Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 11

Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 11 „EN það veður!“ sögðu hollensku göngugarparnir sem ljósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins hittu á förnum vegi á Gjábakkavegi milli Þingvalla og Laugarvatns í vikunni. Leðjan náði upp á kálfa, regn- jakkinn gegnblautur, og andlitið rjótt eftir útiveruna. „Við komum til landsins á mánudag, og lögðum af stað gangandi frá Þingvöllum í morgun,“ sögðu þau. „Það er hvergi tré eða steinn til að skýla sér við, svo við höfum lítið hvílt okkur.“ Stefnan var tekin á Laugarvatn þann daginn, en framtíðarplönin náðu inn að Landmannalaugum og í Skóga undir Eyjafjöllum. „Við höf- um fengið hughreystandi bros og vink frá fólkinu í bílunum sem brunað hefur fram hjá, og nokkrar kindur hafa sýnt okkur áhuga,“ bættu þau við, og héldu leið sinni áfram í úrhellinu. Morgunblaðið/Arnaldur Þrammað í rigningu RANGÁRNAR eru það heitasta í laxveiðinni þessa dagana þótt ein- stakar ár, eins og Haffjarðará og Laxá í Kjós, séu einnig að gera það afar gott. Í Eystri Rangá hafa feng- ist upp í 70 laxar á dag að undan- förnu og dagveiðin í ánni hefur varla farið undir 50 á þessum tíma. Ytri Rangá er einnig afar drjúg, en veiðin í henni er yfirleitt 30 til 40 laxar á dag. Það hefur verið stígandi í veiðinni og að sögn Stefáns Sigurðssonar hjá Lax-á, sem hefur árnar á leigu, bíða menn spenntir næstu daga. „Það eru ekki enn komnir hundrað laxa dag- arnir sem eystri áin er fræg fyrir, en stígandinn í veiðinni og vaxandi straumur veldur spennu fyrir aust- an, menn eru að vona að næstu dag- ar verði glæsilegir,“ sagði Stefán. Tölurnar breytast hratt í Rangánum núna og sagði Stefán að við sam- anburð á veiðibókum sé t.d. Ytri Rangá aðeins á eftir miðað við sum- arið 2001, er frábær veiði var í ánum báðum, „hún gefur svipaða dagveiði nú og þá, en veiðin fór betur af stað það sumar, þess vegna er talan að- eins lægri í sumar,“ sagði Stefán. Mikil veiði á fjöllum Gríðarleg veiði hefur verið í Veiðivötnum á Landmannaafrétti og einnig prýðisveiði í vötnum sunnan Tungnaár, en þau eru þó mun minna stunduð. Á vefnum veidivotn.is er að finna upplýsingar um veiðiskapinn og þar stendur að eftir fjögurra vikna veiði í sumar hafi verið komn- ir 5.704 fiskar á land úr Veiðivötn- um, 4.747 urriðar og 957 bleikjur. Litlisjór er besta vatnið með 1.922 fiska allt að 9 punda, en meðalþungi aflans þar er 2,7 pund. Næst kemur Skyggnisvatn með 552 fiska, þar af 454 bleikjur. Stóra Fossvatn, þar sem aðeins er veitt með flugu, hafði gefið 520 urriða, allt að 6 punda. Langavatn hafði gefið 338 fiska, þar af 292 bleikjur, allt að 5 punda, Nýjavatn 326 fiska, þar af 138 bleikj- ur allt að 6,5 pund, Hraunsvötn 318 urriða allt að 9,6 pund og Snjóöldu- vatn 310 fiska, þar af 15 bleikjur, allt að 5,4 pund. Önnur góð á svæðinu eru Ónýtavatn með 244 urriða upp í 5 pund, Stóra Skálavatn með 251 urriða allt að 5 punda. 8,5 punda urriði hefur veiðst í Breiðavatni, 6 punda í Grænavatni og 9 punda í Ónefndavatni. Sunnan Tungnaár voru skráðir 603 fiskar eftir fjórar vikur, mest 349 í Frostastaðavatni. Löðmundarvatn hafði gefið 104 sil- unga. Stærsti fiskurinn var 5 punda úr Dómadalsvatni. Örn Þórðarson með 19 punda hæng úr Rangárflúðum í Ytri Rangá. Morgunblaðið/Páll Ketilsson Bræðurnir Björn og Ólafur Björnssynir með tvo laxa Páls Ketilssonar úr Ytri Rangá. Rangárnar heitar þessa dagana ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? STJÓRNENDUR Atlantsolíu hafa þegar átt í viðræðum við a.m.k. Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ vegna lóða undir bensínstöðvar, sem félagið stefnir að því opna á höfuð- borgarsvæðinu á næstu mánuðum eða misserum, og mun senda inn formleg erindi vegna málsins á næst- unni. Helga Jónsdóttir, borgarritari Reykjavíkurborgar, segir að formlegt erindi hafi ekki enn borist frá Atlants- olíu. „En við funduðum með þeim í gær [miðvikudag] og við gerum ráð fyrir því að fá frá þeim formlegt er- indi þar sem þeir munu fylgja þeim fundi eftir. Á honum voru þeir ein- faldlega að lýsa þeim áformum sem þeir hafa uppi en það er eðlilegra að við tjáum okkur betur um þetta þegar formlegt erindi hefur borist. Þeir fóru yfir þessi mál með okkur og eru með athyglisverðar hugmyndir sem munu fá afgreiðslu í borgarkerfinu þegar erindi hefur borist,“ segir Helga. Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, segir formlegt erindi frá Atlantsolíu ekki enn hafa borist en hann segist fastlega eiga von á slíku erindi á næstunni og að félagið muni í því leita eftir aðstöðu í Kópavogi. Hann segir lóðamál vegna bensín- stöðva ekki vera einföld, einkum þar sem breyta þurfi aðalskipulagi ef ekki hafi verið gert ráð fyrir slíkum stöðv- um. Sigurður segir Kópavogsbæ þekkja nokkuð vel til félagsins, þar sem höfuðstöðvar Atlantsskipa séu í í Kópavogi, og bærinn muni því taka erindi Atlantsolíu vel. Ekki náðist í bæjarstjórana í Hafnarfirði og Garðabæ í gær. Atlantsolía í viðræðum við sveitarfélögin TILRAUNIR með boranir eftir heitu vatni í Grímsey hófust ný- lega og hafa boranir nú staðið yfir í rúma viku. Að sögn Garð- ars Ólasonar, sem situr í sveit- arstjórn Grímseyjar, hefur verið borað á þremur stöðum á eyj- unni. Við Bása á norðanverðri eyjunni var gerð um 80 m djúp hola og vatn þar hefur verið um 12-14°. Nokkur hundruð metr- um ofar var borað 118 metra of- an í jörðina og vatnið þar var um 17° og á miðri eyjunni var einnig boruð 80 metra hola en þar reyndist vatnið kaldast, um 10°, en holan var hins vegar vatns- mikil. Að auki var borað 70 metra niður við fiskverkunarhús sem stendur við sjóinn með það í huga að bora eftir sjávarvatni en upp kom hins vegar ósalt vatn. Hitaveita breytir miklu fyrir eyjuna Garðar segir að þeir vísinda- menn sem komi að verkinu séu bjartsýnir á framhaldið og stefnt sé að því að bora tvær eða þrjár holur til viðbótar. Til- raunaboranir munu standa í um tvær vikur til viðbótar og verður í kjölfarið tekin ákvörðun um framhaldið en að mati Garðars myndi það breyta miklu fyrir eyjuna ef hitaveita kæmi á stað- inn. Nú eru hús í Grímsey kynt með olíu sem er kostnaðarsamt fyrir íbúa og dæmi um að kostn- aður við hitun stórra húsa sé yfir 40 þúsund krónur á mánuði. Talið er að hitaveita á eyjunni gæti borgað sig upp á um tólf ár- um en kostnaður við fram- kvæmdina hleypur á bilinu 20- 40 milljónum króna, að því er fram kemur í skýrslu sem nefnd á vegum iðnaðarráðuneytisins vann um sjálfbært orkukerfi í Grímsey. Borað á þremur stöðum í Grímsey ÚTTEKT á þjónustuverði í 30 Evr- ópulöndum árið 2001 er birt á heima- síðu norsku hagstofunnar. Niður- staða úttektarinnar er sú að þjónustuverð er hæst í Sviss, 59% yf- ir vegnu meðaltali samanburðar- landanna, en lægst í Búlgaríu þar sem verðið er aðeins 22% af með- altalinu. Á Íslandi er verðlag á þjón- ustu nálægt meðaltali, fær vísitölu- gildið 109, svipað og í Þýskalandi sem fær gildið 107. Þjónusta er dýrari á öllum hinum Norðurlöndunum en á Íslandi, dýr- ust í Noregi, eða 23% yfir meðaltali. Í frétt norsku hagstofunnar kem- ur einnig fram að neysluvörur heim- ilanna voru dýrastar í Noregi, 42% yfir vegnu meðaltali. Ísland er í öðru sæti og hefur vísitölugildið 134. Sví- þjóð er ódýrast Norðurlandanna en verðlag þar var þó 13% yfir vegnu meðaltali samanburðarlandanna ár- ið 2001. Áberandi er að tilvonandi Evrópu- sambandsríki búa við lægra verðlag en þau sem þegar eru í Evrópusam- bandinu eða taka þátt í EES-sam- starfinu. Spánn er ódýrastur Evr- ópusambandsríkjanna en þar er vöruverð 85% af vegnu meðaltali.                           !"          #    $"%  %& '  (    (   )    *  +,  +-    .&    /   /  012 034 035 035 030 006 005 007 072 078 075 22 22 21 48 40 82 83 98 15 63 53 50 50 57 32 39 36 36 33 :          Úttekt á þjónustuverði í 30 löndum Þjónusta á Íslandi 9% yfir meðaltali SAMTÖK verslunarinnar telja að frumathugun Samkeppnisstofnunar á meintu ólögmætu samráði olíu- félaganna, eins og frá henni hefur verið greint í fjölmiðlum, bendi ein- dregið til þess að félögin hafi haft með sér víðtækt samráð á árunum 1993–2001. Tilgangurinn hafi fyrst og fremst verið sá að draga úr sam- keppni og þar með koma í veg fyrir að fyrirtæki og allur almenningur í landinu gætu notið þeirra mikil- vægu réttarbóta sem samkeppnis- lögin eiga að tryggja. Í fréttatilkynningu frá samtökun- um segir að efni skýrslunnar verði að teljast með ólíkindum og frá- sögnin minni á köflum helst á reyf- ara. Að olíufélögin hafi í mörg ár, eftir að hið miðstýrða innkaupakerfi á olíuvörum heyrði sögunni til, hald- ið áfram samráði um markaðinn sé með öllu óafsakanlegt. „Að virtir forystumenn í íslensku atvinnulífi hafi haft frumkvæði að slíku hátta- lagi er gersamlega óviðunandi,“ segir þar. Segja meint sam- ráð óaf- sakanlegt Samtök verslunarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.