræða en ástand rjúpnaveiðistofnsins og höfnun Al- þingis á tillögu um sölubann á rjúp- um á almennum markaði nú í vor liggi til grundvallar ákvörðun henn- ar um að banna veiðar. Hún tekur fram að bannið gildi ekki til fram- búðar. „Ég hef heyrt þau rök að þessar tillögur muni leiða til rjúpnaveiði- banns um alla eilífð hér á landi en það er alls ekki raunin, rjúpnaveiðar munu hefjast hér árið 2006 en vænt- anlega í eitthvað breyttu formi. Ég er mjög viss í minni trú að ég sé að taka rétta ákvörðun miðað við þá stöðu sem nú er. Þessi ákvörðun er tekin á þeim grundvelli að veiðar hefjist aftur árið 2006. Auðvitað veit maður ekki hvernig staðan verður þá en það er mjög líklegt að stofninn fari í uppsveiflu núna næstu ár,“ seg- ir Siv. Skotveiðimenn gagnrýna veiðibannið Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélagsins, segir að skot- veiðimenn séu ósáttir. „Þessi ákvörð- un kemur í bakið á okkur. Við töldum að hægt væri að grípa til annarra að- gerða til að draga úr veiðum en ráð- herra léði ekki máls á því og lítur framhjá áliti eigin stofnunar, sem er veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofn- unar. Þessi ákvörðun mun auk þess hafa ýmsar aukaverkanir, veiði- kortakerfið mun skaðast og veiðar í öðrum stofnum munu aukast, til dæmis veiðar á gæs. Eins og þetta er lagt upp í dag verða ekki leyfðar rjúpnaveiðar hér aftur, því haft er að viðmiði að byggja upp rjúpnastofn- inn eins og hann var í byrjun síðustu aldar en allar aðstæður eru öðruvísi í dag og gera það að verkum að stofn- arnir verða ekki byggðir upp aftur í það mikla hámark sem var þá.“ Aðspurð um viðbrögð skotveiði- manna segist umhverfisráðherra hafa átt gott samstarf við Skotveiði- félag Íslands en þær tillögur sem fé- lagið lagði fram hafi hins vegar ekki gengið nógu langt og því hafi hún ekki getað fallist á þær. „Ég veit til þess að það eru veiðimenn sem eru ánægðir með þessar tillögur [um veiðibann] og styðja þær þannig að það eru blendin viðbrögð, sem er eðlilegt því við erum vön því að geta gengið að rjúpinni hér á Íslandi. En nú er komið að því að það þarf að endurskoða sóknina í stofninn sök- um þess hve hann er í döpru ásig- komulagi og þetta er sú aðferð sem við grípum til,“ segir Siv. Ráðherra hyggst setja á laggirnar sjö manna nefnd, skipaða hagsmuna- aðilum, sem gera á tillögur um hvernig veiðum verður háttað eftir að banninu hefur verið aflétt. Nefnd- in mun fjalla um lengd veiðitímabils- ins, verndarsvæði, aðgengi að veiði- svæðum og veiðiaðferðir auk þess sem nefndin fer yfir hugsanlegar leiðir við að stýra rjúpnaveiðum, t.a.m að setja á fót veiðikvóta. Áætl- að er að nefndin skili tillögum haust- ið 2005 og búist er við að ný lög verði samþykkt vorið 2006. Deilt um aðferðir Ljóst hefur verið um nokkurt skeið að ástand rjúpnastofnsins er ekki gott. Í ágúst í fyrra kynnti Nátt- úrufræðistofnun mat sitt á ástandi stofnsins og kom þar fram að hann hefur farið minnkandi undanfarin 50 ár. Hagsmunaaðilar voru allir sam- mála um að draga yrði úr sókn í stofninn en ekki var samstaða um hvaða aðferðum ætti að beita. Á Al- þingi í vetur lagði umhverfisráð- herra til að sett yrði sölubann á rjúp- ur en tillagan var felld á þingi í kjölfar synjunar umhverfisnefndar. Í framhaldinu af niðurstöðu þings- ins óskaði umhverfisráðuneytið eftir tillögum Náttúrufræðistofnunar um aðgerðir og lagði stofnunin þá til að sett yrði fimm ára veiðibann á rjúp- ur. Leitað var eftir umsögnum hags- munaaðila við þessum tillögum. Fuglaverndarfélag Íslands og Rjúpnaverndarfélagið studdu tillög- ur Náttúrufræðistofnunar um bann en bæði Skotveiðifélag Íslands og Umhverfisstofnun telja að algert bann við rjúpnaveiðum sé of róttækt. Í staðinn er lagt til að stytta veiði- tímabilið, að banna veiðar á ákveðnum dögum og að ákveðin veiðisvæði verði friðuð. Í umsögn sinni leggur Skotveiðifélagið jafn- framt áherslu á að um fimm þúsund manns stundi rjúpnaveiðar og ferða- þjónustan fái tekjur upp á 55 millj- ónir króna á ári vegna veiðanna. Í greinargerð Náttúrufræðistofn- unar til ráðherra er farið yfir um- sagnir Umhverfisstofnunar og Skot- veiðifélagsins. Náttúrufræðistofnun telur að stytting veiðitímabilsins nái ekki að halda veiðunum niðri þar sem stærstur hluti veiða eigi sér stað fyrstu vikur veiðitímabilsins. Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun, telur að með banni á veiðum séu stjórnvöld að taka fyrir þann þátt í afföllum rjúpunnar sem þau geti haft áhrif á og tryggja að væntanleg uppsveifla í rjúpnastofn- inum verði nægjanleg. Að sögn Ólafs hafa síðustu uppsveiflur í stofninum verið um 25% en þær ættu að vera um 50%. Rjúpnaveiðar bannaðar í þrjú ár Morgunblaðið/Arnaldur Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra kynnti ákvörðun sína um að banna rjúpnaveiðar í þrjú ár á blaðamannafundi í gær. Skotveiðimenn gagnrýna ákvörðun Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra PÉTUR H. Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir að með því að boða fulltrúa Sam- keppnisstofnunar, ríkislögreglustjóra eða ríkissaksóknara og fulltrúa olíufé- laganna þriggja á fund nefndarinnar, þar sem ræða á stöðu rannsóknar Samkeppnisstofnunar á meintum brotum olíufélaganna á samkeppnis- lögum, sé sú hætta fyrir hendi að fundurinn breytist í réttarhöld þar sem mættir séu fulltrúar ákæruvalds og sakborninga í umræddu máli Sam- keppnisstofnunar. Þingmenn Sam- fylkingarinnar í efnahags- og við- skiptanefnd fóru aftur á móti fram á það í vikunni að þessir aðilar yrðu boðaðir á fund nefndarinnar sem halda á fyrir hádegi í dag. „Ég tel ekki eðlilegt að löggjafar- samkundan sé að standa að réttar- höldum með hliðsjón af þrískiptingu valdsins. Það er dómaranna og dóms- valdsins að dæma,“ segir Pétur. Hann segist almennt þeirrar skoðunar að Alþingi eigi ekki að fjalla um einstök mál sem séu „í raun fyrir dómstól- um“. Honum finnst þó í lagi að Alþingi ræði um Samkeppnisstofnun sem slíka og í hvaða farveg hennar mál séu að fara og hvort sá farvegur sé of flókinn, þ.e. með tilliti til þess hvort rétt sé að einfalda hann. „En einnig finnst mér að það þurfi að upplýsa hvernig á því standi að þessi skýrsla [frumskýrsla Sam- keppnisstofnunar um olíufélögin] sem á að vera trúnaðarmál sé komin fram í dagsljósið og í opinbera umræðu.“ Pétur kveðst þó ætla að leggja um- rædda beiðni Samfylkingarmanna fyrir nefndina í dag og verði hún sam- þykkt verður boðaður framhalds- fundur í nefndinni. Alþingi verði upplýst Fundur efnahags- og viðskipta- nefndar í dag er haldinn að frum- kvæði fulltrúa Samfylkingarinnar í nefndinni en þeir vilja að nefndin verði upplýst um stöðu fyrrgreindrar rannsóknar Samkeppnisstofnunar. Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að beiðni Samfylkingarmanna um að fulltrúar ríkissaksóknara eða ríkislögreglu- stjóra, Samkeppnisstofnunar og olíu- félaganna þriggja verði einnig á fund- inum sé í fyrsta lagi byggð á því að rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintum brotum olíufélaganna á samkeppnislögum varði hagsmuni al- mennings mjög miklu. „Því er mik- ilvægt í ljósi umræðunnar að Alþingi sé vandlega upplýst um þetta mál,“ segir hann. Lúðvík segir í öðru lagi mikilvægt að Alþingi átti sig á því hvort rétt sé að endurskoða sam- keppnislögin að einhverju leyti í ljósi þess sem gerst hefur í þessu máli og í þriðja lagi segir hann að Alþingi, sem hafi með fjárveitingavaldið að gera, þurfi að meta hvort fjárskortur komi í veg fyrir að Samkeppnisstofnun geti lokið rannsóknum á borð við þá sem hér um ræðir á „viðunandi tíma“. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundar í dag Alþingi standi ekki í réttarhöldum ALÞJÓÐLEGA knattspyrnuhátíðin VISA REY CUP var sett í annað sinn í Laugardal síðdegis í gær. Gengið var fylktu liði í skrúðgöngu frá Laugardalshöll að Laugardals- velli. Hátíðin er haldin af knatt- spyrnufélaginu Þrótti og ÍT- ferðum. Í ár keppa alls 62 lið, en voru 32 í fyrra. Markmið aðstand- enda var að hafa um 50 til 60 lið í ár, og stefnt að 75 liða keppni að ári. Erlend lið eru einnig mætt til leiks, frá Bandaríkjunum, Fær- eyjum og Bretlandi. Þátttakendur eru alls um níu hundruð talsins, og eflaust verður mikið fjör í Laug- ardalnum næstu daga, enda jafn- hliða keppni staðið fyrir fjöl- breyttri skemmtidagskrá. Á dagskrá er meðal annars sundlaug- arpartý og grillveisla í Fjölskyldu– og húsdýragarðinum. Morgunblaðið/Kristinn Það var sannarlega margt um manninn og mikið fjör í Laugardalnum í gærdag. Fjörugir boltaleikar í Laugardalnum SNORRI H. Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði og reyndur rjúpnaveiðimaður, fagnar friðun rjúpunnar, en telur mik- ilvægt að þegar friðun verði aflétt að nýju verði eftirlit hert til þess að reglum verði framfylgt og ekki rati í sama óefni og nú. „Ég barðist fyrir því að stofninn yrði friðaður síðastliðið haust og fagna því að friðun hafi náð fram að ganga að þessu sinni. Ég skaut enga rjúpu síðastliðinn vetur vegna þess að ég taldi nauðsynlegt að gefa stofninum færi á að rétta úr kútn- um,“ sagði Snorri í samtali við Morgunblaðið. Telur hann mik- ilvægt að sjá megi hvort veiðarnar eða annað gangi svo mjög á stofn- inn og eftir þessi ár muni það koma í ljós. Fagnar friðun rjúpunnar Morgunblaðið/Sverrir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.