Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HJÖRLEIFUR Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins, segir öruggt að félagið muni tryggja hagsmuni viðskiptavina sinna í þeirri samkeppni sem fram- undan er á olíumarkaði. Stefán Kjærnested, einn eigendi Atlantsolíu, sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi að fyrirtækið ætlaði að bjóða olíulítrann á krónu lægra verði en samkeppnisaðilarnir. Hjörleifur segist ekki geta upplýst að sinni hver viðbrögð fyrirtækisins verði við komu Atlantsolíu á markað- inn. „Það er þó öruggt að við munum tryggja hagsmuni okkar viðskipta- vina,“ sagði Hjörleifur í samtali við Morgunblaðið í gær. Olíufélag, Atlantsolía, hóf sölu á olíu til verktaka og skipa í síðustu viku. Að sögn Stefáns Kjærnested er ætlunin að selja olíulítrann að minnsta kosti krónu ódýrari en hin fé- lögin á markaðnum. Miðað við þá forsendu að olíuverðið verði einni krónu lægra hjá Atlants- olíu en hinna olíufélaganna verður dísilolían hjá fyrirtækinu seld á 2–3% lægra verði en hinna félaganna. Hér er miðað við grunnverð en ekki tekið tillit til hugsanlegra afslátta. „Verðið er síbreytilegt og munum við fylgjast vel með þróun verðlags. Sömuleiðis munum við gera tilboð til stórnotenda sem munu vera mjög hagstæð,“ sagði Stefán í samtali við Morgunblaðið í gær. Mikill sparnaður fyrir stórnotendur Sparnaður verður umtalsverður fyrir stóra notendur, að sögn Stefáns. „Sem dæmi má nefna skip sem þarf 300 tonn af olíu og við seljum þeim lítrann 5 til 6 krónum ódýrari en hin félögin í samræmi við tilboð. Þar yrði sparnaður að minnsta kosti ein og hálf milljón króna. Að sjálfsögðu verður olían ódýrust fyrir skipin, því þar er um svo stóra afgreiðslu að ræða í einu. Hins vegar munum við semja við verktaka og aðra stórnot- endur um „tilboð“ útskýrir Stefán. Forstjóri Skeljungs vildi ekkert segja um viðbrögð fyrirtækisins við olíusölu Atlantsolíu. Ekki náðist í for- stjóra OLÍS. Forstjóri Olíufélagsins segir að brugðist verði við tilboðum Atlantsolíu Munum tryggja hagsmuni viðskiptavina félagsins ÞAÐ er að jafnaði mikið um að vera á Árbæjarsafni yfir sumarið enda fjölbreytt dagskrá í boði. Í gær var áformað að heyja á túninu við safnið enda Heyannir að hefjast samkvæmt gömlu tímatali. Í gær var hins vegar rigning í Reykjavík og því varð ekkert úr heyskapnum. Eftir sem áður var vel tekið á móti gestum safnsins og þeim m.a. boðið upp á lummur. Það voru Arndís Vilhjálmsdóttir (til vinstri á myndinni) og Helga Einarsdóttir sem önnuðust baksturinn. Morgunblaðið/Jim Smart Lummur á Árbæjarsafni BÖÐVAR Bragason, lögreglustjóri í Reykjavík, telur að lögregluembættum þurfi að fækka til muna, jafnvel niður í þrjú til fjögur, til að ná fram hagkvæmari rekstri en nú er. Lögregluembætti í landinu eru nú 26. Þá segir Böðvar að á Íslandi leggi lög- regla mun meiri áherslu á umferðareftirlit en gert sé á Norðurlöndum og með aukinni tæknivæðingu mætti fjölga lögreglumönn- um sem sinna öðrum verkefnum. Þessar skoðanir reifar hann í inngangi að árs- skýrslu lögreglunnar í Reykjavík fyrir árið 2002. Böðvar segir að kröfur um aukna lög- gæslu hafi bæði komið fram hjá almenningi og lögreglumönnum. Sameiginlegir sjóðir landsmanna séu á hinn bóginn ekki ótæm- andi og í þessum efnum verði ávallt að velja og hafna. Það sé síðan skylda forsvars- manna ríkisstofnana að sjá til þess að fjár- mununum sé sem best varið. „Um íslensku lögregluna er það að segja að skipulag henn- ar er ekki með þeim hætti að öruggt sé að vinnulag og nýting fjármuna sé eins og best verður á kosið. Umdæmum þarf að fækka til muna, jafnvel niður í þrjú til fjögur svo fá megi eðlilegan samanburð milli eininga og ná fram hagkvæmari rekstri en nú er,“ segir Böðvar. Tæknivæða umferðareftirlit Taka þurfi til skoðunar að fjölga sérhæfðu aðstoðarfólki lögreglu og um leið tæknivæða allt eftirlit lögreglu til muna. Nýlegur sam- anburður á vinnulagi okkar og starfsbræðra á Norðurlöndum sýni hversu miklu meiri áherslu við leggjum á umferðareftirlit en þeir. „Aukin tæknivæðing á umferðarsvið- inu, svo sem fjölgun myndavéla, gæti orðið til þess að fjölga lögreglumönnum í öðrum verkefnum. Búnaður í farartækjum sem þegar er farið að setja í nýjar bifreiðir er- lendis eykur umferðaröryggi án atbeina lög- reglu, svo sem búnaður til þess að bifreiðir komist ekki upp fyrir ákveðinn hámarks- hraða og ennfremur „svartir kassar“ sem skrá ýmsar upplýsingar um notkun en það kemur sér til dæmis vel þegar upplýsa skal um orsakir óhappa,“ segir Böðvar. Þá hafi notkun eftirlitsmyndavéla í miðborg Reykjavíkur gefið góða raun. Böðvar segir það góðan sið að meta ár- angur nýrrar löggjafar þegar hæfilegur tími sé liðinn frá gildistöku hennar. Núgildandi lögreglulög verða brátt sex ára gömul. Böðvar segir að þegar árangurinn hafi verið metinn sé nauðsynlegt að gerð verði áætlun á breiðum grunni um þróun löggæslunnar. Lögreglustjórinn í Reykja- vík vill þróa löggæsluna Fækka þarf lögregluemb- ættum í þrjú til fjögur MUN fleiri af þeim sem leita til neyðarmóttöku vegna nauðgana leggja fram kæru en áður tíðk- aðist. Málum hjá neyðarmóttökunni fjölgaði hins vegar ekki í fyrra. Í fyrra og árið áður lagði um helmingur brotaþola fram kæru en það er talsverð aukning frá árinu 2000. Svo virðast sem fleiri þekki rétt sinn og vilja fylgja málunum alla leið. Í ársskýrslu lögreglunnar í Reykjavík kemur fram að tilkynntum nauðgunum hafi fjölgað um 39% á síðasta ári. Það vekur athygli að þetta er svipuð aukning og hefur orðið á nauðgunarmál- um sem borist hafa Stígamótum. Að sögn Rúnu Jónsdóttur, starfskonu Stígamóta, er erfitt að segja til um ástæður fyrir þessari fjölgun, þeim rétt sinn. Öll þessi umræða hefur skilað því að konur beina ábyrgðinni þangað sem hún á heima, þ.e. hjá geranda,“ segir Eyrún Jóns- dóttir, umsjónarhjúkrunarfræðingur hjá neyð- armóttöku. Ofbeldismenn í þeim málum sem kærð voru til lögreglu árið 2002 voru 101 og 97% þeirra karlmenn. Þessi tala er hins vegar mun hærri hjá Stígamótum en þar telja ofbeldismennirnir 336 og ríflega 95% þeirra eru karlar. Eyrún segir að aðeins eitt mál hafi borist neyðarmót- töku frá upphafi þar sem kona er gerandi og í örfáum tilvikum hafi kona verið grunuð um að vera meðsek. „Þetta eru brot karlmanna,“ seg- ir Eyrún. hvort hún er vegna þess að nauðgunum hefur fjölgað eða hvort fleiri leiti sér aðstoðar og til- kynni slík brot. Innan við 10% nauðgunarmála sem koma á borð Stígamóta eru tilkynnt til lög- reglu svo að þessar tölur skarast aðeins að litlu leyti. Hjá neyðarmóttöku vegna nauðgana fengust þær upplýsingar að nauðgunarmálum sem ber- ast þeim fjölgaði ekki mikið milli áranna 2001 og 2002. Hins vegar hefur þeim sem kæra fjölg- að, en í fyrra og árið þar áður hefur um helm- ingur brotaþola kært en það er talsverð aukn- ing frá árinu 2000. „Það virðast vera fleiri sem þekkja sinn rétt og vilja fylgja málunum alla leið. Hér eru réttargæslumenn sem kynna Svipuð aukning á nauðgunarmálum á borði Stígamóta og lögreglunnar í Reykjavík Fleiri kæra nauðgun nú en áður MIKIÐ haglél gerði í Biskups- tungum snemma í gærkvöld. Að sögn Kolbrúnar Sæmunds- dóttur, veðurathugunarmanns á Hjarðarlandi í Biskupstung- um, man hún vart annað eins él. „Það heyrðist ekki mannsins mál í fjósinu, lætin voru svo mikil í élinu sem buldi á þakinu og þrumunum sem drundu,“ sagði hún í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöld. Högl á stærð við bláber Kolbrún segir haglið hafa verið óvenju stórt og hríðin staðið í um hálftíma. „Höglin voru á stærð við bláber, stærri en ég hef nokkurn tímann séð áður. Skýið hafði myndast smám saman og var orðið mjög svart. Þrumur og eldglæringar heyrðust sömuleiðis,“ sagði Kolbrún. Segist hún ekki minn- ast annars eins éls á þessu svæði. „Það hafa komið él áður, en oft fyrr um sumarið en núna. Sömuleiðis hafa höglin aldrei verið svona stór,“ útskýrir Kol- brún. „Haglið var svo kraftmik- ið að háin hér á túnunum hefur lagst og rýgresið á sléttunum lamdist einnig niður. Við stóð- um orðlaus og hlustuðum á læt- in í haglinu. Önnur eins læti hef ég aldrei upplifað, manni var skapi næst að hugsa að eldgos væri hafið,“ sagði Kolbrún. Haglél buldi í Tungunum SAMKVÆMT könnun NITL Blog- Census er íslenska í tíunda sæti á lista yfir algengustu tungumálin sem notuð eru til að skrifa net- dagbækur eða svokallað „blogg“. Algengasta tungumálið er enska en portúgalska og pólska koma þar á eftir. Már Örlygsson, einn af frum- herjum vefdagbóka á Íslandi, seg- ir að honum komi ekki á óvart hversu ofarlega Íslendingar skipi sér á þessum lista. „Það væri ekki ólíklegt að Íslendingar væru að slá heimsmet í þessu eins og hverju öðru. Við eigum það til að byrja ívið seinna og vorum svona tveimur til þremur árum á eftir t.d. Bandaríkjamönnum að byrja [á blogginu]. Ég hugsa hins vegar að þetta sé orðið miklu stærri hluti af netsamfélaginu á Íslandi heldur en það er í Bandaríkj- unum,“ segir Már. Íslenskan í tíunda sæti í „blogginu“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.