Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 27 Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. www.regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Stríðið er hafið! Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. YFIR 15000 GESTIR! MICHAEL DOUGLAS ALBERT BROOKS Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.10. B.i. 14 ára. www.laugarasbio.is Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stríðið er hafið! Tortímandinn er kominn aftur. Fyrsta flokks spennumynd.  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Búðu þig undir versta brúðkaup sumarsins þar sem allt getur gerst! Ein besta gamanmynd sumarsins með stórleikaranum Michael Douglas. YFIR 15000 GESTIR! Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 Það eru alltaf frábær tilboð í gangi á Netinu á ih.is/notadir notaðir bílarIngvarHelgason TILBOÐS BÍLAR! STOPP SÖNG- og leikkonan Liza Minelli og framleiðandinn David Gest eru skilin að borði og sæng. Parið gifti sig með látum í mars í fyrra en á gestalistanum voru meðal annarra Michael Jackson, Elton John og Elizabeth Taylor. Minelli er sögð vera komin í meðferð á ný en hún hefur glímt við lyfja- og áfeng- isfíkn í fjölda ára. Hún hefur sjálf sagt frá því í fjölmiðlum að Gest hafi verið henni stoð og stytta í baráttunni við fíknina. Minelli og Gest hugðust opna heimili sitt fyr- ir tónlistarstöðinni VH1 og gera raunveruleikaþátt í anda Osbourne þáttanna á MTV, að því er Reut- ers segir. Ekkert verður þó af þáttunum og mun VH1 hafa blásið hina fyrirhuguðu þáttaröð af, við lítinn fögnuð hjónakornanna. Ætla má að þau séu fegin núna að hafa ekki gert samning um þættina, fyrst hjónaband- ið er í hættu... Þótt eilífð- arrokkarinn Mick Jagger hafi orðið sex- tugur síðasta laugardag er hann fjarri því að setjast í helg- an stein. Hann eyddi afmælisdeg- inum með 60.000 aðdáendum í Prag þar sem Rolling Stones héldu tónleika. Samkvæmt Reut- ers hélt Jagger veislu í tilefni dagsins að tónleikunum loknum. ...Jagger nýtur mikillar kvenhylli og er alvanur því að horfa á kven- nærföt fljúga upp á svið til sín á tónleikum. Honum var brugðið á dögunum þegar karlmanns- nærbuxur komu svífandi á sviðið: „Ég veit ekki hvað þetta merkir. Kannski skildu þeir allar stelp- urnar eftir heima.“ ...Vöðvabúntið Arnold Schwarzen- egger ætlar að klára kynning- arherferð vegna Tortímandans 3 áður en hann til- kynnir íbúum Kalíforníuríkis hvort hann býður sig fram til embættis fylkisstjóra eða ekki. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að búntið hyggist bjóða sig fram til embættisins en hann hefur ekki viljað staðfesta það enn. Eitt af þeim málum sem hin austurrískættaða hetja setur á oddinn eru harðari viðurlög við sjóræningjaútgáfum af kvikmynd- um, en ólögleg útgáfustarfsemi verður sífellt viðameiri víða um heim. FÓLK Ífréttum Þjóðvegur 60 (Interstate 60)  Vestri Bandaríkin 2001. Myndform. VHS (112 mín.) Öllum leyfð. Leikstjóri: Bob Gale. Aðalleikendur: James Marsden, Amy Smart, Gary Oldman, Ann-Margret, Christopher Lloyd, Michael J. Fox, Kurt Russell. LÍFIÐ er vissulega eitt undar- legt ferðalag þar sem við ráðum ekki alltaf okkar næturstað. Það sannast býsna vel á Neal Oliver (Marsden), ungum manni sem hyggst ekki feta í fótspor föður síns, lögfræðingsins en leggja fyrir sig nám í hinum æðri listum. Öll framtíðarplön fara fyrir lítið er Oliver rekst á furðulegan náunga (Lloyd), sem fær hann til þess að koma fyrir sig sendingu til borg- arinnar Danver – sem þýðir að hann verður að halda út á þjóðveg 60. Sem er reyndar ekki til á vega- kortum raunveru- leikans – frekar en borgin. En launin eru góð! Þannig hefst dá- lítið skemmtilegt fáránleikagrín á mörkum þess yfir- náttúrulega. Uppákomurnar sem Oliver lendir í eru margar og mis- fyndnar áður en hann kemst að leiðarlokum og margar mannaðar góðkunningjum af hvíta tjaldinu sem gefa Þjóðvegi 60 oft á tíðum fína upplyftingu. Oliver upplifir bæði sína svæsnustu draumóra og döprustu martraðir á leið sinni út í óvissuna sem nær ekki neinum há- leitum markmiðum en á fína spretti. Óskarsverðlaunahafinn Cooper bregst ekki frekar en endranær og Oldman karlinn er spaugilegur í óvenjulegu hlutverki á þeim bæ. Í það heila er Þjóðvegur 60 bæði skrýtin mynd og skondin. Lúrir á metnaðarfullum þáttum í leik og handriti en hefði notið góðs af kunnáttusamlegri leikstjórn. Sæbjörn Valdimarsson Myndbönd Undarlegt ferðalag Gary Oldman klikkar sjaldan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.