Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 25.07.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ JÓN Viktor Gunnarsson (2. 411) á nú góða möguleika á að tryggja sér stórmeistaraáfanga í lokaum- ferðum opna tékkneska meistara- mótsins eftir frábæra frammistöðu í fyrstu sex umferðunum. Það yrði þá líklega í fyrsta skipti frá árinu 1996 að íslenskur skákmaður nær stórmeistaraáfanga þannig að hér yrði um stórtíðindi að ræða. Jón Viktor hefur fengið 4½ vinning og meðalstig andstæðinga hans eru 2. 479. Hann er því að tefla af styrk- leika sem samsvarar 2. 672 stigum sem er vel umfram það sem til þarf vegna stórmeistaraáfanga. Hann hefur jafnframt unnið sér inn 20 skákstig í mótinu fram til þessa. Allt veltur þó á árangrinum í síð- ustu þremur umferðunum, þótt óhætt sé að segja að útlitið sé bjart. Þannig hefur Jón Viktor fengið 2½ vinning gegn þeim þremur stórmeisturum sem hann hefur mætt og lagði m. a. Vladislav Borovikov sem er með 2. 590 skák- stig. Sigurbjörn Björnsson (2. 302) gæti einnig náð áfanga að alþjóð- legum meistaratitli þrátt fyrir tap í sjöttu umferð. Hann hefur fengið 3½ vinning gegn andstæðingum sem eru með 2. 393 stig að með- altali. Frammistaða hans fram til þessa er rétt yfir þeim mörkum sem ná þarf vegna AM-áfanga. Ís- lenskir skákáhugamenn verða því á nálum næstu daga og eiga eftir að fylgjast grannt með þeim Jóni Viktori og Sigurbirni. Staða Íslendinganna í A-riðli á mótinu er þessi eftir sex umferðir: 10. Jón Viktor Gunnarsson 4½ v. 92. Sigurbjörn Björnsson 3½ v. 129. Stefán Kristjánsson 3½ v. 161. Dagur Arngrímsson 3 v. 197. Ingvar Jóhannesson 3 v. 242. Bragi Þorfinnsson 2½ v. 280. Jón Árni Halldórsson 2 v. 293. Lenka Ptacnikova 2 v. 297. Guðmundur Kjartansson 2 v. 314. Sigurður P. Steindórss. 1½ v. Keppendur í A-riðli eru 350. Í B- riðli tefla sex Íslendingar og er staða þeirra þessi: 222. Haraldur Baldursson 3 v. 227. Kjartan Maack 3 v. 250. Einar K. Einarsson 3 v. 272. Guðni S. Pétursson 3 v. 338. Ólafur Kjartansson 2½ v. 374. Kjartan Guðmundsson 2 v. Keppendur í B-riðli eru 456. Arnar Sigurðsson tefli í C-riðli og hefur fengið 1½ vinning. Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson Svart: Borovikov Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 7. Rb3 Be6 8. f4 exf4 9. Bxf4 Rc6 10. h3 -- Nýr leikur í stöðunni, þótt hann komi oft síðar. Oftast er leikið strax 10. Dd2, eða 10. De2. 10. . . Be7 11. De2 Rd7 12. 0–0–0 Rde5 13. Kb1 0–0 14. g4!? -- Þessi leikur hefur ekki sést áður í þessari stöðu, svo vitað sé. Þekkt er 14. Rd5 Hc8 15. Dd2 Bf6 16. g4 Bxd5 17. exd5 Rf3 18. Df2 Rce5 19. Be2 Rh4 20. Bg3 Rc4 21. Bxc4 Hxc4 22. c3 Rg6 23. Rd2 Ha4 24. Hhe1 Da5 25. Rb3 Dc7 26. Rd4 Be5 27. Rf5 f6 28. Rd4 Da5 29. Rb3 Db5, með jafntefli löngu síðar (Fogarasi-Loginov, Búdapest 1994). 14. . . b5!? Svartur veikir reitinn á c6, sem reynist honum erfitt í framhaldinu. Eftir 14. . . Bxb3 15. axb3 Hc8, t. d. 16. Rd5 Bg5 17. Bh2 He8 18. Bg2 Re7 19. Rc3 19. . . R7g6 20. Hhf1 kemur upp vandmetin staða, sem líklega er nokkuð jöfn. 15. Dg2!? He8 16. Rd5 Bf8 17. g5 Bxd5 Svartur á varla betri leik. Eft- irfarandi afbrigði sýnir þá erfið- leika, sem svartur getur ratað í: 17. . . Hb8 18. Be2 a5 19. h4 a4 20. Rc5 b4!? 21. Rxa4 Da5 22. b3 Re7? 23. Rf6+! gxf6 24. gxf6+ R7g6 25. h5 Hb7 26. Hdg1 Hc8 27. Bxe5 dxe5 28. Bg4 Da6 29. Bf5 Dc6 30. Bxg6 Kh8 31. Bxh7! Hxh7 32. Hxh7+ Kxh7 33. Dg6+ Kh8 34. Dh5+ og mátar. 18. exd5! Ra5 19. Rd4 Rac4 20. h4 g6 Eftir þennan leik opnar hvítur sér strax línur til sóknar gegn svarta kóngnum, en hvað á svartur að gera? Til dæmis 20. . . Hc8 21. h5 Da5 22. g6 fxg6 23. hxg6 h6 24. Bxc4 Hxc4 25. Bxe5 dxe5 26. Df2 Dc7 27. Hhf1 Hc8 28. Re6 De7 29. Df7+ Dxf7 30. gxf7+ (30. Hxf7 He8 31. Hdf1 Hcc8 32. Kc1 vinnur einnig létt) 30. -- Kh7 31. d6 og svartur ræður ekki við hvítu frí- peðin, dyggilega studd af sterkum riddara á e6. 21. h5 Bg7 22. hxg6 hxg6 23. Dh3 Db6 24. Dh2 – Þetta leiktap virðist óþarft: 24. Bxc4 bxc4 (24. . . Rxc4 25. Dh7+ Kf8 26. Re6+ fxe6 27. Hhf1 Ke7 28. Dxg7+ Kd8 29. Df6+ Kc8 30. Dxg6 He7 31. dxe6) 25. Bxe5 dxe5 26. Rc6 e4 27. c3 e3 28. Hh2 e2 29. He1 De3 30. Dxe3 Hxe3 31. Hhxe2 Hg3 32. Hd1 Hxg5 33. d6 Bf6 34. d7 Kf8 35. Hde1 Kg7 36. He8 og hvítur vinnur. 24. . . Kf8 25. Re6+!? -- Jón er hvergi banginn, en ef til vill var öruggara að leika 25. Bxc4 bxc4 26. c3 Ha7 27. Hdf1 Hae7 28. Re6+ Hxe6 (28. . . fxe6 29. Be3+ Hf7 30. Bxb6) 29. dxe6 Hxe6 30. Bxe5 dxe5 og svartur hefur aðeins peð upp í skptamunin, sem hann er búinn að missa, en það dugar varla til að bjarga taflinu. 25. . . Hxe6?! Ekki er að sjá, að hvítur geti unnið, eftir bestu vörn svarts: 25. . . fxe6 26. Bxc4 bxc4 27. Hdf1 Dxb2+! 28. Kxb2 Rf3+ 29. Be5 Bxe5+ 30. Dxe5 dxe5 31. Hxf3+ Ke7 32. Hf6 Kd6 33. Hd1 e4! 34. Kc3 Ke5 35. d6 Had8 og nú gengur 36. Kxc4 ekki, vegna 36. -- Hxd6 37. Hxd6 Hc8+! 38. Kb3 Kxd6 39. Hxg6 e3 og hvítur má þakka fyrir jafnteflið. Staðan er svo gífurlega flókin, að erfitt er að fullyrða um niðurstöð- una af nákvæmri rannsókn á henni. 26. dxe6 Ha7 Eftir 26. . . fxe6 27. Bxc4 bxc4 28. Bxe5 Bxe5 29. Dh6+ Ke8 30. Dxg6+ Kd7 31. Hh7+ Kc6 32. De4+ Kc5 33. Hb7 Da5 34. b4+ cxb3 35. cxb3 d5 (35. . . Dc3 36. Hc7+) Kb5 37. Hxc3 Bxc3 38. Dc4+ Kb6 39. Hxd6+ 36. Dxe5 eru lokin skammt undan. 27. exf7 Hxf7 28. Bc1 Dc5 29. Bxc4 Rxc4 30. Hhf1 Ra3+ Eða 30. . . Hxf1 31. Hxf1+ Kg8 32. Hh1 og svartur á enga haldgóða vörn við hótununum, Dh7+, ásamt Hf1+, t. d. 32. . . Df5 33. Dh7+ Kf8 34. Hh4 Be5 35. b3 Rb6 36. Db7 Rc8 37. Dxa6 o. s. frv. 31. bxa3 Dc3 32. Hxf7+ Kxf7 33. Hf1+ Ke7 34. Hf6 og svartur gafst upp, því að hann á enga von um björgun, með manni minna. Politiken Cup Þrír íslenskir skákmenn tefla á Politiken Cup sem fram fer í Kaup- mannahöfn dagana 14. -25. júlí. Það eru Sverrir Norðfjörð (2. 057), Hafsteinn Ágústsson (1. 929) og Atli Freyr Kristjánsson (1. 560). Eftir 9 umferðir hefur Hafsteinn fengið 4½ vinning. Sverrir er með 4 vinninga og Atli Freyr 3 vinninga. Indverski stórmeistarinn Krish- an Sasikiran (2. 654) er efstur á mótinu með 8 vinninga. Hann er með vinnings forskot á næstu ell- efu keppendur. Stórmeistara- áfangi í augsýn SKÁK Tékkland 18. –26. júlí 2003 OPNA TÉKKNESKA MEISTARAMÓTIÐ dadi@vks. is Jón Viktor Gunnarsson Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson ✝ Guðrún Sigur-bergsdóttir fæddist í Fjósakoti í Meðallandi 31. jan- úar 1907. Hún lést á Sólvangi í Hafnar- firði 16. júlí síðastlið- inn. Guðrún var dótt- ir Sigurbergs Einarssonar og Ár- nýjar Eiríksdóttur. Hún fluttist á unga aldri með foreldrum sínum í Háukotey í Meðallandi, þar sem hún ólst upp. Hún var yngst af þrettán systkinum og sú síðasta sem kveð- ur. Eiginmaður Guðrúnar var Þór- arinn Sigurbergsson, f. 17. maí 1905, d. 29. desember 1983. Þau hófu búskap í Hafnarfirði 1932. Guðrún og Þórarinn eignuðust þrjú börn: 1) Sigur- bergur, f. 24. nóvem- ber 1932, d. 20. jan- úar 1997. Kona hans var Hrafnhildur Þorleifsdóttir og eignuðust þau tvö börn og fimm barna- börn. Þau slitu sam- vistum. 2) Einar, f. 2. nóvember 1933, d. 7. júní 1935. 3) Einey Guðríður, f. 21. júní 1935. Hennar maður er Hjalti Þórðarson. Þau eignuðust sex börn og eiga nú fimmtán barnabörn og tvö lang- ömmubörn. Afkomendur Guðrún- ar og Þórarins eru orðnir þrjátíu og tveir. Útför Guðrúnar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þú kvaddir þetta jarðlíf, amma mín, á fögru sumarkvöldi. Andlát þitt var hægt og látin varstu friðsæl og falleg, rétt eins og í lifanda lífi. Þú varst búin að þreyta skeiðið á enda. „Enginn er of góður til þess,“ sagðir þú stundum. Þessu orð lýstu þér vel. Enga manneskju hef ég þekkt, sem var jafn þakklát og laus við alla tilætlunarsemi. Þær eru margar minningarnar sem koma upp í hugann þegar ég lít yfir þann tíma, sem við áttum sam- an. Ég veit vart hvar skal byrja, en hitt veit ég að ég mun ekki getað fundið þau orð sem lýsa því, hversu mjög þú varst mér kær. Það hefur verið mitt lán í þessu lífi að eiga þig að. Hlýja þín og væntumþykja var mitt skjól, allt frá þeim tíma þegar ég var að alast upp í húsinu ykkar afa og fram á fullorðinsár. Það eitt að alast upp hjá mann- eskju sem sagði svo listilega vel frá og var þar að auki af þeirri kynslóð sem óx úr grasi uppúr aldamót- unum 1900 var ævintýri út af fyrir sig. Líf samtímafólks þíns og lífs- hættir urðu ljóslifandi í barnshuga mínum, þegar þú sagðir frá æskuár- um þínum í Meðallandinu. Oft velt- umst við systkinin um af hlátri þeg- ar þú varst að segja frá skrýtnu og skemmtilegu fólki, sem þú hafðir kynnst á lífsleiðinni. Fátt var meira spennandi, en að heyra þig segja frá Kötlugosinu 1918, sem þú mundir vel eftir. Og víst hafði ég, sem aldrei þekkti nokkurn skort, gott af því að heyra þig segja frá lífsbaráttu ykkar alþýðufólksins í kreppunni. Svo ekki sé minnst á þær stundir þegar þú last bækur fyrir okkur systkinin. Og það voru nú ekki dæmigerðar barnabækur. Kapítóla, Valdimar munkur og Mannamunur voru í miklu uppáhaldi. Þú talaðir við börn og umgekkst þau af virðingu. Enda hændust að þér krakkarnir. Ég hef heyrt að þeim hafi þótt sjálfsagt að kíkja til hennar Guðrúnar, hvenær sem þeim datt í hug. Þegar einn hóp- urinn óx úr grasi – þá tók næsti við. Þegar vinir okkar systkinanna komu í heimsókn var að sjálfsögðu farið upp til ömmu í kaffi. Það var stundum þegar ég, þá flutt að heim- an, var í heimsókn hjá þér og rak þá augun í einhverja smálega, fal- lega hluti sem ég kannaðist ekki við. Þá kom upp úr kafinu að þetta hefðirðu verið að fá frá einhverju barnanna í hverfinu. Þú varst ákaflega trúuð mann- eskja og hélst þinni barnatrú allt til loka. Mér þótti það mjög hátíðlegt þegar þú lýstir húslestrum föður þíns í Háu-Kotey. Við vorum vissu- lega ekki alltaf sammála í eilífð- armálunum, en ég lærði að bera virðingu fyrir trú þinni. Sú virðing kom þegar ég með aldrinum fór að gera mér grein fyrir því hversu mikill styrkur trú þín hafði verið þér á erfiðum stundum. Þú máttir sjá á eftir tveimur af þremur börn- um þínum. Öðru þeirra, honum Ein- ari litla á öðru ári, og hinu, honum pabba mínum, sem varð bráðkvadd- ur rétt rúmlega sextugur, tíu dög- um fyrir níræðisafmælið þitt. Um margt höfum við spjallað í gegnum tíðina. Oft höfum við hlegið saman og á stundum orðið daprar þegar okkur þótti lífið og tilveran væri ekki eins og okkur þótti best. „Maður verður að sætta sig við að skilja ekki allt,“ sagðir þú þá og minntist þá jafnvel á að vegir Guðs væru órannsakanlegir. En einhvern veginn er það nú svo, amma mín, að þær stundir þegar við gerðum að gamni okkar eru mér einna minnis- stæðastar. Enda vorum við sam- mála því að þegar við værum hætt- ar að geta hent gaman að sjálfum okkur og tilverunni yfirleitt, þá værum við nú fyrst komnar í vond mál. Gott dæmi um þennan eig- inleika þinn eru orð sem oft féllu á milli okkar þegar ég kíkti til þín uppá Sólvang – þú þá komin vel á tíræðisaldur og heilsan farin að gefa sig. „Og hvernig hefurðu það svo í dag, amma mín?“ spurði ég og þú svaraði þá gjarnan og brostir um leið út í annað: „Oh – ekki fer mér nú fram.“ „Það er ekki furða, amma mín, þú ert nú næstum orðin 100 ára,“ svaraði ég og svo hlógum við báðar. Þessi orð hér að framan segja ósköp lítið um það hversu einstök kona hún amma mín var. Hún var að sjálfsögðu ekki gallalaus. Hún var þrjóskasta manneskja sem ég hef kynnst og víst þótti henni að betur færi á því að það fólk, sem til- heyrði sér, fylgdi sínum ráðum. Amma mín, nú er komið að kveðjustund. Það má vel vera að lok þessa jarðlífs séu jafnframt sögu- lok. Innst inni trúi ég því ekki. Ef trú mín, sem þú amma lagðir grunnin að, er rétt er andlátið ein- ungis kaflaskipti – ekki sögulok. Og þá verður yndislegt að hitta þig aft- ur. Þín Anna. GUÐRÚN SIGURBERGSDÓTTIR AFMÆLIS- og minningargrein- um má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða send- anda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær ber- ist innan hins tiltekna frests. útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bil- um) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Til- vitnanir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Frágangur afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.