Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 18
ERLENT
18 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAU tíðindi þykja söguleg í meira
lagi að andstæðingum Grays Davis,
ríkisstjóra í Kaliforníu, skuli hafa
tekist það ætlunarverk sitt að safna
nógu mörgum undirskriftum til að
fá því framgengt að haldin verði
sérstök atkvæðagreiðsla um emb-
ættisfærslu ríkisstjórans. Það hefur
nefnilega aðeins einu sinni áður
gerst í Bandaríkjunum að haldin
hefur verið kosning um hvort „aft-
urkalla“ skuli umboð rétt kjörins
ríkisstjóra; var það í Norður-Dak-
óta árið 1921. Þykir niðurlæging
Davis þeim mun meiri að hann var í
eina tíð nefndur sem hugsanlegt
forsetaefni Demókrataflokksins.
Á miðnætti í fyrrakvöld að ís-
lenskum tíma rann út frestur sem
andstæðingar Davis höfðu til að
safna nægilega mörgum undirskrift-
um en lágmarkið til að þvinga fram
atkvæðagreiðslu um embættis-
færslu ríkisstjórans var 897,148
gildar undirskriftir. Skýrði embætt-
ismaður frá því að þetta hefði tekist
og vel það en yfirvöldum bárust list-
ar með u.þ.b. 1,6 milljón undirskrift-
um, þar af voru um 1,3 milljón tald-
ar gildar.
Lög sem heimila að umboð ríkis-
stjóra frá kjósendum sé afturkallað
voru sett í Kaliforníu árið 1911.
Þrjátíu og ein tilraun hefur verið
gerð frá þeim tíma til að þvinga
fram atkvæðagreiðslu en hver og
ein einasta hefur mistekist. Þar til
nú.
Davis óvinsæll sem aldrei fyrr
Athygli vekur í þessu sambandi
að aðeins er liðið um hálft ár síðan
annað kjörtímabil Davis í ríkis-
stjórastóli hófst. Þrátt fyrir storma-
saman feril í embætti náði hann að
tryggja sér endurkjör í ríkisstjóra-
kosningum síðasta haust og áttu því
fæstir von á að tilraun til að fá hann
sviptan embætti með þessum hætti
myndi heppnast.
Davis nýtur hins vegar aðeins um
23% fylgis um þessar mundir skv.
skoðanakönnunum og hefur aldrei
verið óvinsælli. Andstæðingar hans
saka Davis um að hafa gjörsamlega
klúðrað fjármálastjórn ríkisins og
um að hafa reynt að breiða yfir af-
leiðingarnar: þ.e. halla á sjóðum
Kaliforníu-ríkis – sem er fimmta
stærsta hagkerfi í heiminum og fjöl-
mennasta ríki Bandaríkjanna – upp
á um 38 milljarða Bandaríkjadala,
sem er algert met.
„Ef þú skapar vanda, lýgur síðan
um hann og veist ekkert hvernig þú
átt að leysa hann, þá er rétt að þú
víkir eins fljótt og hægt er,“ segir
Darrell Issa, repúblikani sem á sæti
í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
Gray Davis segir hins vegar að
fjárhagsvandi Kaliforníu-ríkis sé til-
kominn vegna hruns á hlutabréfa-
mörkuðum og samdráttar í efna-
hagslífi Bandaríkjanna. Segist hann
ekki hafa vitað af umfangi fjárlaga-
hallans fyrir ríkisstjórakosningarn-
ar í fyrrahaust.
Schwarzenegger líklegur?
Darell Issa fjármagnaði undir-
skriftasöfnunina gegn Davis og hef-
ur hug á því að verða sá maður sem
leysir ríkisstjórann núverandi af
hólmi. Hætta er hins vegar á að það
reynist honum enn erfiðara verkefni
en að fá því framgengt, að þessar
kosningar verði haldnar.
Fyrir það fyrsta hafa dagblöð að
undanförnu rifjað upp fortíð Issa en
fyrir þrjátíu og einu ári var hann
dæmdur fyrir bílþjófnað og fyrir að
hafa undir höndum ólöglegt skot-
vopn. Þá gæti Issa reynst erfitt að
bera sigurorð af tortímandanum
sjálfum, kvikmyndaleikaranum Arn-
old Schwarzenegger, ákveði hann að
skella sér í slaginn.
Talsmenn Schwarzeneggers segja
hann enn ekki hafa tekið ákvörðun
um það hvort hann gefur kost á sér.
Hefur hann verið að hugleiða málið
ásamt eiginkonu sinni, Mariu Shri-
ver, sem er systurdóttir Johns F.
Kennedys, fyrrverandi Bandaríkja-
forseta. Fari tortímandinn – sem er
56 ára gamall – í framboð myndi
hann hins vegar feta í fótspor ann-
ars kvikmyndaleikara, Ronalds
Reagans, sem sneri við blaðinu og
varð ríkisstjóri Kaliforníu.
Reagan varð seinna forseti
Bandaríkjanna en svo langt nær
metnaður Schwarzeneggers ekki;
hann er ekki kjörgengur í embætti
forseta þar sem hann fæddist og
ólst upp í Austurríki.
Almennt er talið að
Schwarzenegger ætti ágæta mögu-
leika á sigri, ef ekki nema fyrir þá
sök hversu þekktur hann er. Kosn-
ingarnar verða nefnilega haldnar
eftir áttatíu daga í síðasta lagi og
frambjóðendum gefst því ekki lang-
ur tími til að kynna sig og málefni
sín.
Berst „eins og Bengal-tígur“
Eitthvað er þó óljóst hvernig
kosningunum verður háttað. Flestir
höfðu gefið sér að annars vegar yrði
fólk beðið um að segja já eða nei við
þeirri spurningu hvort það vilji að
Gray Davis víki úr embætti eður ei.
Síðan myndi það merkja við þann
aðila sem það vill helst að leysi hann
af hólmi. Cruz Bustamante aðstoð-
arríkisstjóri gaf hins vegar til kynna
að hugsanlega yrði aðeins kosið um
það hvort afturkalla ætti umboð
Davis.
Repúblikanar hafa þegar lýst
hneykslun sinni á þessum hug-
myndum Bustamantes. „Hann ætlar
auðsýnilega að tryggja sjálfum sér
embættið,“ sagði George Gorton,
ráðgjafi Schwarzeneggers. „Það er
ekki bara tilviljun að sá sem græðir
mest á þessum hugmyndum hans er
hann sjálfur.“
Bustamante segir hins vegar að
hann bíði þess að heyra lögfræðilegt
mat dómsmálaráðherra ríkisins, Bill
Lockyer, um hvernig beri að túlka
lög um afturköllun umboðs ríkis-
stjórans. Hvort það sé lagaleg
skylda að velja um nýjan ríkis-
stjóra, verði Davis sviptur embætti,
eða hvort slíkt sé hugsanlega óþarfi.
Gray Davis sagði hins vegar í
fyrrakvöld að menn skyldu ekki
halda að hann ætlaði að gefa emb-
ætti sitt eftir án baráttu. „Ég mun
berjast eins og Bengal-tígur en
helsti styrkleiki minn hefur einmitt
verið sá að fólk hefur alla tíð átt það
til að vanmeta mig,“ sagði hann.
AP
Gray Davis (t.h.) ásamt Willie Brown, borgarstjóra San Francisco, á bar-
áttufundi sem haldinn var sl. laugardag.
Kosið verður um það 7. október nk. hvort „afturkalla“
skuli lýðræðislegt umboð ríkisstjóra Kaliforníu-ríkis
Davis segist ekki
hætta mótspyrnulaust
Los Angeles, Sacramento. AFP, Los Angeles Times.
MEIRIHLUTI sænskra kjós-
enda er enn andvígur því að
leggja niður krónuna og taka
upp evruna samkvæmt nýrri
skoðanakönnun. Ætla 52%
þeirra að segja nei í þjóð-
aratkvæðagreiðslunni 14.
september næstkomandi en
43% já. Í apríl voru andstæð-
ingar evrunnar 56%, 54% í
maí og 50% í júní. Í könn-
uninni, sem Den Danske
Bank gekkst fyrir, kemur
fram, að andstaðan er mest
meðal aldraðs fólks, láglauna-
fólks og þeirra, sem ekki hafa
notið mikillar menntunar.
Stuðningur við evruna er aft-
ur á móti mestur meðal ungs
fólks, hátekjufólks og
menntafólks. Danir, sem hafa
tvisvar hafnað evrunni, eru
nú hlynntir henni eða 64%
kjósenda. Andvígir eru 34%.
Engin ákvörðun hefur verið
tekin um nýja þjóðaratkvæða-
greiðslu í Danmörku.
Aukin
sjálfsvíg
FJÖLDI sjálfsvíga í Japan
hefur aukist eftir því sem erf-
iðleikarnir í efnahagslífinu
hafa dregist á langinn. Á síð-
asta ári styttu 32.143 Japanir
sér aldur og hafa þá sjálfs-
vígin verið nokkru fleiri en
30.000 á ári í fimm ár. Sjálfs-
víg, sem rakin eru til fjár-
hagsáhyggna voru tæplega
8.000 í fyrra og hefur fjölgað
mest í þeim hópi. Langflest,
tæplega 15.000, eru eftir sem
áður rakin til heilsufars-
ástæðna. Meira en tveir
þriðju þeirra sem styttu sér
aldur voru karlmenn og flest-
ir komnir yfir fimmtugt.
Fyllerísröfl
á þingi
NOKKRAR konur á austur-
ríska þinginu segjast vera
búnar að fá sig fullsaddar á
að hlusta á fyllerísröflið í
þinginu og hafa hvatt til, að
áfengissala í þinghúsinu verði
bönnuð. Brigid Weinzinger,
einn þingmanna Græningja,
segir í viðtali við kvennatíma-
ritið Wienerin, að það sé öm-
urlegt að hlusta á drukkna
þingmenn ræða um þjóðarhag
og eftir öðrum þingkonum er
haft, að drukknir þingmenn
séu með eilíf frammíköll og
flytji síðan ræður sínar „draf-
andi röddu“. Segja þær að
líklega yrði eitthvað sagt ef
konur hegðuðu sér þannig.
Óskiljanleg
morð
MAÐUR nokkur, Ron G.
Thomas að nafni, gekk í
fyrradag inn á fasteignasölu í
San Antonio í Texas þar sem
hann vann og skaut tvær kon-
ur, samstarfsmenn sína, til
bana og særði þá þriðju al-
varlega. Að því búnu flýði
hann af vettvangi og stytti
sér aldur áður en lögreglan
náði honum. Veit enginn hvað
Thomas gekk til því að hann
var í miklum metum á stof-
unni og sagður hvers manns
hugljúfi. Atburðir af þessu
tagi eru hins vegar algengir í
Bandaríkjunum.
STUTT
Svíar
andvígir
evrunni
SAUTJÁNDA leiðin í frönsku hjólreiðakeppn-
inni, Tour de France, var hjóluð í Suðvestur-
Frakklandi gær. Það var Hollendingurinn
Servais Knaven sem sigraði í gær, en Banda-
ríkjamaðurinn Lance Armstrong, sem er hér
fyrir miðri mynd í gulri treyju, hefur forystu í
heildarkeppninni, en hann hefur sigrað í þessari
þekktustu hjólreiðakeppni heims síðastliðin fjög-
ur ár. Keppninni lýkur í París á sunnudaginn.
AP
Á sautjándu leið
Fresta
birtingu
framburðar
London. AP.
UTANRÍKISMÁLANEFND neðri
deildar breska þingsins tilkynnti í
gær að frestað yrði birtingu á fram-
burði fréttamannsins Andrews Gill-
igans fyrir nefnd-
inni, en Gilligan
var höfundur um-
deildrar fréttar
breska ríkisút-
varpsins, BBC,
um meðhöndlun
stjórnvalda á
leyniþjónustu-
upplýsingum í að-
draganda Íraksstríðsins.
Gilligan bar vitni fyrir nefndinni
fyrir lokuðum dyrum í síðustu viku
og greindi þar frá fundi sínum með
David Kelly, vopnasérfræðiráðgjafa
bresku stjórnarinnar, en BBC hefur
lýst því yfir að Kelly, sem síðar fyrir-
fór sér, hafi verið aðalheimildarmað-
urinn fyrir fréttinni. Í henni var full-
yrt að stjórnvöld hefðu ýkt ógnina er
stafaði af meintri gereyðingarvopna-
eign Íraka í því skyni að réttlæta
herförina gegn þeim.
Formaður utanríkismálanefndar-
innar, sem rannsakað hefur meintar
ýkjur stjórnvalda, sagði í gær að
Gilligan hefði veitt heimild fyrir því
að framburður hans yrði gerður op-
inber, en síðan farið fram á að það
yrði ekki gert. Því hefði nefndin fall-
ist á, með semingi þó, að birta ekki
framburðinn.
Formaðurinn, Donald Anderson,
bætti því við að framburður Gilligans
yrði látinn í té dómaranum Hutton
lávarði, sem stjórnvöld hafa skipað
til að rannsaka dauða Kellys, sem
fannst látinn skammt frá heimili sínu
fyrir viku. Anderson sagði eftir að
Gilligan bar vitni á fimmtudaginn í
síðustu viku að framburður frétta-
mannsins hefði verið „ófullnægj-
andi“ og hefði hann skipt um skoðun
í miðjum vitnisburði.
Náin tengsl við MI6?
Breska blaðið The Independent
sagðist í gær hafa upplýsingar um að
Kelly hefði haft náin tengsl við leyni-
þjónustuna og verið í góðri aðstöðu
til að dæma um hvort stjórnvöld
hefðu ýkt ógnina er stafaði af vopna-
eign Íraka. Upplýsingarnar er blaðið
hafi „veki spurningar um fullyrðing-
ar stjórnarinnar, áður en [Kelly] lést,
þess efnis að hann hafi einungis verið
lágt settur tæknimaður“, að því er
segir á fréttavef blaðsins.
Kelly hafi verið ráðgjafi greining-
ardeildar varnarmálaráðuneytisins,
sem hafi aðgang að leynilegum upp-
lýsingum frá leyniþjónustunni (MI6)
og fleiri stofnunum, auk upplýsinga
er berist frá leyniþjónustum banda-
lagsríkja Breta. Því hafi Kelly gegnt
mikilvægu hlutverki við að veita upp-
lýsingar, sem settar voru í skýrslu
stjórnvalda, um ógnina af vopnum
Íraka. Þá hafi MI6 fengið Kelly til að
yfirheyra íraska liðhlaupa sem sagst
hafi búa yfir upplýsingum um ger-
eyðingarvopn Saddams Husseins.
Andrew Gilligan