Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 28
28 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Álfaborgarsjens á Borgarfirði eystra
Hátíðin Álfaborgarsjens verður haldin á
Borgarfirði eystra um verslunarmanna-
helgina eins og undanfarin ár. Í tilkynn-
ingu frá hátíðarhöldurum kemur fram að
markmið hátíðarinnar sé að Borgfirðingar
skemmti sér vel og bjóði til sín gestum
sem stefni að því sama.
Ferðamálahópur Borgarfjarðar skipu-
leggur hátíðina en fjölmargir koma að
framkvæmd dagskrárinnar. Enginn að-
gangseyrir er inn á hátíðina sjálfa en
greiða verður fyrir suma dagskrárliðina.
Á föstudagskvöldinu verður m.a. hag-
yrðingamót og dansleikur með Norður-
bandalaginu og Helenu Eyjólfsdóttur. Þá
geta börnin skellt sér í ævintýraferð á
laugardeginum og síðar sama dag verður
Álfaborgarsjens þegar álfar og menn fara
fylktu liði niður að Álfaborg.
Ein með öllu á Akureyri
Fjölskylduhátíðin Ein með öllu verður
haldin á Akureyri þriðja árið í röð undir
sömu formerkjum, sem eru fjölbreytt
skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hags-
munafélagið Vinir Akureyrar stendur fyr-
ir hátíðinni með fulltingi Akureyrarbæjar.
Ekki þarf að greiða aðgangseyri þegar
komið er til Akureyrar né heldur á Ráð-
hústorg eða Akureyrarvöll þar sem
skemmtidagskrá hátíðarinnar fer fram.
Meðal skemmtikrafta sem fram koma á
hátíðinni sjálfri eru hljómsveitirnar Papar,
Í svörtum fötum, Írafár, Land og synir og
fleiri. Þá má nefna atriði úr barnaleikrit-
unum Benedikt búálfi og Stígvélaða kett-
inum. Að auki munu fleiri sveitir og
skemmtikraftar koma fram á skemmti-
stöðum bæjarins, þeirra á meðal Stuð-
menn. Hápunktur hátíðarinnar verður á
sunnudagskvöldinu þegar haldnar verða
grillveislur í hverfum bæjarins og
skemmtun og flugeldasýning á Akureyr-
arvelli.
Í tilkynningu frá mótshöldurum segir
að ekkert aldurstakmark sé á hátíðina.
Næg tjaldsvæði eru á Akureyri, bæði við
Þórunnarstræti og að Hömrum í suður-
jaðri bæjarins, rétt norðan Kjarnaskógar.
Strætisvagnar Akureyrar verða með ferð-
ir milli miðbæjar Akureyrar og tjaldsvæð-
isins að Hömrum.
Fjölskylduhátíð í Galtalækjarskógi
Fjölskylduhátíð verður á vegum IOGT í
Galtalækjarskógi um verslunarmanna-
helgina. Í tilkynningu frá mótshöldurum
segir að á síðastliðnum 36 árum hafi mynd-
ast sterk hefð fyrir útihátíð í Galtalækj-
arskógi. Börn 12 ára og yngri fá frítt inn á
hátíðina, 13–15 ára greiða 4.800 krónur í
forsölu og 16 ára og eldri greiða 5.800
krónur í forsölu. Forsala er í verslunum
Hagkaupa. Almennt verð er: Börn frítt,
13–15 ára 5.800 krónur og 16 ára og eldri
6.800 krónur.
Hljómsveitirnar Írafár og Í svörtum
fötum leiða hátíðina ásamt fjölda þekktra
skemmtikrafta á borð við Spaugstofu-
menn og fleiri. Boðið verður upp á barna-
dansleiki, poppmessu, harmonikkuböll,
flugeldasýningar og fleira.
Í tilkynningunni segir að Galtalækjar-
mótin hafi verið til fyrirmyndar um rekst-
ur og skipulag útihátíða um verslunar-
mannahelgi. Flestir séu sammála um að
farsælast sé að halda fjölskylduútihátíð
um verslunarmannahelgina án vímuefna
og Galtalækur verði áfram í fararbroddi í
þessum efnum.
Fjölskyldumótið Úlfljótsvatni
Bandalag íslenskra skáta stendur fyrir
fjölskyldumóti á Úlfljótsvatni um
verslunarmannahelgina. Hátíðin er ætluð
fjölskyldufólki og öllum þeim sem vilja
sækja skemmtilega og vímulausa útihátíð,
hvort sem þeir tengjast skátastarfi eða
ekki.
Að vanda verður margt hægt að gera.
Stutt er í sund en á staðnum er líka að-
staða fyrir skemmtilega afþreyingu, svo
sem sig- og klifurturn, folf-völlur, vatna-
safarí og bátaleiga.
Enginn sérstakur aðgangseyrir er að
fjölskyldumótinu, aðeins er greitt fyrir
tjaldsvæði. Verðið fyrir gistingu er miðað
við tjald/tjaldvagn/fellihýsi og er 3.000 kr.
fyrir þá sem koma á föstudegi, 2.000 fyrir
þá sem koma á laugardegi eða sunnudegi.
Iðandi dagar á Flúðum
Það verða Iðandi dagar á Flúðum um
verslunarmannahelgina þar sem boðið
verður upp á fjölbreytta afþreyingu og
ýmsar uppákomur fyrir alla fjölskylduna.
Frítt er inn á svæðið.
Á Útlaganum verður boðið upp á tónlist
alla helgina. Hljómsveitin Skítamórall
skemmtir á fimmtudag og föstudag, DJ
Júlli á laugardag og Sixties á sunnudag.
Traktorstorfæran verður á sínum stað á
laugardag og furðubátakeppnin á sunnu-
dag. Gönguferðir, varðeldur, sölutorg og
ýmislegt fleira verður í boði alla helgina.
Kántrítónleikar á Skagaströnd
Í stað hefðbundinnar Kántríhátíðar verð-
ur í ár boðið upp á kántrítónleika með
fjölda úrvalslistamanna laugardaginn 2.
ágúst og gospelmessu á sunnudeginum.
Samkvæmt upplýsingum frá hátíðar-
höldurum vilja Skagstrendingar nú leggja
enn meiri áherslu á kántrítónlistina og því
hafa verið kallaðir til afbragðs tónlistar-
menn, sem halda munu tónleika. Ber þar
hæst hljómsveitina Brimkló. Fleiri lista-
menn skemmta á tónleikunum og má þar
nefna hljómsveitina BSG og tónlistar-
mennina Magnús Eiríksson og KK. Að
sjálfsögðu tilh
sjálfur, Hallbjö
Hámarki n
sunnudeginum
messa á útisv
Hólaneskirkju
arssonar. Me
Björgvin Hall
teinsdóttir. Pr
Magnússon.
Kántrítónle
verslunarmann
alla fjölskyldu
Í Kántríbæ v
degi og fram á
Skagaströnd
halda og er sel
Kotmót 2
Hvítasunnukir
54. fjölskyldu
Fljótshlíð nú
helgina. Mikil
skipulögð fyri
verður gospelt
Einarssonar,
fyrir unglinga
ýmsar uppáko
mót fyrir börn
upp á sitt 10 ár
Mótið hefst
kl. 21 með g
Gospelkompan
og því lýkur
ágúst. Öll áfe
svæðinu og e
áhuga hafa á
Frábær aðsta
vagna. Mótið
fyrir tjaldstæð
Knattspyrnus
Ungmennaféla
fyrir knattspy
árkróki um
Skólinn er ætl
öllu landinu. Í
segir að frábæ
knattspyrnuið
stæði fyrir fjöl
Skólinn ste
mánudags og e
krónur. Innfal
húsnæði, gæ
kennsla, kvöld
Á annan tug skipulagðra hátíðarhalda
Fjölsk
Undirbúningur að hátíðarhöldum um ve
helgina er kominn vel á veg á flestum mó
inu. Sjaldan eða aldrei hafa hátíðirnar ver
an tug skipulagðra hátíðarhalda verða
línudans, álfar, tónleikar og kristallskúlu
þess sem í boði er. Fjölmargar hátíðir eru
um fjölskyldunnar og hafa vímulausar há
EYRÚN Jónsdóttir, umsjónarhjúkrunarfræð-
ingur Neyðarmóttöku vegna nauðgana, segir að
það þurfi meiri samþættingar- og undirbúnings-
vinnu í kringum viðbúnað vegna kynferðislegs
ofbeldis á útihátíðum.
Á síðasta ári kom út skýrsla starfshóps sem
var skipaður til að fara yfir reglur og lagaum-
gjörð varðandi útihátíðir. Í hópnum áttu sæti
fulltrúar frá Neyðarmóttöku vegna nauðgana,
Stígamótum, Sýslumannafélagi Íslands, land-
læknisembættinu, dómsmálaráðuneytinu og frá
embætti ríkislögreglustjóra.
Dómsmálaráðuneytið hefur fylgt framkvæmd
skýrslunnar eftir í samvinnu við fulltrúa frá
Neyðarmóttöku vegna nauðgana og landlækni.
27. júní síðastliðinn sendi ráðherra út bréf til
ríkislögreglustjóra og allra lögreglustjóra þar
sem minnt var á skýrsluna og þær viðmið-
unarreglur sem þarf að hafa í huga við útgáfu
skemmtanaleyfa.
Í bréfinu kemur m.a. fram að það sé í verka-
hring lögreglustjóra að meta löggæsluþörf
vegna útihátíðar með tilliti til gestafjölda, sam-
setningar gesta, staðsetningar hátíðar, hvort
meðferð og neysla áfengis er bönnuð á móts-
svæði og svo framvegis. Einnig er sérstaklega
tekið fram að hátíðarsvæðið þurfi að vera vel
skipulagt. Girða eigi af ákveðin svæði fyrir bif-
reiðar og tryggja að götur og göngustígar séu á
milli tjaldraða til að unnt sé að sinna nauðsyn-
legustu öryggis- og heilbrigðisþjónustu í neyð-
artilvikum.
Þá er bent á að halda skuli daglega samráðs-
fundi meðan á hátíð stendur með yfirmönnum
lögreglu, fulltrúum frá heilsugæslu, gæsluliðum
og samkomuhaldara þar sem fara skal yfir stöðu
mála og koma með tillögur til úrbóta hafi eitt-
hvað misfarist. Í skýrslunni er jafnframt lögð
áhersla á að haldnir séu undirbúningsfundir þar
sem farið er yfir þá þætti sem þarf að standa vel
að.
Í skýrslunni eru sérstök ákvæði um viðbúnað
við kynferðisofbeldi á útihátíðum og sálræna
gæslu samkomugesta. Þar kemur fram að á fjöl-
mennum útihátíðum þurfi að gera ráð fyrir að-
stöðu fyir móttöku og aðhlynningu þolenda kyn-
ferðisbrota og að tryggð sé aðstoð og aðbúnaður
fyrir þá á næsta sjúkrahúsi eða heilsugæslu. Að-
staðan skuli vera skilin frá annarri sjúkra-
aðstöðu vegna öryggisþátta.
Að sögn Jóns Þórs Ólasonar, lögfræðings í
Dómsmálaráðuneytinu, er mikil áhersla lögð á
að gott samráð sé á milli lögreglunnar, heil-
brigðisstofnana, björgunarsveita og mótshald-
ara. Varðandi kynferðislegt ofbeldi segir hann
að lögreglustjórum beri að fylgja eftir leiðbein-
Gott samráð mikilvægt
i
f
r
s
a
á
RJÚPNAVEIÐI BÖNNUÐ
Siv Friðleifsdóttir, umhverfis-ráðherra, hefur bannað veiðar
á rjúpu í þrjú ár. Náttúrufræði-
stofnun hafði lagt til fimm ára
bann. Í viðtali við Morgunblaðið á
Netinu í gær sagði ráðherrann
m.a.: „Þessi ákvörðun er tekin á
þeim grundvelli að veiðar hefjist
aftur árið 2006. Auðvitað veit mað-
ur ekki hvernig staðan verður þá
en það er mjög líklegt að stofninn
fari í uppsveiflu núna næstu ár.“
Þessi ákvörðun umhverfisráð-
herra er skynsamleg og rétt í ljósi
stöðu rjúpnastofnsins. Skotveiði-
menn, sem kunna þessari ákvörð-
un misjafnlega, verða að kyngja
því að mat sérfróðra manna á
stöðu rjúpnastofnsins fái að ráða
ferðinni.
Viðhorf til veiða eru að breytast
í takt við þær breytingar, sem orð-
ið hafa á viðhorfi til náttúrunnar
almennt. Það er t.d. athyglisvert
hvers konar bylting hefur orðið í
viðhorfi fólks til laxveiða. Sú var
tíðin, að þeir sem veiddu flesta
laxa á sumrin þóttu miklir afreks-
menn. Magnveiði á laxi er ekki
lengur fagnað og raunar þykir
mörgum, sem hún eigi ekki við.
Þeim Íslendingum fer fjölgandi,
sem veiða lax og sleppa. Þeim fer
líka fækkandi, sem nota maðk til
laxveiða.
Rjúpan er partur af íslenzkri
náttúru alveg eins og laxinn og
þess vegna hvalurinn við strendur
landsins. Skotveiðimenn eiga ekki
að gagnrýna Siv Friðleifsdóttur
fyrir að gera ráðstafanir til að
vernda rjúpnastofnun. Þeir eiga
þvert á móti að fagna ákvörðun
hennar. Enginn hefur lagt til að
rjúpnaveiðar verði bannaðar að
fullu og öllu en það væri okkur til
skammar ef við höguðum okkur á
þann veg að rjúpan nánast hyrfi.
Landsmenn geta vel komizt af
um nokkur jól án rjúpu á matar-
borðinu.
Rjúpan setur svip á umhverfi
sitt og Ísland yrði fátækara land
ef hún hyrfi að mestu.
Við eigum með umgengni okkar
að stuðla að því að Ísland verði í
náttúrulegum skilning ríkt land,
sem bætir afkomu þjóðarinnar
ekki með því að náttúrufegurð
verði eytt og svo nærri gengið
hvölum, laxi og rjúpu, svo dæmi
séu nefnd, að lítið verði eftir af
þeim heldur þvert á móti að stuðl-
að verði að eflingu þessara stofna
og að fólk fái að njóta þeirra með
jákvæðum hætti.
Ísland væri fátækara land ef
ekki hefði tekizt á mörgum ára-
tugum að vernda arnarstofninn á
þann veg, sem við blasir.
Umhverfisráðherra á heiður
skilið fyrir þetta framtak.
SAMKEPPNI Á
BENSÍNMARKAÐI
Það er greinilegt að sam-keppni um sölu á olíu ogbensíni mun harðna á
næstunni. Tvö fyrirtæki, Atlants-
olía og Baugur, hafa lýst yfir að
þau stefni að því að opna nýjar
bensínstöðvar. Forsvarsmenn
beggja þessara fyrirtækja hafa
reynslu af því að berjast á mörk-
uðum þar sem hörð samkeppni er
fyrir og hafa lagt áherslu á að
bjóða vöru sína og þjónustu á sem
lægstu verði.
Tilkoma verslana Bónuss, sem
voru grunnurinn að því viðskipta-
veldi sem Baugur er í dag, ollu
straumhvörfum á íslenskum smá-
sölumarkaði. Atlantsskip hafa
sýnt og sannað á undanförnum
árum að hægt er að lækka gjald-
skrá í vöruflutningum til og frá
Íslandi.
Atlantsolía stefnir að því að
hefja sölu á olíu til stórnotenda
strax í næstu viku en einnig hefur
félagið uppi áform um að opna tíu
sjálfsafgreiðslustöðvar á höfuð-
borgarsvæðinu innan árs. Það er
ljóst að umræða um viðskipta-
hætti olíufélaganna hefur orðið til
að flýta áformum Atlantsolíu um
opnun bensínstöðva. „Uppruna-
lega ætluðum við okkur að fara
mun hægar í sakirnar en í ljósi at-
burðarásarinnar núna ákváðum
við um liðna helgi að fara á fullt í
það að byggja upp tíu sjálfsaf-
greiðslustöðvar á höfuðborgar-
svæðinu. Við fundum einfaldlega
fyrir miklum þrýstingi og það er
greinilegt að fólk vill fá þessar
stöðvar núna. Við erum að bregð-
ast við því kalli og ætlum því að
drífa þetta í gang. Fólk vill ódýrt
eldsneyti og virka samkeppni,“ er
haft eftir Stefáni Kjærnested,
einum eigenda Atlantsolíu, í
Morgunblaðinu í gær.
Stefán færir einnig rök fyrir því
að Atlantsolía muni geta boðið
upp á olíu og bensín á lægra verði
og haft af því hagnað. Hann bend-
ir á að hjá Atlantsskipum, sem er
með um 10% af flutningum til og
frá landinu, starfi einungis tólf
manns á skrifstofu og í vöruhúsi.
Sama stefna verði viðhöfð hjá Atl-
antsolíu.
Þessari væntanlegu samkeppni
ber að fagna. Íslenski markaður-
inn hefur á allt of mörgum sviðum
borið keim af fákeppni. Innkoma
fyrirtækja á borð við Atlantsolíu
getur vonandi tryggt harðari
samkeppni og þar með betri kjör
fyrir neytendur, stóra sem smáa.