Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 25 DAGBÓK Atvinna Gullið tækifæri Fjarðargötu 11 Sími 595 9095 holl@holl.is Opið virka daga kl. 9-18 www.holl.is Til sölu er lítið, sérhæft fyrirtæki í útsaumi, myndsaumi, merkingum o.fl. Mikil verkefni og góð viðskiptasambönd. Núverandi eigendur eru reiðubúnir að starfa með kaupendum, kenna og veita leiðbein- ingar fyrstu vikurnar. Þörf er á 50 til 80 fm snyrtilegu húsnæði. Upplýsingar gefur Halldór hjá fasteignasölunni Hóli, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, í síma 595 9095 halldor@holl.is STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Aðrir dást að þokka þínum og góðum smekk. Þú hefur skýr markmið í lífinu og ger- ir allt sem í þínu valdi stend- ur til þess að ná þeim. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert mjög skapandi þessa stundina og getur gert allt með höndunum. Þú verður að ákveða hvernig þú ætlar að nýta þessa hæfileika þína. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gerðu allt sem þú getur til þess að bæta aðstæður heima- fyrir. Það er ekkert betra en heimili sem fyllir þig örygg- iskennd. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hugsaðu um hvernig þú getur bætt samskipti þín við aðra. Þú átt auðvelt með að tjá þig en að sama skapi ertu ekki nógu góður hlustandi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú væri gott að koma skipu- lagi á líf sitt. Byrjaðu á því að koma skipulagi á eigur þínar. Losaðu þig við það sem þú þarft ekki á að halda en varð- veittu hitt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú gætir hæglega bætt fram- komu þína í garð annarra til muna. Hugsaðu um hvað þú þarft að gera í þeim efnum og framkvæmdu það svo. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það skiptir engu máli hverrar trúar þú ert, þú trúir ein- hverju. Komdu því á hreint hvað skiptir máli í lífi þínu. Þá veistu hvar þú stendur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Líttu í kringum þig og leitaðu eftir einhverju sem má betur fara. Hugsaðu um það hvernig þú getur látið eitthvað gott af þér leiða til þess að bæta heim- inn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú væri kjörið að gera fram- tíðaráætlun. Leiddu hugann að því hvar þú kýst að vera eft- ir nokkur ár og hvað þú þarft að gera til að komast þangað. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Vonir þínar og væntingar varðandi frekari menntun og ferðalög til framandi landa gætu hæglega orðið að veru- leika á næstunni. Leggðu þitt af mörkum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur lagt hart að þér und- anfarið. Nú er tími til þess að hvíla sig lítið eitt. Þú þarft að ákveða hverju þú kýst að deila með öðrum og hverju ekki. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Náin sambönd skipta þig miklu máli. Öll sambönd fara batnandi í ár. Þeir sem eru einir á báti munu eiga auðvelt með að finna sér förunaut. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Án nokkurs vafa mun frami þinn í starfi aukast. Þú verður þó að leggja hart að þér eigi þetta að verða að veruleika. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. MINNI INGÓLFS Lýsti sól stjörnu stól, stirndi á Ránar klæði. Skemmti sér vor um ver, vindur lék í næði. Heilög sjón: hló við Frón. Himinn, jörð og flæði fluttu landsins föður heillakvæði. Himinfjöll, földuð mjöll, fránu gulli brunnu. „Fram til sjár,“ silungsár sungu, meðan runnu. Blóm á grund, glöð í lund, gull og silki spunnu, meðan fuglar kváðu allt, sem kunnu. - - - Matthías Jochumsson LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Lágafellskirkju 19. október 2002 af sr. Gunnari Rúnari Matthíassyni þau Hanna Hreiðarsdóttir og Pétur Jónsson. Heimili þeirra er á Sogavegi 102 í Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Hafnarfjarð- arkirkju 5. október 2002 af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þau Ragna Pétursdóttir og Magnús Erlingsson. Heimili þeirra er í Hafnarfirði. Í NÝLEGU hefti ítalska bridsblaðsins er sagt frá spili með Hjördísi Eyþórs- dóttur. Það kom upp á þjóð- arleikunum í Bandaríkj- unum í fyrra: Norður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ G94 ♥ 1072 ♦ Á1062 ♣K93 Vestur Austur ♠ D83 ♠ 105 ♥ ÁD3 ♥ KG98654 ♦ DG94 ♦ 75 ♣Á108 ♣D5 Suður ♠ ÁK762 ♥ -- ♦ K83 ♣G7642 Hjördís varð sagnhafi í fjórum spöðum í suður efir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 tíglar * 2 spaðar Dobl 3 spaðar 4 hjörtu 4 spaðar Pass Pass Pass Opnun austurs er „multi“, sýnir sem sagt veik spil og langan hálit. Venjulega eiga menn sexlit fyrir slíkri sögn, en austur er greinilega var- kár spilari. Spilið kom upp í sveita- keppni og fjórir spaðar voru líka spilaðir á hinu borðinu. Byrjunin var sú sama á báð- um borðum: Hjartaás út, trompaður, og laufi spilað á kóng. Frumáætlun sagn- hafa hlýtur að vera sú að fría laufið, taka ÁK í spaða og henda svo tveimur tíglum í borði niður í frílauf. Með þessa áætlun í huga spilaði „hinn“ sagnhafinn laufi í þriðja slag, sem austur átti á drottninguna. Austur spilaði tígli til baka og gosi vesturs var tekinn í blindum með ás. Enn spilaði sagnhafi laufi, en austur notaði tækifærið til að henda tígli og fékk svo tígulstungu í næsta slag. Einn niður. Hjördís fór aðra leið. Hún trompaði hjarta í þriðja slag og spilaði svo laufi á drottn- ingu austurs. Sá skipti yfir í tígul upp á gosa og ás. Aftur stakk Hjördís hjarta, tók svo ÁK í spaða áður en hún spilaði laufi. Þegar vestur fékk slaginn á laufás lagði Hjördís upp: Norður ♠ G ♥ -- ♦ 1062 ♣-- Vestur Austur ♠ D ♠ -- ♥ -- ♥ KG9 ♦ D94 ♦ 5 ♣-- ♣-- Suður ♠ -- ♥ -- ♦ K8 ♣g7 Vestur á ýmsa kosti og alla vonda, en allt byggist þetta á því að hjartað sé 7-3. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. Rf3 Bg7 5. Db3 dxc4 6. Dxc4 O-O 7. e4 Rc6 8. Be2 Bg4 9. Be3 Bxf3 10. gxf3 e5 11. dxe5 Rxe5 12. Db3 Rh5 13. Rd5 c6 14. Rf4 Rxf4 15. Bxf4 Df6 16. Bg3 Bh6 17. h4 Had8 18. O-O Hd2 19. Hfe1 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Andorra. Boris Avrukh (2557) hafði svart gegn Robert Aloma Vidal (2153). 19...Hxb2! 20. Da3 Hxe2 21. Hxe2 Rxf3+ 22. Kg2 Rxh4+ 23. Bxh4 Dxa1 24. Dd6 Dc1 25. Be7 Ha8 26. Dd7 Dc4 27. Dxb7 He8 28. He1 De6 29. Bh4 Bd2 30. Hh1 Dxe4+ 31. f3 Dc2 og hvít- ur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. HLUTAVELTA Morgunblaðið/Ragnhildur Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu kr. 2.030. Þær heita Sig- rún Perla Gísladóttir og Jóhanna Hafsteinsdóttir.        LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRA- HÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska-Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 KIRKJUSTARF Laugarneskirkja. Opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu kl. 18:00. Allt fólk vel- komið. Vinir í bata. Neskirkja. Leikjanámskeið kl. 13-17, mánudag til föstudags. Uppl. í síma 511- 1560 eða á neskirkja.is Lágafellskirkja. Bænastund í Lágafells- kirkju kl. 20. Þórdís djákni þjónar og tekur við bænarefnum í síma 691-8041 alla daga frá kl. 9-16. Al-Anon fundur í Lága- fellskirkju kl. 21. Borgarneskirkja. TTT-starf kl. 15.30- 16.30. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.