Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 26

Morgunblaðið - 30.07.2003, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. JOHN Mozena, stofnandiog varaforseti CAUCE(Coalition Against Unsol-icited Commercial Email – samtök gegn ruslpósti), segir að í Bandaríkjunum bíði menn spenntir eftir að sjá hvort ákvörð- un Evrópusambandsins um bann við ruslpósti komi til með að hafa áhrif. „Hér í Bandaríkjunum þarf alríkisstjórnin að setja lög um ruslpóst og við höfum lagt til að tilskipun Evrópusambandsins verði lögð til grundvallar slíkri lagasetningu,“ segir Mozena. Kostnaður tugir milljarðar dala Hann segir að Ferris Research telji að að kostnaðurinn við rusl- póst á þessu ári verði um tíu millj- arðar bandaríkjadala (um átta hundruð milljarðar króna). Aðrir álíta kostnaðinn meiri. Þannig tel- ur ráðgjafafyrirtækið Radicati að kostnaðurinn nemi yfir 20 millj- örðum dala í ár og Nucleus Research álítur að kostnaðurinn verði nálægt 90 milljörðum bandaríkjadala í ár. „Þetta tefur gagnastreymi, tek- ur pláss á tölvum og sóar reikni- getu hjá póstþjónum. Þá er mikill kostnaður fólginn í því að ráða starfsmenn til að kljást við þetta vandamál auk þess sem það tekur mikinn tíma fyrir fólk að fara í gegnum pósthólfin sín, lesa þenn- an póst og losa sig við hann,“ segir Mozena. Þeir sem senda óumbeðinn auglýsingapóst safna netföngum á póstlista. Algengasta leiðin er sú að leitarvélar eru notaðar til þess að leita á vefnum að texta sem lík- ist tölvupóstfangi. Mozena segir að margir telji að netföng þeirra sé hvergi að finna en við leit komi annað á daginn. Hann ráðleggur fólki, sem vill komast að því hvort netfang þeirra sé að finna ein- hvers staðar á Netinu, að slá net- fangið sitt inn sem leitarstreng t.d. á Google-leitarvélinni. CAUCE hefur lýst miklum áhyggjum af því að hugsanlega sé útbreiðsla ruslpósts á góðri leið með að eyðileggja tölvupóst sem samskiptaleið. „America Online heldur því fram að á hverjum degi séu fleiri skeyti stöðvuð á netþjóni þeirra heldur en komið er til skila til notenda. Þetta er mikið áhyggjuefni því hættan er sú að lögmætur tölvupóstur komist ekki til skila og því sé ekki hægt að treysta á tölvupóstinn sem samskiptaleið,“ segir Mozena. Þarf að greina mun á lögmætum pósti og rusli Fyrirtæki sem sérhæfa sig í hugbúnaði sem stöðva ruslpóst þurfa að huga annars vegar að því hversu hátt hlutfall ruslpósts kemst í gegnum síur þeirra og hins vegar hversu hátt hlutfall lögmætra skilaboða er ranglega stöðvað á póstþjóninum. Í grein í nýjasta tölublaði Technology Re- view segir að póstsía Brightmail- fyrirtækisins, sem meðal annars er notuð af Microsoft og Earth- link, nái að stöðva 70–90% rusl- pósts og að einungis ein skilaboð af milljón séu ranglega flokkuð sem ruslpóstur. Gallinn við síur sem sjaldan flokka lögmætan póst sem ruslpóst er sá að forritin hleypa of miklum fjölda raunveru- legra ruslskeyta í gegn. Sambærilegt lögum um auglýsingar á faxi Mozena bendir á að í Banda- ríkjunum hafi verið sett lög gegn því að fyrirtæki gætu sent óum- beðnar auglýsingar á faxi. Þe faxtækin komu fyrst til sögun gripu aðgangsharðir sölume tækifærið og sendu mikið magn myndskeytum til fyrirtæk Þetta hafði þau áhrif að næst ómögulegt var að nota faxtækið annars en móttöku slíkra augl inga og var auglýsingamennsk gegnum faxtæki því bönnu Bandaríkjunum. CAUCE he bent á að þetta gæti allt eins við um tölvupóst og segir Moze að notast verði við blöndu af ræðum, lagalegum og tæknil um, til að ráða bót á vandanum „Við mælumst til þess að s verði lög sem gera fólki kleift kæra sendanda ruslpósts og sekt upp á fimm hundruð d verði ákveðin við slíkum ágan Ruslpóstur á Netinu er síva Getur eyðila skipti með tö Talið er að um 13 milljarðar óumbeð- inna tölvuskeyta séu sendir í heiminum á degi hverjum. Þór- lindur Kjartansson kannaði málið og ræddi við John Moz- ena, varaforseta CAUCE, samtaka gegn ruslpósti í Bandaríkjunum. ÞEIR sem leggja stund á að senda fólki óumbeðið kynningarefni og ruslpóst beita fyrir sig marg- víslegum aðferðum til þess að komast yfir netföng. 1. Orðabókarárás Notuð eru sérstök forrit til þess að senda póst á öll hugsanleg netföng innan ákveðins léns. Fyrsti pósturinn er sendur á a@len.is svo b@len.is. Settar eru saman allar mögulegar samsetningar á bók- stöfum. Í ljós kemur að yfirgnæfandi meirihluti netfanganna er ekki til og því kemur villumelding til baka. Forritin taka svo saman lista yfir þau net- föng sem eru virk og þeim er bætt inn á dreifing- arlistann. Þessari aðferð er beitt á stórar póstþjónustur, t.d. Hotmail og AOL. Ef ákveðið er að senda póst á öll hugsanleg netföng sem innihalda einn til átta bókstafi og tölustafi þarf póstþjónnin skeyta. Ef h urra stafa n tán hundru Forritin flo ákveðnum f 2. Nöfn tek Notaðar er saman öllum netfangi. N arlista. Þet ara. 3. Spjallrás Ef notendu spjallrásum netfangalis pósti. Hvernig endar netfang á útsend ENGIN trygg leið er til þess að komast alveg hjá því að fá sendan ruslpóst. Samtök gegn ruslpósti í Bandaríkjunum hafa þó tekið saman fimm ráðlegg- ingar sem draga úr líkunum á því að netföng lendi á ruslpóstslistum. 1. Ef nauðsynlegt er að birta netfang á vefnum er ráðlagt að „dulbúa“ það svo leitarvélar net- fangasafnara greini ekki að um netfang sé að ræða. Þannig yrði netfang@len.is ritað netfang hjá len.is. 2. Lesið vandlega eyðublöð á Netinu sem krefjast þess að netfang sé gefið upp. Rannsóknir hafa sýnt að flest fyrirtæki standa við fyrirheit um að senda netfangið ekki þriðja aðila. Mikilvægt er að athuga hvort heimasíðan sem verið er að heimsæk 3. Notið mö sækja síð stakt net fremur e 4. Notið pó þannig a lýsingap möppu. 5. Notið lön staklega póstþjón arar gisk nonnisem jonn@le Aðferðir til að komast hjá ruslp KRAFTUR Í AUSTFIRÐINGUM HARÐNAR Á DALNUM Frá því Bush Bandaríkja-forseti lýsti því yfir aðstríðinu í Írak væri lokið hinn 1. maí sl. hafa 50 banda- rískir hermenn verið felldir þar í landi í árásum að því er virðist fámennra skæruliðahópa, sem hverfa jafnskjótt og þeir hafa lokið verki sínu. Þótt Banda- ríkjamenn hafi hert aðgerðir gegn þessum hópum hefur þeim ekki tekizt að stöðva árásirnar. Fall tveggja sona Saddams Hussein virðist ekki hafa dregið úr árásunum. Fáir efuðust um að Banda- ríkjamenn og Bretar mundu vinna stríðið í Írak, þótt tak- mörkuð mótspyrna Írakshers hafi komið á óvart. Fleiri spurðu hins vegar þeirrar spurningar, hvort Bandaríkjamönnum og Bretum mundi takast að koma á friði í landinu að stríðsátökum loknum. Þær efasemdir virðast hafa við nokkur rök að styðjast. Þegar Bandaríkjamenn tóku við hlutverki Frakka í Víetnam fyrir u.þ.b. fjörutíu árum og sendu þangað fjölmennan her vel búinn vopnum töldu flestir að þeim mundi takast á auðveldan hátt að vinna stríðið í Víetnam. Niðurstaðan varð önnur. Þeir töpuðu. Ísrael er mesta herveldi í Mið- Austurlöndum. Palestínumenn eru fátækir, illa skipulagðir og illa þjálfaðir. Ísraelsmönnum hefur samt sem áður ekki tekizt að koma á friði á sínum vett- vangi. Spurning er, hvort mesta herveldi heims, Bandaríkja- menn, kunni að standa frammi fyrir sama veruleika í Írak. Þeir geti ráðið landinu en þeim takist ekki að koma í veg fyrir stöð- ugar árásir fámennra skæruliða- sveita. Sú var tíðin, að lok kalda stríðsins voru talin geta skapað þáttaskil í Mið-Austurlöndum. Um leið og andstæðingar Ísr- aelsmanna fengju ekki lengur vopn og fjárhagslegan stuðning frá Sovétríkjunum mundi draga úr hernaðarátökum í Mið-Aust- urlöndum. Sú hefur ekki orðið raunin. Peningarnir koma ann- ars staðar frá til þess að halda hernaði áfram, hvort sem er gegn Ísraelsmönnum eða nú Bandaríkjamönnum og Bretum í Írak, hvaðan svo sem þeir pen- ingar koma. Haldi bandarískir hermenn áfram að falla í Írak getur það haft alvarleg áhrif á möguleika Bush Bandaríkjaforseta að ná endurkjöri í nóvember 2004. Ví- etnamstríðið varð til þess að Lyndon B. Johnson ákvað að gefa ekki kost á sér til endur- kjörs í forsetakosningunum 1968. Honum var ljóst, að banda- rískur almenningur þoldi ekki mannfallið í Víetnam. Bush kann að standa frammi fyrir því, að ári liðnu, takist ekki að stöðva mannfall Bandaríkjamanna í Írak, að möguleikar hans til end- urkjörs fari þverrandi. Virkjanaframkvæmdir á há-lendinu og undirbúningur að byggingu álvers í Reyðarfirði hafa hleypt miklum krafti í allt mannlíf á Austurlandi eins og m.a. má lesa um á nýrri frétta- síðu, sem birtist þrisvar í viku í Morgunblaðinu um málefni þessa landshluta. Í samtali við Morgunblaðið í gær segir Eiríkur Bj. Björg- vinsson, bæjarstjóri Austur- Héraðs, m.a.: „Fólksfjölgunin, sem hefur átt sér stað á þessu ári kemur skemmtilega á óvart. Þegar við unnum okkar mark- mið í sex ára áætlun sveitarfé- lagsins 2003–2009 vorum við með fjölgunartölur upp á 34 ein- staklinga á árinu. Nú er fjölg- unin komin í 43 og við þurfum því strax að endurskoða mark- mið okkar. Auðvitað höfðum við væntingar til þess, að hér yrði hröð íbúaþróun og höfum unnið markvisst að því að vera með íbúðaframboð og ýmis verkefni til að hér gæti átt sér stað fjölg- un. En þetta kemur okkur þó engu að síður í opna skjöldu.“ Þá er athyglisvert, að sam- keppnin er að hefjast á milli byggðarkjarna á Austurlandi um fólk og fyrirtæki. Þannig segir bæjarstjóri Austur-Hér- aðs: „Bæjarstjórnin hér hefur lagt línur í því að lækka skatta á fyrirtæki í 1% eins og Fjarða- byggð hyggst gera. Við þurfum að gera heilmargt til að þessi fólksfjölgun og atvinnutækifæri verði að veruleika og íbúar sátt- ir og ánægðir með það, sem þeir fá. Það kostar vinnu og peninga. Það skiptir miklu máli að koma því á framfæri við almenning.“ Það er skemmtilegt að fylgj- ast með þeim krafti og þeirri bjartsýni, sem einkennir Aust- firðinga um þessar mundir. Augljóst er að þessi landshluti verður eitt af vaxtarsvæðunum á Íslandi á næstu árum. Af þeim sökum munu fyrirtæki, sem starfrækt eru annars staðar leggja áherzlu á að koma sér upp starfsstöðvum á Austur- landi eftir því sem við á, sem mun svo enn auka á vaxtar- möguleika svæðisins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.