Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 18
MINNINGAR 18 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Valgerður Krist-ín Gunnarsdóttir fæddist í Skarði í Gnúpverjahreppi 25. febrúar 1940. Hún lést á kvennadeild Landspítalans 18. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru sr. Gunnar Jóhann- esson prestur í Skarði, f. 7. júní 1904, d. 14. febrúar 1965, og Áslaug Gunnlaugsdóttir, kennari, f. 2. ágúst 1900, d. 25. ágúst 1980. Systkini Valgerðar eru Alexía Margrét, kennari, f. 27. júní 1936, maki Friðrik Sigfússon, Sig- ríður Svava, veitingamaður, f. 12. apríl 1942, maki Björn Kristjáns- son, Jóhannes Magnús, læknir, f. 24. desember 1945, maki Guðrún Sigurjónsdóttir. Hinn 28. október 1967 giftist 1968, er Valgerður, f. 25. júní 1990. 2) Gunnlaugur, viðskipta- fræðingur og löggiltur endurskoð- andi, f. 30. október 1968, maki Björk Þorsteinsdóttir, f. 29. júní 1967. Sonur þeirra er Kormákur Breki, f. 12. maí 1998. Synir Bjark- ar og Kristins Friðrikssonar eru Friðþór Örn, f. 18. október 1984, og Bjarki Freyr, f. 1. júlí 1989. Valgerður ólst upp í Skarði en fluttist þaðan til Reykjavíkur 1965 og starfaði þá hjá Fiskveiðasjóði Íslands. Þau Kristinn hófu búskap í Hveragerði 1967. Haustið 1973 fluttust þau að Eiðum í Eiðaþinghá þar sem hún gerðist kennari og Kristinn skólastjóri. Á Eiðum voru þau í 20 ár að undanskildu árinu 1980-1981, er þau dvöldu í Dan- mörku. Fluttu síðar að Egilsstöð- um þar sem Kristinn varð bæjar- stjóri en hún hélt áfram að starfa á Eiðum. Síðla sumars 1994 fluttu þau til Reykjavíkur en settust síðan að í Kópavogi. Valgerður hóf störf hjá Félagsstofnun stúdenta og Krist- inn varð fræðslustjóri í Kópavogi og síðan starfsmaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Útför Valgerðar verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður að Kotströnd í Ölfusi. Valgerður eftirlifandi manni sínum, Kristni Jóni Kristjánssyni, kennara, f. 5. ágúst 1941. Foreldrar hans voru Kristján Ey- steinsson bóndi á Hjarðarbóli í Ölfusi, f. 29. júlí 1910, d. 16. febrúar 1967, og Hall- dóra Þórðardóttir, húsfreyja, f. 10. júní 1918, d. 21. janúar 1994. SonurValgerðar og Sigurjóns Helga- sonar, verkfræðings, f. 16. apríl 1937, er Magnús, rafeindavirki, f. 3. mars 1962, maki Guðbjörg Gunnarsdótt- ir, f. 4. janúar 1966, og eiga þau Herdísi, f. 11. mars 1988, Hákon, Kjartan og Sverri, f. 16. nóvember 1993. Synir Valgerðar og Kristins eru: 1) Kristján, fiskifræðingur, f. 22. september 1967, dóttir hans og Guðbjargar Egilsdóttur, f. 1. maí Hinn örlagaríka dag 11. septem- ber árið 2001 breyttist heimsmyndin í hjörtum okkar. Þá fengum við vitn- eskju um sjúkdóminn sem á endan- um lagði okkar ástkæru móður, tengdamóður og ömmu að velli. Við sitjum nú og lítum yfir farinn veg og minningarnar streyma fram. Sam- bland af kærleika, söknuði, gleði og sorg. Kærleikur var ríkur í fari hennar. Hún lét sér annt um allt sem var minni máttar, jafnt mannfólkið sem hafði orðið undir í lífinu sem fuglana sem börðust úti í stórhríð og kulda. Við nutum óspart þessa eiginleika hennar ásamt umhyggju fyrir vel- ferð okkar. Þau voru ófá símtölin sem við áttum eftir að við fluttum norður. Þá var eins og áður skrafað um allt milli himins og jarðar; heims- málin rædd, þessi óréttlætanlegu stríð, hvað betur mætti fara í pólitík- inni, siðferði í viðskiptum og spilling í stjórnsýslu, lífsgæðakapphlaupið, hvort maðurinn væri ekki kominn langt frá uppruna sínum og hvort heimurinn væri að þróast til hins betra eða verra. Á heimspekilegan máta gátum við endalaust skipst á skoðunum og þannig þroskast og víkkað sjóndeildarhringinn. Söknuður er nú greyptur í vitund okkar og missir okkar er mikill. Við áttum eftir að ræða svo margt og finna nýja fleti á óteljandi málum. Við söknum þess að njóta ekki leng- ur visku hennar, hversu víðlesin hún var og vel máli farin. Við söknum ilmsins úr eldhúsinu þegar við kom- um í heimsókn, ýmist var verið að út- búa kræsingar eða setja saman skreytingar úr efnivið sem tíndur var úti í náttúrunni. Auðvitað feng- um við síðan að njóta góðs af þessum listahæfileikum hennar. Gleði yfir því sem hún gaf okkur fyllir hugann; lopapeysurnar góðu ásamt öllu því sem hún hefur fært okkur; allur sá ómetanlegi stuðning- ur sem hún veitti okkur hvenær sem á þurfti að halda. Þá voru orð óþörf. Hún vissi hvenær hennar var þörf. Hún þekkti okkur öll, vissi hvað hvert og eitt vanhagaði um og gaf okkur ráð sem endurspegluðu vænt- umþykju hennar. Einhvern veginn var ekkert kynslóðabil. Minningarn- ar um hana og allt sem hún skildi eft- ir sig ylja okkur og gleðja. Sorg yfir því að fá ekki að njóta fleiri ára saman. Það var svo margt eftir ógert. Okkur hættir til að halda að tíminn sé óendanlegur. Með frá- falli hennar erum við rækilega minnt á að lífsklukkan gengur áfram eins og allt annað. Eitt er þó víst að mis- jafnt er hversu löngum tíma hverjum og einum er úthlutað á þessari jörð. Það sem máli skiptir er að nýta hann vel. Við þökkum fyrir þann tíma sem hún gaf okkur og geymum hann vel í minningunni. Við biðjum góðan Guð að varðveita hana og gefa okkur styrk í sorginni og huggum okkur við þá vissu að vel verði tekið á móti okk- ur þegar lífsklukka okkar hættir að tifa. Blessuð sé minning hennar. Gunnlaugur, Björk og synir. Tengdamóðir mín Valgerður Kristín Gunnarsdóttir, eða Vala Stína eins og hún var oftast kölluð, hefur nú kvatt okkur og lagt af stað í ferðina sem bíður okkar allra. Árið 1982 hitti ég Völu Stínu í fyrsta skipti er ég kom á heimili hennar og Kristins á Eiðum. Þessi svipfríða, röska og ákveðna kona varð síðan tengdamóðir mín og kær vinkona. Það sem einkenndi Völu var mikil lífsgleði og glaðværð, áhugi á mönn- um og málefnum og ekki síst um- hyggja hennar og ræktarsemi við samferðafólk sitt og er ég ein af þeim sem naut þess í ríkum mæli. Oft göntuðumst við með það okkar á milli þegar hún mætti, boðin og búin, að aðstoða mig við börn og bú, að hún myndi fá mína aðstoð á efri ár- um. En örlögin haga því þannig að ég fæ ekki tækifæri til þess og svíður mér það sárt. Dýrmætar minningar liðinna ára verða nú að veita okkur huggun og styrk því skarðið er stórt sem mín kæra Vala Stína skilur eftir. Guðbjörg. Lítið telpukorn hefur krotað nafn- ið sitt með nagla djúpt í glugga- kistuna í eldhúsinu. Faðir hennar atyrðir hana og útskýrir hversu al- varlegt brotið er og þeim mun verra þar sem þau eigi ekki einu sinni hús- ið. Sú stutta svarar að bragði að hún viti það alveg, ríkið eigi húsið en guð eigi sig og því komi engum öðrum þetta við. Telpan vex upp, verður stoð og stytta foreldranna við búskapinn og steinhættir að krota. Tíminn líður við leik og störf og systurnar verða meira en bara syst- ur, þær bindast órjúfandi vináttu- böndum. Svo eitt haustið er hún flogin aust- ur á land með Kristni og strákunum sínum þremur til að verja þar mann- dómsárunum. Þau ár eru henni góð, oft annasöm en skemmtileg og gjöf- ul. Ógleymanleg eru öll sumrin með fjölskyldunni fyrir austan, göngu- ferðir í Eiðaskógi, róður á vatninu, sumarnótt í Loðmundarfirði og svo mætti lengi telja. Sumt fólk hefur einstakt lag á því að gera lífið meira og minna að ein- hvers konar veislu. Það er sama hvort setið er flötum beinum á Grá- bræðratorgi, staðið á syðsta odda Afríku í slíku hífandi roki að „augna- lokin á manni fjúka upp“ eins og hún orðaði það eða setið er við eldhús- borðið hennar og spjallað, allt verður einhvern veginn að hátíð hjá Völu Stínu. Systir okkar var fáum lík. Hún var geðrík en að sama skapi afar geðgóð. Okkur fannst hún alveg ótrúlega fal- leg og kærleiksrík. Og svo var hún bara alveg óborganlega skemmtileg og skörp. Hún, sem risti nafn sitt með svo eftirminnilegum hætti forðum daga, hefur greypt það í hug okkar og það- an verður það ekki afmáð. Þökk sé henni fyrir allt sem hún var. Með orðum Snorra Hjartarsonar kveðjum við hana að sinni. Hver vegur að heiman er vegur heim. – – – En handan við fjöllin og handan við áttirnar og nóttina rís turn ljóssins þar sem tíminn sefur. Inn í frið hans og draum er förinni heitið. Alexía og Svava. Haustið er komið handan yfir sæinn, hvarmaljós blárrar nætur dökkna af kvíða Og þungar slæður hylja hárið síða, hárbrimið gullna er lék sér frjálst við blæinn og seiddi í leikinn sólskinsrjóðan daginn; nú sest hann grár og stúrinn upp til hlíða og veit að það er eftir engu að bíða, allt gengur kuldans valdi í haginn. Þessar fallegu hendingar Snorra Hjartarsonar um haustið leita á hug- ann nú þegar við kveðjum Völu Stínu systur mína, þrátt fyrir að hásumar sé. „Hvarmaljós blárrar nætur dökkna.“ En einnig koma í hugann bjartar minningar frá uppvextinum í Skarði. Ekki skildi ég fyrr en miklu seinna að á ungaaldri var hjá systur minni mótuð persóna sem ævinlega tók afstöðu með þeim sem minni- máttar var. Líka með maðkaflugun- um, sem henni þó fundust ógeðsleg- ar og ég var að gera tilraunir með að slíta vængina af til að sjá hvort þær lifðu lengur eða skemur. Þar fékk til- raunamaður makleg málagjöld og þóttist hólpinn að halda öllum sínum útlimum ósködduðum. Þessi afstaða einkenndi Völu Stínu og gilti jafnt um menn og málleysingja. Þegar ég kom stoltur heim með mína fyrstu fiska sem mér tókst að festa á öngli var augljóst að hún hafði haldið með fiskunum. Síðar þegar menn áttuðu sig á því að hin svokallaða dauða náttúra átti í vök að verjast gegn vél- um mannsins hlaut hún að taka ein- dregna afstöðu með henni. Ríkust var þó umhyggjan fyrir fólkinu hennar í víðasta skilningi, sem voru ættingjar og vinir. Sígef- andi smekklega valda eða gerða hluti og ekki síður fagurlega um búna svo að atvinnumenn í þeirri grein gerðu vart betur. Mikilvægust var þó góð lund og glaðværð sem hún miðlaði ríkulega af, því hún rækti vináttu vel og lagði sig fram um að setja niður deilur og jafna ágreining ef þannig bar við. Hún „seiddi í leikinn sól- skinsrjóðan daginn“. Dauðastríð hennar var strítt því að hún vissi að svo margir þurftu skjól sem hún vildi veita meðan hún var nokkurs megn- ug. Að lokum gengur allt kuldans valdi í haginn. Slíkt verðum við að sætta okkur við og vonum að Guð geymi sálu hennar og að okkur sem eftir sitjum takist að varðveita minn- ingu um manneskju sem mikið gaf. Jóhannes M. Gunnarsson. Andlát mágkonu minnar kom ekki á óvart. Í hartnær tvö ár hafði hún glímt af einurð við sjúkdóm sem fæstir læknast af. Þegar endanlega var ljóst að þessa orustu ynni hún ekki tók hún á málum af eðlislægri umhyggju, skynsemi og hispurs- leysi, enda raunsæ á allt nema eigin verðleika og hæfileika sem blöstu þó við öllum sem þekktu hana. Daginn sem hún lést var óvenju- hlýtt og bjart. Það var við hæfi. Val- gerður var yndislega hlý kona, hreinskiptin og heillandi. Hún hafði þann eftirsóknarverða eiginleika að geta látið fólki á öllum aldri líða vel í návist sinni. Yfir henni ríkti líka sú heiðríkja sem ósjálfrátt útilokar óheilindi. Að sjálfsögðu varð hún vinamörg. Í hlýjunni og heiðríkjunni ríkti hins vegar engin lognmolla.Valgerð- ur var stolt og stórlynd og fláræði og flumbrugang þoldi hún illa. Sjálf var hún einstaklega vandvirk og þegar við bættist listfengi og sköpunar- gleði þurfti engum að koma á óvart að hún ætti fallega muni og gæfi fal- legar gjafir. Mágkona mín var ein trygglyndasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún var líka afar örlát, ekki bara á góða muni heldur einnig á sjálfa sig. Rétt áður en hún dó var eitt helsta áhyggjuefnið hve mjög barnabörnunum mundi bregða í síð- ustu heimsókninni við að sjá hana svo sjúka. Nú syrgjum við það sem var gleði okkar í mörg yndisleg ár. Eigingjarn söknuður þeirra sem eftir lifa er eðli- lega þeim mun sárari sem skarðið er stærra sem skilið er eftir. Mér finnst það risavaxið. Ástvinum öllum bið ég huggunar. Friðrik Sigfússon. Valgerður Kristín eða Vala Stína eins og hún var kölluð af sínum nán- ustu er horfin á brott frá okkur, allt of fljótt. Hvorki henni né okkur sem eftir stöndum þykir hlutverki henn- ar í þessum heimi lokið. Fyrstu kynni mín af Völu Stínu voru um páska 1960 þegar ég sá leik- ritið Útilegumennina eða Skugga- Svein, sem Leikfélag Gnúpverja setti upp í Félagsheimili Hruna- manna á Flúðum. Vala Stína lék Ástu bóndadóttur í Dal. Hvað hún var falleg og söng vel. Hún varð mín fyrsta leik- og söngstjarna. Þessi kynni voru mörgum árum áður en ég kynntist bróður hennar sem síðar varð minn samferðamaður. Vala Stína var einstaklega hæfi- leikarík, hafði góða söngrödd og spil- aði áætlega á píanó. Hún bjó yfir ríkri frásagnargleði, skemmtilegu orðfæri og ómældri kímnigáfu. Ætíð var gaman að vera í návist hennar. Hún var forkur til verka. Þess nutu jafnt skyldir sem óskyldir. Henni var einkar lagið að fegra umhverfið í kringum sig. Hún hnýtti kransa úr blómum, lyngi og öðru efni sem hún tíndi í náttúrunni og gaf af örlæti. Hún átti stórt hjarta og hún var heil í samskiptum sínum við fólk. Þrátt fyrir á stundum mikla vinnu utan heimilis bjó hún fólki sínu griðastað þar sem allir voru vel- komnir og barnabörnin nutu sér- stakrar umhyggju. Vala Stína hefði getað valið sér næstum hvaða hlutverk sem er svo hæfileikarík sem hún var, en hún valdi hvorki sviðsljós né veraldar- frama. Hún kaus frekar að hlúa að samferðafólki sínu, ungu sem öldnu, bæta og fegra umhverfið. Aðdáun mín á Völu Stínu, allt frá því hún lék og söng hlutverk Ástu bóndadóttur, hefur ekki dalað, held- ur aukist eftir því sem árin urðu fleiri. Skaphöfn hennar kom best í ljós eftir að hún veiktist af þeim sjúkdómi sem leiddi hana til dauða, hún ætlaði að sigra, en þegar henni var ljóst að hún yrði að lúta æðsta dómi, tók hún að búa ástvini sína undir það óumflýjanlega af meiri sál- arstyrk en ég hef áður kynnst. Ég þakka Völu Stínu samfylgdina. Guðrún Sigurjónsdóttir. Vala Stína frænka mín kvaddi á sólbjörtum sumardegi. Á öðrum sumardegi eru þessi minningarorð skrifuð og koma þá fram í hugann myndir tengdar henni; öxl til að halla sér upp að fyrir litla frænku með heimþrá, þétt faðmlag og uppörvun- arorð á erfiðum tímum, brauðsneið- ar með rabarbarasultu eins og hver gat í sig látið, mjúkir pakkar með undurfallegum lopapeysum. Vala Stína var sérstaklega handlagin og það var alltaf sérstök stund á Tjarn- arbólinu á aðfangadagskvöld þegar hennar pakki var tekinn upp, svo fal- legur var hann. Hann var meira að segja stundum myndaður sérstak- lega. Við frænkur skrifuðumst á þegar ég dvaldi um nokkurt skeið erlendis og það var alltaf mikið tilhlökkunar- efni að lesa bréfin hennar. Síðasta bréfið er skrifað nú eftir alþingis- kosningarnar í vor og lá hún ekki á skoðun sinni á úrslitunum. Hún vissi að þar sáði hún í frjóan jarðveg. Frænka mín sá kímnina í öllu og þannig vil ég minnast hennar, glettnislega brossins og dillandi hlát- urs. Ég þakka Völu Stínu samfylgd- ina og bið allar góðar vættir að vaka yfir ástvinum hennar. Áslaug Arnoldsdóttir. Vala frænka var í miklu uppáhaldi hjá mér. Þegar ég var lítill vissi ég fátt skemmtilegra en að heimsækja Völu og Kristin fyrir austan á sumr- in. Þegar þau fluttu suður fannst mér leiðinlegt að heimsóknirnar fyr- ir austan yrðu ekki fleiri en ég gladd- ist líka því að ég vissi að þá fengi ég að hitta þau oftar. Þegar ég kom heim úr skólanum sá ég oft drapplit- aðan Benz standa fyrir utan og í hvert skipti hlýnaði mér um hjarta- rætur; Vala hafði komið við eftir vinnu. Það er óhætt að segja að Völu hafi verið margt til lista lagt, t.d. stóðst henni enginn snúning þegar að skreytingum kom og jólapakkarnir hennar voru listaverk sem beðið var með eftirvæntingu á hverju ári. Það sem skipti þó meira máli en pakk- arnir sjálfir var að Vala skrifaði líka hlýlegustu og fallegustu kortin. Ég á eftir að sakna frænku minnar. Jóel Karl. Á einum fegursta degi sumarsins, 18. júlí sl., lést hjartkær vinkona mín, Valgerður Kristín Gunnars- dóttir, eftir nær tveggja ára baráttu við erfið veikindi. Það var svo alltof, alltof fljótt. Senn eru dagar sóleyjanna taldir sumarið reyndist furðu stutt í ár. (Hannes Pétursson.) Við hjónin vorum svo lánsöm að eignast vináttu Valgerðar og Krist- ins fyrir áratugum og þar hefur aldr- ei borið skugga á. Við höfum ferðast saman innan- lands sem utan og átt ómetanlegar samverustundir. Valgerður vildi skoða allan heiminn. Margt var hún búin að sjá, en margt var líka eftir. Mikið undur sakna ég þess að heyra ekki lengur röddina hennar í símanum. „Sæl elskan, ég ætlaði bara að vita hvernig þú hefðir það.“ Minningar leiftra í gegnum hug- ann. Fallega brosið hennar með spé- koppana í báðum kinnum. Dillandi hláturinn. Kímnin, sem alltaf braust fram. Síðast þegar ég hitti hana á sjúkrahúsinu: „Viltu bara sjá, ég keypti mér ný gleraugu.“ Hún var svo listræn og hún var svo hæfileikarík. Hún söng svo fallega. Hún batt svo fallega blómakransa. Hún hafði yndi af fallegri tónlist og naut þess að sækja tónleika og fara í leikhús. Heimilið hennar er svo VALGERÐUR KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.