Morgunblaðið - 25.07.2003, Side 37
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 37
✝ Ásgeir HaukurMagnússon
fæddist í Reykjavík
23. júní 1936. Hann
lést í Sydney í Ástr-
alíu 12. júlí síðast-
liðinn. Ásgeir var
sonur hjónanna
Magnúsar G. Krist-
jánssonar, skrif-
stofustjóra í Slipp-
félaginu í Reykjavík
hf., f. á Ísafirði 13.7.
1904, d. 3.11. 1993,
og Svövu Sveins-
dóttur húsmóður, f.
á Hvilft í Önundar-
firði 12.9. 1909, d. 9.12. 1990.
Bróðir Ásgeirs Hauks er Jón
Hákon framkvæmdastjóri, kona
hans er Áslaug G. Harðardóttir,
börn þeirra eru Áslaug Svava,
gift Hannesi Þórissyni, og Hörð-
ur Hákon.
Ásgeir Haukur kvæntist 21.
júlí 1956 Jónu Sig-
urðardóttur frá Ak-
ureyri, f. 19.1.
1936, d. í Sydney
17.6. 1994. Þau áttu
tvo syni sem búa í
Ástralíu með fjöl-
skyldum sínum,
þeir eru: 1) Sigurð-
ur, f. 5.8. 1957,
kvæntur Svövu
Birgisdóttur
hjúkrunarfræðingi,
dætur þeirra eru
Karen og Kristín;
2) Magnús, f. 1.2.
1964, kvæntur Kim
Robbins lögfræðingi, dóttir
hennar er Jessica.
Ásgeir stundaði viðskipti
mestallan sinn starfsaldur, fyrst
í Reykjavík og síðan í Ástralíu.
Minningarathöfn um Ásgeir
verður í Seltjarnarneskirkju í
dag og hefst hún klukkan 15.
Fallinn er frændi minn Ásgeir
Haukur Magnússon, 67 ára, hinum
megin á hnettinum, í Sydney í
Ástralíu, eftir tæpa aldarfjórðungs
búsetu þarlendis. Hann er mér og
frændgarði mínum harmdauði.
Hann var sannkallaður gleðigjafi
frá fyrstu tíð. Langþráður frum-
burður foreldra sinna, Svövu
Sveinsdóttur og Magnúsar G.
Kristjánssonar, móðurbróður míns,
sem kenndur var við „Slippinn“.
Ásgeir var undrafljótur að brúa sex
ára aldursmun okkar og varð trún-
aðarvinur minn þegar á táningsár-
um sínum. Strax þá var honum
ljóst takmark sitt, sem var að kom-
ast til umsvifa í verslun, og ekki
sem búðarloka eða skrifstofublók.
Það tókst og veitti honum starfs-
ánægju og efnalega velsæld í
rýmra lagi, þótt á móti blæsi stund-
um.
Ásgeir var manna fríðastur og
myndarlegastur á velli og geislaði
frá sér ómótstæðilegri innri gleði.
Enginn varð hissa á að meyjar-
fansinn liti hann hýru auga, en
hann var háll sem áll, þar til Jóna
Sigurðardóttir frá Akureyri fékk
honum haldið, og þau gengu í
hjónaband rétt liðlega tvítug. Synir
þeirra, Sigurður og Magnús, komu
í heiminn 1957 og 1964. Allt virtist
leika í lyndi, en öllum að óvörum
upplýstu þau 1979 þá ákvörðun
sína að flytja búferlum til Ástralíu
og settust að í Sydney.
Grasið var ekki grænna handan
girðingarinnar, en þó bárust ekkert
nema góðar fréttir. Bæði undirrit-
aður, og bróðir minn, Gylfi, heim-
sóttum þau og fundum Ásgeir glað-
an og reifan, en óþyrmileg návist
óvinar vofði yfir, og hefur orðið
báðum að fjörtjóni, Jónu 17. júní
1994, og nú mínum kært kvadda
frænda og vini 12. júní sl.
Megi almættið veita sonum Ás-
geirs og fjölskyldum þeirra líkn
með þraut. Að lokum sendi ég inni-
legar samúðarkveðjur mínar og
systkina minna, þeirra Ástríðar,
Gylfa, Þorbjargar og Gerðar, og
skylduliðs okkar.
Sigurður Þ. Guðmundsson.
Hann Geiri frændi hefir runnið
sitt æviskeið og yfirgefið þennan
vonda heim. Það gerði hann úti í
Ástralíu, fjarri ættjörð sinni. Með
honum er horfinn litríkur persónu-
leiki og drengur góður. Það var
einhvern veginn þannig, að manni
fannst Geiri allt sitt líf vera að leita
að einhverju. Það virtist vera svo
margt, sem hann þráði og langaði
til að gera. Virtist hann eiga bágt
með að þurfa að sætta sig við líf
meðalmannsins, því hugur hans
stefndi til hærri hluta.
Síðasta áratuginn, sem hann,
eiginkonan Jóna og drengirnir
tveir, bjuggu á Fróni, var sem hann
væri að komast á þá hillu í lífinu,
sem hann hafði kannske alltaf ætl-
að sér. Hann rak heildverzlun og
stundaði innflutning, og var að
komast á sama svið og menn þeir í
viðskiftum og öðrum umsvifum,
sem hann hafði alltaf dáð og verið
samvistum við. Þeir voru flestir
eldri en hann og höfðu þannig haft
forskot í gæðakapphlaupi lífsins.
Líklega fannst Geira á þessum
tíma, að loksins væri hann orðinn
liðtækur og maður með mönnum.
En þegar allt virtist vera farið að
ganga svona vel, gerðu forlögin
Geira frænda alvarlegan grikk. Á
þeim árunum, um miðjan áttunda
áratug síðustu aldar, var það mjög
algengt, að ýmsir innflytjendur,
sem sumir voru ekki allt of loðnir
um lófana, gátu notað hina frægu
íslenzku kunningsskapsreglu til að
leysa vörur út úr tolli, áður en öll
lögleg gjöld höfðu verið greidd. Svo
seldu þeir vörurnar í hvelli og
greiddu strax tollana. Allt í einu
ákváðu yfirvöldin, að þetta mætti
ekki láta viðgangast lengur, og réð-
ust þau á garðinn þar sem hann var
lægstur og sakfelldu aumingja Ás-
geir, öðrum til viðvörunar. Var
hann dæmdur í fésektir og fór þá
burt af landinu. Flutti hann aldrei
aftur heim, en kom nokkrum sinn-
um í stuttar heimsóknir.
Á þeim aldarfjórðungi, sem lið-
inn er síðan fjölskyldan flutti til
Eyjaálfu, hafa skifst á skin og
skúrir. Þegar við vorum þar í heim-
sókn 1982, var Geiri með fyrirtæki,
sem sá um að fínpússa hús í ýmsum
litum og sá hann og hans starfsfólk
bæði um blöndun og sölu á efninu.
Þegar við ókum um Sidney, benti
hann okkur á þetta hótel eða hina
bankabygginguna, sem hans fyrir-
tæki hafði séð um að fínpússa. Var
hann hreykinn og mátti líka vera
það, því með dugnaði og elju var
hann að koma undir sig fótunum í
nýju umhverfi eftir skipbrotið í
heimalandinu. En svo komu erfiðir
tímar og alvarlega syrti í álinn,
þegar lífsförunauturinn, Jóna, féll
frá langt fyrir aldur fram. En syn-
irnir tveir og fjölskyldur þeirra
hafa alltaf verið stoðin og styttan.
Á þessum sorglegu tímamótum
vill hugurinn leita til baka og minn-
ingarnar um samverustundirnar
með Geira frænda streyma fram.
Allt frá barnsárunum í Vesturbæn-
um, en fjölskyldur okkar bjuggu
nálægt hver annari, var samgangur
góður. Var margt leikið og brallað
á þeim árunum. Svo komu tánings-
árin og rofnaði þá dálítið sam-
bandið. Leiðin lá svo í Sjómanna-
skólann hjá honum og innan
nokkurra ára var hann orðinn full-
gildur háseti á Ameríkusiglandi
Fossum, sem þótti nú heldur betur
fint í Reykjavíkinni þeirra daga.
Hann bar af samtíðarmönnum sín-
um í snyrtimennsku, var sundur-
gerðamaður í klæðaburði og gat
keypt föt í New York! Ekki var að
undra, að hann fengi viðurnefnið
Stæl, og ekki er víst, að honum hafi
verið neitt illa við að vera kallaður
Geiri Stæl.
Þótt við værum flutt til Ameríku,
hittumst við alltaf í Íslandsferðun-
um og gerðum okkur glaðan dag.
Jóna og Geiri voru glæsilegt par og
vel þekkt í hópi þess fólks, sem var
leiðandi í samkvæmislífinu á þeim
árunum. Erla lenti m.a. í þrítugs-
afmælinu hans, þegar hún var ein á
ferð heima, og var það veglegt
gildi. Þau hjónin komu einnig
nokkrum sinnum til Ameríku,
stundum með strákana með sér, og
eigum við margar skemmtilegar
minningar úr þeim ferðum. Geiri
var hlýr og einlægur í fasi og af-
burða skemmtilegur, enda kunni
hann frá mörgu að segja. Kímni-
gáfu hafði hann góða og hlátur-
mildur var hann. Svo hafði hann al-
veg einstakt lag á að skifta við
þjónustufólk á veitinga- og
skemmtistöðum. Hann fékk alltaf
beztu borðin og þjónustuna og þeir,
sem ríkjum réðu á þessum stöðum,
bukkuðu sig og beygðu fyrir hon-
um. Stundum fannst mér, að hann
hefði átt að leggja fyrir sig leik-
listina.
Hann kom til Flórída 1994 og
eyddi jólunum með okkur, dóttur,
tengdasyni og barnabörnum. Þetta
voru ánægjulegir endurfundir og
margar skemmtilegar minningar
voru ryfjaðar upp. Krökkunum
fannst Ásgeir frændi frá Ástralíu
alveg sér í flokki, enda var hann
með afbrigðum barngóður, og fékk
hann fyrir þeim lítinn frið. En við
sáum, að hann var ekki sami káti
Geiri frá gamalli tíð, enda var lífið
farið að tuska hann til og var hann
farinn að leita of oft á náðir Bakk-
usar konungs.
Síðan höfum við skifst á bréfum
og verið í símasambandi. Oftast var
hann kátur, vongóður og bjartsýnn,
líklega oft allt of bjartsýnn. Hlut-
irnir vildu ekki alltaf spilast út eins
og hann hafði vænst. Ekki vitum
við, hvort Geiri, hin leitandi sál,
fann það sem hann virtist telja sig
vanta. En nú þarf hann ekki að
leita lengur og þá verða heldur
ekki fleiri vonbrigðin. Hann lifði
sínu lífi eftir því sem hann bezt
kunni og gat. Vinir og ættingjar
minnast hans með söknuði. Við
Erla, dóttir okkar Unnur María og
hennar fjölskylda, vottum sonunum
Sigurði og Magnúsi og bóðurnum
Jóni Hákoni og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð. Blessuð sé
minning Geira frænda.
Þórir S. Gröndal.
ÁSGEIR H.
MAGNÚSSON
Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og
útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
JÓNU GUÐRÚNAR VILHJÁLMSDÓTTUR,
Sæborg,
Skagaströnd.
Skafti Fanndal Jónasson,
Hjalti Skaftason, Jónína Arndal,
Jónas Skaftason,
Vilhjálmur Kristinn Skaftason, Salóme Jóna Þórarinsdóttir,
Anna Eygló Skaftadóttir, Gunnþór Guðmundsson,
Þorvaldur Hreinn Skaftason, Erna Sigurbjörnsdóttir
Valdís Edda Valdimarsdóttir, Hlíðar Sæmundsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og út-
för eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
ÁKA SIGURÐSSONAR,
Ægisgötu 8,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæsludeildar
Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar.
Heiður Jóhannesdóttir,
Jóna Kristín Ákadóttir,
Sigurður Þór Ákason,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð,
vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkæru
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langöm-
mu,
BJARNÝAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Bröttugötu 2,
(áður Urðavegi 40),
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestmanna-
eyja fyrir hlýju og góða umönnun í hennar garð.
Guð veri með ykkur öllum.
Ásta Kristinsdóttir, Ragnar M. Guðnason,
Sigfríð Kristinsdóttir, Jón Kristófersson,
Jóna Björg Kristinsdóttir, Erling Þór Pálsson,
Eygló Kristinsdóttir, Grímur Guðnason,
Guðrún Bjarný Ragnarsdóttir, Þorvarður V. Þorvaldsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
ÓLAFS SIGFÚSSONAR,
Núpasíðu 10g,
Akureyri.
Sigríður Jóhannesdóttir,
Randý, Rut og Róbert Ólafsbörn
og fjölskyldur.
Innilegar þakkir til hinna fjölmörgu sem sýndu
okkur samhug og hlýju við andlát og útför ást-
kærs eiginmanns míns, föður, fóstra, afa og
langafa okkar,
HALLGRÍMS JÓHANNS JÓNSSONAR
flugstjóra,
síðast til heimilis í Þýskalandi.
Ingrid Krüger,
Jón Hallgrímsson, Svanhildur Sigurðardóttir,
Margrét Hallgrímsdóttir Plaice, Dennis Plaice,
Óskar G. Hallgrímsson, Valgerður Bjarnardóttir,
Sigríður Hallgrímsdóttir,
Rannveig Garðarsdóttir, Guðmundur Hauksson,
Gísli Baldur Garðarsson, Helga Baldursdóttir,
Carlos A. Ferrer, Yrsa Þórðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
Innilegar þakkir sendum við öllum, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
GUÐRÚNAR DAGBJARTAR
SVEINBJÖRNSDÓTTUR,
Hrafnistu, Reykjavík.
Sérstakar þakkir fyrir hlýhug og góða umönnun
sendum við starfsfólki á E3 Hrafnistu.
Börn, tengdabörn,
ömmubörn og langömmubörn.