Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 1
Reuters EITTHVAÐ var minna um skot- hríð í Monróvíu, höfuðborg Líb- eríu, í gær eftir að helstu sam- tök uppreisnarmanna lýstu einhliða yfir vopnahléi. En trú manna á að það yrði virt var lítil og fólkið í fátækrahverfinu West Point virtist ekki sjá ástæðu til bjartsýni í gær. Íbúar í West Point eru flestir af Kru-ættbálki og stunda fiskveiðar en þessa dagana er hverfið í skotlínu stríðandi aðila. Forseti Nígeríu, Olusegun Obasanjo, sem nú er staddur í London, tjáði fréttamönnum í gær að nígerískt herlið væri væntanlegt til Líberíu innan „nokkurra daga“. Embættis- menn í heimalandi hans segja hins vegar að íhlutun í ófriðinn hafi tafist vegna deilu við Bandaríkin og fleiri ríki um það hver eigi að bera kostnaðinn af því að senda herlið á staðinn. Örvænting í Monróvíu STOFNAÐ 1913 204. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Litbrigði norðurs Síðasta Bjallan Framleiðslu Bjöllunnar hætt fyrir fullt og allt Bílar 9 Vænn tékki Börkur Gunnarsson hlýtur leik- stjórastyrk í Tékklandi Fólk 48 NORÐMENN eru orðnir of ríkir til að leggja sig niður við að flaka fisk. Kemur það fram í viðtali við Terje Vassdal, prófessor í sjávarútvegs- fræðum, í Fiskeribladet. „Það er hreint ekki víst, að fiskiðn- aðurinn komist út úr þeim erf- iðleikum, sem hann stríðir við núna. Hann gæti þess vegna farið sömu leiðina og konfektiðnaðurinn á Vest- urlandinu,“ sagði Vassdal, sem við- urkenndi að hugsanlega væri hann of svartsýnn. Hann minnti hins vegar á, að sjávarútvegurinn væri að fær- ast í hendur stórfyrirtækja, sem leit- uðu eftir hráefni, vinnuafli og öðru í þeim löndum þar sem það væri ódýrast. Vassdal segir, að þegar litið sé á sjávarútveginn í heild sé framlegðin svipuð og í öðrum iðnaði en þegar betur sé að gáð komi í ljós, að lang- mestur hluti hennar sé í veiðunum. Of ríkir til að flaka fisk ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri segir í viðtali við Morgunblaðið að hann telji sig ekki hafa platað Reykjavíkurborg með undirritun tilboðs vegna útboðs 1996. Hann hafi ekki fengið fulla yfirsýn yfir málið fyrr en í viðtali hjá Sam- keppnisstofnun á síðasta ári. Hann segist hafa gert sér grein fyrir í starfi sínu hjá Olíufélaginu að samráð væri á milli félaganna. „Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá Olíufélaginu fór ég að sjá að ýmis- legt á sviði verðákvarðana og sam- vinnu milli félaganna var með öðr- um hætti en almennt tíðkast í samkeppnisrekstri. Án efa er ástæðan, ef maður fer að reyna að gera sér hana í hugarlund, áratuga- langt samstarf sem upphaflega byggðist á forsögn af hálfu stjórn- valda. Ég gekk út frá því í upphafi að þetta vinnuumhverfi væri eðli- legt í þessum viðskiptum. Þetta var við lýði áður en ég kom til starfa og hélt áfram eftir að ég fór af vett- vangi.“ Hann segist sjálfur aldrei hafa ákveðið verð á olíu eða bensíni til viðskiptavina. Það hafi verið á verk- sviði forstjóra félagsins. Tölvu- skeyti, sem vísað hefur verið til í umræðum, telur hann síður en svo sanna að hann hafi átt aðild að sam- ráði olíufélaganna. „Ég held því fram að séu skeytin lesin af yfirveg- un og sanngirni í samhengi við ann- að sem fram kemur í frumathugun Samkeppnisstofnunar, sýni þau þvert á móti að mér var í mun að nýta öll tækifæri sem gáfust til sam- keppnisaðgerða.“ Hvað útboð Reykjavíkurborgar árið 1996 varðar segist hann hafa grunað að tilboð sem þá voru lögð fram hafi verið vegna fundar for- stjóra olíufélaganna. Fékk fyrst fulla yfirsýn í sam- tali við Samkeppnisstofnun „En ég hafði ekkert í hendi og fékk ekki fulla yfirsýn yfir málið fyrr en í samtali í Samkeppnisstofn- un í fyrra þegar mér voru sýnd gögn um málið, sem meðal annars voru haldlögð gögn úr húsrannsókn. Ég fullyrði þess vegna að ég plataði ekki Reykjavíkurborg. Henni voru boðin með minni undirritun við- skiptakjör sem voru í fullu sam- ræmi við þann afsláttarflokk sem borginni bar í viðskiptamannaflóru Olíufélagsins. Ef niðurstaða Sam- keppnisstofnunar verður sú að sannað þyki að ólögmætt samráð hafi átt sér stað í þessu tilviki, kom ég að því með þessari undirritun minni. Það harma ég. En ég kom ekki nálægt ákvörðun um samráð, eða ákvörðun um verð,“ sagði Þór- ólfur. Þórólfur lagði fram skriflegt svar við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á borgarráðsfundi í gær. Þar neitar hann að hafa tekið þátt í meintu ólögmætu útboði olíu- félaganna. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, oddviti sjálfstæðismanna, segir svarið ekki trúverðugt. Fyrir liggi að hann hafi verið einn af aðalmönn- unum í verðsamráði félaganna. Þórólfur Árnason borgarstjóri kveðst ekki hafa blekkt Reykjavíkurborg Kom ekki nálægt ákvörðun um samráð  Olíufélögin/4  Samráð/10-11ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði á blaðamannafundi í gær, að loknum fundi hans og George W. Bush Bandaríkja- forseta, að byggingu öryggisgirðingar, sem Ísraelsmenn eru að reisa milli svæða Ísr- aela og Palestínumanna, yrði haldið áfram. Bush hvatti Sharon ekki til að stöðva bygg- ingu girðingarinnar en sagði að Ísr- aelsstjórn yrði að hugleiða afleiðingar hennar á friðarferlið í Mið-Austurlöndum. Palestínumenn gagnrýndu yfirlýsingu Sharons harðlega í gær og sagði Nabil Amr, upplýsingamálaráðherra Palestínu- manna, að girðingin væri mikil fyrirstaða í framvindu friðar. Hann kvað ummæli Shar- ons öll hafa verið neikvæð. „Hann gaf ekk- ert jákvætt til kynna,“ sagði Amr. „Hann ætlar ekki að stöðva landtöku (gyðinga) og hann hyggst halda uppbyggingu girðingar- innar áfram.“ Palestínumenn líta svo á að með girðing- unni séu Ísraelar að tryggja landamæri framtíðarríkis en Ísraelsmenn segja hana eiga að koma í veg fyrir fyrirhugaðar árásir ófriðarsinna frá Vesturbakkanum. Sharon hvikar ekki Öryggis- girðing verður reist Washington, Gazaborg. AFP, AP. Reuters George W. Bush og Ariel Sharon í Rósa- garðinum við Hvíta húsið í gær. BANDARÍSKIR hermenn handtóku í gærmorg- un 12 manns í borginni Tikrit í Írak og er talið að ýmis gögn sem þeir fundu, þ. á m. myndamöppur, persónuskilríki og skýrslur úr fórum Baath- flokksins muni gera auðveldara að hafa uppi á Saddam Hussein, fyrrverandi forseta landsins. Meðal hinna handteknu í Tikrit var Adnan Abdullah Abid al-Musslit, sem var lengi einn af helstu lífvörðum Saddams. Al-Musslit er sagður hafa verið drukkinn er hann var handtekinn en hermennirnir komust inn í herbergi hans áður en honum tókst að grípa vélbyssu sína. Sjónvarpsstöðin Al-Arabiya í Dubai flutti í gær segulbandsupptöku sem sögð var vera frá Sadd- am. Þar þakkar hann Guði fyrir að hafa heiðrað sig með „píslarvætti“ sona sinna. Röddin á segul- bandinu í Dubai segir að ungir Írakar og aðrir arabar muni fylgja í fótspor sonanna Udays, Qusays og Mustafa, sonar Qusays, „í heilögu stríði“. Saddam sagði einnig að þeir sem féllu í fræknum bardaga yrðu píslarvottar á himnum. Framkvæmdaráð Íraks, sem skipað er 25 fulltrúum, tókst ekki að sameinast um einn for- seta og ákvað í gær að níu félagar þess myndu skiptast á um að gegna embættinu. Ráðinu er m.a. ætlað það hlutverk að skipa menn í ríkis- stjórn og leggja drög að gerð stjórnarskrár auk þess sem ráðið á að huga að efnahagsstefnu. Olíu- vinnsla er þegar hafin á ný í Írak og framleiðslan komin í rúmlega milljón tunnur á dag. Lífvörður Saddams handtekinn Bagdad, Tikrit, Dubai. AP, AFP. Saddam segir syni sína hafa verið píslarvotta LÍFVÖRÐURINN Adnan Abdullah Abid al- Musslit, sem handtekinn var í gær, sést hér með Saddam. Hann er frændi leiðtogans fyrrver- andi og er talinn vita mikið um felustaði hans. AP Frændur á góðri stund Ljósmyndir Ragnars Axelssonar í Toskana á Ítalíu Listir 24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.