Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.2003, Blaðsíða 23
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. JÚLÍ 2003 23 LEIÐRÉTT Árétting vegna sölu Hitaveitu Dalamanna Vegna fréttar í laugardags- blaðinu um sölu Hitaveitu Dala- manna vilja samningsaðilar taka fram að samningurinn gerir ráð fyrir að sveitarstjórn Dalabyggðar muni taka ákvörðun um að hækka verðskrá um 9% 1. september nk. Þá er rétt að fram komi að samn- ingurinn var undirritaður á fimmtudegi, en ekki á miðvikudags- kvöldi eins og segir í fréttinni. Í fréttinni er ranglega sagt að Stein- ar Friðgeirsson hafi undirritað samninginn fyrir hönd RARIK. Hið rétta er að samninginn undirritaði Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri. Byggingarkostnaður hótelsins um 40 milljónir Í frétt um opnun Hótels Öld- unnar á Seyðisfirði var ekki farið rétt með tölur um byggingarkostn- að. Heildarkostnaður við endur- byggingu húsanna tveggja var um 40 milljónir en ekki 47 milljónir eins og sagði í fréttinni. Þá á Byggðastofnun 30% hlutafjár í Fjarðaröldunni hf., en lagði ekki styrk til hótelsins að öðru leyti. Þóra Magnúsardóttir var móðir Jóns Loftssonar, ekki eiginkona Í frétt um 850 ára afmæli Nið- arósbiskupsdæmis sl. laugardag segir að Þóra Magnúsardóttir, laundóttir Magnúsar berfætts Nor- egskonungs, hafi verið eiginkona Jóns Loftssonar í Odda. Þetta er ekki rétt. Þóra var móðir Jóns og eiginkona Lofts Sæmundarsonar prests í Odda. Gunnar Reynir Sveinsson, eitt okkar helsta og afkasta- mesta tónskáld, er sjötíu ára í dag, 28. júlí. Gunnar hefur komið víða við á lífs- leiðinni, leikið með hljómsveitum víða um heim, stjórnað kórum og starfað mjög lengi að félagsmálum tón- listarmanna. Þekkt- astur er Gunnar Reynir fyrir hinar fjölmörgu tónsmíðar sínar, en hann hefur samið gífurlegan fjölda verka fyrir hin ýmsu hljóðfæri, kórverk og einsöngslög. Ég kynntist Gunnari fyrir rúm- um þrettán árum og hef átt við hann einstaklega farsælt samstarf. Í þessu samstarfi hafa orðið til mörg verk fyrir gítar sem bera góð- an vitnisburð um hugvitssemi og fjölbreytileika hans í tónsmíðagerð. Í tónsmíðum hans er að finna mjög ólík verk og notkun hljóðfærisins er hnitmiðuð og fagmannleg. Þetta er ef til vill góð lýsing á vinnubrögðum Gunnars. Það er því engin furða þótt hann hafi verið kallaður „Meister der Gitarre“ af þýskum gagnrýnanda sem hlustaði á verk Gunnars leikin á gítar. Í samstarfi okkar hefur Gunnar ætíð verið áhugasamur um að hefja vinnu að nýju verki fyrir gítar (sem hann segir að sé sitt uppáhaldshljóðfæri), og hlakkað til líkt og barn að heyra það leikið á hljóðfærið. Fyrsta verkið sem Gunnar samdi fyrir gítar heitir „Íslensk rapsódía“ og varð ég fljótlega var við í vinnslu þess, að Gunnar hefur víða komið við. Gunnar endurvinnur gjarnan eldri verk sín, líkt og J. S. Bach gerði. Þannig er annar þáttur rapsódíunnar upprunalega kominn úr lagi sem Gunnar samdi fyrir leikhúsverk eftir Birgi Sigurðsson sem heitir „Dagur vonar“. Þriðji þáttur verksins er ættaður úr kvikmyndinni „Kristni- hald undir jökli“. Mér varð því fljótlega ljóst að það er ekki allt á sömu bókina lært hjá Gunnari. Hann hefur samið fjölda verka sem hafa prýtt leikhúsverk og kvikmyndir. Gítarverk hans verða á næstunni gefin út á geisladiski. Í þeim birtist heildarsýn yfir tón- smíðar Gunnars í gegnum starfs- feril hans, en þær eru margvísleg- ar og mjög persónulegar. Kaþ- ólskur messuþáttur birtist í þungum blúsþætti og gjarnan er stutt í djassinn á bak við tutt- ugustu aldar tónlistina. Til er fjöldinn allur af orgel- verkum eftir hann og mörg ein- staklega falleg kórverk, sem heyr- ast allt of sjaldan, bíða flutnings. Má þar sérstaklega nefna verk við texta eftir þjóðarskáldið Halldór Kiljan Laxness, sem heitir „Kilj- anskviða“. Margir þekkja Gunnar frá gam- alli tíð sem einn meðlim KK- sextettsins, en þar spilaði hann á víbrafón og annaðist útsetningar fyrir hljómsveitina. Það hefur ver- ið fróðlegt að heyra Gunnar segja frá þessum tíma sem ég þekki ekki af eigin raun. Þá hefur samstarf okkar verið mjög fróðlegt og lær- dómsríkt fyrir mig. Það hefur verið áhugavert að leika verk Gunnars á tónleikum en einnig hefur verið athyglisvert að taka eftir viðbrögðum nemenda minna sem margir hverjir sækjast eftir að spila gítarverk hans. Í skólakynningum hafa verkin vakið undrun og forvitni nemendanna. Þannig hef ég við vinnslu verk- anna fyrir gítar annars vegar fundið fyrir áhuga tónleikagesta og hins vegar áhuga nemendanna, sem hafa heillast af tónlistinni. Ég vil með þessum fáu línum óska Gunnari til hamingju með af- mælið og þakka honum fyrir ánægjulegt og farsælt samstarf. Símon H. Ívarsson gítarleikari. GUNNAR REYNIR SVEINSSON ÓÐALSBÓNDINN Í Grágæsadal, Völundur Jóhannesson, flaggaði í hálfa stöng 17. júlí sl., þegar ár var liðið frá undirritun samninga um Kárahnjúkavirkjun. Yfir flýg- ur Ómar Ragnarsson í könn- unarleiðangri um hálendið. Grá- gæsadalur liggur sunnan undir Fagradalsfjalli norðan Brúarjök- uls. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Ómar yfir Grágæsadal AFMÆLI Elínbjörg Kristjáns- dóttir fæddist á Litla- Kálfalæk vestur á Mýrum hinn 28. júlí 1933 og er því sjötug í dag. Fyrstu ár ævi sinnar bjó hún á Litla- Kálfalæk en faðir hennar, Kristján Guð- mundsson sem kenndi sig við Hítarnes, var grenjaskytta og sel- veiðimaður. Hann ól yrðlinga af grenjum heimavið, á fugli og öðru sem hann veiddi. Skinnin seldi hann til Reykjavíkur en á þeim tíma voru tófuskinn verðmæt lúxusvara og seldust vel. Einnig var Kristján leiðsögumaður fyrir erlenda lax- veiðimenn og sá um að halda seln- um frá ósum helstu laxveiðiáa svæðisins. Öll fjölskyldan tók þátt í að verka veiðibráð og sinna öðrum verkum sem þó teljast varla hefð- bundin bústörf þess tíma. Móðir Elínbjargar, Guðrún Ágústa Gottskálksdóttir, var nokkru yngri en Kristján. Hún missti móður sína ung og var tekin í fóstur að Brúarhrauni. Faðir hennar, Gottskálk Björnsson, var líkkistusmiður í Borgarnesi. Nýtrúlofuð dvöldu þau Kristján og Guðrún Ágústa sumarlangt í sæluhúsi við Hítárvatn og lifðu á landsins gæðum, áður en þau hófu búskap á Litla-Kálfalæk. Þau eign- uðust fimm börn, þau Guðrúnu El- ísabetu, f. 1928, d. 1988, Þorstein Valtý, f. 1930, Elínbjörgu, Sesselju Anítu, f. 1938, d. 1985, og Söru Huldu Björk, f. 1942. Fjölskyldan fluttist síðar til Reykjavíkur og bjó að Ósi þar sem Skútu- vogur er í dag. Frá Ósi fóru börnin í Laugarnesskóla, sem þætti löng leið í dag fyrir börn að ganga í skólann. Eftir að fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur sá Krist- ján m.a. um mjólkur- flutninga milli Viðeyj- ar og Reykjavíkur. Hann var einn af þeim fáu sem sigldu reglu- lega frá Reykjavík og vestur á Mýrar til að sinna veiðum auk grenjavinnslu. Þetta er hættuleg siglingarleið, alsett skerjum, enda hafa skip strandað þar, m.a. rann- sóknarskipið Pourquoi pas? sem margir muna. Elínbjörg fór snemma að vinna fyrir sér, til dæmis sem saumakona hjá Vinnufatagerðinni, og þar komu fljótt í ljós hæfileikar hennar á því sviði. Einnig starfaði hún sem kaupakona á Alviðru í Grímsnesi. Þar kynntist hún ungum manni, Jóni Unnsteini Guðmundssyni, f. 1931, d. 1988, sem þá vann við Garðyrkjuskólann í Hveragerði. Þau felldu hugi saman og var brúð- kaup haldið á nýársdag árið 1956. Elínbjörg og Unnsteinn eiga tíu börn, þau Pétur Ágúst, f. 1956, maki Jóna Kristín, f. 1960, Sigrúnu Elísabetu, f. 1957, Kristján Trausta, f. 1958, Einar Guðmund, f. 1962, maki Sóley, f. 1963, Sigurð Þorstein, f. 1965, maki Sigurbjörg, f. 1959, Braga Má, f. 1966, Ester Rut, f. 1968, maki Þórir, f. 1966, Guðrúnu Ágústu, f. 1970, maki Guðmundur, f. 1970, Davíð Hauk, f. 1971, maki Vigdís, f. 1974, og Kára Frey, f. 1974, maki Margrét Ósk, f. 1976. Barnabörn Elínbjargar og Unnsteins eru nú 21 talsins, á aldr- inum 10 mánaða til 23 ára. Lengst af bjó þessi stóra fjöl- skylda í Breiðási 5 í Garðabænum og má segja að þar hafi oft verið heilmikið líf og fjör. Unnsteinn starfaði sem pípu- lagningamaður en Elínbjörg tók að sér að sauma fyrir ýmis fyrirtæki og einstaklinga meðan hún var heimavið. Þar saumaði hún allt frá einföldum vinnusloppum upp í fín- ustu ballkjóla eins og hendi væri veifað. Ásamt því hefur hún saum- að og prjónað á börnin sín og barnabörn. Elínbjörg starfaði í nokkur ár við saumaskap hjá Hen- son. Seinni árin vann hún við að- hlynningu á Vífilsstöðum og Hrafn- istu í Hafnarfirði. Eftir að fór að hægjast um á hinu stóra heimili hefur Elínbjörg sinnt áhugamálum sínum meira en áður. Helstu hugð- arefnin eru garðyrkja, ferðalög og listsköpun ýmiskonar. Hún gekk í Garðyrkjufélagið og hefur farið ut- an í garðaskoðunarferðir. Hún hef- ur einnig ferðast töluvert um Evr- ópu á eigin vegum. Eftir að Elínbjörg varð ekkja bjó hún í Hafnarfirði í nokkur ár en fluttist svo í Hveragerði, þar sem hún býr nú. Þar hefur hún haft tækifæri til þess að sinna garðyrkjunni og hlaut nýlega viðurkenningu frá Hveragerðisbæ fyrir garðinn sinn. Einnig er hún virk í félagsstarfi eldri borgara í bænum. Elínbjörg er hjartahlý kona sem fellur sjaldan verk úr hendi og læt- ur sér ekki leiðast. Hún er höfðingi heim að sækja, það vita allir þeir fjölmörgu sem hana þekkja. Börnin. ELÍNBJÖRG KRISTJÁNSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRN Banda- lags íslenskra sérskólanema (BÍSN) hefur lýst yfir óánægju sinni með þau vandamál sem hafa komið upp varðandi fjármögnun tónlistarnáms. Nemendur úr öðrum sveitarfélög- um en Reykjavík, sem hafa sótt tón- listarnám til höfuðborgarinnar, hafa hingað til fengið skólavist á sömu kjörum og Reykvíkingar. Þegar rekstur grunnskólanna færðist frá ríki og yfir til sveitarfé- laga fylgdi rekstur tónlistarskóla í kjölfarið. Þess vegna mun Reykja- víkurborg aðeins greiða námskostn- að fyrir Reykvíkinga en gert er ráð fyrir að viðkomandi sveitarfélög greiði með nemendum. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá BÍSN segja forsvarsmenn sveitarfé- laga að þeim beri ekki að greiða kostnaðinn þar sem um er að ræða framhalds- og háskólanám. Því geti farið svo að nemendur búsettir utan Reykjavíkur geti ekki haldið áfram námi sínu og þannig sé verið að mis- muna nemendum eftir búsetu. Engin svör hafa borist frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga, Sam- bandi sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu eða frá menntamála- ráðuneyti en umsóknarfrestur um námslán rennur út 15. ágúst og til- kynning um breytingu á búsetu tek- ur 10 daga. „Þeir nemendur sem sjá sig knúna til þess að skipta um bú- setu vegna málsins eru því að falla á tíma,“ segir í tilkynningunni. Nemendum mis- munað eftir búsetu SAFN Jóns Sigurðssonar á Hrafns- eyri við Arnarfjörð hefur verið starfrækt frá árinu 1980. Safnið er opnað 17. júní ár hvert og er opið alla daga til ágústloka. Safnið sam- anstendur aðallega af myndum úr lífi og starfi Jóns og eiginkonu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Minningarkapella Jóns og bursta- bærinn, endurgerður fæðingarbær hans, eru jafnframt hluti af safninu en á staðnum er gömul kirkja sem alltaf er opin fyrir gesti. Í burstabænum er rekin veit- ingasala yfir sumarið en þar eru einnig sýndir gripir frá Byggða- safni Vestfjarða, einkum frá 19. öld. Reglulega er boðið upp á myndlistarsýningar á staðnum og eru það ýmsir listamenn sem sýna. Rekstraraðili safnsins er Hrafns- eyrarnefnd en hún starfar á vegum forsætisráðuneytisins og sér um alla uppbyggingu á Hrafnseyri. Sérstök áhersla er á snyrtimennsku og alúðlegt viðmót og aðgengi fyrir hreyfihamlaða er mjög gott. Gestir geta m.a. sest niður í baðstofu Jóns Sigurðssonar og reynt að fá innsýn í líf þessa merka manns. Ljósmynd/Michael Johannes Kissan Safnið á Hrafnseyri við Arnarfjörð opið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.