Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 28
ÞAÐ var listræn stemning í miðbænum á laugardag þegar svokallaður Listrænn laugardagur var haldinn. Meðal þess sem í boði var á þessum degi var útimessa á Lækjartorgi en þar flutti Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur hugvekju. Sýning á verkum Aðalheiðar Eysteinsdóttur var haldin í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti og farið var í sérstaka bókmenntagöngu sem Jón Karl Helgason og Jón Özur Snorrason leiddu. Gangan tók tæpa tvo tíma og las Hallgrímur Helgason upp úr bók sinni 101 Reykjavík, enda við hæfi þar sem gengið var um „söguslóðir“ bók- arinnar. Í Hafnarhúsinu gátu listunnendur notið sín en þar standa yfir tvær sýningar. Humar eða frægð er sýning sem Smekkleysa stendur fyrir og að auki er sýningin Erró – Stríð og Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Ís- landi. Í Hafnarhúsinu spilaði svo Hipp hopp bandið Kritial Mazz við góð- ar undirtektir. Alla leið frá Minnesota í Bandaríkjunum kom lúðrasveitin Star of the North Band og lék á Ingólfstorgi. Listrænn laugardagur er hluti af verkefninu Mögnuð miðborg sem er styrkt af Morgunblaðinu, Búnaðarbankanum, Höfuðborgarstofu og Þró- unarfélagi miðborgarinnar. 4. Star of the North Band frá Minnesota lék listir sínar á Ingólfstorgi. 3. Hallgrímur Helgason las um ævintýri miðbæj- arrottunnar Hlyns sem er aðalpersóna 101 Reykja- vík. Mögnuð, listræn miðborg Morgunblaðið/Jim Smart 1 2 3 4 1. Hipp hopp-hljómsveitin Kritikal Mazz lék í Hafn- arhúsinu. 2. Bókmenntagangan var ágætlega sótt og voru þátttakendur almennt ánægðir með framtakið. 28 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 12. with english subtitles Fyndnasta Woody Allen myndin til þessa. Sjáið hvernig meistarinn leikstýrir stórmynd frá Hollywood blindandi.  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" t r r i f r" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið KVIKMYNDIR.IS  SG. DV Sýnd kl. 5.50 og 10.. B i. 12  X-IÐ 97.7  DV HL MBL SG DVRoger Ebert Miðaverð kr. 800. Sýnd kl. 8. Bi.14.Sýnd kl. 6.10 og 10.10. B i. 12 JOHN TRAVOLTA OG SAMUEL JACKSON I FYRSTA SINN SAMAN SIÐAN PULP FICTION Í ÞESSARI MÖGNUÐU SPENNUMYND. ATH ! AUK ASÝ NIN G KL. 1 1.10 Sýnd kl. 6, 8, 10 og 11.10. B i. 16. Sýnd kl. 6. Ensk. texti AKUREYRI Sýnd kl. 6 og 8. KRINGLAN Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10.  GH KVIKMYNDIR.COM "Besta hasarmynd sumarsins það sem af er" „Líklegast best heppnasta ofurhetjumynd allra tíma! Sá græni rokkar.“ B.Ö.S. Fréttablaðið í l j ll í ! i . . . . l i KVIKMYNDIR.IS  SG. DV ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3, 5,45, 8.30 og 10. B.i.12 ára. AKUREYRI Sýnd kl. 10. B.i.12 ára. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. B.i.12 ára. Það er erfitt að falla inn í hópinn þegar þú skerð þig svona hrikalega úr Rómantísk gamanmynd með Amanda Bynes og ColinFirth (Bridget Jones´s Diary) STUNDUM getur það verið ágætis tilbreyting að sjá Holly- wood-kvikmynd sem ekki leitast við að hnýta fyrir hvern einasta lausa spotta sem finna má í hand- ritinu. Grundvallaratriði er tví- mælalaust slík kvikmynd og kannski álitamál hvort lausu end- arnir eru tilkomnir fyrir hreinan klaufaskap eða hvort þeim er ætlað að dingla lausir í lokin. Kvikmynd- in er að minnsta kosti ekki sá dæmigerði hernaðartryllir sem hún lítur út fyrir að vera, heldur nokk- urs konar ráðgáta þar sem þrúg- andi aðstæður herþjálfunar verða vettvangur fyrir skelfilegan harm- leik (að því er virðist a.m.k.). Sér- sveit hermanna týnist við æfingar djúpt í frumskógum Panama og lifa aðeins tveir til að segja söguna. Yf- irmaður herstöðvarinnar áttar sig á að þarna hefur eitthvað mikið farið úrskeiðis og kallar til fyrrum sérsveitarmanninn Tom Hardy sem flinkur þykir við yfirheyrslur. Töffarinn sá, sem leikinn er af John Travolta, lendir upp á kant við lögregluforingjann Osborne sem á að sjá um málið (leikin af Connie Nielsen) en þrátt fyrir ágreining um aðferðir hafa þau sama markmiðið, að komast að hinu sanna í málinu. En líkt og Hardy og Osborne komast brátt að er sannleikurinn ekki svo auðnálg- anlegur og setja hinir yfirheyrðu fram hver sína útgáfu af honum og sjálf púsla þau saman öðrum svör- um í tilraun sinni til að lesa í vitn- isburðinn. Það skemmtilega við það að vinna með svona sögu í kvikmynd er að hægt er að „sýna“ hinar ólíku útgáfur sannleikans sem spilar á þá tilhneigingu áhorf- andans til að trúa því sem fyrir augu ber. Sá vottur af frumleika sem þessi tilraun ber vitni um verður þó ekki skrifaður á leik- stjórann, John McTiernan, og handritshöfundinn, James Vander- bilt. Hér vinna þeir með grunn- þemað úr kvikmyndinni Rashomon frá árinu 1950, einu af helstu stór- virkjum japanska leikstjórans Ak- ira Kurosawa. Rashomon fjallar í raun um afstæði og huglægni sann- leikans, en þar lýsa nokkrir ólíkir aðilar atburðarás glæps sem þeir tengdust eða urðu vitni að. Hvert tilbrigðið af sannleikanum á fætur öðru ber fyrir augu áhorfandans, sem er hinn raunverulegi dómari „yfirheyrslunnar“. Þrátt fyrir að nota skýrar vísanir í Rashomon (m.a. með sviðsetningum og tón- listinni sem leikin er í lokin) vinna aðstandendur Grundvallaratriðis þó aðeins á yfirborðskenndan hátt með hugmyndir Kurosawas og því vart verjandi að bera þessar tvær afurðir kvikmyndasögunnar sam- an. Það er engu að síður einhver skemmtilegur tilraunabragur yfir þessari spennumynd, sem er þjál svo langt sem hún nær og vel leik- in. John Travolta er gæddur þeim hæfileika að taka hasarmyndahlut- verk sín mátulega alvarlega og sama á við um Samuel Jackson sem leikur hinn hataða liðþjálfa týndu sérsveitarinnar. Þeir gefa reyndar tóninn fyrir lokaatriði myndarinnar, þar sem höfundar gefa, að því er virðist með glott á vör, skít í hina gullnu reglu Holly- wood-handrita, þ.e. að hnýta fyrir fyrir alla enda og útskýra allt a.m.k. þrisvar. Fyrir vikið er þetta ágætis tilbreyting. Lausir endar KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Basic / Grundvallaratriði  Leikstjórn: John McTiernan. Handrit: James Vanderbilt. Kvikmyndataka: Steve Mason. Aðalhlutverk: John Travolta, Connie Nielsen, Samuel L. Jackson, Brian Van Holt, Timothy Daly, Giovanni Ribisi o.fl. Lengd: 93 mín. Bandaríkin. Columbia Pictures, 2003. Heiða Jóhannsdóttir Íslandsvinurinn John Travolta leikur eitt aðalhlutverka í Basic.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.