Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
RUSLPÓSTUR VANDAMÁL
Ruslpóstur er orðið mikið vanda-
mál í netheimum en áætlað er að
daglega séu send út um 13 millj-
arðar óumbeðinna tölvuskeyta.
Þetta veldur álagi á gagnaflutnings-
leiðum og vefþjónum og algengt er
að fólk neyðist til að skipta um póst-
hólf. Erfitt er að losna af út-
sendilistum sem senda út mikið
magn af markaðspósti.
Bonus Stores í endurskoðun
Bonus Stores, dótturfélag Baugs
Group í Bandaríkjunum, hefur feng-
ið heimild til gjaldþrotameðferðar.
Bonus Stores rekur 336 verslanir í
Bandaríkjunum en fyrirtækið hefur
nýverið ákveðið að selja 214 þeirra
og loka dreifingarmiðstöð á vegum
félagsins. Í fréttatilkynningu frá fé-
laginu segir að til standi að fara í
gegnum mikla endurskipulagningu.
Ákvað ekki samráð
Þórólfur Árnason borgarstjóri
segist hafa gert sér grein fyrir því í
starfi sínu hjá Olíufélaginu að sam-
ráð væri milli félagana en hann hafi
talið það eðlilegt vinnuumhverfi.
Hann segist þó ekki hafa komið ná-
lægt ákvörðunum um samráð og að
hann hafi ekki haft fulla yfirsýn yfir
málið fyrr en hann kom í viðtal hjá
Samkeppnisstofnun í fyrra.
Handtökur í Tikrit
Bandarískir hermenn gerðu
skyndiárás á hús stuðningsmanna
Saddams Husseins, fyrrverandi for-
seta Íraks, í borginni Tikrit í gær-
morgun og handtóku 12 manns.
Meðal þeirra var einn mikilvægasti
lífvörður Saddams. Segulbands-
upptaka með rödd sem sögð var
Saddams var flutt í arabískri sjón-
varpsstöð í gær. Fagnaði hann þar
að synir hans tveir hefðu fallið í orr-
ustu og yrðu því píslarvottar.
Deilt um kostnað við íhlutun
Ráðamenn í Nígeríu vilja að
Bandaríkjamenn og fleiri þjóðir taki
þátt í kostnaði við að skakka leikinn í
Líberíu en áfram var barist í Monr-
óvíu, höfuðstað landsins, í gær. Öfl-
ugustu samtök uppreisnarmanna,
LURD, sem berjast gegn Charles
Taylor forseta, lýstu einhliða yfir
vopnahléi í gær. Áður hefur verið
lýst yfir vopnahléi í landinu síðustu
vikur en án árangurs.
VILLIDÝRIÐ BMW 330XI
MEGANE COUPÉ
ÍSLANDSMÓT Í MÓTORKROSS
ÖFLUG ELANTRA
Í MINNINGU BJÖLLUNNAR
NOTAÐIR OG NÝTILEGIR
ÍÐILFAGURT
TORFÆRUTRÖLL
Ljósmynd/Eiríkur P
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
Þjónustuaðili fyrir öryggis- og
þjófavarnarbúnað frá DIRECTED.
VIPER á Íslandi
S u ð u r l a n d s b r a u t 2 2
S í m i 5 4 0 1 5 0 0
w w w. l y s i n g . i s
LÝSING
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Viðhorf 30
Viðskipti 14/15 Minningar 30/35
Erlent 16/17 Bréf 38
Höfuðborgin 18/19 Dagbók 40/41
Akureyri 20/21 Kirkjustarf 41
Suðurnes 22 Íþróttir 42/45
Landið 22/23 Fólk 46/49
Listir 24 Bíó 46/49
Umræðan 25 Ljósvakamiðlar 50
Forystugrein 26 Veður 51
* * *
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur
sýknað ökumann jeppa af ákæru fyr-
ir manndráp af gáleysi vegna bana-
slyss sem varð í Skutulsfirði síðast-
liðið haust þegar þrír farþegar
jeppans létust í bílveltu. Áfrýjunar-
réttur er í höndum ríkissaksóknara,
en ekki hefur verið tekin ákvörðun
um áfrýjun.
Slysið varð á Djúpvegi í Skutuls-
firði með þeim hætti að vindhviða
kom á tengivagn jeppans og missti
ökumaðurinn stjórn á bílnum. Sex
manns voru í bílnum og slösuðust
fimm þeirra. Kona og tvær ungar
dætur hennar létust í kjölfarið af
áverkum sem þær hlutu í slysinu.
Maðurinn var ákærður fyrir að
hafa ekið bílnum án nægjanlegrar til-
litssemi og varúðar og of hratt miðað
við aðstæður. Fram kemur í dómi
héraðsdóms, að dómkvaddir mats-
menn hafi talið að ekki yrði ráðið af
ummerkjum og umfangi skemmda á
bíl og kerru að ækinu hafi verið ekið
yfir leyfilegum hámarkshraða miðað
við bestu aðstæður. Ljóst hafi þó ver-
ið að miðað við veðurhæð hafi for-
svaranlegur hámarkshraði ækisins
verið töluvert lægri en sem nemi
leyfilegum hámarkshraða miðað við
kjöraðstæður.
Ekki áberandi erfið aksturs-
skilyrði fyrr en við Bása
Hins vegar virðist ekki hafa verið
um áberandi erfið akstursskilyrði að
ræða fyrr en komið var að vegarkafl-
anum við Bása. Því töldu matsmenn-
irnir líklegra að sterk og tiltölulega
óvænt vindhviða hafi haft þessi ófyr-
irsjáanlegu áhrif á ækið.
Þá sögðu matsmennirnir að ekkert
hefði bent til þess að vanbúnaður eða
ófyrirséð bilun í ökutækjunum hefði
valdið slysinu að hluta til eða að öllu
leyti. Kerran hefði verið nánast ný,
tekin í notkun tveimur mánuðum fyr-
ir slysið, bifreiðin fjögurra ára gömul
og frekar lítið ekin. Þá töldu mats-
mennirnir vegstæði og frágang vegar
ekki aðfinnsluverð. Þótt tiltölulega
bratt sé beggja megin niður af veg-
inum á þeim vegarkafla þar sem bif-
reiðin og kerran ultu væri ekki að sjá
að hann væri áberandi varhugaverð-
ur og ekki væri þörf á vegriði þarna
umfram aðra svipaða staði á þjóðveg-
um landsins. Hins vegar þyrfti að
sýna meiri aðgát á þessum stað en
öðrum við þær aðstæður sem ríktu
umræddan dag, þ.e. vindur tiltölu-
lega hvass og með hviðum.
Þá töldu matsmenn að það sem
hefði átt afgerandi þátt í að valda
þeirri röskun í akstri sem raunveru-
lega olli slysinu hefði verið það, að
kerran stóðst ekki vindálagið og fauk
til hliðar. Miðað við árstíma hefðu þó
ekki ríkt í þessu tilfelli óvenjulegar
eða óeðlilegar veðurfarsaðstæður og
aðstæður sem þessar gætu einnig
komið upp að sumarlagi í ákveðnum
tilfellum.
Héraðsdómur komst að þeirri nið-
urstöðu, að ekki væri hægt að virða
ákærða það til gáleysis í skilningi
ákvæða umferðarlaga og almennra
hegningarlaga að hafa ekki gert sér
grein fyrir því er hann ók út með
Skutulsfirði í þægilegum meðvindi að
hann mætti vænta skyndilegrar vind-
hviðu þvert á veginn, svo hvassrar að
hún dygði til að hliðra kerrunni til.
Var hann því sýknaður af ákærunni.
Erlingur Sigtryggsson dómstjóri
dæmdi málið. Verjandi ákærða var
Guðmundur Ágústsson hdl. Málið
sótti Sigríður Björk Guðjónsdóttir
sýslumaður.
Sterk og tiltölulega
óvænt vindhviða
Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi
REYKJAVÍK er níunda dýrasta
borg í heimi samkvæmt nýjum sam-
anburði tímaritsins The Economist.
Birtir blaðið rannsókn af þessu tagi
tvisvar á ári. Efst tróna japönsku
borgirnar Tókýó og Osaka, líkt og
þær hafa gert undanfarin 12 ár.
Hins vegar skjótast margar Evr-
ópuborgir hærra á listann í kjölfar
upptöku og styrkingar evrunnar,
sem og hækkandi verðlags af henn-
ar sökum. Sömuleiðis vegur lágt
gengi dollarans þar þungt, og er
New York til dæmis í 13. sæti, fjór-
um sætum ódýrari en Reykjavík.
Norrænar borgir ofarlega
Dýrasta borg Norðurlanda er
Ósló, í þriðja sæti listans. Kaup-
mannahöfn er í sjötta sæti og
Stokkhólmur í því sextánda. Að
sögn sænska blaðsins Hallandpost-
en er þar mest auknum styrk
sænsku krónunnar um að kenna að
Stokkhólmur hefur þotið úr 44. sæti
á síðasta ári. Kaupmannahöfn telst
dýrasta borgin innan Evrópusam-
bandsins með þessu móti og skýtur
þar með Lundúnum ref fyrir rass
sem lengi hefur notið þess vafasama
heiðurs, en er nú í 10. sæti. Sömu-
leiðis er París nú dýrari en London,
í sjöunda sæti. Ódýrasta borg Evr-
ópu telst Búkarest í Rúmeníu, í 114.
sæti. Ódýrasta borg í heimi er
Teheran í Íran.
Húsaleigan ekki með
Rannsókn The Economist er víð-
tæk og flókin og tekur til fjömargra
þátta daglegs lífs í borgunum 129
sem rannsakaðar eru. Þær dreifast
yfir 86 lönd heimsins. Verð 167
hluta eða þátta er kannað, jafnt
snyrtivara og salernispappírs sem
og heimilishjálpar og leigubíla-
kostnaðar. Hins vegar er húsaleiga
ekki tekin með í reikninginn. Fjöl-
mörg fyrirtæki og stofnanir nota
listann til þess að meta hvar hag-
kvæmt sé að staðsetja starfsmenn
sína, að sögn tímaritsins.
Dýrt að lifa í Evr-
ópu með evrunni
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Bláberin orðin
þroskuð í júlí
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
HJÓN í jeppa með stórt fellihýsi í
eftirdragi sluppu með minni háttar
meiðsli á Mývatnsvegi við Neslönd í
Mývatnssveit í gær þegar bifreið
þeirra valt út af veginum og lenti á
þakinu. Í veltunni kastaðist 700 kg
fellihýsið á bílinn þar sem hann hafði
staðnæmst utan vegar og lagðist of-
an á bílinn sem var á hvolfi.
Lögreglan á Húsavík var kvödd á
vettvang en ekki var þörf á sjúkra-
flutningi. Hjónin hugðust leita sér
aðhlynningar læknis á eigin spýtur.
Jeppinn og fellihýsið eru hvort
tveggja mjög illa farin ef ekki ónýt,
að sögn lögreglunnar. Óhappið mun
hafa orðið nálægt beygju á veginum
þar sem ökumaður missti stjórn á
jeppanum.
Valt með felli-
hýsi í eftirdragi
ÞESSI hjólreiðakona var vel var-
in og óhult fyrir umferðinni á
leið sinni yfir Kringlumýrar-
brautina enda með hjálm á höfði
og hafði auk þess grindverkið til
hliðar við sig. Mikilvægt er að
hjólreiðamenn hafi nauðsynlegan
hlífðarbúnað enda aldrei að vita
hvar hætturnar í umferðinni
leynast.
Morgunblaðið/Kristinn
Vel varin í umferðinni
FRAMTELJENDUR geta skoðað
framtal sitt á Netinu í dag kl. 16.01.
Þetta er í fyrsta skipti sem hægt er að
skoða framtal rafrænt eftir að álagn-
ingu er lokið. Þeir sem skoða vilja
álagninguna þurfa að hafa veflykil
sem er sá sami og fylgdi skattframtal-
inu þegar því var dreift.
Að sögn Indriða H. Þorlákssonar
ríkisskattstjóra er í skoðun hjá
skattayfirvöldum að senda upplýsing-
ar um álagningu einungis rafrænt til
þeirra sem vilja. „Við munum rann-
saka vel hver viðbrögð verða við
möguleikanum um að skoða álagn-
inguna rafrænt. Ef það sýnir sig að
menn telji þetta fullnægjandi, munum
við líklega hætta að senda álagning-
arseðil til þeirra sem þess óska,“ sagði
Indriði í samtali við Morgunblaðið í
gær. Hann segir kostnað við sendingu
seðlanna velta á nokkrum milljónum.
„Þetta eru á annað hundrað þúsund
umslög, og kostnaður er tugir króna á
hvert umslag. Nú þegar spörum við
töluvert með færri framtölum sem við
sendum út,“ útskýrir Indriði, og bæt-
ir við að margir hafi lýst yfir ánægju
sinni með rafræn skattframtöl.
Álagningarskrá gerð opinber
Álagningarskrár vegna opinberra
gjalda einstaklinga verða lagðar fram
á morgun, fimmtudag. Ávísanir til
gjaldenda sem eiga inneign hjá skatt-
inum vegna oftekins tekjuskatts,
barnabóta og vaxtabóta verða póst-
lagðar á morgun eða lagðar inn á
bankareikninga viðkomandi á föstu-
dag. Álagningarseðlarnir ættu því að
berast landsmönnum á föstudag.
Á álagningarseðlunum kemur fram
álagning ársins og upplýsingar um
skattaskuldir, eða endurgreiðslur ef
um þær er að ræða.
Flestir sem skilað hafa framtali
sínu rafrænt geta í dag kl. 16.01 nálg-
ast álagningarseðil sinn með því að slá
inn kennitölu og veflykil sem notaður
var við framtalsgerðina. Upplýsing-
arnar er að finna á www.rsk.is.
Auk þess verður hægt að nálgast
(staðfest) afrit af framtali 2003 með
breytingum sem kunna að hafa verið
gerðar í meðförum skattstjóra.
Skrárnar munu liggja frammi til
sýnis á skattstofu hvers skattum-
dæmis og hjá umboðsmanni skatt-
stjóra eða þjónustuaðila hans í hverju
sveitarfélagi dagana 31. júlí til 14.
ágúst að báðum dögum meðtöldum.
Kærur vegna allra álagðra opin-
berra gjalda, vaxtabóta og barnabóta,
sem gjaldendum verður tilkynnt um
með skattseðli 2003, þurfa að hafa
borist skattstjóra eigi síðar en mánu-
daginn 1. september 2003.
Samtals hafa borist 179 þúsund raf-
ræn skattframtöl, en það þýðir að
u.þ.b. 80% af öllum framteljendum
telja fram á Netinu. Í fyrra voru raf-
ræn framtöl um 160 þúsund og 132
þúsund árið 2001.
Álagningarseðlar verða
póstlagðir á morgun
Hægt að
skoða eigin
álagningu
á Netinu
BERJAÁHUGAMENN í Stykkis-
hólmi fóru um helgina að athuga
ástand berja. Sú sjón sem blasti við
þeim var óvenjuleg og ótrúleg mið-
að við árstíma.
Kom í ljós að berjaspretta er mik-
il að þessu sinni og að bláberin eru
orðin það þroskuð og safarík að
hægt er að fara að tína þau, þrátt
fyrir að enn er júlímánuður. Að-
albláberin er ekki síður orðin
þroskuð. Góð berjalönd eru í kring-
um Stykkishólm eins og Bjarni Lár-
usson þekkir vel.
♦ ♦ ♦