Morgunblaðið - 30.07.2003, Page 4

Morgunblaðið - 30.07.2003, Page 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Traustur banki Taktu þátt í Sumarnetleiknum okkar og þú gætir unnið glæsilegan vinning. Þú þarft aðeins að fara inná www.bi.is og skrá þig í þann netklúbb sem höfðar til þín. Dregið verður 1. júlí, 1. ágúst og 1. september. Þú gætir dottið í lukkupottinn! Sumarnetleikur Búnaðarbankans Viðskiptavinir! VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borg- arstjórn Reykjavíkur, segir í sam- tali við Morgunblaðið að Þórólfur Árnason, borgar- stjóri tali gegn betri vitund þeg- ar hann segist ekki hafa vitað af meintu ólöglegu samráði olíufé- laganna við út- boð til Reykja- víkurborgar árið 1996. Borgarráðs- fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins beindu fyrirspurn til Þórólfs sem hann svaraði skrif- lega á borgarráðsfundi í gær. Spurt var hvort olíufélögin hafi haft með sér samráð um útboðið og hvort Þórólfur hafi tekið þátt í því. Hann var þá markaðsstjóri Olíufé- lagsins. Borgarstjóri neitaði því. „Ekki að segja satt og rétt frá“ Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson legg- ur ekki trúnað í orð borgarstjór- ans. „Svar borgarstjóra er ekki trúverðugt. Ég tel að hann tali gegn betri vitund. Allt sem komið hefur fram í frumskýrslu Sam- keppnisstofnunar rennir stoðum undir það að olíufélögin hafi haft með sér samráð í útboði á vegum Reykjavíkurborgar og að Þórólfur Árnason, þáverandi markaðsstjóri ESSO, hafi verið einn af aðalfor- ystumönnum olíufélaganna í meintu ólögmætu samráði þeirra. Fyrir liggur tölvupóstur, undirrit- aður af Þórólfi Árnasyni, sem var birtur í Morgunblaðinu 19. júlí á blaðsíðu 10 og 11. Þessi tölvupóst- ur er dagsettur í lok júní 1996 og annar 11. júlí 1996, skömmu áður en olíufélögin gengu frá tilboði sínu í innkaup borgarinnar á eldsneyti fyrir Vélamiðstöð Reykjavíkur- borgar, SVR og Malbikunarstöðv- arinnar en tilboðin, sem opnuð voru í september, voru nánast sam- hljóða. Í tölvupóstinum er lagt á ráðin um hvernig olíufélögin muni bjóða vegna ýmissa útboða. Því miður bendir því allt til þess að borgarstjóri sé ekki að segja satt og rétt frá,“ sagði Vilhjálmur í samtali við Morgunblaðið í gær. Svörin ótæk Tölvuskeytin sem Vilhjálmur vísar í eru annars vegar frá Þórólfi Árnasyni til forstjóra ESSO, Geirs Magnússonar, og hins vegar tölvu- póstur Þórólfs innan ESSO. Í fyrra skeytinu segir: „Eftir þreifingar Skeljungsmanna um sameiginlega stefnu í útboðsmálum bað ég um tillögu frá þeim, sem forstjórar geta rætt. Friðrik Stefánsson hjá Skeljungi er ekki tilbúinn með til- lögu, hann ræddi við Kristin Björnsson sem vill að forstjórar hittist fyrst til að ræða hvort grundvöllur sé. Getur þú fundað með forstjórunum nk. þriðjudag? Mér skilst að bæði Einar og Krist- inn geti þá.“ Seinna skeytið hljóðar svo: „Tvær leiðir: Stinga djúpt og ná viðskiptunum, eiga þá á hættu að missa framlegð niður ef verð fréttist. Hin leiðin að skoða dæmið í samhengi. Ákveða þarf á næsta fundi verðpólitík miðað við þessar tvær leiðir og eiga báðar í vasanum fram á síðustu stundu.“ Vilhjálmur telur að hvert manns- barn geti séð að borgarstjóri hafi verið á fullu við að skipuleggja samráð. Samt sem áður neiti hann því algjörlega. Svör hans séu ótæk, Þórólfur hafi verið markaðsstjóri félagsins og fráleitt að halda því fram að hann hafi ekkert vitað. „Það gefst aldrei vel þegar stjórn- málamenn segja ekki rétt og satt frá hlutunum,“ sagði Vilhjálmur. Í höndum meirihlutans Vilhjálmur var spurður að því hvort hann teldi að Þórólfur ætti að segja af sér sem borgarstjóri. „Ef ég sem borgarstjóri hefði lent í svona væri ég búinn að segja af mér. Ég hefði ekki boðið félögum mínum upp á svona darraðardans,“ sagði Vilhjálmur. „Ég spyr þig og ég spyr borgarbúa: Hvað á borg- arstjóri að gera? Ég tel að hann hafi verið einn af aðalmönnunum í þessu samráði og byggi þessa af- stöðu mína á hans eigin gögnum og hans eigin tölvupósti. Það eru mjög sterkar líkur á að hann sé ekki að segja okkur satt. Þórólfur verður væntanlega að gera það upp við samvisku sína hvað hann gerir. Og ekki síður þeir borgarfulltrúar sem stóðu að ráðningu hans,“ sagði hann. Vilhjálmur minnti jafnframt á að sjálfstæðismenn væru í minni- hluta í borgarstjórn og blaðamenn hlytu að leita eftir viðbrögðum for- ystumanna meirihlutans. Í svari Þórólfs Árnasonar kemur fram að hann hafi ekki borið ábyrgð á verðákvörðunum Olíufé- lagsins. Vilhjálmur telur að það skipti ekki máli. Það sé greinilegt að Þórólfur hafi vitað af samráðinu enda hafi hann beinlínis rætt um það í tölvupósti. Frekari skýringar skipta ekki máli Umrædd skýrsla er frumathug- unarskýrsla og eiga olíufélögin eft- ir að koma andmælum til stofn- unarinnar. Jafnframt er Þórólfur að vinna að greinargerð um störf sín hjá Olíufélaginu og aðkomu hans að málefnum félaganna. Spurður að því hvort það væri hugsanlegt að frekari útskýringar borgarstjóra gætu breytt áliti hans sagði Vilhjálmur: „Nei. Það liggur fyrir að hann var einn af aðalmönn- unum í þessu verðsamráði. Það liggja fyrir tölvuskeyti sem hann sjálfur skrifaði og sýna hug hans sjálfs.“ Vilhjálmur ítrekaði að í málinu lægju fyrir gögn frá Þórólfi þar sem hann ræði beinlínis um verðsamráð. „Svo segir hann núna við okkur að hann hafi hreinlega ekki áttað sig á því að það væri verðsamráð í gangi. Samt er hann sjálfur að tala um að mynda verð- pólitík í einu tölvuskeytinu sem liggur fyrir,“ sagði Vilhjálmur. Vilhjálmur lagði áherslu á að ekki væri hægt að líta svo á að Sjálfstæðisflokkurinn væri að sækja að Þórólfi að ósekju, að með þessu væri verið að koma höggi á pólitískan andstæðing. „Hann er borgarstjóri, æðsti embættismaður borgarinnar. Og um það snýst mál- ið. Ef hann væri það ekki værum við ekki að velta þessu fyrir okk- ur,“ sagði hann. Segir borgarstjóra tala gegn betri vitund LÖGMENN Olís og Skeljungs, þeir Gestur Jónasson hrl. og Gísli Baldur Garðarsson hrl., hafa sent frá sér sameiginlega fréttatilkynningu vegna umfjöllunar um rannsókn Samkeppnisstofnunar á meintu samráði olíufélaganna og birtist hún hér í heild en fyrirsagnir eru Morg- unblaðsins. Andmæla þegar heildarskýrsla liggur fyrir „Vegna opinberrar umræðu um rannsókn Samkeppnisstofnunar á starfsemi íslensku olíufélaganna ár- in 1993 til 2001 vilja lögmenn Olís og Skeljungs koma eftirgreindu á framfæri. Hinn 8. janúar 2003 sendi Sam- keppnisstofnun forsvarsmönnum félaganna drög að fyrri hluta frum- athugunar á málinu og bauð félög- unum að leggja fram athugasemdir við það sem þar kom fram. Jafn- framt lýsti stofnunin því að þessi hluti frumathugunarinnar verður á síðari stigum hluti af heildarskýrslu um starfsemi olíufélaganna, sem fé- lögin eiga að lögum rétt til þess að gera athugasemdir við. Að athug- uðu máli varð það niðurstaða Olís og Skeljungs að nýta rétt sinn til and- mæla að fenginni heildarskýrslu um málið. Olíufélagið sendi inn stuttar athugasemdir en hefur áskilið sér rétt til andmæla og athugasemda þegar skýrslan liggur fyrir í endan- legri mynd. Forsvarsmenn félaganna hafa unnið með Samkeppnisstofnun að rannsókn málsins og gefið upplýs- ingar til stofnunarinnar eftir því sem eftir hefur verið leitað. Þetta hefur verið gert í góðri trú um að það væri öllum í hag að ljúka rann- sókninni sem fyrst þannig að enginn vafi verði um að starfsemi fé- lagannna verði framvegis í sam- ræmi við ákvæði samkeppnislaga og því breytt í starfsemi félaganna sem að áliti Samkeppnisstofnunar kann að fara í bága við reglur samkeppn- islaga. Með þetta að leiðarljósi leit- uðu félögin sameiginlega eftir við- ræðum við stofnunina í febrúar sl. þar sem óskað var viðræðna um að ljúka málinu með sátt. Viðræðurnar leiddu ekki til niðurstöðu vegna þess að hugmyndir aðila um hæfi- legar sektir vegna ætlaðra brota á samkeppnislögum voru mismun- andi. Umræða eingöngu byggð á skýrsludrögum Nú hefur það gerst að drögin að fyrri hluta skýrslu Samkeppnis- stofnunar hafa lekið til fjölmiðla. Engar skýringar hafa fengist á því hvernig þetta gat gerst, en ljóst er að alvarlegt trúnaðarbrot hefur átt sér stað þegar skýrslunni var lekið. Ekkert hefur heyrst frá Samkeppn- isstofnun um að reynt hafi verið að kanna með hverjum hætti þessi trúnaðarbrestur átti sér stað. Af- leiðing lekans er m.a. sú að forsvars- menn félaganna og félögin sjálf hafa orðið að þola umræðu á grundvelli skýrsludraga, sem þau hafa veru- legar athugasemdir við, án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Engin leið er fyrir forsvarsmenn fé- laganna að taka þátt í umræðu um efnisatriði málsins á opinberum vettvangi meðan þeir hafa ekki fengið skýrslu Samkeppnisstofnun- ar í hendur og hafa ekki átt þess kost að nýta andmælarétt sinn Þá hefur það komið fram í fréttum að forsvarsmenn Samkeppnisstofnun- ar hafi leitað til lögreglu í júní sl. og gert henni grein fyrir stöðu málsins með hugsanlega lögreglurannsókn í huga. Í því samhengi er það um- hugsunrefni að forsvarsmenn félag- anna hafa að ósk Samkeppnisstofn- unar gefið skýrslur um málsatvik af fúsum og frjálsum vilja án þess að hafa réttarstöðu sakaðs manns.“ Olíufélögin ákváðu að bíða með andmæli sín Lögmenn segja forsvarsmenn félaganna hafa gefið skýrslur af fúsum og frjálsum vilja án þess að hafa réttarstöðu grunaðs manns Morgunblaðið/Arnaldur ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri lagði á borgarráðsfundi í gær fram skrif- legt svar sitt við fyrirspurn sjálfstæðismanna um hvort olíufélögin hefðu haft með sér samráð um útboð Reykjavíkurborgar árið 1996. Í svarinu segist hann ekki hafa vitað um meint ólögmætt samráð olíufélaganna við útboðið. Hann kveðst vera að vinna að greinargerð um málið. Í svari sínu segir borgarstjóri ennfremur að hann hafi ekki borið ábyrgð á verðákvörðun Olíufélagsins hf. í því tilboði sem um ræðir og segir síðan: „Forstjóri félagsins lét mig fá upplýsingar um þær tölur sem fyrirtækið ætti að bjóða. Gengið var frá tilboðinu með þeim hætti og ég undirritaði það f.h. félagsins, þar sem ég bar ábyrgð á að svar bærist við öllum verðfyrirspurnum. Tilboðsupphæðin var, miðað við magn viðskiptanna, í góðu samræmi við þau kjör sem Olíufélagið hf. bauð almennt í sambærilegum viðskiptum á þeim tíma,“ segir einnig í svari borgarstjóra. Spurningar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru þessar: Höfðu olíufélögin með sér samráð við gerð þessara tilboða? Ef svo er, tók Þórólfur Árnason, núverandi borgarstjóri og þáverandi markaðsstjóri Olíufélagsins, þátt í því?“ Svar borgarstjóra var eftirfarandi: „Ef marka má meginniðurstöðu Samkeppnisstofnunar í frumathugun hennar virðast olíufé- lögin hafa haft með sér samráð í umræddu útboði. Það vissi ég ekki þá. Ég kom ekki að samráði í aðdraganda þessa útboðs,“ segir í bréfinu. Borgarstjóri lagði einnig fram bréf sem hann sendi Samkeppnisstofnun sl. mánudag þar sem hann kveðst ætla að ræða málefni olíufélaganna op- inberlega. Segist hann hafa virt trúnað við Samkeppnistofnun en teldi nú þörf á að ræða málið og óskar eftir því að stofnunin sýni þessari ákvörðun skilning. Borgarstjóri svarar borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokks um meint samráð olíufélaganna Vissi ekki af sam- ráði við tilboð Þórólfur Árnason Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Geir Magnússyni, fyrrv. forstjóra Olíufélagsins hf. ESSO: „Vegna umræðu um tengsl Þórólfs Árnasonar borgar- stjóra við málefni olíufélag- anna undanfarið vil ég taka fram að Þórólfur hafði ekki ákvörðunarvald né ábyrgð á verðlagningu á bensíni og olíu og viðskiptakjörum til stórnot- enda í starfi sínu hjá Olíufélag- inu hf.“ Yfirlýsing frá Geir Magnússyni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.