Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það þýðir ekkert að glápa á þetta, Nonni minn, það er ekkert val. Þeir taka allir jafnt. Ömmukaffi í Austurstræti Vöfflur og kakó með rjóma Á undanförnum ár-um hefur kaffi-húsum fjölgað mjög hér á landi. Hvert þeirra er með sínu sniði. Í Austurstræti 20 í Reykja- vík, sama húsi og Hress- ingarskálinn – Hressó – var í í gamla daga, er rek- ið notalegt kaffihús sem sker sig svolítið úr kaffihúsaflórunni og heit- ir það Ömmukaffi. Þang- að sækja jafnt Íslending- ar sem ferðamenn og var staðurinn þéttsetinn þeg- ar blaðamann bar að garði. Þessa dagana er til sýnis á Ömmukaffi skemmtileg ljósmynda- sýning, Svipmyndir frá höfninni, eftir Árna Ein- arsson ljósmyndara. Ryan Wade er núverandi eig- andi og framkvæmdastjóri Ömmukafffis. Hvenær var Ömmukaffi stofn- að? Ömmukaffi var stofnað í októ- ber 2001 af hjónunum Kjartani og Sue Ólafsson í þessu húsnæði sem þá heyrði undir KFUM og KFUK. Hér hafði þá verið rekið og er enn svokallað Miðborgar- starf, sem er ætlað að veita ungu fólki athvarf. Það er séra Jóna Hrönn Bolladóttir sem fer fyrir því starfi. Kjartan og Sue ákváðu að opna kaffihús hér á neðri hæðinni en Jóna Hrönn hafði áfram afnot af staðnum fyrir Miðborgarstarfið. Ég tók síðan við rekstri Ömmukaffis í október á seinasta ári. Hverjir eru helstu viðskipta- vinir þínir? Hingað kemur alls konar fólk og eigum við okkar fastagesti, bæði Íslendinga og ferðamenn. Aðallega kemur þó hingað fjöl- skyldufólk þar sem staðurinn er reyklaus og býður upp á friðsælt andrúmsloft. Íslendingum líkar vel að geta komið hingað og fengið sér vöfflur og kakó, slak- að á í önn dagsins og horft á mannlífið. Við höfum afnot af garði Hressingarskálans og þegar veð- ur leyfir notum við okkur það. Hver er sérstaða Ömmukaffis? Ég myndi segja að hér sé öðruvísi andrúmsloft en annars staðar, við seljum t.d. ekki áfenga drykki auk þess sem reykingar eru ekki leyfðar. Við- skiptavinir hafa haft orð á að hér sé vingjarnlegt og þægilegt and- rúmsloft. Húsið á sér nokkra sögu, er það ekki? Austurstræti 20 var reist 1805 og var húsið friðað árið 1990. Fólk sem kemur hingað spyr mikið um gamla „Hressó“ sem var hér við hliðina á okkur. Upp á veggjum hjá okkur hanga göm- ul dagblöð frá um 1895 sem fundust undir gólffjölum þegar unnið var að framkvæmdum. Hvað er á döfinni hjá Ömmu- kaffi? Við komum til með að stækka staðinn í haust og þar með bjóða upp á meira úr- val af mat. Í dag er opið hjá okkur frá klukkan níu til sex en það stend- ur til að breyta því og hafa opið fram á kvöld. Mig langar að halda sérstöðu Ömmukaffis, að það verði ekki eins og hvert ann- að kaffihús. Ég vil að það verði áfram staður þar sem fólk getur komið og notið vingjarnlegs and- úmslofts í reyk- og áfengislausu umhverfi. Á hvað munuð þið leggja áherslu í matargerðinni? Mig langar til að kynna fyrir Íslendingum hið suður-afríska bragð, án þess þó að hafa alla réttina suður-afríska, en leyfa fólki að bragða aðeins á ein- hverju framandi. Hver veit nema ég eigi eftir að bjóða upp á krókódíla og snáka! Ég myndi vilja leggja áherslu á morgunmat og hádegismat, það er óráðið hvernig kvöldin verða. Í dag býð ég upp á súpu og brauð, samlokur, vöfflur, tertur og góðgæti úr bakaríinu. Hvert er hið suður-afríska bragð? Í Suður-Afríku búa um fimm milljónir manna frá ólíkum lönd- um, t.d. Hollandi, Englandi og Frakklandi auk fjölda ólíkra afr- ískra ættbálka. Þetta gefur suð- ur-afrísku eldhúsi mjög alþjóð- legt bragð. Við borðum mikið af kjöti, ferskum ávöxtum og græn- meti, okkur líkar vel að grilla úti í sólinni. Hvernig datt þér í hug að koma til Íslands? Ég hafði ferðast víða um heim, bæði um Afríku, Mið-Austurlönd og Evrópu. Ég átti vinkonu sem bjó hér og hún stakk upp á því við mig að koma hingað og prófa eitthvað allt öðruvísi. Upphaf- lega ætlaði ég bara að koma hér við á leið minni til Suður-Am- eríku, vera hér kannski í ár en það breyttist þegar ég hitti þá tilvonandi eiginkonu mína og nú er ég „fastur“ hér. Hvernig líkar þér að búa á Ís- landi? Ég er mjög ánægð- ur með að búa hér. Ís- lendingar eru mjög vinalegir og þegar maður er kominn inn fyrir skelina sér mað- ur hvað þeir eru sérstakir. Það má þó segja að það sé hálf- spaugilegt að ég skuli hafa end- að hér þar sem ég er mikið fyrir sól og strandlíf auk þess sem köfun er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég er kominn til að vera, í bili að minnsta kosti, og hef hugsað mér að setjast á skóla- bekk í Háskóla Íslands í haust til að halda áfram að læra íslensku. Ryan Wade  Ryan Wade er fæddur í Suður- Afríku árið 1973. Hann stundaði náttúrufræðinám í Afríku og hefur síðan þá ferðast og starfað, aðallega á veitingastöðum, víðs vegar um heiminn. Ryan kom upphaflega til Íslands til að skoða sig um og vinna. Hann hef- ur nú rekið Ömmukaffi í Austur- stræti í tæpt ár. Ryan er giftur Stefaníu Halldórsdóttur sem er ástæða þess að dvöl hans ílengd- ist á klakanum. Íslenskir jafnt sem erlendir fastagestir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.