Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 15

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 15
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 15                               !" # $   %&$$  $  '#$() (  )     #$  '   *   $     , () $       -    &    $ $    &  " $    ,         ,).  -$     $  //     $                           0(    1, " 23445677 Á FYRSTU fjórum mánuðum árs- ins 2003 nam aflaverðmæti ís- lenskra skipa af öllum miðum 24,7 milljörðum króna en heildaraflinn var 795 þúsund tonn, samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofunni sem byggja á vigtar- og ráðstöf- unarskýrslum sem Fiskistofa safn- ar frá fiskkaupendum. Verðmæti þorsks 10,9 milljarðar Verðmæti botnfiskaflans var 17,5 milljarðar króna sem fengust fyrir 160 þúsund tonn, þar af var verðmæti þorsks 10,9 milljarðar króna en magnið 82 þúsund tonn. Verðmæti uppsjávartegunda var 4,6 milljarðar króna og magnið 612 þúsund tonn. Af flatfiski var landað 10.500 tonnum að verðmæti 1650 milljónir króna og fyrir 13.000 tonn af skel- og krabbadýrum fengust 961 milljón króna. Á Austurlandi var stærstur hluti aflans unninn eða 310 þúsund tonn, að mestu uppsjávartegundir, og námu verðmæti þessa afla 3,6 milljörðum króna. Á Suðurnesjum var unnið úr mestum verðmætum eða fyrir 4,8 milljarða króna en magnið var 109 þúsund tonn. Á Suðurnesjum var mest unnið af botnfiski eða 33 þúsund tonn að verðmæti 4 milljarðar króna en á höfuðborgarsvæðinu var unnið úr 32 þúsund tonnum fyrir 3,3 millj- arða króna. 5% út í gámum Rúmlega helmingur (52%) af verðmæti sjávaraflans er tilkominn vegna beinnar sölu útgerða til eig- in vinnslustöðva, 24% verðmætis vegna sölu á sjófrystum afla, 17,5% vegna sölu á fiskmörkuðum innan- lands en 5% verðmæta eru tilkom- in vegna útflutnings á fiski í gám- um. Á tímabilinu var unnið úr 82 þús- und tonnum af þorski og var mestu ráðstafað í saltfiskvinnslu eða rúm- lega 43%. Í vinnslustöðvum á landi voru 32% þorskaflans fryst en tæp- lega 18% um borð í vinnsluskipum. Um 5% þorskaflans var sendur ferskur með flugi á markaði er- lendis. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Þorskurinn skilar mestum verð- mætum að vanda. Aflaverð- mæti 25 milljarðar Kolmunnaafl- inn orðinn 225.000 tonn SÍÐUSTU daga hafa borist á land rúm 3.400 tonn af kolmunna úr ís- lenskum skipum. Samtals er kol- munnaaaflinn orðinn 294.000 tonn, þar af 225.000 tonn úr íslenskum skipum. Úthlutaður kolmunnakvóti er 547.000 tonn og eiga íslensk skip eft- ir tæp 326.000 tonn óveidd. Erlend skip hafa veitt tæp 70.000 tonn á árinu. Hoffell landaði 950 tonnum á Fá- skrúðsfirði á sunnudag, Ásgrímur Halldórsson kom til Seyðisfjarðar með 950 tonn á mánudag og Jón Kjartansson landaði 1.500 tonnum á þriðjudag á Eskifirði. Mestu hefur verið landað af kol- munna hjá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, 65.000 tonnum, þar af 13.400 tonnum úr erlendum skipum, Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði hefur tekið á móti 54.000 tonnum, þar af eru tæpir þrír fjórðu hlutar úr er- lendum skipum, og hjá Eskju á Eski- firði hefur verið landað tæplega 50.000 tonnum, 45.500 tonnum úr ís- lenskum skipum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.