Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Traustur banki Taktu þátt í Sumarnetleiknum okkar og þú gætir unnið glæsilegan vinning. Þú þarft aðeins að fara inná www.bi.is og skrá þig í þann netklúbb sem höfðar til þín. Dregið verður 1. júlí, 1. ágúst og 1. september. Þú gætir dottið í lukkupottinn! Sumarnetleikur Búnaðarbankans Viðskiptavinir! FLEIRI KÆRA NAUÐGUN Um helmingur brotaþola nauðg- unar árið 2002 lagði fram kæru, en það er talsverð aukning frá árinu 2000. Tilkynntum nauðgunum til lögreglunnar í Reykjavík fjölgaði um 39% á síðasta ári. Það er svipuð aukning og orðið hefur á málum sem berast Stígamótum. Mun fleiri virð- ast þekkja sinn rétt og vilja fylgja máli sínu eftir. SÞ hafi frumkvæðið Paul Wolfowitz, aðstoðarvarn- armálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að mikilvægt væri að Sameinuðu þjóðirnar og nágranna- ríki Líberíu hefðu frumkvæði að því að stilla til friðar í Líberíu. Banda- ríkjamenn hefðu ekki skorast undan ábyrgð. Sextán manns, a.m.k., féllu í átökum í höfuðborg landsins, Monróvíu, í gær. Bregðast við samkeppni Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., segir öruggt að fyrirtækið muni tryggja hagsmuni viðskiptavina sinna nú þegar nýtt ol- íufyrirtæki, Atlantsolía, hefur hafið sölu eldsneytis. 540 verða látnir lausir Ísraelar ætla að láta lausa 540 pal- estínska fanga, þ.á m. 210 harð- línumenn, að sögn ísraelsks embætt- ismanns í gær. Ariel Sharon forsætisráðherra hélt til Wash- ington í gær. Uppreisn lauk friðsamlega Uppreisnarmenn sem tóku versl- anamiðstöð á sitt vald í viðskipta- hverfinu í Manila á Filippseyjum í gær lögðu niður vopn án þess að til átaka kæmi, eftir um 20 klukku- stunda umsátur. Sættust for- sprakkar þeirra á að koma fyrir her- rétt, en þeir höfðu sakað forseta landsins og varnarmálaráðherra um spillingu og krafist afsagnar þeirra. Engin sátt um sektir Viðræðum milli Samkeppnisstofn- unar og olíufélaganna um hugs- anlega sátt vegna meints verð- samráðs lauk án niðurstöðu þar sem Samkeppnisstofnun taldi að félögin ættu að greiða mun hærri sektir en félögin töldu eðlilegt. mánudagur 28. júlí 2003 mbl.is w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Lykillinn að sparnaði, öryggi og þægindum Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu Fasteignablaðið // Ábyrgð — skyldur/ Þjóðarauður Íslendinga er að stórum hluta falinn í fasteignum. Samningar sem gerðir eru þar að lútandi eru því þýðingarmiklir í lífi fólks.  5 // Hjólvæn borg/ Hjólreiðar almennings fara vaxandi sem ferðamáti, nauðsynlegt sýnist því að leggja fleiri hjólreiðastíga aðskilda frá bílaum- ferð.  14 // Staðlar um lagnir/ Lagnakerfi húsa gegna mikilvægu hlutverki og því nauðsynlegt að vanda jafnt undirbún- ing, hönnun og framkvæmdir vegna þeirra.  16 // Týsgata 3/ Ýmiss konar verslunar- og fyrirtækjarekstur hefur í áranna rás verið á fyrstu hæðum Týs- götu 3 en það hús hefur verið mikið endur- nýjað á seinni árum.  22                                                                                              ! "#$%& '()& *) ! + ), $$&   -./0 01 )-./0 01 & 2  -./0 01 )-./0 01  3  33    305        3 35       !!!"  -/60 -/60 -/60 3-/60 7 7    555 355 3555 55 555 55 #   !  ! $%! #  %  &   '              30833 05 038 30  (     0- 0  (        (       08 304 035 NÝTT aðalskipulag Mosfellsbæjar hef- ur verið staðfest af Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Það var gert 8. júlí sl. „Aðalskipulagið gildir frá 2002 til 2024 og gerir ráð fyrir að byggð í Mos- fellsbæ verði þéttari en fyrra aðalskipu- lag gerði ráð fyrir,“ sagði Tryggvi Jóns- son bæjarverkfræðingur hjá Mosfells- bæ. „Á nýbyggingarsvæðum er heimiluð blönduð byggð íbúða og athafnastarf- semi. Þetta skipulag var unnið af Teikni- stofu Gylfa Guðjónssonar og félaga í samvinnu við Mosfellsbæ, sem vann að- alskipulagið. Íbúðasvæði hafa verið stækkuð frá því sem var í hinu fyrra. Alls verða ný- byggingarsvæði 311 hektarar. Aðal- uppbyggingarsvæðin á tímabilinu verða Helgafellsland og Blikastaða- land. Fyrr verður byggt á Blikastaða- landi en áður var ætlað, en ráðgert er nú að byggð hefjist þar á vegum Ís- lenskra aðalverktaka þegar deiliskipu- lag Blikastaðalands hefur verið sam- þykkt, en áætlað er að uppbygging á því landi standi yfir allt skipulagstímabilið. Gert er ráð fyrir að alls verði á skipu- lagstímabilinu byggðar 4700 íbúðir og áætlað er að íbúar Mosfellsbæjar verði árið 2024 tæplega 14 þúsund. Þetta nýja aðalskipulag Mosfellsbæjar er byggt á svæðisskipulagi höfuðborgar- svæðisins 2001 til 2024 en meiri áhersla er lögð á umhverfis- og útivistarmál í nýstaðfestu aðalskipulagi Mosfellsbæj- ar.“ Nýtt aðalskipulag Mosfellsbæjar staðfest Þéttbýlisuppdráttur aðalskipulags Mosfellsbæjar 2002 til 2024. Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Bréf 22 Viðskipti 11 Dagbók 24/25 Erlent 14 Þjónusta 25 Listir 15 Kirkjustarf 25 Umræðan 15 Fólk 26/29 Forystugrein 18 Bíó 26/29 Minningar 18/21 Ljósvakar 30 Hestar 21 Veður 31 * * * ELDINGU laust niður í Fokker- flugvél Flugfélags Íslands skömmu eftir flugtak frá Reykjavíkurflugvelli á laugardag og var henni þegar snúið til baka. Um borð voru 28 farþegar auk áhafnar. Árni Gunnarsson, sölu- og markaðsstjóri FÍ segir að engin hætta hafi verið á ferðum, flugvélin hafi staðist skoðun flugvirkja og sé nú í fullri notkun. Flugvélin lagði af stað klukkan 16.25 áleiðis til Ísafjarðar. Elding- unni laust niður eftir nokkurra mín- útna flug. Árni segir að vélin sé búin eldingavara og öryggi hennar því engin hætta búin. Starfsreglur mæli engu að síður fyrir um að vélinni skyldi snúið við og lent við fyrsta tækifæri. „En það er í raun og veru engin hætta á ferðum því vélarnar eru útbúnar fyrir þetta,“ segir Árni. Vélin hefði lent á Reykjavíkurflug- velli um klukkan 17. Fljótlega eftir lendingu hefði flugstjóri safnað far- þegum saman í flugstöðinni og út- skýrt fyrir þeim hvað hefði gerst. Aðspurður segir Árni að þegar eld- ingu lýstur niður í flugvél sjái far- þegar yfirleitt ljósleiftur og finni fyr- ir höggi, álíka þungu og getur gerst í ókyrrð. Hann telur þó að flestir far- þeganna hafi lítið orðið varir við eld- inguna. Slíkt gerist endrum og sinn- um, hugsanlega einu sinni á ári hjá FÍ, að sögn Árna. Klukkan 17.40 fór önnur Fokker- flugvél af stað til Ísafjarðar en fimm farþegar vildu ekki fara um borð. Árni segist ekki hafa öruggar upp- lýsingar um hvers vegna fólkið ákvað að verða eftir í Reykjavík. Hugsanlega hafi töfin verið of löng en væntanlega hafi flughræðsla ráð- ið í flestum tilfellum. Haft verði sam- band við fólkið og því boðin áfalla- hjálp. Eldingu laust niður í Fokker-flugvél Farþegar fundu fyrir högginu LEITAÐ var að sprengju í Leifsstöð í gærmorg- un í rúmlega tvo klukkutíma. Engin sprengja fannst. Yfirlögregluþjónninn á Keflavíkurflug- velli segir að ekki hafi verið hætta á ferðum og því ekki þurft að rýma bygginguna. Hvorki urðu truflanir á starfsemi í flugstöðinni né á milli- landaflugi. Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar, sprengju- leitarhundur og hundaþjálfari frá varnarliðinu ásamt lögreglu hófu leit um klukkan tíu í gær- morgun eftir að ábending barst um sprengju í flugstöðinni. Leitinni lauk um hádegisbil. Óskar Þórmundsson, yfirlögregluþjónn, sagði að lögregla teldi fyrir bestu að gefa sem minnst- ar upplýsingar um hvers eðlis ábendingin var eða hvernig hún barst til lögreglu, m.a. vegna þess að í þessum málum væri ávallt hætta á því að einhverjir myndu vilja líkja eftir slíkum hót- unum. Ekki hefði verið talin hætta á ferðum og því ekki gripið til þess ráðs að rýma bygginguna. Fá- ir farþegar voru í flugstöðinni þegar leitin hófst. Leitað að sprengju í Leifsstöð Ljósmynd/Hilmar Bragi Bíl sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar var ekið kringum Leifsstöð þegar leitað var að sprengju. UM HELGINA voru haldnir sigl- ingadagar á Ísafirði. Að sögn skipuleggjenda lögðu yfir fimm hundruð manns leið sína niður að höfn og Pollinum báða dagana. Á laugardeginum var keppt í ýms- um siglingaíþróttum, s.s. kajak- róðri, en í gær voru meiri róleg- heit yfir siglingadögunum. Þá fengu ungir sem aldnir færi á því að bregða sér í stutta siglingu á ýmsum fleytum sem hægt var að fá að láni. Veðrið lék við Ísfirð- inga í gær og nutu margir þeirra veðurblíðunnar á ljúfri siglingu á firðinum. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Siglingadagar á Ísafirði GÓÐAR horfur eru varðandi korn- uppskeru í sumar og útlit er fyrir að upp- skeran verði óvenju- lega snemma á ferð- inni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, telur að víða verði met- uppskera í haust vegna eindæma veð- urblíðu í vor og í sumar. „Uppskera verður fyrir miðjan september, hugsanlega í byrjun september. Þetta gæti verið hálfum mán- uði fyrr en venjulega,“ segir Ólafur. Hann segir að oft sé hagstætt að bíða með uppskeruna eins lengi og mögulegt er til þess að gefa korninu tíma til þess að þorna og þroskast til fulls. Hins vegar hafi blíðan í vor verið slík að líklegt sé að uppskeran verði fyrr á ferðinni en í venjulegu ári. Ólafur segir að gæði kornsins verði líklega með besta móti, enda fari vaxtarhraði og gæði gjarnan saman. Vegna mikillar veðurblíðu í lok vetrar ákvað Ólafur að gera tilraun með að sá í einn hektara óvenjulega snemma, eða 6. mars. Hann segir að sú til- raun hafi gefist mjög vel. Kornið sem sáð var í mars hafi þroskast mjög vel og sé mun lengra á veg komið en það sem sáð var á hefðbundnum tíma, um miðjan apríl. „Það snjóaði 1. maí og það gerði fimm frostnætur eftir sáningu og kornið fraus eftir að það kom upp úr jörðinni,“ segir Ólafur. Hann segir að þetta virðist þó engin áhrif hafa haft á kornið því það braggist ákaflega vel. „Ég hefði getað sáð miklu meira í mars og þá verið kominn með uppskeru á svipuðum tíma og í Danmörku,“ segir Ólafur. Bóndinn á Þorvaldseyri sáði korni í tilraunaskyni í byrjun mars Til vinstri er kornið sem sáð var í tilraunaskyni í byrjun mars. Það er mun lengra á veg komið. Vetrarsáningin lítur mjög vel út Ljósmynd/Ólafur Eggertsson 2003  MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A DORTMUND HEFUR ÁHUGA Á JÓHANNESI KARLI GUÐJÓNSSYNI / B3 BRYNJAR Björn Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sagði í gær að hann hefði ekki enn sest niður með forráðamönnum enska 1. deild- arliðsins Nottingham Forest til þess að ræða samningsgerð en Brynjar hefur æft með liðinu undanfarna daga. „Ég fer á æfingu á morgun (í dag) og það verður síðasta æfingin hjá mér á þessum reynslutíma. Forráðamenn liðsins munu síðan gefa sér tíma í síðar í vikunni um hvert framhaldið verður og ég hef því ekki hugmynd um hvort mér verður boðinn samningur,“ sagði Brynjar Björn. „Það er óvissuástand sem bíður mín og ef ekkert verður úr þessu með Forest verð ég að gera aðrar áætlanir. Það er ekkert planað í vikunni um heimsóknir í önnur lið þar sem ég ætla að klára þetta verkefni með Forest og sjá til hvað verður,“ bætti Brynjar Björn við. Óvissu-ástand hjá Brynjari Jean-Patrick Nazon frá Frakk-landi vann síðustu sérleiðina en sérleiðirnar voru alls 20. Arms- trong, er 31 árs gamall og keppir fyrir US Postal liðið, sagði hann við fjölmiðla að hann myndi mæta til leiks að ári til þess að verja tit- ilinn. „Ég er þreyttur en ánægður og þessi keppni er sú erfiðasta sem ég hef tekið þátt á mínum ferli. En ég mun örugglega mæta til leiks á næsta ári til þess að bæta við sjötta titlinum í safnið,“ sagði Armstrong. Ýmis önnur verðlaun voru af- hent í gær að loknum síðasta keppnisdeginum. Frakkinn Richard Virenque var kosinn „konungur fjallanna“. Besti ungi keppendinn kom frá Rússlandi, Denis Menchov. Alexandre Vino- kourov frá Kasakstan var sagður vera ákafasti keppandinn en CSC- liðið frá Danmörku var besta liðið að þessu sinni. Armstrong bætti því við að hann vildi leggja áherslu á það hann væri fyrsti sigurvegarinn á þessu móti sem hafi barist við krabba- mein. „Í raun skiptir engu máli hve oft ég hef unnið á þessu móti. Það sem mestu skiptir er að ég hef sigrast á krabbameinsæxlum sem voru á heila, í lungum og í eista. Vonandi verður árangurinn hvatn- ing fyrir þá sem glíma við sama sjúkdóm og lagði mig næstum að velli,“ sagði Armstrong. Lance Armstrong kom í mark á 83 klukkustundum, 41 mínútu og 12 sekúndum. Annar varð Jan Ull- rich frá Þýskalandi, 1,01 mínútu á eftir Armstrong. Þriðji varð Alexander Vinokurov frá Kasakstan, 4,14 mínútum á eft- ir Armstrong. Armstrong að hlið Indurain LANCE Armstrong skráði nafn sitt í sögubækurnar í gær þegar hann tryggði sér sigur í Frakklandshjólreiðakeppninni, Tour de France, fimmta árið í röð. Aðeins Spánverjinn Miguel Indurain getur státað sig af álíka árangri en hann vann í keppninni fimm ár í röð, fyrst árið 1991 og síðast árið 1995. Þeir Jacques Anquetil, Eddy Merckx og Bernard Hinault hafa allir unnið fimm sinnum í þessari keppni en þeir náðu ekki að vinna fimm ár í röð líkt og Armstrong og Indurain. KNATTSPYRNULIÐ Skagamanna varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar ljóst var að Grétar Rafn Steinsson, miðvall- arleikmaður liðsins, er með slitið krossband í hné og rifinn liðþófa. Hann mun því ekki leika meira með liðinu á þessari leik- tíð. Grétar, sem er 21 árs gamall, meiddist í sig- urleik gegn Þrótti á fimmtudag. „Nú taka við sex til átta mánuðir af endurhæfingu. Ég er staðráðinn í að koma tvíefldur til baka. Ég hef aðgang að mjög hæfum lækni og svo er séð vel um mig hér á Akranesi. Þann- ig að ég hef engar áhyggj- ur af þessu og lít á þessi meiðsli aðeins sem enn eitt fjallið til að klífa,“ sagði Grétar Rafn Steinsson, í samtali við Morgunblaðið en hann vonast til þess að fara í aðgerð á hnénu eftir eina til tvær vikur. Ólafur Þórðarson, þjálf- ari Skagmanna og ung- mennalandsliðs Íslands, sagði að vissulega væru meiðsli Grétars gífurlegt áfall fyrir bæði fyrir ÍA og ungmennalandsliðið en „maður kemur í manns stað“ eins og Ólafur orðaði það í samtali við Morg- unblaðið. Grétar Rafn er með slitið kross- band Kylfingarnir Birgir Leifur Haf- þórsson, GKG og Ragnhildur Sig- urðardóttir GR, létu ljós sitt skína í Vestmannaeyjum á Íslandsmótinu í höggleik þar sem þau fögnuðu Ís- landsmeistaratitli í sínum flokki. Birgir Leifur vann Íslandsmótið í Eyjum árið 1996 í fyrsta og bætti öðrum titli sínum í safnið á sama stað sjö árum síðar. Ragnhildur hefur tvívegis áður unnið Íslands- mótið en hún setti glæsilegt vall- armet á þriðja keppnisdegi móts- ins. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Efst á palli í Eyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.