Morgunblaðið - 30.07.2003, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 30.07.2003, Qupperneq 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 14 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F í t o n Ingvar Helgason notaðir bílar Ingvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is · www.ih.is/notadir · opið virka daga kl. 9-18 GÓÐUR NOTAÐUR BÍLL NISSAN PATRO L ELEGANCE Verð 4.240.000 kr. Skráður 01/2001, ekinn 65.000 km. Íslandsflug semur við Air Hong Kong ÍSLANDSFLUG hefur gert samning við Air Hong Kong um fraktflug milli Hong Kong og Singapúr. Samning- urinn er sá fyrsti sem Íslandsflug ger- ir við flugfélag í Asíu. Ekki er vitað upp á hve háa fjárhæð samningurinn hljóðar en samið er um að Airbus 300- 600R fraktvél Íslandsflugs hefji flug á umræddri leið í haust og haldi því áfram til ársins 2005. Nýverið breyttist eignarhald í Ís- landsflugi þegar Blue Sky Transport SA, sem skráð í Lúxemborg, eignað- ist tæplega 34% hlut í flugfélaginu. Blue Sky Transport er í eigu Magn- úsar Þorsteinssonar, eins af eigend- um flugfélagsins Atlanta, og Ómars Benediktssonar framkvæmdastjóra Íslandsflugs. Ómar átti fyrir hlut í fé- laginu en Magnús ekki. Aðrir hluthaf- ar Íslandsflugs eru Gunnar Björg- vinsson í Lichtenstein, Birkir Baldvinsson í Lúxemborg og Olíu- verzlun Íslands. Samtals eiga þessir fjórir hluthafar um 75% í Íslandsflugi. Í flugflota Íslandsflugs eru fjórtán flugvélar. Þar af eru tvær Dornier- vélar, sem sinna innanlandsflugi, sjö Boeing-vélar og fimm Airbus-flugvél- ar. Vegna samningsins við Air Hong Kong verður ein Airbus-flugvélanna nýtt í flug milli Singapúr og Hong Kong fram til ársins 2005. HAGNAÐUR Íslandsbanka nam 2.404 milljónum króna á fyrri hluta ársins, sem er 46% meiri hagnaður er á sama tímabili í fyrra. Hagn- aðurinn er 12% meiri en greining- ardeildir hinna bankanna höfðu spáð, því meðalspá þeirra var 2.141 milljón króna. Arðsemi eigin fjár hækkaði milli ára úr 17,6% í 27,7% og hagnaður á hlut hækkaði um 59% í 27 aura á hverja krónu hluta- fjár. Hagnaður bankans hefur vaxið fjóra ársfjórðunga í röð og hagn- aðurinn á síðasta ársfjórðungi nam 1.342 milljónum króna, sem er tvö- faldur hagnaður sama tímabils í fyrra. „Rekstur bankans gekk vel á tímabilinu og það eru fyrst og fremst aukin umsvif og hagstæð verðþróun á hlutabréfa- og skulda- bréfamarkaði sem eru ráðandi þættir í góðri afkomu,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, spurður að því hvað hafi einkennt afkomuna á fyrri hluta ársins. Bæði vaxtatekjur og vaxtagjöld drógust saman miðað við fyrstu sex mánuði fyrra árs. Þar sem vaxtagjöld minnkuðu meira en vaxtatekjur jukust hreinar vaxta- tekjur og voru 4% hærri en á sama tímabili í fyrra. Vaxtamunur, sem er hlutfall hreinna vaxtatekna af meðalstöðu heildarfjármagns, jókst milli ára úr 2,9% í 3,1%, en lækkaði um 0,1% frá fyrsta fjórðungi þessa árs til annars fjórðungs. Aukin gæði útlánasafns Aukning annarra rekstrartekna nam 1.265 milljónum króna milli ára, eða 63%. Inni í þeirri tölu er 1.100 milljóna króna aukning geng- ishagnaðar af annarri fjármála- starfsemi, en gengishagnaður jókst úr 63 milljónum króna í 1.163 millj- ónir króna. Hreinar rekstrartekjur, sem samanstanda af hreinum vaxtatekjum og öðrum rekstrar- tekjum, jukust um 1.440 milljónir króna, eða 21%. Bæði launakostnaður og annar almennur rekstrarkostnaður hækk- uðu um 18% milli ára og á heildina litið hækkuðu önnur rekstrargjöld um 15%. Hreinar rekstrartekjur hækkuðu þó meira, eða um 21%, og því lækkaði kostnaðarhlutfall bank- ans úr 53,9% í 51,4%. Á öðrum fjórðungi þessa árs var hlutfallið 48,4%, sem er talsverð lækkun frá síðustu fjórðungum. Þrátt fyrir þessa lækkun hlut- fallsins á öðrum fjórðungi segir Bjarni Ármannsson að markmið bankans um að hlutfallið sé undir 50% hafi ekki enn náðst en rekst- urinn færist í þá átt. Hann segir að hlutfallið sé um eða innan við 50% hjá hagkvæmustu bönkum erlendis og að stefnt sé að því að Íslands- banki nái því markmiði á næsta ári. Framlag í afskriftareikning út- lána lækkaði lítillega milli ára og nam 1.114 milljónum króna. Sem hlutfall af útlánum og veittum ábyrgðum hefur afskriftareikning- ur útlána lækkað úr 2,7% í 2,4% frá miðju ári í fyrra til sama tíma í ár. Bjarni Ármannsson segir spurð- ur að út úr þessum tölum megi lesa að gæði útlánasafns bankans fari vaxandi. Þar komi tvennt til, ann- ars vegar að staða ýmissa við- skiptamanna bankans hafi farið batnandi, og hins vegar að ný útlán bankans séu að meðaltali betri en þau útlán sem fyrir voru. Íslandsbanki gerir reksturinn upp eftir afkomusviðum og voru þau öll rekin með hagnaði á fyrri helmingi ársins. Bankinn reiknar út svokallaðan hagsauka af rekstr- inum, þar sem gerð er 12,5% arð- semiskrafa til eigin fjár hans. Hagsaukinn er jákvæður fyrir öll afkomusvið bankans nema úti- búasviðið, sem er með neikvæðan hagsauka. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði Inntur eftir skýringu á þessari afkomu útibúasviðsins segir Bjarni Ármannsson að hún sé tvíþætt. Annars vegar hafi samkeppni á fjármálamarkaði farið vaxandi og hins vegar hafi ákveðinn óreglu- legur kostnaður fallið til á fyrri helmingi ársins sem dragi afkomu útibúasviðsins niður. Aukning heildareigna bankans nam um 21% á tímabilinu og voru eignirnar 379 milljarðar króna um mitt ár. Aukning útlána til við- skiptavina nam 20 milljörðum króna, fór í 259 milljarða króna, og um 60% nýrra útlána voru til er- lendra viðskiptavina Íslandsbanka. Skuldabréfaeign bankans jókst um 167% á tímabilinu og fór úr rúmum 9 milljörðum króna í 25 milljarða króna. Bankinn tók töluvert af erlend- um lánum á tímabilinu og jókst lántaka hans um 52 milljarða króna í 216 milljarða króna. Eigið fé dróst saman um 6% frá áramótum, meðal annars vegna þess að útistandandi hlutafé var lækkað úr 9,4 milljörðum króna í 9,0 milljarða króna. Eiginfjárhlut- fall á CAD-grunni lækkaði úr 12,7% um áramót í 10,8% um mitt ár, en lögbundið lágmark er 8%. Eiginfjárþáttur A lækkaði úr 10,0% í 8,5%. 47,7 milljarða markaðsverð Í fréttatilkynningu Íslandsbanka vegna uppgjörsins segir að miðað við forsendur um áframhaldandi stöðugleika í efnahagslífinu og aukna innlenda eftirspurn, geri bankinn sem fyrr ráð fyrir því að hagnaður þessa árs verði meiri en á síðasta ári og að arðsemi eigin fjár aukist milli ára. Hagnaður árs- ins í fyrra var 3.407 milljónir króna og arðsemin var 18,2%. Lokagengi Íslandsbanka í gær var 5,30 og hækkaði um 2,9% í 410 milljóna króna viðskiptum dagsins. Miðað við þetta gengi er markaðs- verð bankans 47,7 milljarðar króna. Hagnaður Íslands- banka eykst um 46% Kostnaðarhlutfall lækkaði frá fyrra ári en vaxtamunur fór úr 2,9% í 3,1%                                           !"  #$"$   !$" !   % $     & '      # "$ "  &  ( )  *+,-     ( ./   )  0  ()   12  34 $"3"4 3!4 3$" ## #$" ##   $"   #"! $5    %!5    $!# $5!  $3"4 "354 #34 3" $$       !"!#       $%&   NÝJUM forstjóra bandarísku versl- unarkeðjunnar Gap Inc. virðist vera að takast að hífa reksturinn upp á við á ný. Paul Pressler, fyrrum yfirmaður skemmtigarðadeildar Walt Disney Co., tók við starfi forstjóra Gap fyr- ir tíu mánuðum síðan. Pressler var ráðinn til Gap eftir að Mickey Drexler, forstjóri Gap til tuttugu ára, sagði starfi sínu lausu síðast- liðið haust. Strax eftir yfirmanna- skiptin hjá Gap fór að síga á ógæfu- hliðina enda hafði Drexler verið afar farsæll í starfi, að því er kemur fram í grein Wall Street Journal (WSJ). Gap kynnti nýja tískulínu fyrir- tækisins sl. mánudag og eru miklar vonir bundnar við að hún tryggi Gap auknar tekjur. Ein af þeim markaðsbrellum sem hinn nýi for- stjóri Gap hefur gripið til er að ráða poppdrottninguna Madonnu ásamt hip hop dívunni Missy Elliot til að kynna föt fyrirtækisins í sjónvarps- auglýsingum. Að því er segir í grein Wall Street Journal er það þó ekki poppið sem laðar yfirmann Gap að Madonnu heldur hin móðurlega ímynd sem henni fylgir þessa dag- ana. Hún er talin henta vel ímynd Gap sem síst vill gefa sig út fyrir að vera fórnarlamb einhvers konar poppmenningar. Enda ber hinn ein- staki stíll Madonnu það með sér að hún er ekki fórnarlamb tísku- strauma heldur skapar þá sjálf. Pressler hefur fleiri brellur í pokarhorninu. Flauel er það sem koma skal, ef marka má nýju línuna sem Gap kynnti fyrr í vikunni. Pils, töskur, jakkar, húfur og fleira frá Gap verður allt úr flaueli. Til að draga úr hefðbundnu yfirbragði flauelsins ætlar Gap að selja flauels- vörur í öllum regnbogans litum, allt frá dæmigerðum mosagrænum upp í skærbleikan. Pressler er með þessu að feta nokkurn veginn í fót- spor forvera síns Drexler, en sá var þekktur fyrir að nota einföld, klass- ísk efni og gera úr þeim tískuvöru. Gap verslanirnar eru þó ekki þær einu sem hyggjast leggja áherslu á flauel þetta haustið, því samkvæmt WSJ ætla aðrar fatakeðjur í Banda- ríkjunum að gera hið sama. Þeirra á meðal er fatakeðjan J.Crew sem er með verslanir um öll Bandaríkin. Forstjórinn þar er enginn annar en Mickey Drexler fyrrverandi for- stjóri Gap keðjunnar. Fjármála- sérfræðingar vestra segja að Pressler sé að sýna ágætan árangur með Gap en að sala á hinni flauels- væddu haustlínu geti gert útslagið um hvort hann nær að rífa fyrir- tækið almennilega upp. Gap tekur við sér Madonna og Missy Elliot aug- lýsa nýja haustlínu Reuters Madonna kynnir vörur Gap í sjón- varpsauglýsingum. Gengishagnaður vegur þungt GENGISHAGNAÐUR Íslands- banka af annarri fjármála- starfsemi jókst um 1.100 millj- ónir króna á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma- bil í fyrra. Gengishagnaðurinn nam 63 milljónum króna í fyrra, en 1.163 milljónum króna í ár. Þessi aukning staf- ar aðallega af mikilli aukningu gengishagnaðar af hlutabréf- um, en einnig af auknum geng- ishagnaði af skuldabréfum. Þá snerist gengistap vegna gjaldeyrisviðskipta í fyrra yfir í lítilsháttar hagnað í ár. Gengishagnaður af annarri fjármálastarfsemi er almennt nokkuð sveiflukenndur liður eins og sjá má í reikningum ís- lensku bankanna á síðustu ár- um. Ef litið er framhjá honum minnkar hagnaður fyrir skatta sem því nemur. Ef gengis- hagnaðarins hefði ekki notið við hjá Íslandsbanka hefði hagnaður fyrir skatta dregist saman um 11% milli ára en ekki aukist um 43% eins og raun varð á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.