Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 202. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Raddir frá New York Flytjendur á Djasshátíð kynntir | Fólk 29 Íslandsmót í Eyjum Ragnhildur og Birgir Leifur meistarar | Íþróttir B2 14 þúsund Mosfellingar? Nýtt aðalskipulag Mosfells- bæjar | Fasteignablaðið C1 BANDARÍKJAMENN vilja að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) og ná- grannaríki Líberíu hafi frumkvæði að því að binda enda á óöldina sem ríkir í landinu, sagði Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Á föstudaginn sendu Bandaríkja- menn herskip upp að ströndum landsins, en George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði ekki af eða á um hvort þeir myndu taka beinan þátt í friðargæslu í Líberíu, þar sem upp- reisnarmenn eru að reyna að steypa forsetanum, Charles Taylor, af stóli. Wolfowitz sagði að Bandaríkja- menn væru ekki að víkja sér undan því að veita aðstoð. „Við veitum að- stoð og öxlum ábyrgð með sama hætti og Bretar hafa gert í Sierra Leone og Frakkar á Fílabeins- ströndinni.“ Aðstoðarráðherrann sagði aftur á móti að mikilvægt væri að til að Bandaríkjamenn gætu náð árangri við að stilla til friðar á mörgum óróa- svæðum í heiminum yrðu ríki á þeim svæðum, ásamt SÞ, að taka frum- kvæðið. Að minnsta kosti 16 óbreyttir borgarar féllu í Monróvíu, höfuð- borg Líberíu, í gær, þegar sprengi- kúlur lentu á íbúðarhúsum. Upp- reisnarmenn í borginni hertu atlögur sínar að tveimur brúm er liggja að miðborginni, sem stjórn- arherinn hefur enn á valdi sínu. Uppreisnarmennirnir höfðu fyrr um daginn náð þriðju brúnni, og gætu því hafið sókn inn í borgina úr austri. Uppreisnarmennirnir höfnuðu vopnahléstillögu bandaríska sendi- herrans í landinu, er kvað á um að þeir skyldu hörfa með lið sitt 12 km norður fyrir borgina. Sendiherrann sagði að Taylor hefði fallist á tillög- una. SÞ hafi frumkvæði í Líberíu Washington, Monróvíu. AP, AFP. VIÐRÆÐUR, sem áttu sér stað milli fulltrúa olíufélaganna og Samkeppn- isstofnunar síðastliðinn vetur um að sátt yrði gerð um þau málefni olíufé- laganna, sem Samkeppnisstofnun hef- ur til rannsóknar, strönduðu á deilum um fjárhæð sekta. Fundirnir voru haldnir að frumkvæði olíufélaganna. „Það náðist ekki niðurstaða og því hlýtur skýringin að vera sú að menn hafi ekki haft alveg sömu sýn á hlut- ina,“ sagði Ásgeir Einarsson lögfræð- ingur Samkeppnisstofnunar. Hann minnti á að í reglum um málsmeðferð samkeppnismála væri Samkeppnis- ráði veitt heimild til að ljúka öllum málum með sátt. Í slíkum tilfellum hefðu fyrirtæki og samkeppnisyfir- völd verið sammála um hvaða brot hefðu verið framin og um hæfileg við- urlög. Það hefði ekki átt við í þessu til- felli. Hærri sektir en í nágrannalöndunum Fundirnir voru að hluta til formleg- ir en að hluta til óformlegir og ekki voru haldnar fundargerðir. „Við gerð- um [Samkeppnisstofnun] grein fyrir því að á grundvelli þessarar skýrslu sem fyrir lægi og þeirra gagna sem um er að ræða, töldum við rétt að leita eftir því að ljúka þessu máli með sátt á þeim grundvelli að félögin gengjust undir að greiða sektir vegna brota sem áttu sér stað eftir að ný sam- keppnislög tóku í gildi. Og við gerðum þeim grein fyrir hugmyndum um hvernig það gæti orðið. Af hálfu Sam- keppnisstofnunar var einnig greint frá því að slíkt gæti komið til álita en þeir gerðu grein fyrir hugmyndum um sektir sem við töldum ekki inni í myndinni,“ sagði Gestur Jónsson, lög- maður Skeljungs, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hugmyndir félaganna hefðu tekið mið af niðurstöðum um sektir í samkeppnismálum sem hefðu verið dæmd á Íslandi, Danmörku, Sví- þjóð og Noregi. „Hugmyndir Sam- keppnisstofnunar voru miklum mun hærri en við teljum að séu nokkur dæmi um í þessum löndum.“ Framtíðin mikilvægust Gestur sagði að í hugsanlegri sátt hafi ekki falist að félögin féllust á nið- urstöður í skýrslu Samkeppnisstofn- unar. „Hugmyndin var sú að í stað þess að gera svo mikið úr fortíðinni, en það er alveg ljóst að þá voru hnökrar á framkvæmdinni hjá félögunum, þá myndu menn snúa sér að framtíðinni,“ sagði hann. Félögin hefðu verið tilbúin til að fara yfir hugsanlega galla á starfsemi sinni og gangast undir öll skilyrði Samkeppnisstofnunar varð- andi starfsemi þeirra. Olíufélögin höfnuðu hug- myndum um upphæð sekta Árangurslausar samningaviðræður um málefni olíufélaganna í vetur BANDARÍSKI hjólreiðakappinn Lance Armstrong (í gulri treyju) sigraði í frönsku hjólreiðakeppninni, Tour de France, sem lauk í París í gær. Var þetta í fimmta sinn í röð sem Armstrong sigrar í þessari keppni, og jafnaði þar með met Spán- verjans Miguels Indurains, sem sigr- aði fimm sinnum í röð 1991–1995. Armstrong sagðist staðráðinn í að reyna að ná sjötta sigrinum á næsta ári. Reuters Fimmti sigurinn í röð  Armstrong/B1 YFIRMAÐUR bandaríska herliðs- ins í Írak, Ricardo Sanchez, sagði í gær að fréttir um að bandarískir hermenn í landinu hefðu orðið 24 klukkustundum of seinir að ná Sadd- am Hussein væru einungis „getgát- ur“. Leit Bandaríkjamanna að Saddam hefur verið hert og beinist nú aðal- lega að heimaborg hans, Tikrit, og bárust fregnir af því í gær að litlu hefði munað að forsetinn fyrrverandi næðist þegar Bandaríkjamenn gerðu áhlaup á þrjá bóndabæi í grennd við borgina, eftir að hafa fengið vísbendingar um að þar væri yfirmaður lífvarðar Saddams og jafnvel hann sjálfur. Sanchez sagði að gengið væri út frá því að Saddam væri á lífi. „Hann er enn aðalskotmarkið okkar. Það er mikilvægt að við finnum hann, með einum eða öðrum hætti. Verkefni okkar er að ná honum eða drepa hann og við munum ljúka því verki.“ Herða leit að Saddam Washington, Tikrit. AFP, AP. ÍSRAELAR ætla að láta lausa 540 palestínska fanga, sagði ísr- aelskur embættismaður í London í gær, er þota Ariels Sharons for- sætisráðherra, er var á leið til Washington, lenti þar til að taka eldsneyti. Meðal fanganna er látnir verða lausir á næstu vikum eru 210 meðlimir Fatah-samtaka Yassers Arafats Palestínuleiðtoga og 120 menn sem handteknir hafa verið fyrir afbrot, sagði embættismað- urinn, sem var í för með Sharon. Ísraelska útvarpið greindi frá því fyrr í gær að ísraelska þingið hefði samþykkt að láta 100 Pal- estínumenn lausa, sem lið í því að sýna sáttavilja í tengslum við för Sharons til Washington. 540 Palestínumenn verða látnir lausir London. AFP. TILVIST Loch Ness-skrímsl- isins skoska hefur verið afsönn- uð, að sögn breska ríkisút- varpsins, BBC, sem sendi hóp sérfræðinga til að leita í stöðu- vatninu sem sagnir herma að skrímslið eigi heima í. Ekkert fannst. Við leitina var beitt fjölda sónartækja auk nýjustu gervi- tunglastaðsetningartækni til að tryggja að enginn afkimi vatns- ins væri ókannaður. Engin merki fundust um stórt dýr í vatninu. Ekkert skrímsli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.