Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 23

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 23
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 23 Kjörvari 16 - þekjandi - alkýðolíubundin þekjandi viðarvörn sem sameinar kosti olíu og akrýls, góða smýgni og frábært veðrunarþol. Kjörvari 12 - pallaolía - olíubundin viðarvörn með frábært veðrunarþol. Kjörvari 14 - gagnsær - gagnsæ, olíubundin viðarvörn á hvers konar við sem smýgur einstaklega vel inn í viðinn. - Fæst í yfir 300 litum og myndar þannig góða vörn gegn áhrifum sólarljóss á viðinn. fyrir íslenskar aðstæður Sérhönnuð viðarvörn Við erum sérfræðingar í útimálningu fyrir íslenskar aðstæður. Útsölustaðir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi • Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Byko Reyðarfirði • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum • Byko Keflavík. Við erum sérfræðingar í viðarvörn. Á rannsóknastofu Málningar er haft strangt eftirlit með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa skapað viðarvörn frá okkur algjöra sérstöðu. ÞAÐ VAR hátíðarstund í gömlu torf- kirkjunni á Hofi í Öræfum þann 18. júlí sl. er þau Bernard Morris og Anna Rowland gengu í heilagt hjónaband. Þetta var einn besti dag- ur sumarsins, ca. 25°C hiti, sól og blíða. Þetta glæsilega par kom alla leið frá San Francisco í Kaliforníu til að gifta sig. Ýmsum lék forvitni á því hvers vegna Ísland varð fyrir valinu. „Ice- land, why not,“ (af hverju ekki Ís- land?) svaraði brúðguminn með sínu blíðasta brosi. Forsaga málsins var sú, að einn vinur þeirra hafði sýnt þeim myndir héðan, þau heillast af landinu og þar með var þetta ákveð- ið. Brúðurin hafði samband við Dóru Ósk Bragadóttur, sem heldur úti vefsíðu um brúðkaup á netinu, og eitt leiddi af öðru. Í ljós kom að þau Bernard og Anna voru spennt fyrir torfkirkjum og ákváðu að velja Hofs- kirkju í Öræfum, þar sem Amazing Grace hljómaði í bland við þá Wagn- er og Mendelssohn þennan ham- ingjuríka dag. Þau ákváðu að dvelja nokkra daga á Íslandi en svo er stefnan tekin á hveitibrauðsdaga í París. Ljósmynd/Dóra Ósk Bragadóttir Bernard og Anna Morris fyrir kirkjudyrum ásamt sóknarprest- inum Sr. Einari G. Jónssyni. Amerískt brúðkaup í torfkirkju Suðursveit arsstöðum í Þistilfirði sem fulltrúi héraðs- nefndar Þingeyinga. Helstu markmið og hlut- verk setursins eru að vera miðstöð rannsókna í héraðinu, að hafa frumkvæði að rannsókn- arstarfsemi í héraðinu og að treysta undir- stöður háskólanáms í fjarnámi í héraðinu. Fyrirhugað er að nýstofnuð Náttúrustofa Norðausturlands muni leigja aðstöðu og starfa innan ÞÞ. Að sögn Aðalsteins Árna Baldurssonar og Erlu Sigurðardóttur, stjórnarmanna ÞÞ, var einhugur í stjórninni um að ráða Óla og þar sem ÞÞ er sjálfseignarstofnun bar þeim ekki skylda til að auglýsa starfið til umsóknar. Þau segja að það sé einkar ánægjulegt að ráða Óla til starfs- ins því hann ásamt félaga sínum, Þorkeli L. Þór- STJÓRN Þekkingarseturs Þingeyinga hefur ráðið Óla Halldórsson umhverfisfræðing for- stöðumann setursins. Óli mun hefja störf form- lega 1. nóvember nk. en unnið er að því að finna hentugt húsnæði undir starfsemi setursins. Þekkingarsetrið var stofnað í lok júní sl. og eru stofnaðilar Húsavíkurbær, Fræðslumiðstöð Þingeyinga, Náttúrustofa Norðausturlands, Háskóli Íslands og Háskólinn á Akureyri. Stjórn þess skipa fulltrúar þessara aðila, þau Aðalsteinn Árni Baldursson, Erla Sigurðar- dóttir, Margrét María Sigurðardóttir, Rögn- valdur Ólafsson og Björn Gunnarsson. Þá á sæti í stjórninni Jóhannes Gunnarsson á Gunn- arinssyni líffræðingi, séu í raun frumkvöðlar að stofnun þessa seturs. Þá sé það ekki síður ánægjulegt við ráðningu Óla að hann er heima- maður. Ráðning hans sé dæmi um að unga fólk- ið sem fer til langskólanáms geti snúið til baka á heimaslóðir og samfélögin þannig fengið að njóta starfskrafta þeirra og menntunar. Óli segist spenntur að takast á við hið nýja starf. „Starfsvettvangurinn finnst mér afar spennandi sem slíkur, enda mörg tækifæri á sviði þessarar stofnunar í Þingeyjarsýslum. Það sem gerir þetta allt saman ennþá meira spenn- andi er það að hafa komið fyrst að þessu máli á hugmyndastigi fyrir nokkrum misserum og fá svo tækifæri til þess að sjá hugmyndina verða að veruleika og fylgja henni eftir. Eins er því ekki að neita að mér finnst það mjög ánægjulegt að snúa aftur á heimaslóðir eftir nokkra búsetu við nám og störf í höfuðborginni,“ sagði hinn ný- ráðni forstöðumaður Þekkingarseturs Þing- eyinga að lokum. Óli Halldórsson er fæddur á Húsavík 1975, hann er kvæntur Herdísi Þ. Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn. Óli lauk stúdentsprófi frá framhaldsskólanum á Húsavík árið 1994, BA- prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands 1999 og MA-prófi frá Háskóla Íslands, Umhverfis- stofnun, 2002. Óli hefur frá árinu 2001 starfað sem sérfræðingur í mati á umhverfisáhrifum hjá umhverfissviði Skipulagsstofnunar. Ráðinn forstöðumaður Þekk- ingarseturs Þingeyinga Húsavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Óli Halldórsson nýráðinn forstöðumaður Þekkingarseturs Þingeyinga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.