Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UPPREISN filippseyskra hermanna lauk frið- samlega í gærkvöldi er hátt í 300 vopnaðir her- menn, sem tekið höfðu á sitt vald verslanamið- stöð í fjármálahverfinu í Manila, féllust á að leggja niður vopn og gefast upp. Forseti landsins, Gloria Arroyo, sagði í sjónvarpsávarpi að upp- reisninni væri lokið, og að forsprakkarnir hefðu fallist á að koma fyrir herrétt. Uppreisnarmennirnir tóku Ayala-miðstöðina í Makati-hverfinu á sitt vald snemma í gærmorg- un, tóku þar um 300 manns í gíslingu, þ.á m. marga erlenda ríkisborgara og var í þeirra hópi sendiherra Ástralíu. Sökuðu uppreisnarmennirn- ir Arroyo og varnarmálaráðherrann, Angelo Reyes, um spillingu og kröfðust afsagnar þeirra. Hermenn hollir stjórninni umkringdu verslana- miðstöðina. Eftir langar samningaviðræður lauk uppreisn- inni um klukkan tíu í gærkvöldi að staðartíma, eða um klukkan tvö síðdegis að íslenskum tíma. Gíslunum hafði áður verið sleppt. Á meðan deil- unni stóð lýstu fjölmörg ríki, þ.á m. Bandaríkin og Ástralía, auk margra Asíuríkja, yfir stuðningi við Arroyo, en hún komst til valda á Filippseyjum í friðsamlegri uppreisn hersins fyrir tveim árum. Fyrir uppreisnarmönnunum fóru ungir her- menn sem sökuðu Arroyo m.a. um að hafa sett á svið hryðjuverk á Suður-Filippseyjum til að knýja fram stuðning frá Bandaríkjamönnum. Sá orðrómur var á kreiki í Manila í síðustu viku að fámennur hópur í hernum væri að leggja á ráðin um að steypa Arroyo af stóli, en hún gerði lítið úr þeim og kvaðst hafa átt fund með ungum yf- irmönnum í hernum sem hefðu verið ósáttir við launin sín og meinta spilliingu. Byrjuðu að syngja Fréttamaður AP í Manila sagði atburðarásina í gær hafa verið hina furðulegustu frá upphafi til enda. Þegar uppreisnarmennirnir hefðu fallist á að gefast upp hefðu þeir aftengt sprengjur sem þeir hefðu verið búnir að koma fyrir í versl- anamiðstöðinni og borið öll vopn sín út í rútur sem biðu þeirra og fluttu þá aftur til búða þeirra. Í einni rútunni hefði hópur þeirra allt í einu byrj- að að syngja og kyrjað: „Ég var að vinna við brautarteinana.“ Hermennirnir voru enn í einkennisbúningum sínum, sem Arroyo sagði þá hafa flekkað, en sumir höfðu tekið niður rautt armband er þeir höfðu sett upp til að sýna að þeir hefðu látið af hollustu við forsetann. Hermenn í liðinu sem um- kringdu þá voru með hvít armbönd til að sýna hollustu sína við Arroyo, en vel fór á með upp- reisnarmönnunum og þeim sem sátu um þá. Þetta var í áttunda sinn á sautján árum sem hermenn gera uppreisn á Filippseyjum og hafa forsetar og ríkisstjórnir þar oft fallið í slíkum uppreisnum. En ekki í gær, og þótti mörgum Fil- ippseyingum lítið til koma. Gekk lífið sinn vana- gang víðast hvar í höfuðborginni meðan á um- sátrinu í fjármálahverfinu stóð, en það var sýnt beint í sjónvarpi. Erlendu ríkisborgararnir sem teknir voru í gíslingu voru flestir gestir á hótelum sem eru í verslanamiðstöðinni, en þeir fengu að fara frjálsir ferða sinna fljótlega. Þeir virtust ekki allir mjög óttaslegnir. „Hvað er um að vera? Er uppreisn?“ spurði ástralskur fyrirtækisforstjóri sem sást koma hlaupandi út úr hóteli sínu með golfpoka á öxlinni, framhjá hópi fréttamanna. Þegar honum var sagt hvað var á seyði hristi hann höfuðið og sagði þetta einkar slæmt fyrir efnahagslíf lands- ins. „Það koma engir fjárfestar ef það eru alltaf uppreisnir. Þetta er fáránlegt.“ Furðulegri uppreisn lýkur friðsamlega á Filippseyjum Manila. AFP, AP. AP Fjölmiðlamenn hópast að einum uppreisnarmannanna sem tóku á sitt vald verslanamiðstöð í fjármálahverfinu í Manila á Filippseyjum í gær. PORTÚGALSKI trésmiðurinn Jose Gomes ætlar að láta grafa sig í þessari viðareftirlíkingu af Mercedes Benz 220 CDI, sams- konar bíl og hann ekur nú á. Gomes, sem er 69 ára og hættur störfum, hefur verið undanfarið ár að smíða sér þessa kistu og kveðst tilbúinn til að halda í henni yfir móðuna miklu. Hann kveðst þó vona að það verði ekki í bráð. EPA Á Benz í gröfina EITRAÐAR, ástralskar kóngu- lær hafa lagað sig að kaldara and- rúmslofti og er nú hætta á að þær verði að alþjóðlegri plágu, að því er Robert Raven, kóngulóa- og sporðdrekafræðingur við Queens- landsafnið í Ástralíu segir. Um er að ræða svonefndar rauðbakskóngulær (e. redback), og segir Raven að talið sé að nokkrar slíkar hafi borist með ol- íuskipum til Japans og hafi þar þróað með sér nýjan hæfileika til að lifa af í kaldara loftslagi. Rauðbakskóngulærnar eru svo nefndar vegna þess að á baki þeirra er rauð rönd. Kvendýrin eru annars svört eða dökkbrún og er bit þeirra sárt. Þær eru ná- skyldar annarri kónguló, hinni svonefndu svörtu ekkju, sem þrífst á norðlægum slóðum, og líta eins út, nema hvað svarta ekkjan hefur ekki rauðu röndina á bakinu. Þessar kóngulær eru algengar í Ástralíu, en bit kvendýranna get- ur verið banvænt. Þó hefur enginn látist af völdum bits þessara átt- fætlinga síðan móteitur var búið til á sjötta áratugnum. Raven segir að sá fjöldi rauð- bakskóngulóa sem fundist hafi á Hineno-járnbrautarstöðinni í Osaka í Japan væri svipaður og finna mætti í óbyggðum Ástralíu á sumrin. Þá hefðu nokkrar rauð- bakskóngulær fundist í Belgíu. „Þegar hún hefur einu sinni lagt undir sig Osaka eru ekki margir staðir í heiminum þar sem þessi kónguló getur ekki lifað ham- ingjusamlega,“ sagði Raven. „Þetta er gamla sagan um að þeir hæfustu lifi af, einungis þeir sem geta aðlagast halda áfram að vera til.“ Eitraðar kóngulær leggja land undir fót Sydney. AFP. Eins og kjarna- sprenging Moskvu. AFP. STÓR loftsteinn, sem féll til jarðar í Írkútsk í Síberíu í september síðast- liðnum, sprakk með sama krafti og meðalstór kjarnorkusprengja og lagði í auðn 100 ferkílómetra stórt svæði. Skýrðu rússneskir vísinda- menn frá þessu fyrir skemmstu. Leiðangur 10 vísindamanna komst ekki til staðarins fyrr en um miðjan maí en hann er mjög afskekktur, í skógivöxnu fjalllendi í Bodaibo, n-austur af Írkútsk og Baíkalvatni. „Á 100 ferkílómetra svæði hafði allur trjágróður lagst út af eins ger- ist við atburði af þessu tagi,“ sagði leiðangursstjórinn, Vadím Tsjern- obrov, í Moskvu á föstudag. Sagði hann, að steinninn hefði sprungið áð- ur en hann kom til jarðar og skilið eftir sig 20 gíga, flesta um 20 metra breiða. Voru ummerkin eftir stein- inn og sprenginguna sýnd á mynd- bandi, sem vísindamennirnir tóku upp. Loka Kór- eustríðsins minnst FYRRVERANDI hermenn komu saman í bænum Panmunjom á landa- mærum Suður- og Norður-Kóreu í gær til að minnast þess að klukkan tíu í gærmorgun voru liðin 50 ár síðan Kóreustríðinu lauk með undirritun vopnahléssáttmála 27. júlí 1953. Um 1.200 hermenn frá Kóreu, Bandaríkj- unum, Ástralíu og víðar voru við- staddir athöfn til minningar um stríðslokin. Í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, flutti Roh Moo-hyun forseti ávarp og hvatti Norður-Kóreumenn til að láta af kjarnavopnasmíði sinni, um leið og þeir gerðu það myndi þá ekki skorta aðstoð frá nágrönnum sínum og al- þjóðasamfélaginu. Í Norður-Kóreu blöktu rauðir fán- ar á miðtorgi Pyongyang í minningu sigursins árið 1953 en áróðursvél norður-kóreska kommúnistaflokks- ins hefur aldrei viðurkennt annað en að Norður-Kóreumenn hafi farið með sigur af hólmi. Norður-kóreskir her- menn og borgarar lögðu blóm við styttu af fyrrverandi leiðtoga sínum Kim Il Sung sem hóf Kóreustríðið með innrás í Suður-Kóreu. Um fimm milljónir manna létust, særðust eða týndust í stríðinu sem stóð í rúm tvö ár en Bandaríkjamenn, Bretar og Ástralar voru meðal þjóða sem lögðu Suður-Kóreumönnum lið. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ BAREIGENDUR og veitingahúsa- rekendur í New York, ásamt hags- munasamtökum reykingamanna, hafa ákveðið að fara í mál gegn stjórnvöldum í New York-ríki vegna hertrar löggjafar um bann við reyk- ingum á öldurhúsum og veitingastöð- um, sem tók gildi í öllu ríkinu í síðustu viku. Er markmiðið með lögsóknun- um að fá banninu hnekkt. Yfirvöld í New York-borg bönnuðu reykingar á börum og veitingahúsum í marz sl., en nú tekur bannið gildi í öllu New York-ríki. Veitingahúsarek- endur kvarta yfir því að bannið hafi dregið mjög úr veltu og hagsmuna- samtök reykingamanna segja bannið gerræðislegt og stríða gegn stjórnar- skrárvörðum réttindum borgaranna. Fulltrúarnir sem sömdu reglurnar færðu m.a. þau rök fyrir banninu að það myndi bjarga lífi hundraða starfs- manna á börum og veitingahúsum, sem innöndun reyks frá reykjandi gestum kynni annars að leiða til dauða. Í mál gegn reykinga- banni New York. AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.