Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 32

Morgunblaðið - 25.07.2003, Síða 32
UMRÆÐAN 32 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ að kemur alltaf fiðr- ingur í magann á mér þegar versl- unarmannahelgin nálgast. Að pakka niður stuttbuxunum, smyrja nest- ið og tékka á tjaldinu fylgir þess- um tíma árs og því miður, að kanna ástand pollagallans, því oft vill nú dropa úr lofti á þessum árstíma. Frá því ég var fjórtán ára hef ég flestar verslunarmannahelgar sótt útihátíðir eða farið á aðra staði þar sem fólk hefur safnast saman hér og þar á landinu og er svo heppin að eiga eingöngu góð- ar minningar frá öllum þessum hátíðum. Fyrst var það Laug- arvatn 1988 og í kjölfarið fylgdu þrjár góðar helgar í Húnaveri. Þar var mesta stuðið og eng- um fannst til- tökumál að aka landið þvert og endilangt til að skemmta sér í góðra vina hópi norður í landi. Svo var það Halló Akureyri ’96 en eftir það lét ég staðar numið í útihátíðunum þar til árið 2001. Þá fór ég á mína fyrstu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Það hafði reyndar staðið til á mínum fyrstu útihátíðarárum að fara á Þjóðhátíð, en svo var alltaf eitthvað eða einhver sem dró mig annað. Sem er sennilega besta mál, því að upplifa þjóðhátíð, vel komin að þrítugu, var alveg ein- stakt. Áður en ég fór á Þjóðhátíð hafði ég oft velt því fyrir mér hvað það væri eiginlega við þessa blessuðu hátíð sem fengi fólk til að fara ár eftir ár til Eyja. Var þessi útihátíð á einhvern hátt frá- brugðin öðrum hátíðum? Var þetta ekki bara ball, fyllirí og sveitt nesti eins og á hverri ann- arri hátíð? Eftir að hafa sjálf upp- lifað þetta er svarið hreint og klárt NEI. Hefðir hátíðarinnar og stemmningin er mögnuð og er sögð í þeim fjölmörgu Eyjalögum sem samin hafa verið í gegnum tíðina. Þjóðhátíð er nefnilega alveg sér á báti. Hvert ferðalag á Þjóðhátíð byrjar með báts- eða flugferð til Heimaeyjar. Alvöru þjóðhátíðarfarar (ég þekki t.d. nokkra sem eru búnir að fara 12– 15 sinnum í röð) fara með Herj- ólfi og myndu ekki segja frá því ef þeir tækju flug til Eyja. Spenn- an stigmagnast um borð þegar ferjan nálgast eyjarnar og Eyja- lögin eru rauluð á leiðinni. Eða eins og segir í texta þjóðhátíð- arlagsins í ár: Eyjan sem eitt sinn undir ösku lá þar lifna vonir við og lífsins þrá og ég nálgast þig fagra Heimaey. Á hafnarbakkanum tekur við úthlutun farangurs og þegar allir hafa tekið föggur sínar er hoppað upp í hina frumlegu bekkjarbíla og rennt inn í Herjólfsdal við dynjandi Eyjatónlist. Fólk á öllum aldri sækir hátíð- ina og hlýðir á skemmtilega dag- skrá fram á kvöld. Þessu andrúmslofti er best lýst í Eyjalaginu frá 1999: Er kvölda tekur færast yfir mannskapinn Undurfagrir straumar, ljúfur blær. Ástin kviknar, ljósadýrð um himininn kveikt í hjörtum okkar alltaf fær. Hápunktur kvöldsins er svo brenna á Fjósakletti og flug- eldasýning. Yndisleg upplifun. Þannig er nefnilega mál með vexti að á hverju kvöldi helg- arinnar er einn fastur liður sem er algjörlega ómissandi. Á laug- ardagskvöldinu er það flugelda- sýning sem á fáa sína líka og á sunnudagskvöldinu er það svo brekkusöngur og varðeldur sem svíkur engan. Þannig hefur það verið í áraraðir og að þessu þrennu geta Þjóðhátíðargestir gengið vísu ár eftir ár. Eins og segir í einu Eyjalaganna: Brekkusöngur, bálkösturinn, allt á sín- um stað. Flestir Eyjafarar eru sammála um að brekkusöngurinn að kveldi sunnudags sé sá þáttur Þjóðhá- tíðar sem setji punktinn yfir i-ið – enda hátíðinni þá senn að ljúka. Sennilega á þessi hefð sinn þátt í því að halda uppi merkjum gam- alla íslenskra dægurlaga. Þessu er lýst ágætlega í Eyjalaginu frá 1989: Í Brekkunni er sungið dátt um hetjudáð og höf. Gullkornin sem Geiri og Ási færðu oss að gjöf. Ófá samböndin hafa byrjað (og endað) á þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum enda rómantíkin við völd í Dalnum alla helgina þó að dólgs- læti í sumum vöskum peyjum verði til þess að ekki nokkur meyja lítur við þeim. Hreimur Heimisson lýsir því þegar ástin kviknar á Þjóðhátíð í Eyjalagi síðasta árs: Á Þjóðhátíð, þar hitti ég þig og held þér fast í örmum mér, á Þjóðhátíð Svo er komið að kveðjustund og eftir vökunætur ganga Þjóðhá- tíðargestir aftur um borð í Herj- ólf, sumir hverjir í fylgd mjög ið- inna timburmanna eftir gleði helgarinnar. En örvæntið ekki, hátíðin kemur að ári á ný (2000): Eyjan mín ég yfirgef þig brátt Að ári mun ég hitta þig á ný. Í mánuði og vikur margar bíð En mig mun aldrei vant'á þjóðhátíð. Minningar mínar frá Þjóðhátíð í Eyjum 2001 munu fylgja mér alla ævi. Uppskrift að góðri Þjóðhátíð er einföld: Gott skap, góðir vinir og tillitsemi við aðra. Þá geta allir tekið undir þessi orð (2002): Það er dularfull ágústnótt, ég horfi á allt þetta fólk ólýsanleg vinátta. Vonandi leggjast allir á eitt í ár til að gera Þjóðhátíð og aðrar útihátíðir verslunarmannahelg- arinnar sem gleðilegastar svo all- ir geti farið heim með góðar minningar í hjarta, því (2001): Lífið er yndislegt, sjáðu, það er rétt að byrja hér. Lífið er yndislegt, með þér. Lífið er yndislegt Vonandi leggjast allir á eitt í ár til að gera Þjóðhátíð og aðrar útihátíðir verslunarmannahelgarinnar sem gleðilegastar svo allir geti farið heim með góðar minningar í hjarta. VIÐHORF Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem Morgunblaðinu blöskrar eig- in fréttaflutningur. Það virðist þó hafa gerst í gær, fimmtudaginn 24. júlí, þegar fjallað var um „ónauðsyn- leg dráp á dýrum“ í leiðara blaðsins. Tilefni skrifanna var frétt sem birt- ist daginn áður um ísbjörn sem felldur var á Grænlandi fyrir skemmstu, en sú frásögn virðist hafa farið fyrir brjóstið á leið- arahöfundi blaðsins en það end- urspeglast m.a. í orðunum: „Það er ekki að undra að margir hrökkvi við slíkar frásagnir af veiðum á hvítabjörnum“. En það hafa fleiri hrokkið við en leiðarahöfundur. Þar á meðal undirritaður, en ekki vegna frá- sagnarinnar af hinum fellda hvítabirni. Það er efni leiðara Morgunblaðsins sem varð þess valdandi að undirrituðum brá í brún. Í leiðaranum segir m.a.: „Inúít- ar á Grænlandi veiddu villt dýr sér til matar en aðeins eftir þörf- um hverju sinni og voru þannig veiðarnar algerlega sjálfbærar“. Þarna hefur leiðarahöfundi orðið á í messunni, því veiðar inúítanna koma sjálfbærni veiðanna ekkert við. Með sjálfbærum veiðum er átt við að ekki sé veitt meira úr veiðistofninum en hann þolir. Það að veiðimennirnir hafi aðeins veitt til að framfleyta sér og sín- um og ekki tekið meira til sín en nam þeirra eigin þörfum segir ekkert um sjálfbærni veiðanna. Með því hugtaki er átt við veiði- þol veiðistofnsins, að hann sé sjálfbær en ekki ofveiddur. Þarf- ir veiðimannanna koma því ekk- ert við. Það að veiða fyrir nauð- þurftum veiðimanna gæti falið í sér gegndarlausa ofveiði á veiði- stofni. Þarna er því um grund- vallar misskilning leiðarahöf- undar að ræða sem kryddaður er með skorti á þekkingu. En þetta er ekki það eina sem vert er að staldra við í umrædd- um leiðara. Það má með sanni segja að þar ríði vitleysan ekki við einteyming. Í þessum kostu- legu skrifum segir einnig: „Veið- ar á villtum dýrum sem ekki eru stundaðar af nauðsyn, eins og til að framfleyta fjölskyldunni, af vísindalegum ástæðum eða vegna þess að mönnum stafar bráð hætta af, eru illskiljanlegar. Bú- svæðum og stofnum dýra um all- an heim stafar hætta af mann- inum, athöfnum hans og atvinnulífi. Það er því óskilj- anlegt að bæta gráu ofan á svart með því að elta uppi saklaus dýr sér til gamans.“ Margvíslegar veiðar eru stund- aðar á Íslandi og í flestum til- vikum stunda menn þær sér til ánægju. Þar á meðal má nefna veiðar á laxi og silungi. Skotveið- ar á ýmsum fuglategundum eru stundaðar, svo sem á grágæs, heiðagæs, helsingja og blesgæs. Ýmsar tegundir anda eru líka skotnar í stórum stíl, tugþús- undir svartfugla og lunda eru drepnar, ýmist með skotvopnum eða veiddar í háf og einnig eru rjúpur skotnar í miklum mæli. Er þá langt því frá allt upp talið sem hér er veitt. Í öllum tilvikum er hér um að ræða það sem Morgunblaðið kallar „að elta uppi saklaus dýr sér til gamans“ og falla undir flokkinn „ónauðsynleg dráp á dýrum“. Engan veit ég um sem er nauðbeygður til veiða, t.a.m. til þess að framfleyta fjöl- skyldu sinni og ekki stafar nokkrum manni hætta af áður- nefndum dýrum. Því er von að spurt sé: Ætlar Morgunblaðið að berjast fyrir allsherjar banni á stang- og skotveiði á Íslandi á grundvelli firringar leiðarahöf- undar blaðsins sem virðist kom- inn óravegu frá uppruna sínum? Í lok leiðarans bítur höfundur hans höfuðið af skömminni ef svo mætti að orði komast. Þar er þessi kostulegu orð að finna: „Margir skilja ekki hvers vegna slíkum athöfnum (þ.e. veiðum innsk. höf.) er hampað í fjöl- miðlum og er Morgunblaðið þar ekki undan skilið, því ónauðsyn- leg dráp á villtum dýrum ættu að heyra sögunni til.“ Hvað er það sem Morgunblaðið skilur ekki? Skilur blaðið ekki sjálft sig, að það skuli „hampa slíkum athöfnum“? Benda má leiðarahöfundi á þá staðreynd að drápi á villtum dýr- um eru gerð ágæt skil í Morgun- blaðinu, m.a. með því að halda úti nær daglega fréttum af stanga- veiði undir yfirskriftinni „Eru þeir að fá’ann?“ Einnig birtast í fjölmiðlum, þ.á.m. Morgun- blaðinu, reglulega fréttir af skot- veiði og aflabrögðum skotveiði- manna. Árviss er fréttin af „jólarjúpunni“ og væntanlegu verði hennar, offramboði eða skorti. Allur slíkur fréttaflutn- ingur fjallar með einum eða öðr- um hætti um „ónauðsynleg dráp á villtum dýrum“ eins og Morg- unblaðið nefnir það. Mér er nær að halda að höf- undur þessa leiðara sé náskyldur kerlingunni sem sagðist ekkert skilja í því að menn væru að skjóta blessaða rjúpuna, þegar hægt væri að fá hana keypta í kjötbúð Tómasar! Það er von mín að Morgun- blaðið dragi til baka í heilu lagi þennan kjánalega leiðara, því blaðinu er ekki sæmandi að bera á borð aðra eins vitleysu og þar birtist. Allra síst í þjóðfélagi eins og Íslandi, þar sem veiðar eru vinsælt tómstundagaman. Ég trúi því að sportveiðar verði stund- aðar hér á landi um ókomna tíð og íslenskir veiðimenn fái að ganga óáreittir til leiks og veiða dýr og fugla með góðri samvisku, án afskipta Morgunblaðsins, líkt og gert hefur verið frá því land byggðist. Firring leiðara- höfundar Eftir Ólaf E. Jóhannsson Höfundur er veiðimaður. NÚ þegar um fjórir mánuðir eru liðnir frá innrás Bandaríkjanna og Bretlands í Írak og upphafi her- námsins verður það æ ljósara að rétt- læting innrásar- innar var byggð á samantvinnaðri haugalygi og þvælu. Þetta var að vísu ljóst frá upphafi og höfðu forsprakkar innrásarinnar ekki meiri trú á eigin málatilbúnaði en svo, að sífellt var slegið úr og í þegar réttlæta þurfti innrásina. Þegar ekki var lengur hægt að telja neinum trú um að gereyðing- arvopn væru í Írak var það allt í einu ekkert aðalatriði en boðað var að á næstu dögum kæmu fram sannanir um tengsl Saddams við Al Qaeda. Þegar það reyndist síðan of fjarstæðukennt var einhverju öðru slegið fram þannig að tilgangslítið virtist að fletta ofan af ákveðnum röksemdum því erfitt var að henda reiður á hverjar voru í gildi. Undanfarnar vikur hafa fjöl- miðlar beggja vegna Atlantshafsins þó reynt að raða brotunum saman og varpa ljósi á blekkingaleikinn. BBC hefur jafnvel neitað að draga til baka fullyrðingar um að ríkis- stjórn Bretlands hafi hagrætt leyniþjónustuskýrslum til að styrkja áróðursstöðu sína. Þetta hefur valdið stríðsherrunum veru- legum vandræðum, sérstaklega Tony Blair en ekki er venja að taka mikið mark á gagnrýni sem beinist að foringjanum í Bandaríkj- unum. Ekki hafa íslenskir fjölmiðlar sýnt því mikinn áhuga að kanna hvaða forsendur lágu að baki áköf- um stuðningi íslenskra stjórnvalda við herförina, hvort það væri vegna þess að annars gætu Írakar gripið til gereyðingarvopna með 45 mín- útna fyrirvara eða einhver önnur upplogin ástæða. Íslenskir fjöl- miðlar hafa aldrei þótt skeleggir en undirlægjuháttur þeirra sló samt öll met í aðdraganda og framvindu stríðsins og hernáms Íraks. Vaðall- inn úr ráðherrunum var birtur at- hugasemdalaust og önnur sjónar- mið komust varla að. Í stað þess að fjalla um stuðninginn við stríðið sem aðild að glæp var fjallað um hann sem eðlilegan hlut sem í mesta lagi gæti verið álitamál. Nú er þó eins og áhugi fjöl- miðlanna vakni til hálfs hvað snert- ir stöðu Tonys Blairs. Þegar Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, nefndarformaður Samfylking- arinnar, kom heim af krata- ráðstefnu í London nýverið var hún í útvarpsviðtali m.a. spurð hvort hún teldi, að þetta hneyksli og innanflokksóánægja gæti orðið Blair að falli. Hún hafði miklar efa- semdir um það enda væri enginn í sjónmáli sem gæti tekið við af hon- um. Þá sagði hún að Tony Blair væri óvenju farsæll stjórn- málamaður og því til stuðnings kom fram það eitt, að hann hefði haldið völdum lengur en nokkur leiðtogi Verkamannaflokksins til þessa. Það vakti sérstaka athygli und- irritaðs að hægt væri að meta far- sæld stjórnmálamanna eftir því hve lengi þeir halda völdum. Tony Blair hefur gengið lengra í að framkvæma stefnu Margaret Thatcher en Íhaldsflokkurinn hefur þorað. Einkavæðingin í Bretlandi hefur valdið almenningi miklum búsifjum. Vatnsveitunum hefur hrakað svo að rætt hefur verið um nauðsyn þess að taka þær til baka úr höndum einkaaðila. Lestakerfið er gengið úr skorðum og öryggi þess hefur hrakað stórlega. Einka- væðing á öðrum sviðum almanna- þjónustu hefur hliðstæð áhrif og kostnaður almennings eykst stórum þvert á það sem oftast er haldið fram. Loks hefur verkalýðs- hreyfingin verið lögð í rúst og Verkamannaflokkurinn er slík eyði- mörk, að enginn er hæfur til að taka við af Blair. Ofan á allt annað fer hann í fararbroddi gegn heimsfriðnum og beitir fölsunum til réttlætingar. Ef þetta er farsæld þá verður hún hér á landi helst heimfærð upp á ríkisstjórnina og mætti taka enda sem fyrst. Ef nefndarformaður Samfylkingarinnar hefur ekki upp á neitt betra að bjóða en þá hug- myndafræði lafði Macbeth, að póli- tík snúist um það eitt að ná völdum og halda þeim hvað sem það kostar og halda áfram stefnu fyrirrennar- ans, þá getur það tæpast talist val- kostur fyrir almenning á Íslandi. Ef Samfylkingin ætlar að hafa Tony Blair að fyrirmynd sinni hef- ur hún ekkert hlutverk í íslenskri pólitík annað en hugsanlega afleys- ingaþjónustu fyrir íhaldið. Um farsæld stjórnmálamanna og fleira Eftir Þorvald Þorvaldsson Höfundur er trésmiður og stjórn- armaður í Vinstri - grænum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.