Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 21
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 21 Reiðfatnaður Náttúrulegur lífsstíll FREMSTIR FYRIR GÆÐI „ÞAÐ hefur verið leiðindaveður hér á mótssvæðinu í Herning og satt best að segja frekar erfitt að átta sig á styrkleika keppinautanna. Það var al- veg ausandi rigning hér í dag og við slíkar aðstæður er lítið að marka hrossin og þar fyrir utan eru menn ekkert farnir að taka til hestanna að neinu viti,“ sagði Sigurður í upphafi viðtals og bætti við að allar þátttöku- þjóðir væru komnar með hesta sína á svæðið. „Sumir voru reyndar að koma í gær (laugardag innsk. blm.) svo segja má að flestir séu svona rétt að byrja að liðka hrossin eftir langt ferðalag.“ Klakkur í stillingu Spurður um stöðuna á Klakki frá Búlandi sem Vignir Jónasson mun kepp á sagði Sigurður að segja mætti að ennþá væri verið að raða honum saman og finna réttu stillingarnar á hann. „Mér heyrðist á Vigni að hann sé bara ánægður með klárinn og telji góðar líkur á að allt verið smollið í lið- inn fyrir ögurstundina. Þá var Hafliði mjög ánægður með Ásdísi frá Lækj- arbotnum á æfingu í dag og sama má segja um Guðmund Einarsson og Hersi en þeir voru með feiknagóðan æfingasprett í dag þrátt fyrir að brautin væri mjög blaut. Þá sá ég til Daníels á Sjóla frá Dalbæ og sýnist mér þar allt í mjög góðu lagi,“ sagði Sigurður. Hvernig hefur gengið hjá Karenu Líndal með hryssuna Náttfaradís? „Það lítur bara vel út. Olil Amble og Magnús Skúlason hafa verið að leiðbeina henni og sagði Maggi mér að þau næðu prýðilega vel saman,“ svaraði Sigurður að bragði. Vellirnir stóðust þunga prófraun Þegar talið barst að aðstöðunni sem Danir bjóða sagði Sigurður hana hrikalega góða. „Hér er mikið lagt í alla hluti og gildir þar einu hvort um er að ræða aðstöðu fyrir áhorfendur, keppendur eða hesta. Eins og áður sagði rigndi heil feikn hér í dag og stóðust vellirnir þá raun með mikilli prýði og sýnist mér að fyrst svo fór þurfi ekki að óttast að þeir bregðist. Hér eru firnastórar skemmur sem nýtast vel fyrir ýmsa þætti mótsins og má nefna að sérstök höll verður fyrir sköpulagsdóma kynbótahrossa. Mótsstaður er það sem kallað er hér „dyreskueplads“ og sá stærsti sinnar tegundar í Danmörku. Hér eru haldnar dýrasýningar af ýmsu tagi og þar á meðal hestamót margvíslegra hestakynja. Þá eru einnig haldnar hér vörusýningar í þessum stóru höll- um sem eru sumar á stærð við stóru fótboltahallirnar heima á Íslandi og jafnvel stærri,“ sagði Sigurður. Að sögn Sigurðar hefst dýralækn- isskoðun í dag kl. átta en knapar eru ræstir kl. sex á morgnana til að fóðra hestana. Hann sagði aðstöðu fyrir hrossin frá Íslandi mjög góða, þau hefðu eina mjög rúmgóða skemmu en þar væru einnig þau hross banda- rísku sveitarinnar sem komu með frá Íslandi. Þeir Guðmundur Einarsson, Styrmir Árnason, Jóhann R. Skúla- son og Karen Líndal væru með sín keppnishross á öðrum stað þar sem allt samneyti hrossanna frá Íslandi við önnur hross á mótinu væri tak- markað eins og framast er unnt til koma í veg smit, þar sem ætlað er að þau séu mjög viðkvæm fyrir öllu slíku. Þögull sem gröfin Þegar talið barst að árangri í keppninni og þeim fjölda gullverð- launa sem hugsanlega ynnust varðist Sigurður öllum slíkum spurningum og sagði að á þessu stigi málsins væri allsendis ómögulegt að gera sér nokkra grein fyrir styrkleika keppi- nautanna og svo sem ekki heldur gott að sjá fyrir hvernig einstakir kepp- endur íslenska liðsins komi til með að standa sig. Það er því greinilegt að allar vonir og draumar um glæsta sigra eru enn djúpt í farteski ein- valdsins. Svona til gamans má leika sér með hlutina og reikar þá hugurinn fyrst að skeiðinu en ætla má að vonir Íslands á þeim vettvangi séu nokkuð góðar. Líklega hefur Ísland aldrei mætt til leiks með eins sterka breiðfylkingu vekringa þar sem allir þrír hestarnir hafa skeiðað langt undir 22 sek. og tveir þeirra þar undir. Helstu keppi- nautar gætu orðið heimsmeistarinn Mjölnir frá Dalbæ og Anna Skúlason, Svíþjóð, sem reyndar hlutu sigur fyr- ir ógildan sprett á síðasta móti fyrir tveimur árum. Enn einu sinni mætir Lothar Schenzel frá Þýskalandi með Gamm frá Krithóli og skyldi enginn vanmeta þá þótt ekki hafi þeir enn haft erindi sem erfiði á HM. Í fimmgangi hefur Sigurður V. Matthíasson verið talinn eiga góða sigurmöguleika á Fálka frá Sauðár- króki en svona fljótt á litið má ætla að það geti orðið þungur róður hjá þeim félögum ef allt smellur saman hjá nú- verandi heimsmeistara, Vigni Jónas- syni og Klakki frá Búlandi. Um aðra verulega skæða keppinauta er ekki vitað sem þýðir þó auðvitað alls ekki að þeir séu ekki til. Fjórgangurinn gæti verið dálítið spurningarmerki eins og oft áður. Innan okkar raða er núverandi meist- ari Styrmir Árnason með sterkan hest, Hamar frá Þúfu, sem hefur ver- ið að velgja helstu keppinautunum, Þjóðverjum, undir uggum í sumar og á bak við hann er enginn aukvisi sem er hinn drjúgsterki Bassi frá Möðru- völlum sem Berglind Ragnarsdóttir ríður að venju. Tölthornið heim á ný? Það er að sjálfsögðu töltið sem augu flestra beinist að. „Tölthornið á heima á Íslandi“ hefur löngum verið sagt og það var alltaf tregablandin til- finning að horfa á Þjóðverja hampa þeim grip lengi vel. Við höfum tvö tromp á hendi þá Jóhann R. Skúlason og Snarp frá Kjartansstöðum og Haf- liða Halldórsson á Ásdísi. En þeir eiga fyrir höndum harða rimmu við hinn tröllaukna Dökkva frá Mosfelli sem var hársbreidd frá því að vinna í töltinu í Austurríki og nú er hann sagður ennnú sterkari. Ætla má að úrslitin í töltinu verði æsispennandi. Í lokin sagðist Sigurður greinilegt að framundan væri feikna gott mót. „Ég hef það sterklega á tilfinning- unni að hrossin verði sterkari nú en nokkru sinni fyrr.“ Enn er lagt í brekkuna bröttu með hóflegum vonum Morgunblaðið/Vakri Hinni vösku sveit Íslands bíður erfitt verkefni næstu dagana á heimsmeistaramótinu og verður spennandi að sjá hvernig þeim gengur í baráttunni um gullin sem allt snýst um hjá Sigurði Sæmundssyni og hans fólki. Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum hefst í Herning á morgun Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum hefst á morgun. Hestar íslenska liðsins fóru utan fyrir viku og eru æfingar knapa og hesta komnar á góðan skrið. Valdimar Kristinsson ræddi við Sigurð Sæmundsson landsliðseinvald. Morgunblaðið/Vakri Sigurður Sæmundsson landsliðsþjálfari verður ekki í eldlínunni innan vall- ar næstu dagana heldur mun hann stjórna sínu fólki af hliðarlínunni. Hafliða Halldórssyni og Ásdísi frá Lækjarbotnum tókst vel upp á æfingu í gær þrátt fyrir ausandi rigningu í Herning. Stóðhestastöðin í Gunnarsholti Tæplega 200 hryssur sæddar LOKIÐ er starfsemi Sæðinga- stöðvarinnar í Gunnarsholti þetta árið en sæddar voru rétt tæplega 200 hryssur sem er mun fleira en áður hefur verið gert. Á síðasta ári voru aðeins 80 hryssur sæddar en mest hafa 118 hryssur áður verið sæddar. Páll Stefánsson for- stöðumaður stöðvarinnar sagðist ánægður með útkomuna að þessu sinni en tók það fram að ekki lægju fyrir endanlegar tölur um það hversu margar hryssur hefði náðst að fylja. Fjórir stóðhestar voru á stöð- inni að þessu sinni og var Orri frá Þúfu með langflestar eða rúmlega 90. Af þeim er búið að staðfesta fyl í 56 hryssum en 28 eru óskoð- aðar og tæplega tíu hryssur eru því væntanlega tómar. Næstur kemur sonur Orra, Þristur frá Feti en rúmlega 70 hryssur voru sæddar með sæði úr honum og hefur fyl verið staðfest í 40 hryssum en 25 hryssur eru enn óskoðaðar. Er þetta mjög svipuð útkoma og hjá Orra. Sæði úr Glampa frá Vatnsleysu fengu 16 hryssur og eru 12 þeirra fyljaðar en 4 hryssur fóru bón- leiðar búðar. 11 hryssur voru sæddar með sæði úr Kjarna frá Þjóðólfshaga og hefur fyl verið staðfest í 5 þeirra. Sagði Páll að eitthvað lægi ekki ljóst fyrir með skoðun á hin- um hryssunum og því gæti vel ver- ið að fleiri væru þegar fyljaðar. Ef allir þeir 120 tollar sem heimild er fyrir hjá Orra frá Þúfu verða nýttir má gera ráð fyrir að hann eigi eftir að taka á móti í kringum 30 hryssum í girðingu. Einnig virðist sem verulega hafi létt á Þristi því hann þarf að af- greiða 110 hryssur á árinu. 40 eru nú þegar afgreiddar og gera má ráð fyrir að fyl reynist vera í 15 hryssum af þeim eftir er að óm- skoða. Þá afgreiðir hann 30 hryss- ur fyrir miðjan ágúst norður í Þingeyjarsýslu og restina 25 hryssur þarf hann þá væntanlega að dunda sér við í Feti fram á haust. Það kemur sér því vel að sæðið í Þristi er afbragðsgott bæði hvað varðar magn og gæði. Spurning er hinsvegar sú hvort hann þurfi að klaga til nýskipaðs umboðsmanns hesta eins og teikn- arinn góðkunni Sigmund frá Vest- manneyjum lét að liggja í einni teikningu sinni eftir að hafa lesið frétt þess efnis að Þristur þyrfti að klára sig af 110 hryssum. Ástæðuna fyrir góðum árangri í sæðingum nú sagði Páll að vissu- lega kæmi þar til gott í sæði í öll- um þessum fjórum hestum. Sæðið úr Orra hefði reyndar verið frek- ar dapurt framan en hann tók sig og fjölgaði bæði frumum og jók magnið eftir því sem á leið. Þá nefndi Páll einnig nýjan þynning- arvökva sem gerði það að verkum að þeir gátu þynnt sæðið meira en áður. Nú hefðu verið í kringum 250 til 350 milljónir fruma í skammti í stað 500 milljónir áður. Þá þakkaði einnig því að aðbún- aður fyrir hryssurnar í Gunn- arsholti hefði verið mjög góð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.