Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 5
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 5 RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI hefur boðað forstjóra og lögfræðing Samkeppnisstofnunar á sinn fund í dag til þess að ræða rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu samráði olíufélaganna. Jón H. Snorrason, saksóknari og yfirmað- ur efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra, sem einnig mun sitja fundinn, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að tilefni fundarins væri að ræða hvernig Samkeppn- isstofnun ætti að koma málinu til lögreglu. „Við munum skoða hvaða lagalegar kröfur þurfa að liggja fyrir, svo sem ákveðið sakarefni og gögn sem styðja það. Mun emb- ættið verða Samkeppnisstofnun að liði ef til þarf í þessum efnum,“ sagði Jón. Vonast hann til þess að fundurinn leiði til þess að Sam- keppnisstofnun geti komið málinu frá sér ef það sé tímabært að svo stöddu. Guðrún Ögmundsdóttir alþing- ismaður, sem sæti á í allsherj- arnefnd Alþingis fyrir hönd Sam- fylkingarinnar, hefur óskað eftir að nefndin komi saman til fundar vegna rannsóknar Samkeppnis- stofnunar á meintu samráði olíufé- laganna. „Starfandi formaður nefndarinn- ar, Jónína Bjartmarz, hefur tekið vel í þá málaleitan mína að haldinn verði fundur. Það þarf að meta stöðu málsins á hverjum degi og ærin ástæða til að nefndin komi saman. Misvísandi skilaboð hafa birst, sem og vafi um túlkunar- atriði,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið í gær. Embættismenn komi til fundarins Guðrún hefur óskað þess að fulltrúar ríkislögreglustjóra og Samkeppnisstofnunar sitji fund- inn, ásamt fulltrúa frá lagadeild Háskóla Íslands til þess að skýra lagatúlkun. „Fyrst og fremst vil ég fá fram málefnalegar og skýrar umræður um þetta mál,“ sagði Guðrún. Óskað eftir fundi í allsherjarnefnd um meint samráð olíufélaganna Ríkislögreglustjóri boðar fund með Samkeppnisstofnun FORSTÖÐUMAÐUR skrifstofu AP- fréttastofunnar í London hefur beðið Björn Bjarnason dómsmálaráðherra afsökunar á mistökum sem gerð voru við vinnslu fréttar um þá skoðun Björns að Íslendingar eigi að koma sér upp eigin varnarsveitum. Fram kemur á heimasíðu Björns að athyglin vegna fréttar AP-fréttastof- unnar um erindi hans í september 1995 um varnarmál og nauðsyn þess að Íslendingar litu í eigin barm við gæslu öryggis síns hafi komið honum í opna skjöldu. Björn segist ekki hafa átt annan orðastað við fréttaritara AP en í tölvupósti. Fréttamaðurinn lagði fyrir Björn nokkrar spurningar um afstöðu hans til þátttöku Íslendinga í eigin vörnum og segist Björn hafa vísað til þessa erindis á vefsíðu sinni. „Fréttaritarinn las það og spurði síðan, hvort hann mætti taka úr því setningar og gera þannig viðtal við mig. Ég játti því. Í fréttinni eins og hún var send um heiminn var sagt, að ég hefði „urged“ eða hvatt ríkisstjórn Íslands til þess síðastliðinn mánudag, 21. júlí, til að ganga til þess verks að stofna íslenskan her og Íslendingar „should“ eða ættu að hafa hann 500 til 1.000 manna og gætu myndað allt að 21 þúsund manna varalið. Gott og vel. Í erindinu hafði ég nefnt þessar tölur og sagt, að þær væru meira en fræðilega raunhæfar, ef til dæmis væri tekið mið af áætl- unum stjórnvalda í Lúxemborg. Í fréttinni voru orð mín ekki lengur vangaveltur um það, sem unnt væri, ef vilji væri fyrir hendi, þau voru orð- in að tillögu, sem ég hafði lagt fyrir ríkisstjórnina sl. mánudag. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ég gæti ekki látið við það sitja, að í nafni AP hefði ég staðið þannig að málum. Ég hef aldrei lagt neina slíka tillögu fyrir rík- isstjórnina auk þess sem hún hittist ekki sl. mánudag og ég var raunar að leitast við að taka mér sumarfrí þann dag. Í samtali mínu við forstöðumann AP-skrifstofunnar í London að morgni fimmtudags bað hann mig af- sökunar á þessum alvarlegu mistök- um og lofaði að senda út leiðréttingu,“ segir Björn á heimasíðu sinni. AP biður Björn afsökunar BJÖRGUNARSVEIT og skálaverð- ir komu til hjálpar þegar bifreið sökk í Markarfljóti í gær. Þær upplýsing- ar fengust hjá lögreglunni á Hvols- velli að bíllinn hefði sloppið óskemmdur og engan hefði sakað. Markarfljót er aðeins fært sérbún- um bílum og nauðsynlegt er að fara eftir réttri slóð til að komast yfir. Það sem af er sumri hefur verið óvanalega mikið í ám sunnanlands og því öruggast að fara að öllu með gát þegar farið er yfir árnar. Bíll sökk í Markarfljót PLASTENDUR sem fóru í sjóinn eftir að gám tók út af gámaflutn- ingaskipi í Kyrrahafinu fyrir 11 árum eru enn að reka á land víðs- vegar um heiminn. Um var að ræða 29.000 endur sem síðan hafa þvælst um heimsins höf; í kringum Bandaríkin, norðurskautssvæðið og framhjá Grænlandi. Fyrirtækið sem framleiddi endurnar segir þær vera við austurströnd Banda- ríkjanna en a.m.k. hluti þeirra virðist hafa tekið stefnuna á Bret- land. Finnist slík önd við Íslands- strendur eða í Kanada hefur fyr- irtækið US-based heitið finnanda 100 dollara verðlaunum. Svipað er uppi á teningnum í Bandaríkjun- um en þar fær finnandi skuldabréf að andvirði 100 dollara. Verðlaun fyrir að finna plastendur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.