Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 6

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ www.icelandair.is New York www.icelandair.is/newyork Rölta um listamannahverfið Williamsburg í Brooklyn, kíkja á galleríin og markaðina þar sem fólk selur hlutina á góðu verði. Í New York þarftu að: á mann í tvíbýli í 3 nætur. Innifalið: flug, gisting á Cosmopolitan Hotel Tribeca, flugvallarskattar og þjónustugjöld. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 21 70 5 0 7/ 20 03 Soho Greenwich Village Lover West Side Chelsea Little ItalyCosmopolitan Hotel Tribeca w ay Br oa dw ay Br oa dw ay WillamsburgBridge East Houston Street West Houston Street Delany St, Broome St. East 14th Street West 14th Street East 23rd Street 34rd Street Fi fth A ve nu e Av en ue o f t he A m er ica ns M ad iso n A ve . Madison Square Park VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Verð frá 63.440 kr. VEGAGERÐIN ráðgerir að verja samtals um 3,9 milljörðum króna í nýframkvæmdir við stofnbrautir og mislæg gatnamót á höfuðborgar- svæðinu á þessu ári og því næsta. Um 300 milljónir af um milljarði króna sem ríkisstjórnin ákvað í febr- úar sl. að setja í flýtiframkvæmdir vegna vegaframkvæmda á höfuð- borgarsvæðinu nýtast á þessu ári, hinar 700 milljónirnar verða notaðar á næsta ári. Jónas Snæbjörnsson, umdæmis- stjóri Vegagerðarinnar í Reykjanes- umdæmi, segir þetta ekki að fullu í samræmi við þau áform sem í fyrstu var lagt upp með en þá var ráðgert að verja bróðurparti af fénu til flýti- framkvæmda á þessu ári. Vegna þess hve hönnun mannvirkja hefur dregist á langinn hefur hins vegar ekki getað orðið af því. Framkvæmdum við gerð mis- lægra gatnamóta við Stekkjarbakka, Reykjanesbraut og Smiðjuveg miðar vel og er ætlunin að hleypa umferð um mannvirkið 1. nóvember nk. Áætlaður kostnaður er um 800 m.kr. Ráðgert er að tvöfalda Reykjanes- braut frá Fífuhvammsvegi í Kópa- vogi að Álftanesvegi í Garðabæ. Að sögn Jónasar er áætlað að bjóða verkið út í október eða nóvember en framkvæmdir hefjast eftir áramót. Kostnaður við 1. áfanga er áætlaður 6–700 milljónir og verklok verða á árinu 2005. Til viðbótar er fyrirhugað að reisa þrjú mislæg gatnamót á um- ræddum kafla og því verði að fullu lokið á árabilinu 2008–10. Vinna er hafin við breikkun Reykjanesbrautar frá Lækjargötu og færslu hennar suður fyrir kirkju- garðinn í Hafnarfirði og þar með gerð nýrra mislægra gatnamóta við Kaldárselsveg. Vegarkaflinn sem um ræðir er 1,6 km og tengist núverandi Reykjanesbraut vestan kirkjugarðs- ins. Ráðgert er að taka veginn í notk- un fyrrihluta næsta sumars. Kostn- aður við fyrsta áfanga er áætlaður um einn milljarður króna. Í beinu framhaldi er stefnt að breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Kaplakrika og Lækjargötu og er kostnaður við það áætlaður u.þ.b. 200 m.kr. Vinna við mislæg gatnamót við Kringluna hefjist 2004? Til viðbótar þessum verkefnum liggur fyrir bráðabirgðaskýrsla Vega- gerðarinnar og borgarverkfræðings þar sem m.a. er að finna yfirlit yfir til- lögur um mislæg gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar. Lögð er áhersla í skýslunni á gerð mis- lægra gatnamóta á þremur hæðum sem áætlað er að kosti um um 2,7 milljarða í byggingu. Að sögn Jónasar verður væntanlega tekin ákvörðun á næstu mánuðum um það hvort sú lausn verður fyrir valinu eða tveggja hæða lausn með umferðarljósum. Vonir standa til þess að hægt verði að hefjast handa við verkið upp úr miðju næsta ári og að því ljúki um mitt ár 2005. Þá er gert ráð fyrir að bjóða út færslu Hringbrautar suður fyrir Um- ferðarmiðstöðina og Læknagarð í nóvember eða desember og að meg- inþungi framkvæmda verði á næsta ári. Stefnt er að því að umferð verði hleypt á veginn haustið 2004 og ráð- gert að framkvæmdirnar kosti alls um 1.240 milljónir króna. Síðla hausts verða hafnar fram- kvæmdir við Arnarnesveg fyrir um 200 m. kr. sem tengir saman Salarveg og Fífuhvammsveg. Breikkun vegarins frá Víkurvegi til Mosfellsbæjar kemur til fram- kvæmda á næsta ári. Kostnaður er áætlaður 800 m. kr og stefnt að því að ljúka verkinu á næsta ári. Þá eru ótaldar framkvæmdir við Hallsveg sem boðnar verða út í haust. Einnig má nefna að Vegagerðin leggur til um 30 milljónir króna við framkvæmd við göngubrú yfir gjána í Kópavogi. Til viðbótar fara um 20 m. kr. í færslu ak- brautar á Hafnarfjarðavegi í átt að Reykjavík svo unnt sé að koma að að- rein þegar ekið er af Digranesvegi og niður í gjána. Stefnt er að því að fram- kvæmdum ljúki samhliða fram- kvæmdum við Hamraborg. Ef litið er lengra fram í tímann er breikkun Breiðholtsbrautar/Nesbrautar milli Suðurlandsvegar og Vesturlandsveg- ar ráðgerð í fyrsta lagi árið 2007. Kostnaður er áætlaður um 400 m.kr. Um 3,9 milljörðum varið í vegaframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu 2003–4 Tafir á hönnun dregið úr framkvæmdarhraða Ljósmynd/Guðmundur Viðarsson Séð yfir framkvæmdasvæðið við gjána í Kópavogi. 53.488 ein- tök á dag MEÐALTALSSALA Morgun- blaðsins á fyrri helmingi þessa árs var 53.488 eintök á dag. Á sama tíma í fyrra var meðaltalssalan 53.916 eintök á dag. Upplýsing- arnar eru staðfestar með skoðun bókhaldsgagna Morgunblaðsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá upplagseftirliti Verslunarráðs Ís- lands en Morgunblaðið og Frétta- blaðið taka nú þátt í upplags- eftirliti dagblaða. Annars vegar er um að ræða seld eintök Morgun- blaðsins og hins vegar upplýsingar um prentun og dreifingu Frétta- blaðsins. Þegar gögn Fréttablaðsins voru skoðuð var staðfest að prentuð blöð á fyrri helmingi ársins voru að meðaltali 90.586 á dag. „Fréttablaðinu er ýmist dreift með útburði í hús með bréfberum eða með því að blöðin eru lögð fram til dreifingar í versl- unum og fyrirtækjum. Frá 27. mars bættist Reykjanessvæðið við varðandi dreifingu með bréf- berum og því eru upplýsingar um dreifingu með bréfberum sett fram fyrir tvö tímabil hér að neðan. Samkvæmt upplýsingum frá blaðinu var dreifingin eftirfar- andi: Dreifð blöð með bréfberum á Stór-Reykjavíkursvæðinu, og á Akureyri 1. jan til 26. mars 76.167. Dreifð blöð með bréfberum á Stór- Reykjavíkursvæðinu, Reykjanesi og Akureyri 27. mars til 30. júní 82.455. Blöð lögð fram til dreif- ingar á Stór-Reykjavíkursvæðinu, á Akureyri og á landsbyggðinni voru að meðaltali á tímabili 11.189 hvern dag,“ segir í tilkynningu frá Verslunarráði Íslands. „Upplagseftirlit Verslunarráðs- ins annast einnig eftirlit og stað- festingu upplags prentmiðla fyrir útgefendur, sem óska eftir því og gangast undir eftirlitsskilmála. Trúnaðarmaður eftirlitsins er Reynir Vignir, löggiltur endur- skoðandi hjá Pricewaterhouse- Coopers, og umsjónarmaður er Sigríður Ásthildur Andersen, lög- fræðingur VÍ.“ Meðaltalssala Morgunblaðsins KOSTNAÐUR Vegagerðar- innar vegna framkvæmda við Reykjanesbraut á höfuðborg- arsvæðinu á þessu ári er áætl- aður 1.350 m. kr. Þar af fara um 900 m. kr. í framkvæmdir Hafnarfjarðarmegin og 450 m. kr. milli Kópavogs og Garða- bæjar. Í tengslum við fram- kvæmdirnar eru 300 milljónir kr. teknar af svokölluðu flýtifé frá ríkissjóði. Þá er ótalinn 545 m.kr. kostnaður á árinu vegna fram- kvæmda við gatnamót við Stekkjarbakka sem tengjast m.a. framkvæmdum við Reykjanesbraut. Gatnaframkvæmdir fyrir 2,2 milljarða á næsta ári Samkvæmt vegaáætlun er áætlað að framkvæmdir Vega- gerðarinnar á höfuðborgar- svæðinu kosti um 2,2, millj- arða á þessu ári. Ljóst er, að sögn Jónasar Snæbjörnssonar, umdæmisstjóra hjá Vegagerð- inni, að um 1,5–2 milljarðar af fénu muni nýtast á þessu ári. Á vegaáætlun 2004 er gert ráð fyrir 1.700 milljónum til vega- framkvæmda og er þá flýtifé úr ríkissjóði, 700 m. kr., með- talið. Ráðgert er að verja því fjármagni, auk um 500 millj- óna sem færast á milli ára, til vegaframkvæmda á næsta ári. Þar af verður um 300 m. kr. af flýtifé ríkissjóðs varið til fram- kvæmda við færslu Hring- brautar sem kemur að fullu til framkvæmda á næsta ári. Heildarkostnaður við verkið er áætlaður um 1.240 m. kr. Hvert fara peningarnir? Morgunblaðið/Jim Smart Strætisvagn og vörubifreið rákust á skemmdir á ökutækjunum og varð að fjarlægja vörubifreiðina og tengivagn með kranabifreið. Miklar umferðartafir urðu á og við Miklubrautina vegna óhapps- ins. HARÐUR árekstur tveggja bif- reiða, strætisvagns og vöru- bifreiðar, varð á Miklubraut í Reykjavík, neðan við Grensásveg, rétt fyrir hádegið í gær. Ekki urðu meiðsli á fólki en töluverðar Fjórar vikur frá dómi í málverkafölsunarmálinu Dómnum verður áfrýjað JÓNAS Freydal Þorsteinsson mun áfrýja dómnum sem hann hlaut í málverkafölsunarmálinu til Hæsta- réttar. Þetta staðfesti verjandi hans, Karl Georg Sigurbjörnsson hrl., í samtali við Morgunblaðið í gær. Ekki er enn ljóst hvort Pétur Þór Gunnarsson muni áfrýja dómnum fyrir sitt leyti en áfrýjunarfrestur hans rennur út í dag. Jónas Freydal var dæmdur í fjög- urra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 1/8 af málsvarnar- launum og málskostnaði en héraðs- dómur komst að þeirri niðurstöðu að hann hafi vitað að tvö málverk sem hann seldi væru fölsuð. Dómurinn var kveðinn upp 2. júlí sl. en Karl Georg segir að hann hafi ekki verið birtur Jónasi Freydal fyrr en í gær, en hann er búsettur í Kanada. Áfrýj- unarfrestur miðist við birtingu dóms og hann hafi því með réttu fjórar vik- ur til að ákveða sig. Áfrýjunarfrestur ríkissaksóknara er átta vikur. Ákært var vegna fölsunar á 102 myndum. Héraðsdómur taldi sannað að rúmlega 42 væru falsaðar en þrátt fyrir líkur á fölsunum í öðrum til- vikum taldist það ekki nægjanlega sannað í sakamáli. LÖGREGLAN í Reykjavík fékk um helgina tilkynningu um að öku- maður jeppabifreiðar hefði slegið ökumann bifreiðar sem hann tók fram úr í hálsinn. Atvikið átti sér stað á Suðurlandsvegi við Rauð- hóla um miðjan laugardaginn. Ökumaður jeppabifreiðarinnar mun hafa reiðst hinum ökumann- inum fyrir að auka hraðann þegar hann ætlaði fram úr. Hann stöðv- aði bifreið sína þegar hann hafði tekið fram úr og sló ökumanninn og ók að því búnu á brott. Að sögn lögreglu íhugar ökumaðurinn að kæra verknaðinn. Sló til bílstjórans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.