Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG var á Akureyri í vor þegar skóla- slit og útskrift stúdenta fór fram. Hlýddi á skólaslitaræðu Tryggva Gíslasonar sem eftir farsælt upp- byggingarstarf við skólann lætur nú af störfum. Það voru áhrifa- rík og alvarleg orð sem hann flutti verðandi stúdentum og gott veganesti. Eitt sló mig sérstaklega, þegar hann sagði að það hefði tekið 10 ár að koma á þeim aga í skólanum sem hann og starfslið hans þurfti að glíma við í byrjun og hve tekist hefði að koma mörgu góðu til leiðar. Hann var nú að útskrifa 120 nem- endur sem voru að kveðja skólann. Þetta var mannvænlegur og fríður hópur og manni varð ósjálfrátt á að hugsa: Hvað mætir þessum hóp þeg- ar bessi skil verða? Allar þær breyt- ingar sem nú eru í gangi og þá sér- staklega öll þessi áfengis- og vímuefni, sem hafa jafnvel riðið manninum að fullu og gert honum dvölina í heiminum óbærilega? Það er hægara að rífa niður en byggja upp og lengi býr að fyrstu gerð, eins og fjöldi okkar sem höfum svo mörg ár að baki, höfum orðið vitni að gegn- um árin. Frelsið bitnar oft á aganum og þegar svo er komið að stjórnendur skóla mega varla hreyfa við nemend- um hvernig sem þeir ólátast og spilla friði í skólastofum endar frelsi líka oft í helsi. Því höfum við orðið vitni að gegnum árin og margir sjá að leiðbeinendur hefðu þá átt að hafa meira vald til að koma á friði í skól- um. En því miður er aginn í hættu og fer þverrandi. Það hef ég heyrt á svo mörgum sem um það hafa fjallað. Ég hefi í öllum mínum skrifum bent á þær staðreyndir að í hvert sinni sem Alþingi hefir slakað á og reglur um sölu og dreifingu áfengis hafa verið rýmkaðar þá hefur flóðgáttin stækk- að og allt farið á verri veg. Ég man bannlögin. Þau gerðu afar margt gott, en þeir sem að þeirn stóðu trúðu því að með þeim væri fullur sigur unninn og að landsmennn myndu ekki vilja það ástand áfram sern áður hafði ríkt. Því miður reyndist þjóðin ekki holl sjálfri sér og nú er hún í ríkum mæli að upplifa gömlu tímana þar sem öllu var fórn- ar fyrir þessar eiturlindir, bæði heimilum og góðum og heilbrigðum mannslífum. Við verðum því að átta okkur á því að ósvífnin og eyðilegg- ingin sem nú blasir við á akri eymd- anna er vegna þess hversu áfengis- auðmagnið hefir kornið sér vel fyrir í heiminum, skapað aftur þá fátækt og látið illt af sér leiða, sem enginn nema bindindismenn sáu fyrir. Það eru fleiri en Íslendingar sem eru óttaslegnir yfir þessum breytingum. Ég sá t.d. að Danir hefðu miklar áhyggjur af aukinni áfengisnautn. Nú verður að snúa við blaðinu. Í seinustu alþingiskosningum í vor kom fram mikið traust á ungu kyn- slóðina. Ég vona að það traust hafi verið verðugt og það verði einmitt hún sem nú rís upp með dug og dáð. Hún sjái voðann sem áfengið veldur og hvað heillavænlegast sé fyrir landsmenn, og þeir sjái að á örlaga- tímum sem þessum verði þjóðin að hætta að eyða fjármunum í þá hluti sem sem eru skaði þjóðarinnar. Efl- ing hinna andlegu verðmæta sitji í fyrirrúmi og fólkið snúi sér að heil- brigðum lífsháttum. Megi hamingja lands og þjóðar gefa að þeir dagar séu ekki langt undan. Og væri ekki gaman að vakna upp á ný og vera á þeim gullaldardögum eða eins og Þorsteinn Erlingsson sagði í ágætu kvœði sínu. Guð gefi landinu okkar heilbrigða lífshætti. ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. Bannlögin gerðu gott Frá Árna Helgasyni HVAR fá (flestir) innanhússarkitekt- ar og aðrir þeir sem hanna salerni fyrir fyrirtæki og stofnanir þá hug- ljómun að menn kjósi frekar salerni sem líkjast fjósum frekar en „venju- leg“ salerni eins og sömu aðilar hanna (oftast) fyrir konur (þ.e.a.s. lít- ið herbergi með klósetti og handlaug, einfaldara getur það varla verið)? Því miður hafa konur ekki fyllilega slopp- ið við fjósafyrirkomulagið (sbr. sumir skemmtistaðir). Hefur verið gerð skoðanakönnun til að kanna hvort fyrrgreind „hugljómun“ eigi sér stoð í veruleikanum? Það er ótrúlegt að ennþá (2003) sé verið að hanna sal- erni með fjósafyrirkomulagi: Fyrir notkun númer 1. þá eru raðir af hlandskálum, oft án skilrúma, svo hending ein ræður hvort menn sletti eða sletti ekki hver á annan. Fyrir notkun nr. 2. þá eru raðir af þröngum skápum (ca. 1 fermetri hver) með hurðum og veggjum sem ná ekki til gólfs svo varla er hægt að komast hjá því að sjá hver er í hvaða skáp!! Svo þröngir geta þessir skápar verið að frjálslega vaxnir menn verða jafnvel að ganga afturábak inn í þá (þó ótrú- lega mikið pláss sé fyrir utan þá!!). Auk þess er varla hægt að komast hjá því að skápabúar geti sér til um at- hafnir og ristilástand annarra skápa- búa út frá þeim hljóðum og ilmi, sem berst á milli skápanna! Ég hef í gegn- um tíðina komið við í mörgum arki- tekta- og verkfræðifyrirtækjum en ég man ekki eftir að hafa séð svona fjósafyrirkomulag á salernum þar! Að lokum er hér ákall til allra þeirra sem hanna salerni: Vinsamlegast hannið bara „venjuleg“ salerni. Leyf- ið okkur að komast út úr skápunum! GUÐMUNDUR STEINN GUÐMUNDSSON, Ölduslóð 22, Hafnarfirði. Hvenær komast menn út úr skápunum? Frá Guðmundi Steini Guðmundssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.