Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 11 HÚS nýrrar heilsuræktar World Class, sem er að rísa í Laugar- dalnum, er farið að fá á sig nokkra mynd. Þakið er komið og verið að glerja, en búist er við að húsinu verði lokað fyrir mánaðamót. Stefnt er að því að opna heilsuræktina 3. janúar nk. Að sögn Björns Leifssonar, eig- anda heilsuræktarinnar, er þarna komin „ný vídd“ í heilsurækt- armarkaðinn. „Þetta verður fjöl- skylduparadís,“ segir hann. Við hlið heilsuræktarinnar reisir Reykjavíkurborg yfirbyggða keppn- islaug. Þar er búið að steypa alla lagna- og tækjakjallara og brátt verður farið að steypa sundlaug- arkerfið. Stefnt er að því að laugin verði tekin í notkun í byrjun sept- ember 2004. Mannvirkið að utan verður þó tilbúið um áramót, sem og aðkoma og laugargarður sem er sameiginlegur með heilsuræktinni. Íþróttasalur fyrir börnin Talsvert verður um nýjungar í hinni nýju heilsuræktarstöð World Class. Til að mynda verða þar þrír mismunandi veitingastaðir og beint aðgengi að inni- og útisundlaugum í Laugardal. Einnig hárgreiðslu-, snyrti- og fótaaðgerðastofa, 200 fer- metra aðstaða fyrir nuddara og þrí- skipt 200 fermetra barnagæsla með sérstökum íþróttasal fyrir börnin. Þá er enn óráðstafað útleigurými í húsinu en til greina kemur að setja þar upp m.a. golfherma og púttvöll. Í sérstakri 500 fermetra baðstofu verða sex mjög mismunandi gerðir gufubaða og hvíldaraðstaða með arineldi. Einnig pottur með sjáv- arvatni og sex metra langur foss, hvort tveggja hannað af Sigurði Guðmundssyni listamanni. Hiti er í öllum gólfum í baðaðstöðunni en gólf búningsklefanna og gönguleiðir eru lagðar graníti sem er sérslípað í Kína. Gufuböðin verða hönnuð og smíðuð í Þýskalandi og annað sem viðkemur baðstofunni. 18 þúsund fermetra mannvirki Hús heilsuræktarinnar er alls 7.150 fermetrar að flatarmáli og nýja sundlaugin er 5.600 fermetrar. Með gömlu sundlaugaraðstöðunni, sem er um 5.800 fermetrar, verður því í heildina um að ræða 18 þúsund fermetra mannvirki. Heildarkostn- aður nemur 2,5 milljörðum króna, þar af eru 1.400 milljónir vegna heilsuræktarinnar og 1.100 vegna sundlaugarinnar. Björn er þess fullviss að nýja stöð- in í Laugardal muni hafa mikil áhrif á heilsuræktarmarkaðinn á höf- uðborgarsvæðinu. Hann segist jafn- framt gera sér grein fyrir að þau áhrif muni ekki síður koma niður á hans eigin stöðvum, þ.e. í Austur- stræti og Spönginni, en annarra. Stöðinni í Fellsmúla verður hins veg- ar lokað við opnun nýju stöðv- arinnar. Í framhjáhlaupi má geta þess að stöð World Class á Akureyri hefur verið leigð út frá 1. ágúst með öllum tækjum og búnaði. Við henni tekur Guðrún Gísladóttir, margfaldur Ís- landsmeistari í Fitness og heilsu- ræktarkennari á Akureyri til margra ára. Ástæðu þess að öðrum er falinn reksturinn segir Björn vera að stöðin hafi ekki gengið eins og hann ætlaði sér og hann sjái ekki ástæðu til að halda henni úti lengur. Morgunblaðið/Arnaldur Talsvert verður um nýjungar í hinni nýju heilsuræktarstöð World Class. T.a.m. verða þar þrír veitingastaðir. Björn Leifsson segist vera þess fullviss að nýja stöðin í Laugardal muni hafa mikil áhrif á heilsuræktarmarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu. „Fjölskylduparadís“ að rísa í Laugardal VELTA hjá íslenskum Master- card- og VISA-kreditkorthöfum innan- og utanlands jókst um 12,4% í júní, miðað við júní 2002. Samtals var veltan 13.686 milljón- ir króna í júnímánuði 2003, sam- anborið við 12.172 milljónir í júní- mánuði 2002. Inni í þessum tölum er notkun í gegnum posa, hraðbanka og boð- greiðslur, auk notkunar erlendis. Tölurnar eru ekki leiðréttar með tilliti til verðbólgu og gengis- breytinga. Hafa verður í huga, að aukin notkun kreditkorta þarf ekki að gefa til kynna aukna eyðslu, því hún kann að koma nið- ur á öðrum greiðslumiðlum. Kreditkortavelta jókst í júnímánuði AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.