Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 25
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 25
BRYGGJUHÁTÍÐIN á Drangsnesi
hefur aldrei verið eins fjölmenn og
nú þegar hún var haldin fyrir
skömmu í áttunda sinn en talið er að
íbúatalan hafi að minnsta kosti verið
13 til 14 földuð. Bryggjuhátíðin
dregur sífellt til sín fleira fólk og
stemmingin er einstök. Veðrið spillti
heldur ekki fyrir þó aðeins kulaði og
kólnaði með kvöldinu.
Lundi, selur og sigin
grásleppa á grillinu
Við dorgveiðina í Kokkálsvík var
mikið fjör og voru 94 börn skráð til
keppni. Hverju barni fylgja svo einn
eða fleiri aðstandendur þannig að
höfnin í Kokkálsvík var full af fólki
og mikið fjör og ágæt veiði.
Alltaf er sjávarréttasmakkið eins
vinsælt þó misjafnt sé hvað fólki
finnst um það sem þar er boðið upp
á. Þarna var fólki boðið að smakka
grafinn steinbít, karfa og grásleppu.
Á grillinu var lundi, selur og sigin
grásleppa. Selabollur í súrsætri sósu
og margt fleira bar fyrir munn og
augu. Það er óhætt að segja að
sjávarréttasmakkið sé einstakt fyrir
Bryggjuhátíð en þar fær fólk að
smakka ýmislegt sem annars er ekki
boðið upp á dagsdaglega. Allur mat-
ur sem þar er kemur úr Húnaflóan-
um.
Margir lögðu leið
sína í Grímsey
Margir lögðu leið sína út í Gríms-
ey með bátum sem voru í stöðugum
förum á milli lands og eyjar. Sýn-
ingar hátíðarinnar voru mjög vel
sóttar og þá ekki síður kvöld-
skemmtunin í Samkomuhúsinu
Baldri. Þar er húsið bara alltof lítið.
Þrátt fyrir að farið væri að kula að-
eins og kólna þegar kom að því að
syngja saman við varðeldinn þá var
þar fjölmenni og tók fólk vel undir
með Ragga Torfa sem spilaði undir
og stjórnaði fjöldasöngnum.
Hátíðinni lauk svo með balli í
Baldri og það voru Baldur Geir-
munds og Magga frá Ísafirði sem
skemmtu.
Óhætt er að segja að hátíðin hafi
farið einstaklega vel fram og bar þar
engan skugga á. Gestir Bryggju-
hátíðar voru á öllum aldri og kyn-
slóðabilið fræga var víðsfjarri.
Umgengni um svæðið var til ein-
stakrar fyrirmyndar. Eftir að gestir
fóru af svæðinu og komið var að
hreinsun mátti bara senda hreins-
unarfólkið heim aftur, það var ekki
neitt rusl til að hreinsa eftir helgina
og það er örugglega sérstakt þar
sem svona fjölmenni hefur verið
heila helgi. Þetta voru gestir sem
eru svo sannarlega velkomnir á
Bryggjuhátíð á sama tíma að ári.
Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir
Hann Aron Viðar er bara tveggja
ára og að vonum ánægður með fisk-
inn sinn.
Fjöl-
menni á
Bryggju-
hátíð
Drangsnes
MJÖG góð úthafsrækjuveiði hef-
ur verið að undanförnu á mið-
unum úti fyrir Norður- og Aust-
urlandi.
Á dögunum kom frystitogarinn
Geiri Péturs ÞH 344 til hafnar á
Húsavíkmeð fullfermi, 105–110
tonn af rækju, eftir tíu daga
veiðiferð.
Hermann Sigurðsson, 1. stýri-
maður og afleysingaskipstjóri á
Geira Péturs, var skipstjóri í
þessari veiðiferð, hann sagði að
veiðisvæðið hafi verið í Héraðs-
flóa og var aflinn, sem að mestu
var iðnaðarrækja, jafn og góður
alla veiðiferðina.
Heldur var þó farið að draga
úr veiðinni í lok veiðiferðarinnar
og sagði Hermann að einungis
þeir og annar bátur til hafi þá
verið eftir á veiðisvæðinu í Hér-
aðsflóa, en voru sex þegar þeir
voru flestir.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Landað úr Geira Péturs ÞH 344 í Húsavíkurhöfn á dögunum.
Fullfermi eftir tíu
daga veiðiferð
Húsavík
Afgreiðslutími
allra verslana Hörpu Sjafnar!
Alla virka daga kl. 8–18 og
laugardaga kl. 11–15.
Helgarvakt
í Skeifunni 4.
Opið laugardaga kl. 11–18
og sunnudaga kl. 13–18.
Skeifan 4
Reykjavík
Sími 568 7878
Snorrabraut 56
Reykjavík
Sími 561 6132
Stórhöfði 44
Reykjavík
Sími 567 4400
Austursíða 2
Akureyri
Sími 461 3100
Hafnargata 90
Keflavík
Sími 421 4790
Dalshraun 13
Hafnarfirði
Sími 544 4414
Austurvegur 69
Selfossi
Sími 482 3767
Bæjarlind 6
Kópavogi
Sími 544 4411
599kr.lítrinnm.v.10 lítra dós
672kr
.
lítrinn
789 kr.lítrinn
399kr.lítrinn
Stórafsláttur af útimálningu og viðarvörn
SUMARTILBOÐ