Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 24
AUSTURLAND
24 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AF öllum þeim manngrúa sem vinn-
ur nú við framkvæmdir vegna
Kárahnjúkavirkjunar eru aðeins
örfáar konur. Þær eru nú eitthvað
tæplega fjörutíu þegar allt er talið
og vinna ýmist á stórvirkum vinnu-
vélum, við framkvæmdaeftirlit og
stjórnunarstörf, sem matráðskonur
eða við ræstingu.
Nokkrar þeirra vinna innan vé-
banda fyrirtækjanna sjö sem gerðu
samning við Landsvirkjun um eftir-
lit með framkvæmdum við stífl-
urnar, aðrennslisgöngin og göng að
Jökulsá í Fljótsdal. Aðrar vinna fyr-
ir verktakana Impregilo, Arnarfell,
Malarvinnsluna, Jón Hlíðdal og
fleiri. Virðist áhersla vera lögð á að
fá sem flesta Austfirðinga til vinnu.
Hjá Arnarfelli er, svo dæmi sé tek-
ið, stefnt að því að fjölga konum á
virkjunarsvæðinu og segir Sigríður
Pála Konráðsdóttir þar á bæ að af
hundrað manna vinnuafli Arn-
arfells á staðnum séu nú fjórar kon-
ur úti á vinnusvæðinu, tvær á skrif-
stofu og sex í eldhúsi.
Þær konur sem rætt var við að
þessu sinni eiga það sammerkt að
láta vel af dvölinni á fjöllum og líta
á það sem athyglisvert tækifæri að
fá að starfa á þessum slóðum við
eina mestu framkvæmd Íslandssög-
unnar.
Konurnar í Kárahnjúkum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Kárahnjúkavirkjun
Mikið
að gera
Í BÚÐUM Impregilo skammt
frá stíflustæðinu vinnur Helga
Jónsdóttir við starfsmannahald.
Hún hefur verið á svæðinu síðan
30. maí og ætlar að vera áfram.
Hún sér um íslenska starfs-
menn Impregilo ásamt Jennu
Gränz og segir mjög mikið að
gera. Utan vinnutíma fer hún
um svæðið, lítur við í Snæfells-
skála og skoðar náttúruna. Hún
á frí á sunnudögum og vikufrí á
fjögurra vikna fresti eins og aðr-
ir starfsmenn Impregilo. „Þetta
er ágætt núna,“ segir Helga, „en
ég veit ekkert hvernig þetta
verður í vetur. Núna kemst
maður þó allra sinna ferða. Að-
stæður verða samt orðnar mjög
góðar í búðunum í vetur, svo það
ætti ekki að væsa um mann.“
Auk Helgu og Jennu er kín-
versk kona á skrifstofu Impr-
egilo og sér hún um erlenda
vinnuaflið. Hún heitir Qing og er
gift ítölskum manni. Einnig
starfa hjá Impregilo portúgölsk
tæknikona, kínverskur ritari og
kínversk kona á lager, auk
kvenna í ræstingum og eldhúsi.
Kárahnjúkavirkjun
YRSA Sigurðardóttir byggingaverkfræðingur
vinnur fyrir Fjarhitun við framkvæmdaeftirlit.
Hún er að koma keyrandi í annað úthaldið sitt
á virkjanasvæðinu og fellst á að hitta blaða-
mann á leiðinni, við Sauðabanalæk inni á
Fljótsdalsheiði.
„Ég hef unnið fyrir Fjarhitun í Reykjavík í
fimm ár,“ segir Yrsa, þar sem setið er á þúfu í
góða veðrinu. „Ég er gift með tvö börn, átján
ára son og sex ára telpu. Úthöldin eru tíu dag-
ar og fjórir dagar frí og þá flýg ég suður. Þetta
er dálítið erfitt. Ég er reyndar bara búin með
eitt úthald og þegar ég kom í bæinn var eins og
jólin væru komin og svo eins og föstudagurinn
langi kvöldið sem ég fór. Þetta er alveg hægt,
en ekki kjöraðstæður upp á fjölskyldulíf. Það
er langur vegur frá. Við ætlum að íhuga bú-
ferlaflutning næsta vor.“ Yrsa er líka rithöf-
undur og hefur skrifað fimm barnabækur.
Bókin Bíóbörn verður gefin út hjá Eddu í
haust. Hún stefnir að því að skrifa á kvöldin og
nóttunni, þegar andagiftin sækir að henni.
Þú ert límið
Yrsa er ráðin til fimm ára hjá Landsvirkjun
og þau eru fjögur sem eru skráð á verkið allan
tímann. „Mér finnst þetta alveg óskaplega
skemmtileg vinna, því miður er bara ekkert
virkjað í bænum svo ég varð að koma hingað.
Ég spurði James Arthur, sem er Project
Director, í byrjun um það í hverju vinnan mín
fælist og hann svaraði „You are the glue!“
Starfið snýst um upplýsingadreifingu, að sjá til
þess að allir séu meðvitaðir um allt sem er að
gerast og utanumhald um pappíra, fundi,
bréfaskriftirnar og fyrirspurnir. Allt gengur
þetta mjög vel. Þetta er ofboðslega stór og
mikil framkvæmd og mikið af mannskap sem
þarf að koma fyrir, en eins og í öllum verkum
þá er svona hikst í byrjun en nú er þetta að
verða besta mál.“
Orðræðan fer að snúast um hvort Yrsa hafi
einhverja skoðun á deilunum um virkjunar-
framkvæmdirnar. „Það er auðvelt að gagnrýna
það sem snertir mann ekki,“ svarar hún að
bragði. „Hér er þetta spurning um atvinnu
fólks á Austurlandi og ég sé ekkert að þessu.
Ég hef líka unnið með Orkuveitunni og þetta
eru fyrirtæki sem hafa ekki náttúru Íslands í
flimtingum, síður en svo. Ég hvet fólk til að
koma og skoða og sjá hvað er að fara undir og
hvað fer ekki undir. Það eru mjög margir sem
halda að Hafrahvammagljúfur séu að hverfa
og verða mjög hissa þegar maður sýnir þeim
kortið og bendir á hvernig þetta verður. Ég hef
auðvitað ekki grandskoðað hvern einasta fer-
metra hér og eflaust er eftirsjá í einhverju.
Stöðugur straumur ferðafólks er um svæðið
og myndast stundum hnútar á slóðunum þegar
fólksbílar og vinnuvélar hnoðast á sama spott-
anum. Þá er töluvert um að ferðamenn fari inn
á lokuð svæði og hreinlega villist.“ „Aðallega er
maður smeykur við að fólk vari sig ekki,“ segir
Yrsa. „Það eru gríðarlega stórar vinnuvélar á
vegunum og fólk þarf að átta sig á að víkja al-
mennilega. Þá þarf fólk að virða lokanir á
svæðum og nú er mjög gott opið útsýnissvæði
fyrir ferðamenn yfir framkvæmdastaðinn.“
Viltu ekki strauja fyrir mig skyrtu?
Kárahnjúkavirkjun er hálfgerð karlaveröld
þar sem yfirgnæfandi hluti vinnuafls á svæðinu
eru karlmenn. Yrsa segist alltaf hafa unnið í
karlaumhverfi. „Mikið í framkvæmdahliðinni
sem verkfræðingur og körlum til hróss þá hef
ég aldrei fundið fyrir því að ég sé eitthvað
lélegri pappír en þeir vegna kynferðis. Ég hef
aldrei tapað á því að vera kona.“ Yrsa segist
hafa heyrt að Impregilomönnum sé meinilla
við að hafa konur í göngunum. Það sé eitthvað
svipað og þegar skipstjórar telja að það boði
ógæfu að hafa konur um borð. Hún fari nú
samt inn í göngin og ekkert sé sagt. En talað
hafi verið um að ráða kvenverkfræðing í göng-
in og menn þá fengið að heyra að það yrði illa
séð.
„Þetta karlaumhverfi er öðruvísi að því leyti
að ég vinn ekki bara með þeim, heldur borða
með þeim, bý undir sama þaki og nota sömu
sturtur. Það var nú einn, Breti, sem var
eitthvað að ýja að því hvort ég myndi strauja
fyrir hann. Ég fór í fríinu mínu og keypti
handa honum straubretti og straujárn og
prentaði út af netinu fyrir hann „How to iron a
shirt.“ Ég ætla nú ekki að fara taka upp á því
að strauja fyrir annað fólk! En þetta er það
eina sem ég hef orðið vör við. Í verkfræðinni er
það þannig að þú kemst ekkert áfram ef þú ert
ekki góður, hvort sem þú ert kona eða karl-
maður.“
Elín Þorsteinsdóttir verkfræðinemi og Yrsa
Sigurðardóttir byggingaverkfræðingur voru
að koma úr fríi og á leið inn að virkjanasvæðinu
við Kárahnjúka. Elín átti bara örfáa daga eftir
í vinnunni, en Yrsa verður á fjöllum næstu ár-
in.
Elín Þorsteinsdóttir er 22 ára verkfræði-
nemi úr vesturbæ Reykjavíkur. Hún hefur síð-
ustu vikurnar unnið í eftirlitsverkefninu fyrir
Línuhönnun á virkjanasvæðinu og verið að-
stoðarmaður Yrsu Sigurðardóttur verkfræð-
ings, en þær hafa bækistöðvar í Laugar-
valladal. Elín er landsliðsmaður í fótbolta með
10 A-landsleiki og hefur spilað með KR frá
blautu barnsbeini.
Um það hvort ekkert mál sé að flytja úr
Reykjavík og inn á reginfjöll, segir Elín svo
ekki vera. „Vegna þess að ég spila fótbolta á
sumrin og er núna með slitin krossbönd og
verð hvort sem er að hvíla mig,“ segir Elín.
„Mér finnst fínt að vera hér og það er gaman
að taka þátt í þessu.“ Hún segir nýtt fyrir sér
að vera á fjöllum en segist lítið taka eftir nátt-
úrunni umhverfis því svo mikið sé að gera í
vinnunni. „Maður vinnur og sefur. Við vinnum
eftir þörfum og yfirleitt frá átta á morgnana til
tíu og ellefu á kvöldin. Við höfum það samt
ágætt, til dæmis eru allir í búðunum okkar með
sérherbergi og svo er skrifstofan rétt við hlið-
ina.“ Vinna Elínar hefur aðallega falist í sam-
skiptum eftirlitsaðilanna við verktaka.
Elín hætti í gær á skrifstofunni í Laugar-
valladal, þar sem hún hverfur nú aftur til náms
í Háskólanum. Við starfi hennar er tekin Mar-
grét Jóna Þórarinsdóttir og ætlar að vera í eitt
ár. Hún er Fáskrúðsfirðingur og varð í vor
stúdent frá Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Margrét segist hvergi bangin við að hafa
vetursetu á Kárahnjúkum. „Ég vinn bara virka
daga og fer um helgar á Fáskrúðsfjörð í frí,
þegar á annað borð verður fært. Ég hef nú svo
sem ekki verið mikið á fjöllum, en út frá því
sem ég er búin að kynnast hér líst mér mjög
vel á.“ Hún segist alveg tilbúin að vinna langan
vinnudag og sér leiðist þá ekki á meðan. Vinn-
an sé töluvert vel borguð og engum peningum
eytt á staðnum og því fínt að safna fyrir áfram-
haldandi námi í verkfræði.
Límið á milli verktakans og eftirlitsaðila
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Elín Þorsteinsdóttir verkfræðinemi og Yrsa
Sigurðardóttir byggingaverkfræðingur voru
að koma úr fríi og á leið inn að virkjanasvæð-
inu við Kárahnjúka.
Sauðabanalækur – Laugarvalladalur
SIGRÍÐUR Ey-
dís Ragnars-
dóttir er mat-
ráðskona í
búðunum á
Grenisöldu. Hún
hefur núna um
30 manns í fæði
og hefur verið
með á fimmta
tug manna á stundum. Síðla ágúst-
mánaðar verða búðirnar færðar
inn að Sauðafelli, þar sem vega-
gerð er þá að mestu lokið upp frá
Fljótsdal.
Gefið á
garðann í
Grenisöldu
Grenisalda
SELMA Rut Sigurbjörnsdóttir er
átján ára, ættuð úr Skriðdalnum og
vinnur á valtara hjá verktakafyrir-
tæki Jóns Hlíðdal. Í júníbyrjun var
hún fyrst á ýtu í hálfan mánuð, svo á
hjólaskóflu og var svo sett á valt-
arann og valtar nú í fjallinu, sneið-
ingunum upp úr Fljótsdal, en þar á
að fara að leggja bundið slitlag.
„Ég sigldi með Landhelgisgæsl-
unni eitt sumar og var í bakaríi í ár,
vann aðeins á 118 og er svo komin
hingað,“ segir Selma Rut. „Þetta er
það sem ég hef áhuga á. Ég ætla að
vera eitthvað áfram í þessu, vil taka
meiraprófið og kannski fara í vél-
skóla.“
Selma stendur vaktir frá sjö til sjö
og býr í búðunum á Grenisöldu. Út-
haldið er ellefu dagar og þrír í fríi,
þó núna sé vinnan þrjár vikur sam-
fleytt og viku frí eftir það. Hún segir
litla orku eftir á kvöldin til að gera
eitthvað. „Þá er nú mest lítið gert.
Stundum þarf maður að vinna, ann-
ars situr maður bara inni og drekkur
kaffi og rífst við strákana. Við spil-
um, horfum á sjónvarp og sumir eru
með tölvur sem maður fiktar í. Mað-
ur finnur sér alltaf eitthvað að gera.“
Selma Rut segir lífið á fjöllum frá-
bært. „Þetta er nákvæmlega eins og
að vera á sjó, nema að maður hefur
heldur stærra rými til að hreyfa sig í
og eyðir engum peningum. Þetta er
það besta sem maður getur eytt
sumrinu í. Alltaf úti í góða veðrinu
og kynnist fullt af fólki. Ef maður
hefur á annað borð áhuga á að vinna
í skít og drullu þá er um að gera að
prófa þetta. Það koma auðvitað
slæmir dagar, þegar illa gengur og
springur hjá manni eða bilar. Eða
maður er bara þreyttur og pirraður
og þarf að bíða. Gallinn við að vera
hér er helstur þannegin, að þegar
úthaldið er að verða búið er maður
algerlega uppgefinn og vill fara að
hitta einhverjar aðrar stelpur og
orðinn þreyttur á þessu sama tuði
alltaf.“
Selma segir strákana sem hún
vinnur með ágæta. „Ég hef alltaf
verið mikið í kringum stráka og átt
miklu fleiri strákavini en stelpur.
Fyrir mér er þetta ekkert mál, mað-
ur bara rífur kjaft við þá ef þeir eru
eitthvað að segja. Ég fæ stundum
einhverja karlrembubrandara í
hausinn, sem þjóna þeim tilgangi
einum að ögra mér og þá fá þeir það
bara óþvegið til baka.“
Nú er komið bundið slitlag á um 9
km kafla u.þ.b. neðan frá Sauða-
banalæk og inn að Norðastafelli, þar
sem grjótnáma vegagerðarflokk-
anna er. Leggja á næstu vikurnar
bundið slitlag frá vegarbyrjun niðri í
Fljótsdal, upp fjallið og inn að Gren-
isöldu. Selma segir að vel gangi og
klæðningarflokkur sé að mæta á
svæðið til að taka næstu törn í lagn-
ingunni. Hún býst við að hristast
enn um sinn á valtaranum Titringja.
„Ég læt allt koma í ljós og tek einn
dag í einu.“
Selma Rut Sigurbjörnsdóttir tók
sér hlé frá hristingnum í valtaranum
Titringja og settist niður á rykuga
þúfu við veginn ásamt blaðamanni.
Hún segir að ef maður hafi á annað
borð áhuga á að vinna við þessar að-
stæður þá sé um að gera að prófa
það.
Vinnur á
valtara í fjallinu
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Selma Rut Sigurbjörnsdóttir stend-
ur vaktir frá kl. 7 til 19 og býr í búð-
unum á Grenisöldu.
Fljótsdalur
Atlavík Sigling um Lagarfljót að
Húsatanga í grillveislu. 26. júlí kl.
16:00.
Fáskrúðsfjörður Franskir dagar,
fjölskylduhátíð. Stendur til 27. júlí.
Vopnafjörður Vopnaskak, Vopna-
fjarðardagar. Standa til 27. júlí.
Bláa kirkjan Seyðisfirði: Fjölskyldu-
tónleikar með heimamönnum. 30.
júlí kl. 20:30.
Skriðuklaustur í Fljótsdal Opnun
sýningar á textílverkum Sólrúnar
Friðriksdóttur. 30. júlí kl. 20:30.
Borgarfjörður eystri Álfaborg-
arséns, fjölskylduhátíð. Hefst 31. júlí
kl. 18:00.
Á NÆSTUNNI