Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 25

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 25
ÞAÐ hefur margkomið fram hér í blaðinu í greinum frá mér hvað skort hefur á réttlát vinnubrögð í því ákærumáli sem blásið var upp gegn mér á árinu 1998. Ég hef nauðsyn- lega þurft að vera með þetta mál fyrir dómstóli þjóðar- innar til upplýs- ingar, auk annarra dómstóla. Eftir að ljóst var hversu vinnu- brögðum var áfátt við rannsókn málsins hafa verið dregin fram af minni hálfu margskonar gögn sem liggja nú fyrir í málsskjölum og varpa nýju ljósi á málið. Öllum beiðnum um nýjar rannsóknir til yfirvalda hefur verið hafnað. Með bréfi til ríkislögreglustjóra 28. maí 2001 óskuðu 9 íbúar sveit- arinnar eftir opinberri rannsókn á nýjan leik, svarið var nei. Embættið hafði hins vegar verið fljótt að svara jákvætt samskonar beiðni frá öðrum 9 íbúum sveitar- innar 23. febrúar 1999. Hér er rétt að gera innskot og spyrja: Styttist nú ekki í að fyrri níumenningar og félagar og þeir valdsmenn sem studdu þá þurfi að fara að athuga sinn gang? En áfram með smjörið. Eftir neitun ríkislögreglustjóra var mál- inu skotið lögum samkvæmt til rík- issaksóknara. Hinn 11. desember 2001 hafnaði ríkissaksóknari einnig beiðninni. Daginn eftir, 12. desember 2001, segir ríkissaksóknari sig frá málinu með bréfi til dómsmálaráðuneytis- ins sökum vanhæfis. Ríkissaksóknari hafði þá fyrst frá því að málið kom upp áttað sig á að hann var skyldur bróður sínum, for- stjóra KPMG, og synir hans unnu við fyrirtækið. Á þessum tíma var hann samt bú- inn að hafa málið með höndum í á þriðja ár. Hvernig var með vanhæfi hans allan þann tíma? Hann hafði Fölsuð málsskjöl Eftir Eggert Haukdal Höfundur er fv. alþingismaður. sett fram þrjár ákærur á mig, fyrir að hafa með umboðssvikum og fjár- drætti stolið kr. 2.212.360. Ákær- urnar byggðust á skýrslu KPMG. Það er að segja frá fyrirtæki bróður hans, án eigin rannsókna embættis hans. Hvernig gat ríkissaksóknari verið á fullu í málinu hinn 11. desember, daginn sem hann neitaði opinberri rannsókn, en þegar klukkan var eina mínútu yfir 12 á miðnætti og komin nýr dagur 12. desember verður hann allt í einu vanhæfur? Var ástæðan að hann vildi ekki op- inbera rannsókn á vinnubrögðum fyrirtækis bróður síns gagnvart mér? Fljótlega kom í ljós eftir að of- sóknir hófust gegn mér að um tvennt væri fyrir mig að ræða. Af gefast upp fyrir ofureflinu og ofbeldinu, eða að halda áfram bar- áttunni með hjálp góðra manna og reyna að afla gagna til að hnekkja rangindum. Þá leið valdi ég og hún hefur skil- að miklu. Sem betur fer átti ég mörg ljósrit heima af gögnum sem færum mönn- um tókst að vinna úr fyrir mig. Rétt er að geta þess að skipt var um læs- ingu á skrifstofu hreppsins í Njáls- búð um jólin 1998 fyrir forgöngu Einars í KPMG og Brynjólfs Bjarnasonar. Væntanlega mun sú ráðstöfun þeirra hafa verið til varn- ar „þjófnum“ sem hér skrifar. Frá jólum 1998 og til þessa dags hafa fyrrgreindir menn verið vörslumenn bókhaldsgagna. Í upp- hafi gekk erfiðlega að afla þar gagna en það breyttist. Sveitar- stjóri hins nýja hreppsfélags Rang- árþings eystri hefur brugðist hratt við óskum mínum þannig að nú þeg- ar hef ég mörg svör á hendi við upphaflegum ákærum og rang- indum. Til að gera langa sögu stutta Í bréfi til setts saksóknara 8. nóv- ember 2002 skrifar Einar í KPMG eftirfarandi orð: „Fylgiskjöl 290– 296 eru ekki í fylgiskjalamöppunni.“ Það er sjálfur vörslumaður bók- haldsgagna sem lýsir þessu yfir fyr- ir níu mánuðum síðan. Hvað hefur settur saksóknari aðhafst? Ekkert. Auðvitað átti ég fyrir löngu að vera búinn að koma þessu opinberlega á framfæri. En þetta hefur hinsvegar legið fyrir í málsskjölum síðan í desember s.l. En meira er í pokahorninu Nú er komin í ljós meiri fölsun í bókhaldsgögnum Vestur-Land- eyjahrepps sem liggur fyrir í máls- skjölum, þar sem breytt er núm- erum fylgiskjala. Búið er að setja númer af einu fylgiskjali sem vant- ar (Einar 290–296) á annað fylgi- skjal sem liggur fyrir, 270 er breytt í 290. Flest bendir til að þessi númera- breyting hafi átt sér stað þegar málsskjölin voru heft saman í bók á árinu 2001 hjá ákæruvaldinu. Það er ekki mörgum til að dreifa sem þarna koma við sögu. Þeir geta talist á fingrum annarra handar. Sem betur fer láðist falsaranum að breyta númeri á frumgagni en lét duga að breyta númeri á því eintaki sem heft var inn í málsskjöl. Og sem betur fer er frumgagnið fyrir stuttu komið í mínar hendur og þakka ber sveitarstjóra Rangár- þings eystra. Liðnir eru sjö mánuðir frá því að vakin var athygli í málsskjölun á númerabreytingunni án þess að það hafi vakið nokkra athygli þeirra er skjölin skoða. Nú liggur fölsunin staðfastlega fyrir með því að bera saman eintakið í málsskjölum við frumgagnið. Hér er um þýðingarmikið fylgi- skjal að ræða varðandi 500 þúsund króna-ákæruna á mig. Þetta málsskjal virðist hafa runn- ið athugasemdalaust í gegn við fjóra dóma í Héraðsdómi og þrjá dóma í Hæstarétti. Þetta málsskjal liggur enn óbreytt fyrir nú í áttunda sinn fyrir dómi vegna annarar beiðni minnar um endurupptöku málsins, en hinn 13. ágúst næstkomandi eru fjórtán mánuðir liðnir síðan beiðni mín var send Hæstarétti með nýjum gögn- um. Enn stendur yfir gagnaöflun á mínum vegum og þessar nýju upp- lýsingar munu afhentar Hæstarétti í þessari viku. Enn er eftir í pokahorni ákærenda minna Fyrir skömmu komst ég yfir fundargerð þar sem Einar í KPMG platar fáfróðan sveitamanninn og falsar. Einar skrifar sjálfur fyrstur undir fundargerðina en síðan skrifa allir hreppsnefndarmenn í Vestur- Landeyjahreppi ásamt tveimur skoðunarmönnum. Þetta er dagsett 1. febrúar 1999. Textinn sem skrif- að er undir er svohljóðandi: „Fjallað var um útreikning van- skilavaxta á skuld oddvita og rætt um að færa þá í leiðréttan ársreikn- ing 1997.“ Hvað segir þessi texti okkur? Einar er búinn að koma vanskilavöxtum mínum upp í millj- ónir króna. Hvernig fer hann að því? Hann færir t.d. skuldabréfalán skráð 31. desember 1994 í reikning Vestur-Landeyjahrepps á mig að fjárhæð á aðra milljón. Fyrir lög- reglu og dómi telur Einar í KPMG þetta lán vera hreppnum óviðkom- andi og segir að það sé ekki fært í reikning hreppsins. Þetta er rangt. Dómstjóri áminnti hvern þann sem hann yfirheyrði að það gæti þýtt fangelsi að segja rangt frá fyr- ir dómi. Það er engin vandi fyrir Einar í KPMG að búa til háa tölu í van- skilavöxtum hjá mér með því að skrá lán hreppsins á minn við- skiptareikning. Þannig fær hann út góða tölu til að færa á mig 17% vexti að greiða. En Einar í KPMG áttaði sig ekki á því þegar hann taldi sig einan í heiminum við að koma á mig röng- um sökum og var að véla sveita- menn til að skrifa undir rangindi að það gæti komið að skuldadögum hjá honum sjálfum. Til viðbótar um þessa fundar- gerð. Flestir þeir heimamenn sem skrifa undir fundargerðina hafa greitt 2–4% vexti á skuld sína við hreppinn og skulda sumir enn á þeim vöxtum eða vaxtalaust. Þeir ætla mér hinsvegar með góðri hjálp Einars og félaga að greiða 17% vexti. Samkvæmt reikningi Vestur- Landeyjahrepps útbúnum af Einari í KPMG, 31.12.98., er skuld mín kr. 2.557.000 mest rangir ofurvextir. Einar í KPMG og Brynjólfur Bjarnason hafa hinsvegar ekki þor- að að rukka hana né bæta á hana ofurvöxtum síðan 31.12.98 en skuld- in stendur skráð í reikningi Vestur- Landeyjahrepps enn þann dag í dag. Ein fölsun skal enn nefnd til sög- unnar, en hún er sú að listi við- skiptamanna 31.12.96 í reikningi Vestur-Landeyjahrepps er til í tveimur útgáfum að fjárhæð liðlega 2 milljónir frá þáverandi endur- skoðanda hreppsins. Er önnur útgáfan í ellefu liðum en hin í þremur, sama samtalan. Þessi þáttur málsins rataði ekki inn í málsskjölin frá KPMG. Þeim hefur hinsvegar verið komið á framfæri. Að lokinni uppkvaðningu dóms yfir mér í Héraðsdómi Suðurlands 6. febrúar 2001 leitaði ég mér trausts og halds hjá Hallgrími Pét- urssyni og hafði yfir eftirfarandi er- indi: Vei þeim dómara sem veit og sér, víst hvað um málið réttast er. Vinnur það þó fyrir vinskap manns, að víkja af götu sannleikans. Með því að breyta einu orði meistara Hallgríms og segja vei þeim manni gætu fleiri menn en dómari komið við sögu. Ég undirstrika enn orð Hallgríms Péturssonar. UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 25 ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 22. júlí sl. var haldinn borgarafundur á Siglu- firði, meginefni fundarins var ákvörð- un ríkisstjórnarinnar um frestun fram- kvæmda við Héðins- fjarðargöng. Siglfirð- ingar og nágrannar fjölmenntu til fundar og ekki fór á milli mála að mikil gremja ríkti í garð ríkisstjórnarflokkanna. Enda þótti Halldóri Blöndal ástæða til í lok fundar að segja fundar- mönnum að tónninn á fundinum væri ekki góður og of samhljóma Samfylk- ingunni. Enginn rökstuðningur Margt kom fram hjá þeim þremur þingmönnum ríkisstjórnarflokkanna sem voru á fundinum en athyglis- verðast var að enginn þeirra gerði til- raun til að rökstyðja ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Eini ráðherrann sem mætti sagðist hafa metið stöðuna þannig að það væri betra fyrir fram- gang málsins að hann sæti áfram í ríkisstjórninni og þess vegna stæði hann með ákvörðun ríkisstjórnar- innar. Annar rökstuðningur, ef rök- stuðning skal kalla, heyrðist ekki. Allir stjórnarþingmennirnir lýstu yfir miklum stuðningi við gerð Héð- insfjarðarganga og sóru af sér að hafa vitað nokkuð annað en þeir sögðu fyrir kosningar um að fram- kvæmdir hæfust ekki seinna en haustið 2004. Það voru einhverjir aðr- ir sem spunnu blekkingarvefinn. Framsóknarþingmennirnir gengu svo langt að telja að þeir hefðu jafnvel tapað í öðrum kjördæmum fleiri at- kvæðum en þeir fengu út á málið í Norðausturkjördæmi – þessi und- arlegi varnarleikur gekk meira að segja fram af Halldóri Blöndal sem taldi atkvæði ekki koma málinu við. Hlýða skal kalli foringjanna En sameiginlegur boðskapur stjórnarþingmannanna var að ekki ætti að ræða hvað hefði verið sagt eða gert fyrir kosningar – slík umræða væri bara pólitík af hálfu Samfylking- arinnar. Nú hefði ríkisstjórnin gefið úr einstaka yfirlýsingu sem öllu hefði breytt; búið væri að ákveða hvenær bjóða ætti út framkvæmdina, hvenær ætti að byrja og hvenær ætti að ljúka verkinu. Það er samsagt búið að ákveða enn einu sinni allt þetta ferli og að mati stjórnarþingmannanna er best fyrir framgang málsins að gleyma í eitt skipti fyrir öll að fyrir kosningar var ekki aðeins búið að lofa og ákveða þetta allt heldur einnig bú- ið að bjóða út verkið – en það var bara hluti af kosningaundirbúningi. Bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna á Siglufirði bætti um betur og taldi að ekki væri hægt að svíkja aftur því samkvæmt yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar ætti að hefja verkið árið 2006 og þá væri svo stutt í næstu alþingis- kosningar. Þarna kom skýringin; það á að fá enn einu sinni atkvæði út á framkvæmdina í næstu alþingiskosn- ingum – geri aðrir betur. Þá verður búið að „selja“ Héðinsfjarðargöng í þrennum alþingiskosningum í röð. Niðurstaða fundarins var einföld og kom fram hjá formanni Fram- sóknarfélagsins sem sagði að þetta mál eins og önnur hjá ríkisstjórninni væri ákveðið af Davíð Oddsyni og Halldóri Ásgrímssyni – aðrir þing- menn ríkisstjórnarinnar geta haft hvaða skoðanir sem er, þær skipta ekki máli. Þess vegna sögðu allir frambjóðendur og þingmenn ríkis- stjórnarflokkanna satt á öllum fund- um á Siglufirði, bæði fyrir kosningar og 22. júlí sl., þeir vissu ekki betur á þeim fyrri og þurftu að hlýða foringj- unum á þeim síðasta. Af borgarafundi á Siglufirði Eftir Einar Má Sigurðarson Höfundur er alþingismaður Sam- fylkingarinnar. STUNDUM er rætt um „glerþakið“ sem konur rekast í þegar þær vilja komast til (frekari) áhrifa á vinnustöð- um; það er ósýnilegt í þeim skilningi að ekki er einhlítt hver orsökin er fyrir því að konur ná sjaldnar á toppinn. Hins vegar er nokkuð óumdeilt að glerþakið er til staðar – jafn- vel hjá konum í sjálfstæðum rekstri. Ég tel glerþakið m.a. felast í því að gerðar eru meiri kröfur til kvenna en karla þeg- ar forystufólk er valið. Sjálfsgagnrýni? Reyndar tel ég að ástæðan – glerþakið – sé ekki bara að aðrir geri meiri kröfur til kvenna heldur geri þær sjálfar meiri kröfur til sín en karlar til sjálfs sín, m.a. hvað varð- ar traust og (sjálfs)virðingu. Þetta leiðir hugann að því að konur í forystu virðast fremur – eða hraðar – en karl- ar axla ábyrgð sína þegar kemur að því að víkja úr stöðu. Orsökina má nefna „fallhlera“ því þær konur sem ég hef í huga hurfu skyndilega úr stöðu sinni – en ekki af ósýni- legri ástæðu eins og þegar rætt er um glerþakið. Gallinn er að karlarnir virðast oft sleppa við fallhlerann í sam- bærilegum aðstæðum. „Enginn ræður sínum næturstað“ Fyrsta dæmið er mál Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem varðar reyndar ekki brotthvarf hennar úr stóli borgarstjóra fyrir hálfu ári enda var það að mínu mati eðlileg niðurstaða. Það sem ég á við er opinber og ítrek- uð krafa fjölmiðla og líklega samstarfsflokka Samfylk- ingar í R-listanum til Ingibjargar Sólrúnar fyrir sveitar- stjórnarkosningar árið 2002 að hún svaraði því afdráttarlaust hvort hún myndi fara í þingframboð síðar eða hvort öruggt væri að hún sæti sem borgarstjóri út kjörtímabilið. Að því leyti er tilvikið frekar dæmi um glerþak en fallhlera. Spurningin – og svarið – hafði að mínu mati veruleg áhrif á niðurstöðu þingkosninga í vor. Kannski var þetta mjög eðlileg spurning – en mér fannst hún afar ósanngjörn og ofítrekuð í ljósi þess að Davíð Oddsson, borgarstjóri til 1991, komst upp með það árið 1990 að svara slíkri spurningu með þessum orðum: „Enginn ræður sínum næturstað.“ Annað dæmið er þegar fyrsti kvenkyns forsætisráð- herra Finna sagði óvænt af sér sama dag og uppvíst varð að hún sagði þjóðþinginu og fjölmiðlum ósatt. Ég tel við- brögð hennar til fyrirmyndar – hvernig sem þessi sér- staka atburðarás spannst. Vandinn er að eins og flestir áhugamenn um stjórnmál þekkja þá hafa ófáir – karl- kyns – ráðherrar og forsetar í lýðræðislöndum komist upp með annað eins – líkt og nýleg dæmi sanna. Mér er það minnisstætt að þegar upp kom áburður um að ráð- herra hefði gerst sekur um ósannsögli gagnvart Alþingi voru helstu viðbrögðin þau að haft var eftir lagaprófess- or í fréttum að slíkt væri ekki bannað samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð. Jafnrétti? Þriðja dæmið er af Valgerði Bjarnadóttur sem sagði af sér embætti framkvæmdarstýru Jafnréttisstofu með vís- an til þess að leikfélag, þar sem hún var formaður, var dæmt – í héraði – fyrir brot á jafnréttislögum. Eins og bent hefur verið á er dómurinn umdeilanlegur þar sem hann virðist setja öll atvinnuleikhús landsins undir einn hatt – þótt sjálfstæð séu. Þyngra á metunum í þessu sam- bandi er hins vegar að leikfélagið var dæmt fyrir mis- munun á grundvelli öfugrar sönnunarbyrði. Óumdeilt er að Valgerður taldist ekki hafa brotið starfsmannalög með þessu; því var ekki unnt að áminna hana fyrir það – hvað þá meira. Þegar ég er dómbær vil ég hins vegar gera ríkar kröfur til stjórnenda og lét ég mér koma í hug að Valgerður yrði hugsanlega að segja af sér embætti – ef og þegar Hæstiréttur staðfesti dóminn. Eðlileg við- brögð hefðu að mínu mati verið leyfi frá embætti þar til Hæstiréttur hefði dæmt í málinu – en vika leið frá dómi héraðsdóms og þar til afsögnin var ráðin. Nú er hins veg- ar liðin meira en vika frá því að fram kom opinberlega að Þórólfur Árnason borgarstjóri hefði á sínum tíma sem markaðsstjóri Olíufélagsins undirritað tilboð þess til borgarinnar sem samkvæmt frumathugunarskýrslu Samkeppnisstofnunar var byggt á ólögmætu samráði ol- íufélaganna. Einnig hefur komið fram að Þórólfur hafi fundað með fulltrúum samkeppnisaðilanna. Skiptir ekki máli að mínu mati þótt hugsanleg sök Þórólfs kunni að vera fyrnd. Haft hefur verið eftir forseta borgarstjórnar að borgarstjóri njóti nú umþóttunartíma um stöðu sína. Þó tel ég augljóst að borgarstjóri þarf ekki síður en for- stöðumaður ríkisstofnunar að njóta trausts almennings. Umburðarlyndi í garð karla? Kannski skiptir ekki máli hvort við spyrjum hvort við séum umburðarlyndari gagnvart körlum eða hvort við orðum það svo að við höfum meiri væntingar í garð kvenna? Ég tel a.m.k. að ósamræmi sé í kröfunum. Fallhlerinn Eftir Gísla Tryggvason Höfundur er framkvæmdastjóri Bandalags háskólamanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.