Morgunblaðið

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJuly 2003Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 25.07.2003, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 25.07.2003, Qupperneq 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 19 MEIRIHLUTI foreldra leikskóla- barna í Reykjavík telur æskilegt að leikskólarnir séu opnir allt árið um kring. Þetta er meðal þess sem kem- ur fram í viðhorfskönnun foreldra sem leikskóladeild Leikskóla Reykjavíkur hefur unnið og gerð var á öllum leikskólum í Reykjavík á tveggja ára tímabili. Samkvæmt könnuninni telja rúm- lega 65% foreldra að leikskólarnir eigi að vera opnir allt árið um kring, um 18% telja að skólunum eigi að loka yfir ákveðið tímabil á sumrin og 16% finnst ekki skipta máli hvernig fyrirkomulagið er. Könnunin var gerð á 39 leikskólum í fyrra og 37 leikskólum í ár. Það skal tekið fram að kannanirnar fóru fram áður en kom til sumarlokana. Niðurstöðurn- ar eru áþekkar ef árið í ár og árið í fyrra eru borin saman. Niðurstöð- urnar frá árinu í ár sýna að 66% for- eldra telja æskilegt að leikskólinn sé opinn allt árið, 21% telja að hann skuli loka yfir ákveðið tímabil og 13% finnst ekki skipta máli hvernig fyr- irkomulagið er. Í fyrra var útkoman þannig að 65% töldu að leikskólinn ætti að vera opinn, 16% að hann ætti að loka á ákveðnu tímabili og 19% fannst það ekki skipta máli. Í fyrra var svarhlutfall 70% en 61% í ár. Bókun vegna sumarlokana Á borgarráðsfundi á þriðjudag létu fulltrúar Sjálfstæðisflokks bóka að mikil óánægja ríkti meðal foreldra í borginni vegna sumarlokana Leik- skóla Reykjavíkur. Lokanirnar komi sér illa fyrir fjölmargar barnafjöl- skyldur í borginni, aðstæður for- eldra séu mismunandi og skerðing á þjónustu geri foreldrum erfiðara fyr- ir með að eyða tíma með börnum sín- um. Fjárhagslegur ávinningur fyrir Leikskóla Reykjavíkur sé afar lítill og þær faglegu ástæður sem nefndar hafi verið mjög umdeilanlegar. Þá sé eðlilegt að kannað verði hvaða áhrif sumarlokanir hafi, meðal annars hvað varðar foreldra og atvinnulíf. Ólafur F. Magnússon, Frjálslynda flokknum, lét þá bóka að hann tæki undir með sjálfstæðismönnum. Þorlákur Björnsson, formaður leikskólaráðs, segir að Sjálfstæðis- menn virðist kjósa að líta fram hjá því lokanirnar í sumar séu aðeins til reynslu. „Eftir sumarið verða gerðar mjög ítarlegar kannanir á þessu máli í samstarfi við stjórn foreldrafélags leikskólanna og þá verður tekin ákvörðun um framhaldið. Ef reynsl- an er ekki góð verður þetta endur- skoðað, “ segir Þorlákur. Ábendingar frá fagfólki Aðspurður segir Þorlákur að lítill sparnaður hljótist af lokununum en það hafi heldur ekki verið tilgang- urinn með þeim. „Við höfðum fengið mjög sterkar ábendingar frá okkar fagfólki um að með þessu móti gerð- um við faglega starfið betra og okkur þótti tímabært að reyna það. Ef það sparast einhver peningur er það gleðilegur auka ávinningur. “ Leikskólar Reykjavíkur hafa kannað viðhorf foreldra leikskólabarna til sumarlokana Flestir vilja hafa opiðReykjavík LAGFÆRINGUM á borholuhúsi Hitaveitu Seltjarnarness lauk form- lega á dögunum með uppsetningu og vígslu upplýsingaskiltis en lagfær- ingarnar hafa staðið yfir um skeið. Seltirningar reka sína eigin hitaveitu sem nýtir eingöngu borholur á Sel- tjarnarnesi og er verðskrá hennar ein sú lægsta í þéttbýli á landinu að því er fram kemur í tilkynningu frá Seltjarnarnessbæ. Þar kemur einnig fram að jarð- hitavatnið á Seltjarnarnesi sé salt og sé því að efnasamsetningu mjög líkt vatni í mörgum helstu heilsubaðstöð- um Evrópu, svo sem Baden-Baden í Þýskalandi. Vinsældir sundlaugar Seltjarnarness megi þá líklega rekja til hins heilnæma vatns. Borholuhús lagfært Seltjarnarnes Á LAUGARDAGINN verður í fyrsta sinn hægt að kaupa dagpassa í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum en með tilkomu nýrra leiktækja hefur þörfin fyrir slíka passa aukist að því er fram kemur í tilkynningu. Handhafi passans getur farið eins oft og hann vill í leiktækin yfir dag- inn en passinn kostar 1.500 krónur. Dagpassar í Laugardalnum Laugardalur ♦ ♦ ♦ S M Á R A L I N D komdu og ger›u ótrúleg kaup - á›ur en allt klárast Afsláttur af öllum útsöluvörum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 17 94 07 /2 00 3 bláa bomban í Debenhams ver›ur sprengd kl. 11:00 í dag! 50-70% Opi› virka daga frá 11-19 • laugardögum 11-18 • sunnudögum 13 - 18 BERGSTAÐASTRÆTI 37 • SÍMI: 552 5700 Tvíréttað í hádeginu á aðeins 1.900 krónur einnig þrírétta matseðill

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 199. tölublað (25.07.2003)
https://timarit.is/issue/251568

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

199. tölublað (25.07.2003)

Iliuutsit: