Morgunblaðið - 30.07.2003, Side 8
FRÉTTIR
8 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Segðu herra Bush að okkur væri það mjög óljúft að þurfa að beita hervaldi.
Rúmlega sextíu golfvellir á landinu
Um 30.000
Íslendingar
stunda golf
UM síðustu helgilauk Íslandsmóti íhöggleik og í gær
hófst Íslandsmót unglinga
í höggleik hjá Golfklúbbi
Reykjavíkur. Það er mikil
gróska í golfíþróttinni hér
á landi. Júlíus Rafnsson er
forseti Golfsambands Ís-
lands.
Það er mikið um að vera
í golfinu þessa dagana?
„Já. Hér á árum áður
var Íslandsmótið í golfi
flokkaskipt þar sem keppt
var í öllum forgjafarflokk-
um á sama vellinum, en í
dag eru einungis þeir
bestu sem keppa á Íslands-
mótinu en önnur mót s.s.
Íslandsmót 35 ára og eldri
eru höfð á öðrum tíma.
Golfsamband Íslands
stendur fyrir tveimur mótaröðum,
Toyotamótaröðinni, sem er móta-
röð bestu kylfinga landsins og það
eru alls sex mót, og síðan er það
Vaxtalínumótaröð unglinga. Þá
stendur sambandið einnig fyrir Ís-
landsmótum í öðrum aldursflokk-
um auk þess sem haldnar eru
sveitakeppnir. Í gær hófst svo Ís-
landsmót í höggleik fyrir unglinga
hjá Golfklúbbi Reykjavíkur á
Korpúlfsstaðavelli. Mótið stendur
í þrjá daga og tæplega 200 ung-
lingar taka þátt í því á aldrinum
12–18 ára.“
Hvað stunda margir golf á Ís-
landi?
„Undanfarin ár hefur Gallup
gert kannanir á golfþátttöku Ís-
lendinga og þar hefur komið fram
að tæplega 30.000 Íslendingar
fara í golf oftar en fimm sinnum á
ári. Félagsmenn í GSÍ eru aftur á
móti rúmlega 11.000 talsins og það
væri æskilegt að fleiri golfiðkend-
ur væru skráðir í golfklúbba
landsins.“
Eru nógu margir golfvellir á
landinu til að taka á móti öllum
þessum golfiðkendum?
„Í sjálfu sér eru vellirnir nægi-
lega margir þegar á heildina er lit-
ið en þeir eru 55 talsins innan vé-
banda Golfsambands Íslands og
4–5 vellir eru fyrir utan samtökin
svo í allt eru þeir rúmlega 60.
Á hinn bóginn er verulegur
skortur á golfvöllum á höfuðborg-
arsvæðinu og nú er svo komið að
allir golfklúbbar á því svæði eru
með biðlista og sumir með nokkur
hundruð manns sem bíða eftir að
fá félagsaðild.“
Hvers vegna þarf fólk að vera í
golfklúbbi til að stunda golf?
„Í fyrsta lagi þá kostar það
minna og gefur viðkomandi golf-
klúbbi þá kjölfestu sem þarf. Í
öðru lagi þá fá meðlimir leiðbein-
ingar og tilsögn í golfreglum
þannig að meðlimir hafa þekkingu
á golfreglum og golfsiðum en það
er afar mikilvægt.“
Eru þessar reglur flóknar?
„Þær eru kannski ekki flóknar
en þær eru stífar. Það
er t.d. ekki gott að
stunda golf og vera
ekki heima í þessum
reglum. Ég get nefnt
eina einfalda en afar
mikilvæga reglu. Iðkandinn er
kominn á völlinn og ætlar að spila
með einhverjum. Þá þarf viðkom-
andi að vita að maður heldur ekki
uppi samræðum þegar einhver er
að fara að slá. Þá er þögn. Það er
tvennt ólíkt að fylgjast með
keppni í golfi og fótbolta. Þegar
keppt er í golfi þegja allir meðan
slegið er en ef tilefni gefst til þá
brjótast fagnaðarlætin út á eftir.“
Er hægt að byrja á öllum aldri
að stunda golf?
„Já, og það er aldrei of seint að
byrja. Við erum með byrjendur
sem eru allt frá litlum krökkum
upp í fólk sem komið er hátt á átt-
ræðisaldur.“
Hvað heldur þú að skýri þennan
mikla golfáhuga landans?
„Meginskýringin held ég að sé
útiveran og síðan líka að þessi
íþrótt hentar mjög vel fjölskyldu-
fólki.“
Það hefur loðað við golf að það
sé rándýrt að stunda það?
„Það fer nú allt eftir því við hvað
er miðað. Ég tel að þetta sé alls
ekki dýrt sport. Það er þó með
þetta eins og annað að það er hægt
að kaupa rándýrar kylfur og dýr-
an búnað. Grunnbúnaður í golf er
alls ekki dýr. Þá er ekki dýrt að
vera meðlimur í golfklúbbi á Ís-
landi og kostar síður en svo meira
en að taka þátt í öðrum íþrótta-
greinum.“
Hvað gera iðkendur á veturna
þegar ekki er hægt að spila golf?
„Þá fara margir til útlanda og
spila þar. Auk þess eru starfrækt-
ir golfhermar hér á nokkrum stöð-
um og þar næst svona „hérumbil“
tilfinning. Golfkennarar eru einn-
ig að störfum allt árið og bjóða
upp á æfingar inni í húsi yfir vetr-
armánuðina þar sem sveiflan er
æfð og henni haldið við.“
Það er farið að kenna golf í sum-
um grunnskólum?
„Síðastliðin fjögur ár hefur
Golfsamband Íslands unnið að því
að koma á kennslu í golfi í grunn-
skólum landsins sem er þá hluti af
íþróttakennslu í skólunum.Við
höfum látið útbúa
kennsluefni og
kennslutæki til að hægt
sé að kenna þetta eins
og hverja aðra íþrótta-
grein. Þegar er farið að
kenna golf víða í skólum landsins
en einna erfiðast hefur þó verið að
koma þessu að í skólum á Reykja-
víkursvæðinu.
Golf er valgrein við Íþrótta-
kennaraháskólann á Laugarvatni
og Golfsamband Íslans hefur gefið
þangað kennsluefni og önnur
kennslugögn. Nú er svo komið að
nánast allir lokaársnemendur þar
taka þessa valgrein.“
Júlíus Rafnsson
Júlíus Rafnsson er 56 ára gam-
all. Hann er fæddur í Njarðvík en
starfar sem framkvæmdastjóri á
Grund, dvalar- og hjúkrunar-
heimili. Júlíus hefur verið forseti
Golfsambands Íslands frá því á
haustmánuðum 2001. Eiginkona
hans er Guðrún Gísladóttir for-
stjóri.
Þegar einhver
er að fara að
slá er þögn
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
U
S
21
65
9
0
7/
20
03
í Húsasmiðjunni
Muna:
að mála
sig ekki
út í hor
n!
10 lítrar hágæða akrýlmálning á stein.
Framleiðandi HarpaSjöfn.
20-30%
AFSLÁTTU
R AF ALLRI
VIÐARVÖR
N
Ný stórverslun Smáratorgi.
8.990 kr.
4.990kr.